Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Flugleiðir hækka flugið vestanhafs STEINN Logi Bjömsson hefur veitt skrifstofu Flugleiða í Maryland for- stöðu frá því hún fluttist þangað á síðasta ári. Samhliða flutningunum hóf félagið nýja sókn á Bandaríkja- markaði, og kemur árangurinn m.a. fram í 38% fjölgun farþega þaðan til íslands fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Áhersla hefur verið lögð á að selja dýrari sæti en hingað til. Þetta sést á því, að ódýrar ferðir milli Bandaríkjanna og Lúxem- borgar, sem lengi hafa fært félag- inu mestar tekjur í Bandaríkjunum, falla nú í skuggann af tekjum af ferðum til íslands og Skandinavíu. Þá hefur sú staðreynd að millilent er á íslandi verið notuð til að skapa félaginu sérstöðu. Meiri tekjur af hverju sæti „Við fórum algjörlega í gegnum stöðu okkar á markaðnum, og skipulögðum starfið frá grunni,“ segir Steinn Logi. „Ef sagan er skoðuð voru Bandaríkin lang- stærsti markaður Flugleiða fyrr á árum, og félaginu mjög mikilvæg allt fram á miðjan níunda áratug- inn. í ljósi minnkandi tekna vestan hafs og taps á Norður-Atlantshafs- fluginu var breytt um áherslur, og síðan þá hefur Evrópumarkaður verið ráðandi. Hlutur Bandaríkja- markaðar í tekjuöflun félagsins fór á tímabili niður fyrir 15%, en er líklega nærri 20% nú.“ Steinn Logi segir, að markaðssóknin í Banda- ríkjunum miðist við að fá hærra verð fyrir hvern farmiða. _______ „Forsendan fyrir aukinni sölu vestanhafs eru auknar tekjur af hveijum seldum miða. Þetta helg- ast af því, að hingað til hefur borgað sig að selja sæti yfir Norður-Atlantshafíð í Evrópu, því þar hefur fengist hærra verð. Sæta- framboð okkar á þessari leið hefur verið flöskuhálsinn í leiðakerfinu undanfarið, og því hefði aukin sala í Bandaríkjunum komið niður á sölunni í Evrópu, og á tekjum fé- lagsins um leið. Þess vegna höfum við auknar tekjur af hverju sæti að leiðarljósi við markaðssóknina Flugleiðir hafa undanfarið lagt aukna áherslu á markaðssetningu í Bandaríkjunum, og hefur þetta starf skilað sér í auknum tekjum félagsins á þessum markaði. Sigþór Einarsson ræddi við Stein Loga Bjömsson, forstöðumann söluskrifstofu Flugleiða í Maryland, um þessar nýju áherslur og hugs- anlegar breytingar á leiðakerfi og flota. Meiri áhersla lögð á dýrari sæti núna, og höfum bókstaflega þurft að bjóða betur í sætin en söluskrif- stofumar í Evrópu. Þetta kemur m.a. fram í því, að farþegar milli Bandaríkjanna og Skandinavíu hafa aukist um 15% á fyrri helm- ingi þessa árs, en tekjurnar af þeim um 32%. Flugleiðir hafa lagt mikla vinnu og mjög mikla peninga í nýtt tekjustýringarkerfí, sem hefur reynst mjög vel í að skipta sætun- um upp á milli markaðssvæða.“ „Verðum að bæta við ferðum“ Steinn Logi telur, að Flugleiðir verði að auka við leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafsleiðinni. „Við hefjum að öllum líkindum flug til Halifax á næsta ári, og erum að skoða vandlega fleiri kosti, t.d. Boston og Chicago. Það hefur ver- --------- ið lögð mikil vinna í þessi mál innan félagsins, og ýmsar hugmyndir verið skoðaðar. Fjarlægari áfangastaðir virðast óraunhæfir að §inni, þar sem flugtími fram og til baka verð- ur að miðast við brottfarar- og komutíma í Evrópufluginu. Við leggjum áherslu á að halda þeim takti sem við höfum haft í leiða- kerfinu, þar sem Keflavíkurflug- völlur gegnir lykilhlutverki sem snúningsskífa. Það er enn ákveðið svigrúm innan þessa kerfis, og það svigrúm er ætlunin að nýta með fleiri áfangastöðum vestanhafs. Ef það gengur vel mætti hugsa sér uppbyggingu á öðru svipuðu takt- kerfi á öðrum tíma dagsins, en slík- ar hugleiðingar verða að bíða betri tíma.“ Hann segir, að flugkerfí félagsins hafi sannað ágæti sitt, og telur það ódýrara í rekstri en flugkerfi keppinautanna. Aðspurður sagði Steinn Logi að fjölgun áfangastaða myndi að sínu mati hafa áhrif á stærð flugflota félagsins. „Það er ekki ólíklegt að bæta þurfí við einni Boeing-757 áður en langt um líður, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í þá veru.