Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NYJAR LEIÐIR TIL SPARNAÐAR AFKOMA ríkissjóðs verður mun verri á þessu ári að mati Ríkisendurskoðunar en að mati fjármálaráðuneytisins. Hún telur, að hallinn verði 8,5 milljarðar króna, en nokkrum dögum áður spáði ráðuneytið því, að fjárlög myndu halda, en þau gera ráð fyrir 7,4 milljarða halla. Mat Ríkisendurskoð- unar byggir á þeirri forsendu, að ríkisstjórnin taki engar nýjar ákvarðarnir í ríkisfjármálum og verðlags- og launaþróun standist. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er þess eðlis, að ríkis- stjórnin getur ekki látið hana sem vind um eyru þjóta. Mat Ríkisendurskoðunar á versnandi afkomu ríkissjóðs síð- ari hluta ársins veldur vonbrigðum vegna þess, að staðan batnaði um 1,1 milljarð króna fyrri hluta ársins, einkum vegna aukinna tekna í vaxandi efnahagsumsvifum. Stofnunin spáir áfram auknum tekjum, en útgjöidin muni hins vegar aukast enn meira. Þess vegna þarf ríkisstjórnin að stinga við fótum. Aukinn halla ríkissjóðs telur Ríkisendurskoðun mega rekja til aukinna launaútgjalda, lífeyris- og sjúkratrygginga og fjár- vöntunar sjúkrahúsanna, auk þess sem Vegagerð ríkisins þurfi nær hálfan milijarð í viðbótarfé. Fyrst töldu útgjöldin koma ekki á óvart vegna nýrra kjarasamninga. Útgjöld sjúkra- húsanna koma ekki heldur á óvart heldur hitt, að fjármáiaráðu- neytið skuli falla í þá gryfju ár eftir ár að vanmeta fjárþörf- ina. Flatur niðurskurður í rekstri þeirra gengur ekki til lengd- ar. Þar er óhjákvæmilegt að leggja niður starfsemi eða draga úr þjónustu, ef sparnaður á að nást. Um það þarf hins vegar að nást pólitísk samstaða. Fráleitt er hins vegar að leggja þurfi stórfé til Vegagerðar ríkisins umfram fjárlög. Þar á einfaldlega að stöðva framkvæmdir þegar fjárveiting er búin. Engu máli skiptir, hvort malbikað er fáeinum kílómetrum meira eða minna. Hins vegar er stórmál, að hjartaaðgerðir séu gerðar á Landspítalanum, svo eitthvað sé nefnt. Breyta þarf um aðferðir til sparnaðar hjá ríkinu. Flatur niðurskurður dugar ekki lengur. Verkefni þarf einfaldlega að setja í forgangsröð, velja og hafna. Engin goðgá er að leggja niður starfsemi, sem ekki er brýn. Veturinn 1992 kom hingað til lands Andri Arinbjarnarson, ráðgjafi hjá McKinsey, einu stærsta fyrirtæki heims í stjórnunarráðgjöf fyrirtækja. í er- indi sem hann flutti hjá Verzlunarráði fullyrti hann, að hefð- bundnar leiðir til niðurskurðar á kostnaði hér á landi væru rangar. Flatur niðurskurður dugi ekki nema um tíma, því kostnaðurinn komi alltaf til baka. Eina raunhæfa leiðin sé að leggja niður starfsemi, sem ekki er nauðsynleg. Miðað við lítinn árangur í sparnaði í ríkisrekstrinum að undanförnu er full ástæða til að marka orð þessa reynda sérfræðings. AÐSTOÐAR ER ÞÖRF ÞRETTÁN ára stúlka, Ásta Kristín Árnadóttir, gekkst á dögunum undir aðgerð í Boston, þar sem grætt var í hana nýtt nýra. Er þetta í annað sinn sem skipta þarf um nýra í Ástu Kristínu og þriðja nýrnaígræðslan í fjölskyldunni. Einn- ig þurfti að græða nýra í systur hennar árið 1987. I frétt í Morgunblaðinu í gær er því lýst hvaða afleiðingar þessi veikindi hafa haft fyrir fjölskylduna: „Slík veikindi eru sex manna fjölskyldu ákaflega þung í skauti, bæði andlega, líkamlega og ekki síst fjárhagslega. Þau hjón áttu íbúð í Reykjavík sem þau seldu til þess að hafa upp í kostnað þegar ljóst var að Brynja litla þurfti að fara í sams konar aðgerð og systir hennar. Tryggingastofnun tekur að hluta þátt í kostnaðinum við aðgerðir sem þessar en þær eru dýrar og kostnaðurinn í kringum þær, s.s. ferðir, uppihald og fleira, tekur sinn toll.