Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 41 LAUKUR TIL SKRAUTS í SÍÐUSTU grein var ij'allað um lauk til matar, en nú verður fjallað um skrautlauka. Ég nefndi reyndar að graslaukur sæmdi sér vel í hvaða blómabeði sem væri og púrra blómstraði fagurlega, en nú ætla ég að einbeita mér að viðurkennd- um skrautlaukum. Af nógu er að taka því ættkvíslin All- ium - laukættkvísl - inniheldur fjöl- margar tegundir, menn greinir á hve margar, sum- ir segja 200 en aðrir 600 en hvað um það, þetta er stærðar hópur. Ættkvíslin vex á norðurhveli jarð- ar. Þó munu a.m.k. tvær tegudnir vaxa sunnan mibaugs, en grasa- fræðingar hafa velt vöngum yfir hvort það sé e.t.v. um að ræða stökkbreytingu frá einhverjum lauk sem ræktaður hefur verið til matar. Sagt er að allar tegundir Allium-ættkvíslarinnar séu ætar, bæði laukar og blöð, þótt þær séu mismunandi bragðgóðar, þannig að erfitt getur verið að skilgreina hvað sé matarlaukur og hvað skrautlaukur. í Evrópu vaxa villt- ar um 90 tegundir, þar af 9 í Danmörku en hérlendis vex aðeins ein, Villilaukur, sem er mjög sjald- gæfur. Helsti fundarstaður hans er við Bæ í Borgarfirði, en þar sem hann er friðaður, er eins gott að láta hann vera kyrran á sínum stað. Blómskipan Allium er sveipur, mismörg smáblóm sitja saman á stöngulenda, sem er blaðlaus. Stundum eru blómin örfá, en líka stundum svo mörg að þau mynda eins og kúlu. Smáblómin standa á eigin blómlegg sem getur verið mislangur. Krónublöðin eru sex og mynda eins og blómstjörnu. Hvert smáblóm hefur ekki reifa- blöð, heldur eru utan um sveipinn í heild reifar, pappírskennt hulst- ur, sem opnast í fyllingu tímas. Blómliturinn getur verið frá hvítu, rauðtóna yfir í fjólu- blátt og jafnvel hrein- blátt. Eins eru til teg- undir með gul blóm. Sá skrautlaukur, sem ég ætla að gera að aðal umtalsefni þessarar greinar, heit- ir höfuðlaukur á ís- lensku - Allium afl- atuense. Höfuðlaukur er stórvaxinn, bækur segja að hann verði allt að 100 sm, en minn er a.m.k. 150 sm hár. Hann er mjög tignarlegur þar sem hann gnæfir upp úr beði með blómið, sem er þétt kúla, 10-15 sm í þver- mál. Hvert smáblóm er ekki mjög stórt, en hann bætir það upp með fjöldanum. Algengasti blómlitur höfuðlauks er lillableikur en þó eru til fleiri litbrigði, A. aflatu- ense f. albiflorum hefur hvítgræn blóm, en A. aflatuense Purple Sensation er með dökkfjólubláan lit og þannig er einmitt höfuð- laukurinn minn. Blöðin eru 6-8 stór, flöt og langdregin. Þau visna áður en blómgun er lokið og eru þá til lítillar prýði en bæði má kippa þeim burtu þegar þau eru orðin öll gulgrá og eins má láta aðrar jurtir skyggja á „ósómann“ en hæðarinnar vegna á höfuðlauk- ur best heima aftarlega í beði. Blómgunartími höfuðlauks er auðvitað nokkuð háður staðsetn- ingu. Minn laukur er í þurru beði móti suðri og þar stendr hann í blóma í a.m.k. 3 vikur, frá því seint_í júní fram í a.m.k. miðjan júlí. Ég hef átt þennan höfuðlauk í nokkur ár og hann reynist fylli- lega harðger og fjölgar sér smám saman með því að mynda hliðar- lauka, þannig að ég fæ fleiri blóm- stöngla með hverju sumri. Það er sagt að laukarnir safni frekar næringu til blómgunar næsta sumar, ef blómstönglarnir eru klipptir af eftir blómgun svo fræ nái ekki að þroskast. Allium blóm eru mörg hver mjög skemmtileg til afskurðar og