Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + MARGRÉT Þór- arinsdóttir, hús- freyja Minna- Knarrarnesi, Vatns- leysuströnd, fædd- ist í Bergskoti á Vatnsleysuströnd 9. febrúar 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 27. júlí sl. Faðir hennar var Þórarinn Einarsson útvegsbóndi í Berg- -^jskoti og síðar í Höfða, Vatnsleysu- strandarhreppi, f. 12. apríl 1884 í Stóra-Nýjabæ, Krísuvík, d. 7. apríl 1980. Móðir hennar var Guðrún Bjarndís Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1881 í Álftártungu- koti á Mýrum, d. 14. maí 1971. Margrét var næstelst barna þeirra hjóna. Foreldrar Þórar- ins voru Einar Einarsson út- vegsbóndi Stóra-Nýjabæ, Krísu- vík. Einar var síðasti formaður- inn er réri frá Selatöngum. Kona Einars var Margrét Hjart- ardóttir húsfreyja, frá Hækings- dal í Kjós. Þau hjónin fluttu síð- ar til Grindavíkur og þaðan í Bergskot á Vatnsleysuströnd. Foreldrar Guðrúnar Bjarndísar voru Þorvaldur Sigurðsson bóndi (Björnssonar og Guðrúnar Bjarnardóttur frá Lambastöð- um í Borgarfirði) og Valgerður Anna Sigurðardóttir húsfreyja (Bjarnasonar á Valbjarnarvöll- um í Borgarfirði og Ástríðar Einarsdóttur). Þorvaldur var bóndi að Miðhúsum og í Álftárt- ungukoti á Mýrum. Guðrún fluttist 1909 suður til Þórarins og giftu þau sig ári síðar. Systk- ini Margrétar eru: Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttarlög- maður, Reykjavík, f. 11. nóvem- ber 1909, d. 25. júlí 1975. Anna Þórarinsdóttir, fyrrv. verslun- arstjóri, Reykjavík, f. 3. ágúst 1912. Unnur Þórarinsdóttir, húsfrú, Borgamesi, f. 15. sept- ember 1913, d. 28. mars 1984. Ásta Gunnþórunn Þórarinsdótt- ir, fyrrv. húsfreyja, Höfða, nú búsett í Reykjavík, f. 5. október 1920. Uppeldissystkini Margrét- ar eru Sigurður Hilmarsson, fyrrv. bifreiðastjóri, Njarðvík, f. 16. febrúar 1908. Hulda Valdi- ~4j marsdóttir, húsfrú, Reykjavík, HVER og einn býr sér til sína lífssýn sem myndar eins konar risavaxið púsluspil. Oft vantar bita inn í og eru þeir þá heimasmíðaðir og mótað- ir til svo þeir passi inn í heildarmynd- ina. Þannig helst myndin til friðs a.m.k. um stund uns ný spuming vaknar, nýjan bita vantar. Fyrir marga er dauðinn erfiðasti hluti myndarinnar. Þar vantar marga bita. Þegar ég sagði dóttur minni frá andl- áti langömmu sinnar greindi ég henni lítillega frá þeim ættingjum og vinum sem langamma væri að fara til; mömmu sinnar og pabba, mannsins '-ft'ns, Auðuns frænda, Unnar dóttur sinnar, Unsu frá Borgarnesi, Þor- valdar bróður síns, Möllu, Huldu og fjölda annarra vina og ættingja sem gista nú hjá guði. Hún hugsaði sig um og sagði svo: „Jæja, mamma, það er þá kannski bara gaman að deyja.“ Ekki veit ég um það en gott er til þess að vita að allt þetta stór- skemmtilega og góða fólk tekur á móti henni ömmu og vafalaust verð- ur mikið skrafað. Það er a.m.k. sú mynd sem ég mun kjósa að halda mig við þegar ég hugsa til hennar. Við amma töluðum um dauðann * ?’,ns og svo margt annað í eldhúsinu á Austurbrún. „Nei takk, engar minningargreinar um mig, gamla hrukkótta kerlingu frá Vatnsleysu- strönd. Hveijir hafa áhuga á svoleið- is löguðu, ekki nokkur kjaftur." „Láttu ekki svona amma,“ sagði ég, „ef ég lifi þig færð þú engu um það -yáðið og ef þú hættir ekki þessu tali þá bytja ég á henni strax." Þá brosti f. 10. september 1922, d. 13. septem- ber 1981. Gunnþór- unn Gyða Sigurjóns- dóttir, húsfrú, Reykjavík, f. 8. júní 1925. Krisljana Guðmundsdóttir, starfskona, Vífils- stöðum, f. 7. mars 1939. Margrét