“ Nokkur dæmi hafa komið upp af þessu tagi á undanförnum árum, þar sem fjölskyldur hafa orðið að selja eignir sínar til að standa straum af kostnaði vegna alvarlegra veikinda barna eða maka. Margar fjölskyldur mega ekki við því að missa framfærslutekjur sínar í lengri eða skemmri tíma í tilvikum sem þessum og lenda í fjárhagserfiðleikum þó svo að gengið sé á eignir. Oft reyna frjáls félagasamtök að koma fólki í erfiðleikum af þessu tagi til hjálpar. Félag Árneshreppsbúa stendur þann- ig fyrir fjársöfnun til stuðnings fyrrnefndri fjölskyldu. Er ekki nauðsynlegt að finna leið til að aðstoða fólk í þess- ari aðstöðu? Nógu erfitt er fyrir fjölskyldur að takast á við þungbær veikindi ástvina. Á undanförnum áratugum hefur verið byggt upp umfangsmikið félagslegt velferðarkerfi á ís- landi, sem færa má rök fyrir að sé orðið of víðfeðmt og kostn- aðarsamt. í dæmum sem þessum, þar sem raunveruleg nauð- syn er á félagslegu öryggisneti, virðist eitthvað á skorta. OEÐLILEG slysahætta staf- ar nú af tíu kjarnakljúf- um, sem Sovétmenn reistu^, á sínum tíma í Slóvakíu, Litháén, Rússlandi, Búlgaríu og Úkraínu. Samkvæmt leyniskýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins má rekja hættuna til hönnunargalla, efnahagsglundroða, óvissu í stjórn- málalífi og lélegs eftirlits. „Alvarleg atvik halda áfram að eiga sér stað við þessa kjarnakljúfa og vekur það upp ótta við annað slys á borð við Tsjernóbýl,“ segir í skýrslunni, sem greint var frá í dagblaðinu The New York Times fyrir viku. Slóð hörmunga Geislavirknin eftir kjarnorkuslysið í Tsjemóbýl hefur skilið eftir sig slóð hörmunga. Stöðugt heyrast fullyrð- ingar um að krabbamein hafi aukist til muna í þeim hlutum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, sem urðu fyrir mestri geislavirkni. „Sköllótt og umkomulaus ráfa börn tugum saman með hálfgagnsætt skinn og sokkin augu um ganga krabbameinsstofn- unarinnar hér,“ skrifaði Margaret Shapiro, blaðamaður Washington Post, eftir heimsókn sína til Borovly- ani í Hvíta-Rússlandi fyrir skömmu. Dillwyn Williams, prófessor í meinafræði við Cambridge-háskól- ann, þekkir þessi mál af eigin raun. Williams hefur sérhæft sig í krabba- meini í skjaldkirtli og heldur því fram að tíðni þess hafi hundraðfaldast meðal bama í Hvíta-Rússlandi frá sprengingunni i Tsjernóbýl árið 1986. Hann var á íslandi fyrir skömmu og greindi frá niðurstöðum sínum í fyrirlestri, sem hann hélt við Háskóla Islands í boði Sjóðs Níelsar Dungals prófessors.. í samtali við Morgunblaðið greindi hann frá efasemdum á Vesturlöndum um sannleiksgildi frásagna frá Tsjernóbýl og nágrenni. Afskipti Williams hófust fyrir þremur árum: „Árið 1992 var mér boðið að stjórna sameiginlegum fundi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Evrópusambandsins (ESB) um ástandið í Hvíta-Rússlandi. Þá voru að byija að berast sögur um aukn- ingu á skjaldkirtilskrabbameini hjá bömum, en flestir töldu ósennilegt að þær væru sannar. Skömmu síðar sama ár fór ég fyrsta sinni til Minsk og gat þar sjálfur rannsakað og skoð- að sum barnanna, sem vora komin með skjaldkirtilskrabbamein." Ástæðurnar fyrir fyrir því að við- brögð á Vesturlöndum einkenndust í upphafí af vantrú eru margþættar: „Við vitum að geislun getur valdið krabbameini í skjaldkirtli, en tíminn milli þess að menn verða fyrir geisl- uninni og krabbameinið kemur fram er venjulega tíu ár eða meira,“ sagði Williams. „Hins vegar vom fyrstu tilfellin í Hvíta-Rússlandi greind fimm áram eftir slysið. Þá sögðu margir: „Þetta er of snemmt. Það er útilokað að það komi slysinu við.