Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 35
MORCxUNBIAÐIÐ PIMMTUDAGUR 3.ÁGÚST 1995 35 MINNINGAR ODDNÝ JÓHANNA * * * BENONYSDOTTIR + Oddný Jóhanna Benónýsdóttir fæddist 26. júlí 1939. Hún lést á Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Katr- ín Sigurðardóttir og Benóný Frið- riksson (Binni í Gröf). Þau eru bæði látin. Börn þeirra voru átta talsins. Nöfn þeirra eru: Sævar, búsettur í Vestmannaeyjum, hann er látinn. Jóna, búsett í Keflavík, gift Hallgrimi Fær- seth, hún er látin. Sjöfn, gift Gísla Sigmarssyni, búsett í Vestmannaeyjum, Oddný, gift Jóni Þórðarsyni, búsett í Fljóts- hlíð, hún er nú látin, Friðrik, giftur Ragnheiði Alfonsdóttur, búsett í Vestmannaeyjum, Ben- óný, giftur Arndísi Sigurðar- dóttur, búsett í Vestmannaeyj- um, Sigurður Grétar, kvæntur Arnþrúði Jósefsdóttur, búsett í Reylgavík, og Svanhildur, gift Emil Páli Jónssyni, búsett í Keflavík. Oddný hóf búskap með eftir- lifandi maka sínum Jóni Þórð- arsyni að Eyvindar- múla í Fljótshlíð 1964. Foreldrar hans voru Þórður Auðunsson, sem er látinn, og Njóla Jónsdóttir. Börn Oddnýjar og Jóns eru: Þórður, búsett- ur í Þýskalandi, hann á 2 börn. Jó- hanna, búsett að Hunkubökkum á Síðu, gift Pálma Harðarsyni, þau eiga 3 börn. Njóla, búsett í Reykjavík, hún á eitt barn og Benóný, búsettur á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, kvæntur Sigríði Við- arsdóttur, þau eiga 2 börn. Auk þess að vera bóndakona tók Oddný mikinn þátt í félags- störfum, starfaði m.a. í kirkju- kór og kvenfélagi og var for- maður kvenfélagsins í sveitinni til margra ára. Þó tók hún flugmannspróf. Oddný og Jón bjuggu að Eyvindarmúla þar til fyrir örfáum árum að þau fluttu í Hrísrima 5 í Reykjavík. Útför Oddnýjar fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag, og hefst athöfnin kl. 14.00. ELSKU vinkona. Dáin, horfin, harmafregn. Þegar ég nú sest niður og set á blað nokk- ur minningarorð um þig er svo margt sem fer í gegnum hugann. Síðustu þrjú árin hefur þú orðið stór hluti í Íífí mínu, þegar þú háðir hina hörðu baráttu í annað sinn (hafðir fengið nokkurra ára hlé) við þann sjúkdóm sem á endanum hafði yfirhöndina. En þú varst hetja, hetja sem aldrei lést bugast, aldrei var kvartað einu orði. Ávallt er við höfðum samband og ég spurði um líðan þína var svar- að: „Ég hef það ágætt“, sama hversu veik þú varst. Það var líka dásam- legt að sjá þegar öllu var lokið, frið- inn og róna sem kom yfir þig. Það var helg stund. Þú fæddist í Vestmannaeyjum, þú varst lánsöm að fá að fæðast og alast upp á eyjunni okkar og njóta ástar og umhyggju yndislegra for- eldra þinna Katrínar Sigurðardóttur og Benónýs Friðrikssonar (Binna í Gröf) sem bæði eru látin. Oddný var ein af átta systkinum og er sú þriðja sem kveður. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nánu sam- bandi við þessa dásamlegu fjöl- skyldu. Þú, Odda niín, varst nú stundum svolítið fyrir okkur vinkon- unum Jónu systur þinni og mér. Við vorum sko hinar stóru, enda fjórum árum eldri og telst það þó nokkur aldursmunur þegar um unglinga er að ræða. En alltaf var fyrirgefið. Og mikið öfundaði ég Jónu vinkonu mína þegar hún var alltaf að fá ný og ný systkini, hún sem fékk sex á meðan ég fékk eitt. Dásamlegt þó. Þegar litið er til baka er eins og alltaf hafi skinið sól á eyjunni okk- ar, hver dagur í minningunni er eins og fagurt ævintýri, leikið og henst yfir stokka og steina, sprangað með sínum ljóma flórunnar og fjöllin, dásamlegur vinahópur á Heiðarvegi og Hásteinsvegi, leikirnir úti og inni, að ógleymdum dúkkunum. En svo var dúkkuleikurinn á enda og við tók alvaran. Áður en varði vorum við orðnar ungar stúlkur sem urðum skotnar í strákum og þá kynntist þú manninum þínum, Jóni Þórðar- syni frá Eyvindarmúla, sem þá var sjómaður og fyrsta heimilið ykkar var á Hilmisgötu og fyrsta barnið ykkar í heiminn borið í Vestmanna- eyjum. Svo kom að því að þið tókuð