gekk i hjónaband 12. maí 1929. Eiginmaður hennar var Brynj- ólfur Brynjólfsson útvegsbóndi, Vatns- leysustrandar- hreppi, f. 6. janúar 1903 í Reykjavík, d. 14. október 1979. Margrét og Brynjólfur bjuggu allan sinn búskap í Vatnsleysustrandarhreppi, fyrst á Auðnum, síðan að Hellum en lengst af í Minna-Knarrarnesi. Börn þeirra hjóna eru: Brynjólf- ur Gunnar, Hellum, verksljóri hjá íslenskum aðalverktökum, f. 6. febrúar 1930, kvæntur Sess- elju Sigurðardóttur. Þau eiga sjö börn, þar af er eitt látið. Þórarinn, bifreiðastjóri, Kefla- vík, f. 23. ágúst 1931, kvæntur Jóhönnu Rögnu Magnúsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Elísabet Guðrún, starfskona, Rannsókn- arstofnun Háskólans, f. 31. jan- úar 1933, gift Reyni Ásmunds- syni. Þau eiga fjögur börn. Reynir, starfsmaður íslenskra aðalverktaka, f. 27. apríl 1934, kvæntur Sæunni Guðjónsdóttur. Þau eiga fjögur börn. Ólafía Sigríður, húsfrú, Reykjavík, f. 28. febrúar 1936. Ólafía á sjö börn. Unnur Kristín Björg, f. 15. maí 1937, d. 8. mars 1981. Sambýlismaður hennar var Leif- ur Jónsson, d. 1995. Garðar, út- gerðarmaður, Keflavík, f. 12. júní 1939, kvæntur Helgu Auð- unsdóttur. Þau eiga tvö börn, þar af er annað látið, Auðunn d. 14. ágúst 1994. Margrét er móðir 7 bama, þar af er eitt látið. Hún er amma að 28 böm- um, þar af em tvö látin. Hún er langamma að 55 börnum, þar af er eitt látið, og langalang- amma að 4. Alls era afkomendur Margrétar og Brynjólfs 94 tals- ins. Margrét verður jarðsungin frá Kálfatjamarkirkju í dag, fimmtudaginn 3. ágúst og hefst athöfnin klukkan 14. hún til mín og sagði: „Nú, jæja góða, hafið þið það þá eins og þið viljið en engar lofræður í kirkjunni. Eg vil ekki sjá það.“ En hér kemur minningargreinin því í mínum huga varstu aldrei göm- ul kerling. Kannski dálítið hrukkótt en aldrei gömul og víst er að við fjöl- skyldan og fleiri höfðum áhuga á henni ömmu því hún var skemmtileg með eindæmum, stálminnug, fróð og góð. Margoft leitaði ég til hennar þegar ég var við nám í fósturskólan- um og var það eins og að fletta upp í hverri annarri heimildaskrá. Skipti þá engu hvort spurt var um aðbúnað bama, veðurfar og húsakynni, byggðarlög og lífshætti íslendinga frá aldamótum og til þess dags. Aldr- ei stóð á svarinu en allir hennar fyrir- lestrar áttu það sammerkt að þeir enduðu jafnan á sömu leið: „Já, Kristín mín, þannig hagaði íhaldið sér í þá daga og hvemig þeir haga sér í dag! Ekki eru þeir betri. Hvað finnst þér nú um...“ Við sem þekktum hana vitum að framhaldið er vart prenthæft á síðum Morgunblaðsins. Amma í Knarramesi var afbragðs góður bóndi. Ekki er hægt að segja að ég hafi verið mikið hjá henni sem bam. Mér líkaði ekki beljumjólkin og ýmislegt annað fór fór fyrir brjóst- ið á mér, borgarbaminu, eins og t.d. sú sveitamennska hjá heimilisfólkinu að fara berfætt beint í ullarsokkana. Það var því ekki fyrr en afi dó að við fórum að treysta okkar vináttu og samband. Þá kom hún oftar til Reykjavíkur og við þvældumst um borgina með leigubílum í leit að nærfötum frá Sambandinu og réttum inniskóm, þó aldrei með Hreyfli því að hennar sögn voru eintóm gamal- menni að keyra þar. í mínum augum var amma krafta- verkakona. Um áttrætt reif hún sig upp úr rúminu um miðja nótt og skellti sér í síðbuxur, kápu og setti upp ullarhúfu og tók á móti folaldi. „Og hvað?“ spurði ég agndofa af skelfingu, „var þetta ekkert mál?