“ Önnur ástæða var sú að menn töldu að geislavirkt joð væri fullkomlega öruggt og gæti ekki valdið krabba- meini.“ Geislavirkt joð er mikið notað til að lækna fólk, sem þjáist af ofstarf- semi í skjaldkirtli, og ekkert bendir til þess að slík meðferð leiði til krabbameins hjá fullorðnum. Eitt prósent kvenna fær þennan sjúkdóm og geislavirkt joð hefur verið notað við ofvirkni í skjaldkirtli í rúm þijá- tíu ár. í Svíþjóð var mörg þúsund sjúklingum, sem hafði verið gefið geislavirkt joð við ofvirkni í skjald- kirtli, fylgt eftir og leiddi sú rannsókn í ljós að engar líkur væru á krabbameini í skjaldkirtli vegna þessar- ar meðferðar. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram í blaðagrein að hættan sé engin hérlendis því að fjöldi fólks á íslandi hefur fengið svona meðferð og væri rangt að láta þetta fólk halda að nú fengi það skjaldkirtilskrabbamein. Því að sú er ekki raunin,“ sagði Williams. „Þriðja ástæðan var sú að menn vildu ekki trúa. Að hluta til var það vegna þess að menn höfðu meðhöndl- að fjölda sjúklinga með geislavirku joði og áttu bágt með að taka mark á þessu í ljósi reynslu sinnar. En einnig getur það orðið afdrifaríkt fyrir ýmsa aðila ef sannast að úr- felli eftir slys á borð við Tsjernóbýl hefur í för með sér skjaldkirtils- krabbamein í börnum. Þá þyrfti til dæmis að draga úr því geislavirka joði, sem sleppur út í umhverfið, þegar skipt er um úranstauta í kjarnakljúfum. Það yrði mjög dýrt vegna þess að géislavirkt joð er rok- gjarnt efni og erfitt að hemja það.“ Syndir fortíðarinnar Það er ekki einungis kostnaður vegna breytinga á borð við þessa, heldur gera syndir fortíðarinnar að verkum að erfitt er að horfast í augu við afleiðingar Tsjernóbýl. „Að auki hefur íjöldi sjúklinga í Bandaríkjunum verið látinn fá geislavirkt joð í litlum skömmtum,“ sagði Williams. „Sumt af þessu var gert viljandi. í Washington-ríki var stórum skömmtum af geislavirku joði sleppt út í andrúmsloftið vegna þess að þeir héldu að það væri óhætt. Geislavirkt joð hefur verið leyst úr læðingi í tilráunum í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Við skulum því segja að þeim, sem töldu að óhætt væri að nota geisla- virkt joð og leist ekki á afleiðingar þess að sýnt yrði fram á að það væri hættulegt, var mikið í mun að kreíjast óyggjandi sannana áður en þeir væru reiðubúnir til að viður- kenna að samband væri þar á milli. Og þar fóru vinir okkar Bandaríkja- menn fremstir í flokki." Að sögn Williams er nú almennt viðurkennt að mikil aukning hafi orðið á krabbameini í skjaldkirtli bama í Hvíta-Rússlandi og Ukraínu, að það megi nánast örugglega rekja til geislavirks úrfellis eftir Tsjernó- býl-slysið og að öllum líkindum til ísótópa af geislavirku joði. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að . . . ástæðan er Tsjernobýl," sagði Williams. „Ljóst er að skað- valdurinn er geislavirkt joð. Skjald- kirtillinn er eina líffæri líkamans sem safnar joði í miklum mæli og það var mikið magn af geislavirku joði í úrfellinu. Þá er tíðni krabbameins- ins sýnu hærri á þeim svæðum, sem mest úrfelli féll yfir.