standa mjög lengi og er höfuðlaukurinn þar engin BLOM VIKUNNAR 314. þáttur llmsjón Ágústa Björnsdóttir HÖFUÐLAUKUR - Allium aflatuense Purple sensation. undantekning. Eins er freistandi að láta hann þroska fræ (senda þau í frædreifingu Garðyrkjufé- lagsins) en nota hann síðan í þurr- skreytingu. Einhverra hluta vegna eru Alliumtegundir ekki mjög algengar í ræktun hér, þótt þær séu margar mjög harðgerðar og auðveldar í ræktun. Þær eiga það þó flestar sameiginlegt að vilja ekki blotna í fæturnar og fá „kvef“ ef þær standa á blautum stað og una sér best í þurru eða upphækkuðu beði. Á haustlauka- lista Garðyrkjufélagsins er venju- lega unnt að velja nokkrar Allium- tegundir. Eins eru fræ þeirra oft á frælista okkar, en þau spíra oftast fljótt - á hálfum mánuði - þótt einstakar tégundir þurfi a.m.k. ár frá sáningu, a.m.k. fór þannig með Tíbetlaukinn minn. Auðvitað þarf að bíða lengur eftir blómgun sé byijað með fræi en lauk, en það getur verið erfiðisins virði. Blómgunartími Allium hérlend- is er breytilegur eftir tegundum, frá því í byijun maí fram í septem- ber, þannig að unnt er að vera með blómstrandi blóm af laukætt- kvíslinni allt sumarið, þetta eru hraustar plöntur og vinna á við náin kynni. BRIPS __________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids FIMMTUDAGINN 27. júlí mættu 29 pör til leiks í sumarbridge, Þöngia- bakka 1. Spilaður var mitchell-tvímm- 4 eningur með forgefnum spilum og fóru leikar þannig: N-S riðill: Ragnheiður Nielsen - Sigtryggur Sigurðsson 419 Gestur Pálsson - Guðmundur Sigurbjömsson 402 Aron Þorfinnsson - Valgarð M. Jakobsson 395 MagnúsTorfason-SævinBjamason 376 A-V riðill: DanHansson-ErlendurJónsson 430 Guðbjörn Þórðarson - Jón ViðarJónmundsson 423 EggertBergsson-GuðlaugurNielsen 421 Ólöf H. Þorsteinsdóttir - Sveinn R. Eiríksson 417 Föstudaginn 28. júlí kom sami fjöldi og þá urðu úrslit þannig: N-S riðill: Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 421 Eriendur Jónsson - Þórður Björnsson 420 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 417 Egill Darri Brynjólfsson - Snorri Karisson 406 A-V riðill: Gunniaug Einarsdóttir - Anna ívarsdóttir 448 Rúnar Hauksson - Valdimar Sveinsson 433 BjömAmórsson-HannesG.Sigurðsson 426 FViðrik Jónsson - Sævar Jónsson 406 Miðlungur var 364 báða dagana. Sunnudaginn 30. júlí var spilað í tveimur 10 para riðlum í sumarbridge og urðu úrslit þannig: A riðill: AlbertÞorsteinsson-KristóferMagnússon 134 Brynjar Jónsson - Sigurður Siguijónsson 123 GuðrúnJóhannesdóttir - SigtryggurSigurðssonll7 ^ B riðill: Þorleifur Þórarinsson - Þorsteinn Erlingsson 131 Anna Guðlaug Nielsen - Guðlaugur Nielsen 130 ErlendurJónsson-JensJensson 127 Mánudaginn 31. júlí var svo spil- aður mitchell-tvímenningur með 32 pörum og fóru leikar þannig: N-S riðill: Ljósbrá Baldursdóttir - Jakob Kristinsson 552 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 478 Erla Siguijónsdóttir - Gróa Guðnadóttir 470 Hallgrímur Hallgrimsson - Sigmundur Stefsson 461 A-V riðill: Erlendur Jónsson - Sveinn R. Þorvaldsson . 