“ „Nú auðveeetað var þetta ekkert mál, Kristín. Það hefði sjálfsagt gengið af þér dauðri, manneskju sem komin er á fullorðinsaldur og segir bóndann hafa snuðað sig, að það vanti þriðja og fjórða lærið á lamba- skrokkinn. Já hann pabbi sálugi hefði átt að heyra til þín. Ef hann sneri sér ekki við í gröfinni þá, gerir hann það aldrei, ég segi ekki margt. Og hvað eru þau mörg núna hjá þér lærin á rollunni?" Það fer engum vel að vera veikur en það fór ömmu sérstaklega illa. Við viljum sjálfsagt öll minnast henn- ar eins og hún var áður en hún veikt- ist og áður en sorgin hreiðraði um sig í brjósti hennar vegna fráfalls Auðuns frænda. Sú sorg var henni þung eins og svo mörgum okkar. Við viljum muna eftir henni í rósótta kjólnum og á flókaskónum, hlustandi á fréttir eða segjandi þær sjálf. Ég á ömmu mikið að þakka. Aðra eins natni og væntumþykju í garð dóttur minnar verður aldrei fullþakk- að. Löngum stundum eyddi hún við að syngja með henni og hún kenndi henni fjöldann allan af vísum og kvæðum enda fór það svo að dóttir mín var svo til altalandi um eins og hálfsárs aldur og dálítið flámælt eins og langamma. Ömmu þótti ekki allir fá jafna sneið af kökunni og ekki veit ég hvort hún sagði dóttur mipni frá íhaldinu, en spurningar eins og „af hveiju er allt þetta fallega handa þessum ríku en allt þetta ljóta handa þessum fátæku? Finnst þér þetta ekki ósanngjarnt?" eru óneitanlega í anda ömmu og ég þykist þekkja tóninn. Elsku amma! Þú lifir í okkur öllum og við munum sakna þín, segja frá þér og halda minningu þinni á loft, því hver gæti gleymt annarri eins konu eins og þér. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Kristín Reynisdóttir. Nýbornar ær í túni. Undir lágum hóli í norðangarra situr amma og hjálpar kind sem á í basli með að koma stórri gimbur í þennan heim. Krakkar í hnapp umhverfis treysta ömmu til að koma öllu í lag og í augum kindarinnar vottar fyrir svip- uðu trausti. Tún eru gul og hafið skolar steinvölum og þara uppá bakkann, á morgun verður hann hreinsaður, þar verður amma líka. Inni heitt kaffi á brúsa og kringlur með. Amma hlær í flekknum, lítill strák- ur er að læra að riija, það er gott veður á Ströndinni og hópur af lóum pikkar á ánamaðka úr nýslegnu túni. Amma segir að það rigni ef við skilj- um við hrífurnar með tindana upp í loft, hún segir okkar þetta um leið og hún labbar sér inn til að hugsa um kaffið. Allt þarf amma að gera, svo á eftir að mjólka. Á morgun spáir rigningu þá fer amma með rútunni til Reykjavíkur að heimsækja afa á Landakot. í stálvaskafati hrærir amma blóð, í eldhúsinu er mikið skvaldur, slát- urgerð í algelymingi. Lappir sviðnar og settar á kút sem geymdur á er á köldum stað í kjallaranum. Amma stjómar hér öllu og passar uppá að allt sé rétt gert og að önnur verk falli ekki niður í öllum þessum at- gangi. Það er harðfenni yfir öllu, mikið frost og svellalög. En vinnan heldur áfram hjá ömmu, úti jafnt sem inni þarf hún að stússa. Tunglskin er og bjart, ég er á leiðinni heim að Hellum og amma stendur á tröppunum þang- að til ég kem að tóftinni heima, skyldi hún vita að ég er myrkfælinn? Pólitískir fyrirlestrar í eldhúsinu hjá ömmu, hér eru línumar lagðar og heimsins vélabrögð afhjúpuð á glæsilegan hátt. í innanlands stjórn- málunum eru áherslur skýrar: Mar- grét Þórarinsdóttir kýs ekki Sjálf- stæðisflokkinn! Sagnalistin, sú ís- lenskra íþrótt, er stunduð af kappi og ekkert dregið af í eftirhermum og leikrænum tilþrifum, grunnur ís- lenskrar alþýðuleiklistar. Spila- mennska, ólsen ólsen, manni eða vist allt eftir fjölda þátttakenda. Kaffi- drykkja og kringluát stundum þorsk- hausar hertir og hákarl, stundum hrossakjöt eða annað góðmeti. Þetta er hámenningareldhús. Nú eru þetta minningar. Minning- ar um sterka stritandi konu, góða konu, minningar um ömmu. Hún vildi ekkert pijál eða veraldlega upphefð, ekkert dekur við sig, ekkert hjóm. Eitt sinn sagði hún við mig: „Ég vil aungvar minningargreinar um mig, ég þarf aungva tilvísun til himna.