“ Jevgení Demidsjúk, stjórnandi stofnunar um skjaldkirtilskrabba- mein í Minsk, sagði fyrir skömmu að árið 1986, fyrir Tsjernóbýl, hefðu aðeins verið skráð tvö tilfelli af skjaldkirtilskrabbameini í bömum undir ijórtán ára aldri í Hvíta-Rúss- landi, sem væri eðlilegt miðað við fólksíjölda. Árið 1992 hefðu verið 66 tilfelli og á síðasta ári hefði talan verið komin upp í 82. „Staðan nú er sú að nokkur hund- ruð börn undir fimmtán ára aldri eru komin með krabbamein í skjaldkirtli í suðurhluta _ Hvíta-Rússlands og norðurhluta Úkrainu," sagði Will- iams og vísaði til tölfræði, sem sýndi svo ekki yrði um villst að beint sam- band væri milli Tsjernóbýl og krabbameinsins. Hundraðföld tíðni „Samkvæmt mínum útreikningum er tíðnin í Gomel, einu héraða Hvíta- Rússlands, þar sem búa tvær milljón- ir manna og eitthvað um 450 þúsund börn, 100 sinnum meiri en á Bret- landi. Tíðnin er reyndar lág á Bret- landi. Þar kemur upp hálft tilfelli á hveija milljón barna á ári. Þetta er því mjög sjaldgæft krabbamein í bömum. I Gomel eru hins vegar um 60 tilfelli á ári.“ „Tíðni krabbameins í skjaldkirtli eykst mjög með aldri. Það er mjög sjald- gæft undir fimm ára aldri, en verður algengara eftir því sem aldur hækkar,“ sagði Williams. „Á svæðinu umhverfis Tsjernóbýl er hins vegar um að ræða hóp barna, sem mun bera hættuna með sér næstu 20 til 30 ár. Rannsóknir mín- ar benda einnig til annars; að hættan er sýnu meiri fyrir mjög ung börn - á fyrstu tveimur árum ævi sinnar - en eldri böm og þau era í sýnu Enginn vafi aó ástæðan er Tsjernóbýl MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 3. ÁGÚST 1995 29 EFTIRMÁLI TSJERNÓBÝL KJARNORKUVERIÐ í Tsjernóbýl. Örin bendir á staðinn sem slysið varð á í april árið 1986. Tíðni skjaldkirtils- krabbameins margfaldast í Hvíta-Rússlandi Tíðni skjaldkirtilskrabbameins hefur hundrað- faldast á svæðunum í grennd við Tsjemóbýl eftir kjamorkuslysið fyrir tæpum áratug. Karl Blöndal ræddi við Sir Dillwyn Williams, prófessor í læknisfræði, um ástandið í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu eftir slysið í Tsjemóbýl og mikilvægi rannsókna bæði til að fýrirbyggja og vita hvemig bmgðist skuli við endurtaki sagan sig. meiri hættu en fullorðnir sem er nánast ekki í neinni hættu. Tvær ástæður liggja að baki þessu: Börn taka í sig hlutfallslega meira joð miðað við stærð skjaldkirt- ils en fullorðnir og þau era viðkvæm- ari fyrir þeim skammti, sem þau taka í sig. Börn, sem fæddust í Hvíta-Rúss- landi og Úkraínu meira en sex mán- uðum eftir slysið, virðast hins vegar ekki búa við þessa auknu hættu.“ Allt illt rakið til ógæfunnar Ýmsar fullyrðingar hafa komið fram um aukna tíðni ýmissa annarra tegunda krabbameins í kjölfar Tsjernóbýl. Williams er hins vegar þeirrar hyggju að sannanir séu enn ófullnægjandi. Taka verði tillit til þess að ekki verða liðin tíu ár frá slysinu fyrr en í apríl á næsta ári og það taki krabbamein oft langan tíma að koma fram. „Málið er að þegar ógæfa á sér stað er allt illt, sem gerist eftir það, rakið til ógæfunnar. Annað vanda- mál varðandi Tsjernóbýl er óttinn sem býr með íbúunum um að þeir eigi allir eftir að fá hvers kyns sjúk- dóma,“ sagði Williams. „Þessi