Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 1
HUGBÚNADUR iJSU/F \% FLUG FYRIRTÆKI 18H Skjáfax á Japans- markaö/2 Flugleiöir heröa sóknina/4 Ráðist gegn reyk- ingum/5 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 BLAÐ Grandi hf. Búist er við um 100 milljóna króna hlutafjárútboði hjá Granda hf. seinna á árinu. A síð- asta aðalfundi var stjórn félags- ins veitt heimild til aukningar- innar, en sijórnin ákvað síðar að fresta aðgerðum fram til haustsins. Ríkisvíxlar Alls var tilboðum fyrir 5.795 milljónir króna tekið í útboði á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlum sem lauk í gær, þar af 1.675 milljónir frá Seðlabanka. Alls barst 51 tilboð að fjárhæð 6.235 milljónir króna. Meðalávöxtun á 3ja mánaða víxlum var 6,92%, 6 mánaða 7,35% og 12 mánaða 7,89%. Nýherji hf. Hlutafjarútboð Nýheija hf. hefur farið vel af stað, og þegar vika er liðin af útboðinu hefur selst hlutafé að nafnvirði 10 milljónir króna. Hlutafjárútboð Nýheija er um 60 miHjónir króna að nafn- virði, en bréfin eru seld á geng- inu 1,95. Enn eru því 50 milljón- ir óseldar. SÖLUGENGI DOLLARS Kr, 66.50 66,00 65.50 65,00 64.50 64,00 63.50 63,00 62.50 62,00 61,501 5. ji Síðustu fjórar vikur ► I úst A ^ n7 I t | 1 1 1 jlí 12. 19. 26. 2. ág GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 15. júní 1994 (sölugengi) lí±l DOLLARI Kr. -8,26% breyting frá áramótum '^63,07 1994 bU 1995 j'j'á's o'n D j'f'm'a'm'j'j' Dönsk KRÓNA +4,43% breyting frá áramótum Kr. -13,0 -12,5 .12,0 11.72J - 11,226 *-»~,lii,5 11,0 10,5 10,0 9,5 1995 j'j a's'o'n’dVf'm'a'm'j'j* 9,0 Japanskt YEN +3,28% breyting frá áramótum Kr. -0,80 JJÁSONDJFMAMJJ STERLINGSPUND Kr. -5,61 % breyting lr frá áramótum 107,23 'UO 1994 1995 j'j'á's'o'n'd J 'f'm'a'm'j'j' 0,j Þýskt MARK +3,22% breyting frá áramótum Kr. 50 48 44,06 1994 1---t-7-t--Í---1--1- 42 40 38 1995 t—i—i—i . t ■■■■ i , » 36 i 1 i r 1 i i i i , i . JJASONDJFMAMJJ Franskur FRANKI +2,98% breyting frá áramótum 13,167 12, 786 1994 t9?5, , , , , l10 j V áVo'ILd J FMAMJ J ' Yleimng leitar nauða- samninga Stefnt að sameiningu við Límtré YLEINING hf. í Biskupstungum hefur fengið heimild til að leita nauðasamninga hjá Héraðsdómi Suðurlands. Skuldir fyrirtækisins eru verulegar og ljóst að eignir þess munu duga skammt til greiðslu þeirra. Kristófer Oliversson hjá Hagvangi hf., sem hefur að undan- förnu unnið að endurskipulagningu rekstursins ásamt stjórnendum Yl- einingar og Stefáni Melsted lög- manni, segir fyrirtækið hafa verið komið í mikla greiðsluerfiðleika fyr- ir nokkru. „Rekstur fyrirtækisins var strax leigður Límtré hf. og með því móti tókst að afstýra rekstrarstöðvun. í framhaldinu náðist síðan samkomu- lag um það við forsvarsmenn Lím- trés að þeir ábyrgðust þessa nauða- samninga“. Nauðasamningarnir gera ráð fyrir því að lánadrottnar geti fengið 20% af útistandandi kröfum greiddar eða breytt andvirði 25% krafna sinna í hlutafé í Límtré hf. Skuldir langt umfram eignir Kristófer segir að skuldir Ylein- inga nemi nú um 164 milljónum króna og hrökkvi eignir fyrirtækis- ins skammt til greiðslu þeirra. Hús- eignir og framleiðslutæki fyrirtæk- isins séu metnar á um 37 milljónir króna og því ljóst að stór hluti krafna myndi tapast ef fyrirtækið færi í gjaldþrot. Hann segir kröfu- hafa í dag vera um 100 talsins en meðal þeirra stærstu séu Lands- banki Islands, Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður. Hann segist enn- fremur vera bjartsýnn á að nauð- samningarnir verði samþykktir, en til þess þarf samþykki 80% kröfu- hafa í upphæð og fjölda. Þegar mun liggja fyrir samþykki eigenda um 80% allra krafna í upphæðum talið og er unnið að því að afla samþykk- is tilskilins fjölda kröfuhafa. Sameining hugsanleg Náist nauðasamningar er stefnt að því að Límtré yfirtaki rekstur Yleininga að fullu og er jafnvel rætt um sameiningu fyrirtækjanna tveggja. Núverandi hluthafar í Yl- einingum munu hins vegar tapa nær öllum sínum hlut því gert er ráð fyrir því að hlutafé verði fært niður um 49 milljónir, úr fimmtíu í eina. Hluthafar í fyrirtækinu eru á annað hundrað talsins en þeir stærstu, Búnaðarfélag Biskups- tungna og nokkrir hreppar í Árnes- sýslu eiga um 70%. Guðmundur Ósvaldsson, fram- kvæmdastjóri Límtrés segist vera bjartsýnn á að rekstur verksmiðj- unnar geti gengið að nauðasamn- ingunum loknum. „Yið sameiningu nýtist sölu- og stjórnunarþáttur Límtrés báðum fýrirtækjunum þannig að þessi kostnaðarliður lækkar verulega. Einnig hefur orðið talsverð söluaukning á framleiðslu- afurðum fyrirtækisins að undan- förnu, einkum til fiskvinnslu og rækjuvinnslu og því ljóst að samein- ing myndi styrkja stöðu fyrirtækj- anna umtalsvert.“ ISLANDSBREF 0 , LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. íslandsbréf hafa gefiö 6,9% raunávöxtun á ári s.l. 5 ár. Hagstæð innlausnarkjör gera íslandsbréfin að ákjósanlegum kosti fyrir þá sem vilja geta leyst verðbréf út með skömmum fyrirvara án kostnaðar. Kynntu þér kosti íslandsbréfa og berðu saman við sambærileg verðbréf. Landsbréf hf. og umboðsmenn í Landsbankanum um allt land. . 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 1 Traust fjárfestina SUDURLANDSBRAUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.