“ Nei, þú þurftir enga tilvísun til himna, enda komin þangað þegar þetta er skrifað. Takk fyrir mig, elsku amma. Guðmundur. Á bak við skýin bjartur ljómar dagur, sem boðar sumar eftir hríð og él. Þar lifir þú sem ljóssins engill fagur; af lífsins ströndum, héðan farðu vel. Okkur langar með þessum örfáum orðum að þakka okkar yndislegu ömmu og langömmu Margréti fyrir allar þær ljúfu góðu og skemmtilegu stundir sem hún gaf okkur. Margs er að minnast en efst er okkur þó í huga hennar einstaklega sterki, góði og fallegi persónuleiki sem endurspe- glaðist í öllu því sem hún sagði og gerði. Okkur hefði þótt að hennar hefði mátt njóta lengur við, því erfitt er að sjá á bak henni. Við áttum hana öll og hún átti okkur öll. Elsku amma og langamma! Hafðu hjartans þakkir fyrir tilveru þína. Hvíl þú í friði. Ása og fjölskylda. Elsku amma. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þú ert nú lögð af stað í ferðina miklu, umvafin englum drottins og með roða í kinnum. Allra góðu samverustundanna sem við átt- um saman er sárt saknað, en ég geymi þær í hjarta mínu. Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt, og megi ljós drottins Iýsa þér og englar meistaranna leiða þig. Ég mun minnast eftirfarandi orða er ég hugsa til þín. „Þótt ég sé iátinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfír Iífinu.“ (Höfundur óþekktur.) Þín Margrét Þórarinsdóttlr. Nú er amma okkar á Ströndinni búin að fá hvíld. Hún var orðin þreytt enda búin að skila sínu og vel það. Það er svo margt hægt að segja um hana ömmu því hún var alveg sér- stök kona. Einu sinni gerði hún sér ferð til Reykjavíkurtil að færa starfs- stúlkum Landsímans snittur og konf- ekt í þakklætisskyni fyrir góða þjón- ustu í gegnum tíðina. Amma spjall- aði nefnilega oft við þær og sagði þeim jafnvel nýjustu fréttir af sér og sínum högum. Hún átti það líka til að láta rútubílstjórann hjá SBK vita af því ef hann var ekki á réttum tíma eða ók of hratt, og þá skipti ekki máli að rútan var full af fólki og lítið feimið barnabarn stóð við hlið hennar og roðnaði yfir allri at- hyglinni sem amma vakti. Amma hafði nefnilega sterka réttlætiskennd og lét ekkert pjatt stöðva sig í að standa á rétti sínum eða annarra sem henni fannst minni máttar. Já, hún amma lá ekki á skoðunum sínum og sérstaklega ekki ef stjórnmál bar á góma. Hún hafði svo sannarlega landsmálin á hreinu og stjórnmál voru hennar áhugamál. Við sem yngri vorum komumst ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana í þeim efnum. Og þegar amma byijaði setningu á orðunum „Ég ætla bara að láta þig vita það.