ótti er fullkomlega skiljanlegur. Ef þú veist að þú hefur staðið berskjaldað- ur fyrir einhveiju hættulegu, sem þú gast hvorki séð, fundið lykt af né snert, og þú veist ekki hve mik- illi geislun þú varðst fyrir eða hveij- ar hætturnar eru, þá skrifar þú það allt á reikning geislavirkninnar. Þessi ótti er sennilega mesta vandamálið. Hins vegar veit ég ekki til þess að neinar sannanir hafi kom- ið fram um aukningu krabbameins, utan krabbameins í skjald- kirtli. En ég hygg að það sé sennilegt að aukning muni eiga sér stað á öðrum tegundum í framtíðinni og við þurf- um að rannsaka önnur æxli til að sjá hvort það er að gerast. Þar á með- al eru heilaæxli, sem ég er að vona að Evrópu- sambandið láti rann- saka. Ég veit ekki til þess að neitt sanni fæð- ingar vanskapaðra barna vegna Tsjernóbýl, þrátt fyrir mikla um- fjöllun um aukningu á slíku undan- farið. Því miður fæðast vansköpuð börn í öllum löndum og engin leið er að segja til um hvers vegna. Það er auðvelt að taka mál af þessu tagi og blása upp. Hins vegar verður að vega og meta kosti og galla. Ég styð notkun kjarnorku, en við verðum að vera raunsæ um hætt- urnar, sem henni eru samfara. Ef fólk hefur miklar áhyggjur af kjarnorkuslysum er ísland sennilega besti staðurinn til að vera á því að hér eru engin kjarnorkuver. Hér er mikið joð í fæðu, sem myndi koma í veg fyrir inntöku geislavirks joðs. Og líkurnar á því að fá skjaldkirtils- krabbamein vegna kjarnorkuslyss í öðru landi eru eins litlar og þær geta verið í heiminum." Williams er þeirrar hyggju að gæta verði raunsæis þegar vegið er og metið hvað beri að gera. Hins vegar megi ekki gleyma þeim einstaklingum, sem í hlut eiga. „Harold Wilson, fyrr- um forsætisráðherra, var vanur að segja sem svo: Þér kann að virðast fimm prósenta atvinnu- leysi fremur lítið. Sért þú meðal þessara fimm prósenta er atvinnuleysi þitt hins vegar hundrað prósent og þá skiptir það fjandi miklu máli,“ sagði Williams. „Sömu sögu er að segja um skj aldkirtilskrabba- mein. Það er ekki al- gengt og aðstandendur heilbrigðismála kunna að líta svo á að það skipti ekki miklu máli. Sá sem fær skjaldkirtilskrabbamein lítur málið hins vegar öðrum augum.“ Enn hætta í Tsjernóbýl Alls eru um 60 sovéskir kjarna- kljúfar í notkun í Austur- og Mið- Evrópu. Rússneskir vísindamenn hafa að sögn The New York Times haldið uppi vömum fyrir þessa kjarnakljúfa og segja að gagnrýni Vesturlanda sé reist á þekkingar- leysi. Skýrslan, sem lekið var til fjöl- miðla í upphafi þessarar viku, var óvenjuleg að því leyti að þar voru sérstaklega teknir fyrir tíu kjarna- kljúfar. Venjulega er gagnrýnin höfð almenns eðlis af diplómatískum ástæðum, en skýrsla bandaríska orkumálaráðuneytisins átti ekki að koma fyrir augu almennings. Tveir SIR Dillwyn Williams af þessum tíu kjamakljúfum era í Tsjemóbýl og þykir ásigkomulag þeirra verst. Upprunalega voru fjórir tölusettir kjarnakljúfar í Tsjernóbýl. Kjarnakljúfur númer fjögur var graf- inn í steinsteypu eftir kjamorkuslys- ið og slökkt var á kljúf tvö eftir að eldur kom upp árið 1991. Eftir standa kljúfar númer eitt og þrjú og í bandarísku skýrslunni sagði að ástandið í verinu í Tsjernóbýl væri „á margan hátt verra en fyrir hið hrikalega slys árið 1986“. „Évrópu- sambandið borgar mest af mínum rannsóknum,“ sagði Williams. „Þar ríkir mikill áhugi á þessu vanda- máli, einkum vegna