ykkur upp og fluttust í sveitina hans Jóns. Þér var nú ekki spáð langri dvöl þar, en annað kom á daginn. Rúm þijátíu ár hafið þið Jón stýrt myndar búi. í þér bjó þessi mikla orka sem kom best í ljós er þú stóðst í sláturgerð, svo ekki sé nú talað um bjúgu. Já Odda mín, þér var ekki fisjað saman. Svo fæddust hin börnin ykkar þrjú með árs millibili, allt myndar- og dugnaðarfólk sem þú og Jón voruð svo stolt af. Það var alltaf jafngaman og gott að sækja ykkur hjónin heim á Eyvindar- múla. Hafið þökk fyrir. Þú sýndir enn og sannaðir dugnað er þú á fimmtugsaldri fórst að læra að fljúga, búin að undirbúa þig fyrir sólópróf þegar veikindin bönkuðu upp á. Þú ætlaðir að fljúga með manninn minn Kristmund á Gjögur en ég kaus að hafa fast land undir fótum þið hlóguð bæði af mér. Þú lést þig hafa að vera formaður kvenfélagsins í sveitinni þinni og söngst um tíma í kirkjukórnum. Þú elskaðir að vera innan um fólk og varst mikil félagsvera alltaf til eins og við sögðum. Þú unnir sveitinni þinni og líka eyjunni þinni sem þú sást svo vel til heiman frá þér. Én allt er í lífinu hverfult nú ert þú búin að loka augunum þínum brúnu, hlátur þinn er þagnaður, þú varst falleg kona. Jón minn, börnum ykk- ar, barnabörnum, tengdabörnum og systkinum og öllum aðstandendum, sendum við Kristmundur og fjöl- skyldan mín okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Fljúðu á vængjum morgunroðans elsku vinkona. Guð þig blessi. Ó Jesús séu orðin þín andláts siðasta huggun mín sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (H.Péturson) Addý Guðjóns. Mágkona mín, Oddný Benónýsdóttir, er kvödd hinstu kveðju í dag eftir að hafa beðið ósigur fyrir illskeyttum sjúkdómi sem þjáð hefur hana all- lengi. Fer ekki hjá því, að hugurinn leiti til baka yfir horfin ár, enda margs að minnast. Enn á ný er hoggið stórt skarð í hóp átta systkina, því á rúmum tveimur áratugum hafa systkinin þurft að horfa á eftir foreldrum sín- um og þremur systkinum. Kynni mín af Oddnýju hófust á gosárinu, fyrir tuttugu og tveimur árum, en fyrr þetta sama ár hafði ég kynnst eiginkonu mirini, yngstu systur Oddnýjar. Þá strax voru mót- tökur hennar einstaklega góðar. Með árunum var alltaf gaman að heim- sækja hana, Jón Þórðarson, eigin- mann hennar, og börnin fjögur á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og frá þeim heimsóknum og öðrum sam- verustundum er margs að minnast. Oddný kom mér alltaf fyrir sjónir sem sterkur persónuleiki og einstak- lega brosmild og jákvæð manneskja. Sú jákvæðni og bjartsýni einkenndi baráttu hennar undanfarin ár við sjúkdóm þann sem að lokum hafði yfirhöndina. Var með ólíkindum hvað hún var dugleg að drífa sig þó fjársjúk væri. Ein þeirra ógleym- anlegu stunda átti fjölskylda mín og eldri systir með henni á skemmti- báti úti af Keflavík. Þá átti hún stór- an þátt í því að ættarmót kennd við Grafarættina hafa verið haldin. Fyr- ir allar þær samverustundir erum við mjög þakklát og þá ekki síður fyrir að fá að vera með henni síð- ustu dagana sem hún átti í þessu lífi. Eiginmanni, börnum, tengdabörn- um, systkinum og öðrum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Emil Páll Jónsson. í dag þegar við kveðjum Oddnýju Benónýsdóttur langar okkur að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Það var hér um árið, þegar sonur okkar fór í sveit að Éyvindarmúla til Oddu og Jóns, að við kynntumst þeim hjónum. Á þeim tíma hafði hann lítið farið að heiman, en átti fyrir höndum að dvelja hjá þeim um nokkurra ára skeið. Þau ár sem hann dvaldist hjá þeim, var hann ávallt tekinn sem einn af fjölskyld- unni og var lögð rækt við að dvöl hans þar kæmi honum að sem best- um notum í lífinu. Við viljum hér þakka Oddu sam- veruna, þá viljum við þakka hlýjuna sem hún og fjölskylda hennar hafa sýnt okkur, sem seint verður full- þakkað. Kæri Jón, Njóla, Binni, Jóhanna, Þórður og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Oddnýjar Benónýsdóttur. Fjölskyldan Hraunstíg 1, Hafnarfirði. Elsku Odda amma. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum fal- legum orðum. Við eigum eftir að sakna þín mikið því það var alltaf svo gaman að heimsækja þig, hvort sem var í Hrísrimann eða Eyvindar- múla eða í hjólhýsið þitt þar sem þú varst búin að koma þér upp fal- legum unaðsreit. Ávallt varstu að stússa í garðinum; að hlúa að rósun- um þínum þótt heilsan væri ekki allt of góð. Já, þær voru ógleyman- legar stundirnar með þér. Alltaf þegar von var á þér í heim- sókn var mikil tilhlökkun, því þu"* lumaðir alltaf á einhveiju í tösku- horninu. Svo var svo gott að setjast á rúmstokkinn og spjalla saman. Alltaf varst þú óþreytandi að gera eitthvað skemmtilegt, hvort sem það var gönguferð, bíóferð eða eitthvað annað. Alltaf skemmtir þú þér jafn- vel og við. Svo var svo gaman að eiga ömmu sem kunni að fljúga, en það var þitt aðaláhugamál. Það var svo mikið sport að fara út á flug- völl að sækja ömmu. Elsku amma. Við söknum þín mikið en við vitum að nú líður þér^ vel hjá guði. Hvíl þú í friði. Láttu nú ljósioð þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Björgvin Viktor, Heiðrún Huld, Hildur Ýr, Árni, Bragi Ágúst, Kristinn, Kári og Pála Katrín. FREDERIK LARSEN + Frederik Larsen var fæddur í Holbæk i Danmörku 12. júní 1915. Hann lést á Selfossi 29. júlí síðastliðinn. For- eldrarhans voru Kristjan og Mary Larsen. Hann átti eina systur sem er látin. Frederik var kvæntur Margréti Guðnadóttur. Þau áttu 5 syni. Þeir eru: Sævar, hans kona var Sólveig Jóhann- esdóttir, hún er lát- in, Hafsteinn, kvæntur Þórhildi Björnsdóttur, Fróði, hann lést 21. júli síðastliðinn, var kvæntur Huldu Bryiýólfsdóttur, Kristján, kvæntur Rögnu Gissurardóttur, og Stefán, ókvæntur. Utför Frederiks verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. AÐ morgni laugardagsins 29. júlí barst okkur sú hræðilega fregn að afi á Austurveginum væri dáinn. Hann hafði látist í svefni fyrr um morguninn. Við þessi tíðindi rifjast upp minningarnar og viljum við systkinin minnast afa með nokkrum línum. Við systkinin kynntumst afa okkar eflaust öll á sérstakan hátt, en ofar- lega í huga okkar er þó myndin af afa að vinna í garðinum sínum. Garð- urinn var hans yndi og áhugamál og var hann alltaf sérlega fallegur. Afi ræktaði öll sumarblómin sjálfur og gróðursetti óteljandi fjölda af þeim á hveiju sumri. f bílskúrnum fór blómaræktin fram og má með sanni segja að þar hafi verið blóm- legt um að litast. Meira að segja kom fyrir að fólk kom að bílskúmum í þeim tilgangi að kaupa blóm, þvi það hélt að þar væri blómasala. Á milli þess sem afi vann af kappi í garðin- um gaf hann sér þó tíma til að fara í veiði í Ölfusá dag og dag. Afi veiddi fram á síð- ustu stundu. Tveimur^" dögum fyrir andlát sitt var hann að veiða ásamt öðra langafa- baminu sínu honum Þráni. Þeir félagamir stóðu þá hlið við hiið, afí með laxveiðistöng en Þráinn með öllu minni stöng og börðu ána saman á aðra klukkustund. Afi var mjpg víðförull, hafði ferð- ast út um allan heim. Það var sama hvaða heimshorns við krakkarnir gortuðum okkur af að hafa komið til, afi hafði komið þar líka. Hann hafði frá mörgu að segja frá öllum þessum stöðum og þær voru skemmtilegar kvöldstundirnar þeg- ar afi náði sér á strik í sögusögnun- um. Afi hélt upp á áttræðisafmælið sitt 12. júní sl. og átti fjölskyldan góða stund saman. En síðan þá hef- ur stórt skarð verið höggvið í frænd- garðinn. Þann 21. júlí lét Fróði frændi lífið langt um aldur fram. Afi fylgdi syni sínum til grafar að- eins tveimur dögum áður en hann hélt yfir móðuna miklu. Nú er afi farinn og eftir stendur söknuður í hjörtum okkar. Við kveðjum þig nú afi, Guðs blessun fylgi þér. Margrét, Jóhannes, Friðrik og Linda. FLQKK$ nordlenskB ™STA NÁTTÚRUAFURP FAGMENNSKA f FYRIRRÚMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.