“ í tilheyrandi tóntegund, þá stóð ekki til að láta í minni pokann, hvað sem á dyndi. MARGRÉT _ ÞÓRARINSDÓTTIR Og það sem meira var, að þó viðmæl- andi hennar stæði að lokum uppi með gjörsigraðan málstað þá stóð hann brosandi því amma var svo skemmtilega ákveðin, en ekki frek, það héldu bara þeir sem ekki þekktu hana. Amrna hafði svo margt til brunns að bera. Einn af hennar stóru kostum var hreinlyndi. Það þurfti aldrei að lesa á milli línanna hjá henni, enda ekkert þar að finna, því hún kom til dyranna eins og hún var klædd, sama hver átti í hlut. Við öll, sem áttum hana að, sóttum líka mikið til hennar. Við systkinin höfum öll dvalið í Minna-Knarramesi hjá ömmu í lengri eða skemmri tíma og sum okkar stór- an hluta ævinnar. Við elskuðum hana og virtum, hún var líka svo stór per- sónuleiki. Á unglingsárunum þegar við þóttumst vera orðin fullorðin og fórúm að búa sjálf þá var svo gott að koma að Knarrarnesi til ömmu og fá kaffi og kringlu eða gunnsu- snúða. Þar hittumst við oft þijú systkini eða fleiri á laugardegi eða sunnudegi og spjölluðum, fengum fréttir hjá ömmu af fjölskyldunni og hittum frændur og frænkur því öllum fannst gott að koma til ömmu. Þarna var alveg sérstakt andrúmsloft, stundum rólegt og afslappað, þá var setið við eldhúsgluggann og kannski fylgst með Svarta-Pétri, heimaaln- ingnum á næsta bæ, naga grastó. Stundum var loftið líka þrungið spennu vegna heitra stjórnmálaum- ræðna því þá var íhaldið búið að skandalísera einu sinni enn. Þarna var a.m.k. ekki leiðinlegt. Við söknum elsku ömmu okkar og syrgjum hana. Hún gaf okkur og mörgum öðrum svo margt til að gleðjast yfir. Hvíl í friði elsku amma. Gunnar, Brynjólfur, Olafur, Bryndís, Margrét Guðrún, Sigurður og Magdalena. Það var á sólríkum degi í maí sl. að ég var staddur í Knarrarnesinu nánar tiltekið niður á Breiðhól og hreinsaði þara af túninu. Ég Há- skólastúdentinn reyndi að bera mig fagmannlega við verkið þar sem húsfreyjan í Minna-Knarrarnesi var álengdar og fylgdist vel með verk- inu, reglulega komu fyrirskipanir frá henni um hvar skyldi hreinsa næst o.sv.frv. Ég fylgdi þeim að sjálf- sögðu. Veðrið var einstaklega gott þennan dag, hægur vindur og vor í lofti. Þessi sólríki dagur í maí var síð- asta skiptið sem amma var stödd í Knarrarnesinu sínu. Það er ánægju- legt til þess að hugsa nú hve veðrið var yndislegt þennan dag. Minna-Knarrarnes er falleg jörð við sjóinn á Vatnsleysuströndinni en Minna-Knarrames er fyrst og fremst eftirminnilegt í mínum huga fyrir húsfreyjuna sem þar bjó, Margréti Þórarinsdóttur. Amma í Knarrarnesi var einstök kona, greind og umhyggjusöm. Sér- lega fróð og mælsk mjög. Það var hreinasta unun að hlusta á frásagnir hennar. Öðru fremur var þó skemmtilegt að vera í Knarrarnesinu þegar amma ræddi um pólitík. Ekki lét hún sér nægja að ræða um pólitík- ina hér heima heldur var hún vel að sér í heimspólitíkinni. Þrátt fyrir það að ég ræddi oft við ömmu um pólitík komst ég aldrei að því hvar hún stæði sjálf í þeim málum en ég er sann- færður um að ef hún hefði haft tæki- færi til að ganga til mennta og Iátið að sér kveða í pólitík þá hefði hún verið þjóðinni allri til mikillar bless- unar. Margs er að minnast úr Knarrar- nesinu og margt er hér ósagt. í við- talsbók Þorsteips Matthíassonar, „í annríki fábreyttra daga“ lýsir Mar- grét amma lífinu á Vatnsleysu- ströndinni á árum áður. Þar segir hún: „Þótt lífsbaráttan væri oft hörð og þung færð fyrir fæti áttum við hjónin líka okkar hamingjustundir. Það er gott að ylja sér við flöktandi logann frá þeim minningaheimi." Ég geri síðustu orðin í endurminn- ingum hennar að mínum. Það er gott að ylja sér við flöktandi logann frá þeim ógleymanlegu stundum er ég átti í Knarramesinu. Orð Guðs segir okkur að lífið hér á jörðinni sé eins og eitt augnablik. Við taki eilífa lífið í ríki Drottins. Nú er hafið nýtt líf hjá ömmu í Knarr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.