þess að um helm- ingur kjarnakljúfa í heiminum er í Vestur-Evrópu. Einnig er þó nokkur Ijöldi í Austur-Evrópu og þeir eru venjulega verr hannaðir og minna haldið við en kjarnakljúfunum í Vest- ur-Evrópu. Svo má bæta því við að úrfelli virðir ekki landamæri. Þess vegna ríkir áhugi innan Evrópusam- bandsins um að hjálpa fórnarlömbum Tsjernóbýl og rannsaka áhrif Tsjernóbýl, eða, nánar tiltekið, hvaða ráðstafanir era nauðsynlegar verði annað slys. Þetta er hrikalegt vandamál að því leyti að hér er um að ræða at- burði í stóru ríki, sem er að skiptast í smærri sjálfstæð ríki. Þetta mál er einnig áhugavert fyrir fræðimann- inn og það er mikilvægt fyrir allan heiminn að komast að því og vega af nákvæmni hveijar eru afleiðingar úrfellis. En við verðum að fara var- lega. Það má ekki láta eins og hér sé á ferðinni allsheijar tilraunastarf- semi, en um leið verðum við að kom- ast að því hvað er að gerast. Það er mikilvægt fyrir allan heim- inn að við rannsökum Tsjernóbýl. Þetta er versta tilfellið og það losn- aði mjög mikið af úrfelli. Því getum við rannsakað þetta og lært af því. Við getum reynt að átta okkur á sambandinu milli magns og áhrifa og komast að því hvaða fýrirbyggj- andi ráðstafanir era nauðsynlegar. Augljóslega er best að tryggja að það verði aldrei annað slys, en mað- ur verður að vera viðbúinn hinu versta. Það getum við með því að rannsaka Tsjernóbýl.“ Ástandið í Hvíta-Rússlandi er þannig að stjórnvöld hafa lítið fé til að koma fólki til hjálpar. Samkvæmt gögnum sjóðs, sem nefnist Börn Tsjernóbýl, búa nokkur hundruð þús- und manns á svæðum, sem enn era menguð eftir Tsjernóbýl, og borða mat og mjólkurvörur framleiddar á staðnum, þótt oft sé meira af geisla- virkni, þungum málmum og efnum í þeim en öruggt mætti teljast. Þá er sagt að allri aðstöðu til lækninga sé ábótavant, lyf skorti og launamál í ólestri. Læknar fái ekki nema um fjögur þúsund krónur í laun á mán- uði og hjúkrunarfræðingar 2.400 krónur. „Ég veit að það hefur verið erfitt fyrir þá að fá gjaldeyri til að kaupa hluti, sem við teljum sjálfsagða,“ sagði Williams. „Við erum að hjálpa þeim að verða sér úti um gögn til að greina krabbamein í skjaldkirtli, svo dæmi sé tekið. ESB íhugar að veita fé í að reisa verksmiðju til að framleiða skjaldkirtilshormón. Það er engin slík verksmiðja í Hvíta- Rússlandi, sem þýðir að þeir verða að reiða sig á utanaðkomandi birgð- ir af skjaldkirtilshormónum. Þeir geta ekki keypt hormónið vegna skorts á gjaldeyri. Evrópusambandið hefur útvegað skjaldkirtilshormón, en til lengri tíma er talið öruggara og betra fyrir efnahag þeirra geti þeir framleitt hormónið sjálfir.“ Heilbrigðisyfirvöld í Hvíta-Rússlandi og Úkra- ínu voru ekki ýkja hrifin af afskiptum Vesturlanda Rússland og Úkraínu, séu nú nokkuð góð. Háttsettir læknar frá öllum þessum löndum hafa heimsótt minn hóp í Cambridge og ég hef oft k.om- ið til bæði Hvíta-Rússlands og Úkra- ínu og á heimboð til Rússlands. Við gefum allar okkar niðurstöður út í sameiningu við lækna í þessum lönd- um.