548 Aron Þorfinnsson - Esther J akobsdóttir 524 Annaívarsdóttir-BjömTheodórsson 455 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 454 Nú hafa 440 einstaklingar tekið þátt í sumarbridge það sem af er og hafa 237 af þeim hlotið bronsstig, en alls hefur verið úthlutað 12.656 stig- um til þessa. Stigahæstir í júlímánuði voru: Gylfi B aldursson 214 Erlendur Jónsson 181 Halldór Þorvaldsson 153 Sveinn R. Þorvaldsson 152 Jakob Kristinsson 126 Erlendir blaðamenn á Uxa ’95 ÁHUGI erlendra blaða- og sjón- varpsmanna fyrir útitónleikunum Uxi ’95 við Kirkjubæjarklaustur er allmikill og hingað koma níu blaða- menn og sex sjónvarpsmenn. Uxa-tónleikarnir hafa verið kynntir í breskum tónlistarblöðum og einnig á MTV tónlistarsjónvarps- stöðinni. Frá MTV kemur fjögurra manna hópur til að kvikmynda tón- leikana. Éinnig koma tveir menn frá þýska sjónvarpinu vegna þýskra hljómsveita sem þátt taka í tónleik- unum. Frá breskum tónlistarblöð- um koma níu blaðamenn og ljós- myndarar, þar á meðal frá New Musical Express, Loaded, Mix og Icon. Morgunblaðið/Lárus Bjamason UNNIÐ að undirbúningi Uxa-tónleikanna við Kirkjubæjarklaustur. SmO auglýsingar FÉLAGSLÍF Halla Sigurgeirsdóttir andlegur læknir og miðill Miðlun. Komist aö rót sjúkdóma. Sjálfsuppbygging: Árukort, 2 gerðir. Sími 554 3364. Mt VEGURINN 'vsgl V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma í kvöld kl. 20.00, Linda Bergling frá Arken í Sviþjóð predikar. Samkomur um helgina falla nið- ur vegna móts á Hvanneyri. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar ferðir um verslunarmannahelgina: 4.-6. og 7. ág. kl. 20.00: Þórs- mörk og Fimmvörðuháls, 3 og 4 d. Gist í Skagfjörösskála Langadal eða i tjöldum. Göngu- ferðir. 4.-7. ág. kl. 20.00: Landmanna- laugar - Breiðbakur - Eldgjá. Gist í Laugum. M.a. ekið á nýjar spennandi slóðir (Breiðbak) norðvestan við Langasjó, frábær útsýnisstaður. 4. -7. ág. kl. 20.00: Svínárnes - Kerlingargljúfur - Hveravellir. Ekið/gengið um Hrunamannaaf- rétt og Kjalarsvæðið. Gist í hús- um i Svínárnesi og á Hveravöll- um. Ný ferð. 5. -7. ág. kl. 08.00: Núpsstaðar- skógar. Tjaldað við skógana. Tilkomumikið svæði vestan Skeiðarárjökuls. Spennandi sumarleyfisferðir { ágúst, m.a. eyðibyggðir á skag- anum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda 11.-16. ágúst. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifst. Mörkinni 6, s. 568-2533, fax 568-2535. Næg tjaldstæði í Þórsmörk, bæði i Langadal, Litla- og Stóraenda. Ferðafélag Islands. Dagsferð mánud. 7. ágúst. Kl. 10.30 Kaupstaðarferð. Brott- för frá BSI’, bensinsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í textavarpi bls. 616. Helgarferðir um verslunar- mannahelgina 4.-7. ágúst. 1. Núpsstaðarskógar. Fararstjóri Ágúst Birgisson. 2. Sveinstindur - Skælingar - Lakagígar. Fararstjóri Anna Soffía Óskars- dóttir. 3. Tröllaskagi - Heim að Hólum. Fararstjóri Reynir Þór Sigurðsson. 4. Básar í Þórsmörk. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar Hallveigarstíg 1. Útivist. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Landsmót Hvitasunnumanna hefst í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíö, í kvöld kl. 20.30. Mótið stendur til mánudags 7. ágúst og því falla allar samkomur helg- arinnar niður. Við viljum hvetja alla sem sjá sér fært að koma austur og njóta helgarinnar með okkur. Guð gefi okkur öllum yndislega og slysalaUsa helgi. sv Hjálpræðis- n herinn Kirkjustræli 2 S«iS Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Elísabet Danielsdóttir talar. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.