Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 45
>->/,a<KRYl>I>Al) Nýbýlovegi 12, sími 554 4433. MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________________FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 45 BRÉFTIL BLAÐSIIMS „Afrekaskrá“ Frama ekki löng eða ítarleg Frá Guðmundi G. Péturssyni: ÞAÐ vakti athygli mína og ánægju að Bifreiðastjórafélagið Frami er að vakna af Þyrnirósarsvefni. I Mbl. 1. ágúst sl. kemur fram að Frami hafi kært kynnisferðir til samgönguráðuneytisins vegna leiguaksturs Kynnisferða. Það vakti ekki síður athygli mína að þegar undirritaður hafði samband við ráðuneytið þennan sama dag kom í ljós að forsvars- menn Frama höfðu ekki haft sam- band við ráðuneytið í 6 mánuði. Andvari gerði meira en að kæra Kynnisferðir, því það vaða uppi menn sem eiga 9-17 manna bif- reiðar og gefa sig út á sama mark- að og leigubifreiðastjórar vinna á. Þar ber hæst svokallaða „Taxi Transfer“-miða sem gefnir eru út af ferðaskrifstofum og eru inn- heimtir í gegnum stöðina. Þessir aðilar merkja bifreiðar sínar með „Taxi Transfer" og fá þar af leið- andi nokkurn hluta af ferðamönn- um. Það verður ekki liðið lengur að þessir menn fái að vaða uppi án allra leyfa. Ég vil taka fram að Kynnisferð- ir hafa ekki hópferðaleyfi og starfa því án leyfis. Það leyfi sem þeir skýla sér á bak við er gefið út á Flugleiðir og var dagsett 25. apríl 1995 og stflað á Björn Theodórs- son, framkvæmdastjóra flug- rekstrarsviðs Flugleiða. Þetta hóp- ferðaleyfi gildir eingöngu á beinar ferðir milli Reykjavíkur og Kefla- vikurflugvallar. Andvari vill ekki blanda sér í „afrekaskrá“ Frama en það má ljóst vera að stofnun Andvara kemur í kjölfarið á algeru mátt- leysi forsvarsmanna Frama. Má í því sambandi nefna niðurfellingu vörugjalds á bifreiðum til leigubif- reiðastjóra og afskiptaleysi Frama af þeim sem stela vinnu frá leigu- bifreiðastjórum. I áðurnefndri Morgunblaðsgrein kemur fram að féjagsmenn séu 550 á öllu landinu. Ég biðst undan því að hlusta á rangfærslur af þessu tagi. Hið rétta er að á öllu Íandinu er leyfi fyrir 648 bifreiða- stjóra, þar af 570 á höfuðborgar- svæðinu. Ég vona að reiknings- kunnátta Frama verði betri í fram- tíðinni. GUÐMUNDUR G. PÉTURSSON, formaður Andvara, félags leigubif- reiðastjóra. Frá Gísla Helgasyni: EINS OG flestum er kunnugt, hafa nokkrir ungir drifkraftar komið á fót tónlistarhátíð, sem halda skal á Kirkjubæjarklaustri nú um versl- unarmannahelgina. Aðalgesturinn er Björk Guðmundsdóttir. Það er nú svo að ég ber alveg sérstaklega hlýjar tilfinningar til hennar Bjark- ar, kynntist henni lítils háttar þeg- ar hún var fjósadís í Glóru í Hraun- gerðishreppi. Svo stóðum við hlið við hlið eitt sinn í nepjunni við gamla pósthúsið og seldum plötur. Við seldum þokkalega og Björk gaf mér og Herdísi, sem stóð einn- ig að sölu, heitt kakó og c-vítamín- duft, svo að við yrðum ekki kvef- uð. Svo varð Björk fræg, en ég hélt mínu hér á Fróni, hvað svo Virðisaukaskattur á veraldartónlist sem verður. Nú hafa heyrst raddir um að sýslumaðurinn í Vík ætli að leggja virðisaukaskatt á tónleikana. Sam- kvæmt lögum eru víst jazztónleik- ar og sígildir tónleikar undanþegn- ir 'slíkum skatti. Ég stóð einu sinni frammi fyrir slíku vandamáli, þeg- ar Tónlistarfélagið Vísnavinir var með Vísnakvöld á Hótel Borg í Reykjavík. Þá átti að gera okkur að greiða sölu- eða skemmtana- skatt, man ekki hvort var. Það var gert á þeim forsendum að ekki væri um jazz eða sígilt að ræða. Ég benti fulltrúa lögreglustjórans í Reykjavík á að beita mætti svo- kallaðri lögjöfnun á þetta, en lög- jöfnun kallast það víst þegar lögum er beitt um hliðstæð atriði sem önnur lög ná ekki yfir. Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík var sammála túlkun þessari, svo að við hjá Vísnavinum greiddum engan skemmtanaskatt. Þar með er kom- ið ákveðið fordæmi um túlkun lag- anna. Mig langar að koma þessu á framfæri og jafnframt benda á að það væri hámark íslensks smá- borgaraháttar að leggja gijót í götu þeirra, sem vilja standa að slíkum tónlistarhátíðum eins og þau Uxar virðast ætla að gera með góðum árangri. Mér finnst þessi tónlistarhátíð bera vott um mikið frumkvæði og áræði og geti hik- laust flokkast undir nýsköpun, sem sífellt er verið að tala um að vanti hér á landi. Það væri öllum opin- berum embættismönnum til sóma ef þeir gætu stuðlað að því að væntanleg hátíð á Klaustri tækist vel og áfallalaust. GÍSLI HELGASON, tónlistarmaður, Reynimel 22, Reykjavík. Ifill ^~^ t’' ÞURRKRYDDAÐ Borgam KS Borgarnes - gæða kjötvara. AFURÐASALAN BORGARNESI HF. SÍMI 437-1190 - FAX 437-1093 -kjami málsins! Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.