“ Rannsóknir á íslandi „Reyndar vann ég Islandi með aðstoð Kona Williams, Lafði Olwen Will- iams, fylgdi honum hingað til lands. Hún er einnig læknir, sérfræðingur í lyflæknisfræði og innkirtlasjúk- dómum. Nú vinnur hún við eftirlit með gæðum heilbrigðisþjónustu í Austur-Anglíu, tryggja að not^ðar séu nýjustu aðferðir og tæki. Hiin kennir einnig og annast sjúklinga. Þetta var hins vegar ekki fyrsta ferð Williams til íslands. Hann stund- aði á sínum tíma rannsóknir á skjaldkirtilskrabbameini á íslandi og bar tíðni þess hér á landi saman við Skotland. „Sjúkdómar skjaldkirtilsins hafa verið áhugamál mitt til margra ára og ég hef rannsakað útbreiðslu þeirra og sjúkdómafræði," sagði Williams og sagði að snemma á ferli sínum hefði þessi áhugi orðið tilefni til íslandsfarar. að rannsókn á Ólafs Bjarnasonar prófessors á út- breiðslu krabbameins í skjaldkirdi og bar saman við útbreiðsluna í Aberdeen og nágrenni á Skotlandi, þar sem auðvelt er að afmarka íbúa og sjúkrahús, líkt og á íslandi. Ástæðan fyrir því að ísland varð fyrir valinu er sú að hér er mikið joð í fæðu, enda liggur landið allt að sjó. Skjaldkirtillinn safnar í sig joði og þarf á joði að halda til að fram- leiða skjaldkirtilshormónið. Tilgang- urinn var að bera Island saman við Aberdeen, þar sem joðmagn í fæðu er í meðallagi, og við svæði þar'^fem joðmagn er mjög lágt. Þar má nefna Sviss á áram áður, en nú er joði bætt í fæðu þar í landi, hluta Suður- Ameríku, hluta Mið-Afríku og Hima- laja-fjöll. Hér er yfirleitt um að ræða fjallalönd langt frá hafi. Sé joðskortur verulega mikill get- ur það leitt til þess að börn fæðast þroskaheft. Mörg ríki heims bæta nú joði í fæðu til þess að það nái eðlilegu magni í mataræði fólks. Þess gerist hins vegar ekki þörf á íslandi vegna nálægðarinnar við haf- ið. Á íslandi er meira að segja meira joð í mjólk en í öðrum löndum. Sjó- rokið gengur yfir hagana, sem kýrn- ar bíta, og þannig berst joðið i mjólk- ina.“ Joðið getur hins vegar einnig bor- ist í mjólkina eftir kjarnorkuslys, svo dæmi sé tekið. Því þarf að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða eigi að koma í veg fyrir að geislavirkt joð stefni heilsu fólks í hættu. „Joð safnast fyrir í skjaldkirtlin- um. Það safnast einnig fyrir í mjólk og það er mikilvægt að skilja að verði kjarnorkuslys þarf að koma í veg fyrir að fólk drekki mjólk og gefa því joð áður en hætta skapast,“ sagði Williams. „Ef gefið er mikið magn af venju- legu joði mettast upptökukerfi skjaldkirtilsins þannig að hann tekur geislavirkt joð ekki í sig. Yfipvöld sumra landa geyma joð, þannig að verði slys er hægt að dreifa því til fólks. Það hefur verið kannað að sé hægt að koma joði til fólks innan sólarhrings frá slysinu er af því eitt- hvert gagn, innan hálfs sólarhrings, talsvert gagn, sex klukkustunda __________ mikið gagn og innar þriggja klukkustunda ei það fullkomlega fyrir byggjandi. Það má ekki gleymast að ákveðinn tími líður frá í upphafi var okkur tekið með fyrirvara í fyrstu. Með tímanum hefur samstarfið hins vegar batnað. „í upphafí var okkur tekið með fyrirvara eins og alltaf er þegar utan- aðkomandi sérfræðingur birtist með fyrirskipanir um það hvað gera skuli," sagði Williams. „En ég held að samskiptin við löndin þrjú, sem hlut eiga að máli, Hvíta-Rússland, því að slys á sér stað þar til úrfellið fellur. Ef brugðist er við samstúndis er hægt að koma ýmsu í verk. Eftir Tsjernóbýl leið hins vegar vika. Kjarnakljúfurinn gaf frá sér geisla- virkt joð í sjö daga, mest fyrstu þijí' dagana og svo bættist nokkuð vic fimm eða sex dögum síðar. Almenn- ingur var ekki látinn vita til að koma í veg fyrir að skelfing gripi um sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.