“ Aukin áhersla á ísland í markaðssókn Flugleiða á Bandaríkjamarkaði hefur verið lögð ríkari áhersla á ísland en áður hefur verið. Steinn Logi segir, að þetta sé afleiðing af ítarlegri grein- ingu á stöðu félagsins á markaðn- um. „Sóknin varð að byggjast á sérstöðu okkar gagnvart sam- keppnisaðilunum," segir hann. „Eins og fyrr sagði hefði ekki borg- að sig að leitast við að vera ódýrast- ir á markaðnum, og það samræm- ist ekki hagsmunum okkar á heimamarkaði að sérhæfa okkur í dýrum viðskiptaferðum, því hér á íslandi er þessi markaður lítill. Félög eins og Swissair eru í allt annarri aðstöðu hvað þetta varðar, þar sem heimamarkaðurinn ein- kennist af viðskiptaferðum. Eftir stendur að það eina, sem Flugleiðir hafa, og koma vonandi alltaf til með að hafa fram yfír önnur félög, er ísland. Því var tekin sú ákvörðun að byggja markaðssóknina upp í kringum þessa staðreynd. I því felst, að við reynum ekki lengur að fela það að millilent sé í Kefla- vík, heldur notfærum okkur milli- lendinguna sem samkeppnistæki. Millilendinguna höfum við mark- aðssett á þrjá vegu: sem áfanga- stað í upphafi ferðar um ísland, sem kjörinn stað til stuttrar hvíldar á leið yfír hafið, og sem flugvöll með mikla tengimöguleika til Norð- ur- og Miðevrópu. Þar að auki höf- um við lagt aukna áherslu á góðar tengingar milli Bandaríkjanna og Skandinavíu." Ferðaheildsalan reynist vel Steinn Logi segir, að þessar áherslur hafí þegar skilað sér í aukinni sölu. „Áukning farþega frá Bandaríkjunum til íslands fyrstu sex mánuði ársins var 38%, sem fer fram úr björtustu vonum. Salan til íslands er nú orðinn stærsti þátturinn hjá okkur, á undan ferð- um til Skandinavíu, og loks Lúxem- borgar. Ferðir til Lúxemborgar voru ætíð stærsti þátturinn í söl- unni í Bandaríkjunum, sem helgað- ist af lágu verði á þeim. Þrátt fyr- ir að við höfum lagt minni áherslu á þennan þátt undanfarið er ætlun- in að viðhalda honum, þar sem hér er um einn af máttarstólpum fyrir- tækisins að ræða. Við munum á næstunni leita leiða til að —-------------- veita þessum markaði p|Ug |j| Boston nýjan þrótt.“ Cg Chicago í Logi segir þá \ko&un felagsins að _________ ferðaheild- Steinn ákvörðun setja á stofn sölu í tengslum við söluskrifstofuna í Maryland eiga stóra hlutdeild í aukinni sölu vestanhafs. „Á þennan hátt hefur markaðssetning og sala á pakkaferðum til íslands orðið mun markvissari en hún var. Til marks um þetta sjáum við mikla aukningu á sölu stuttra ferða til landsins yfir vetrarmánuðina. Þess- ar ferðir höfum við verið að bjóða á mjög hagstæðu verði, og von- umst til að ná fótfestu á þessum markaði á þann hátt. Vetrarferð- irnar auglýsum við sem stutt frí, og leggjum áherslu á að Reykjavík sé sú höfuðborg Evrópu sem næst er. Þannig geti fólk fyrir lágt verð komist á annað menningarsvæði, án þess að þurfa að leggja á sig ferðalag til meginlands Evrópu. Þá hefur ferðaheildsalan verið að selja pakkaferðir til hinna Norðurland- anna með góðum árangri.“ Erfitt að standa fyrir utan blokkirnar Breytingar á samkeppnismynstri í flugi á Norður-Atlantshafsleiðinni hafa, að sögn Steins Loga, ekki síst valdið því að sóknarfæri gafst á Bandaríkjamarkaði. „Það hefur átt sér stað mikil blokkamyndun meðal flugfélaga sem keppa á þess- um markaði. Samvinna Lufthansa, United og SAS er nýjasta dæmið um þetta. Þessi samþjöppun hefur orðið til þess, að sætaframboð hef- ur minnkað, og verðin þokast upp á við. Á þennan hátt kemur þessi þróun Flugleiðum til góða, en á hinn bóginn er erfitt fyrir flugfélag að standa utan blokkanna, ekki síst með tilliti til vildarkerfa þeirra. Það sem hefur gert okkur kleift að lifa af er sérstaða okkar og smæð, því hún veldur því að við getum keppt á sérhæfðum mörkuð- um. Við höfum verið í samstarfi við USAir í Bandaríkjunum og SAS í Evrópu, og rjotið góðs af því.“ Steinn Logi segir enga launung að Flugleiðir hafi sóst eftir frekara samstarfí við USAir, t.d. hvað vild- arkerfi félaganna varðar. „Eftir að USAir hóf náið samstarf við British Airways hafa líkur á auknu sam- starfi minnkað, þar sem British Airways virðist leggjast gegn því af samkeppnisástæðum. Við ætlum okkur þó að halda málinu vak- andi.“ Steinn Logi sagði, að fyrir- tækið hefði brugðist við þessari stöðu með því að auka áherslu á tengimöguleika með öðrum flugfé- lögum innan Bandaríkjanna. „Al- mennir samningar gera okkur kleift að selja tengiflug með öðrum félögum, og við höfum vakið aukna athygli á þessu í markaðssetningu okkar, með það að markmiði að bæta samkeppnisstöðuna. Hins vegar munum við að sjálfsögðu áfram bjóða tengiflug með USAir á hagstæðara verði vegna samn- ingsins við þá.“ Breytt vildarkjör í Bandaríkjunum Steinn Logi segir, að Flugleiðir beiti nú öðrum aðferðum en áður til að vega ugp vöntun á aflmiklu vildarkerfi. „Áður verðlögðum við Saga-Class á lægra verði en keppi- nautarnir sín viðskiptafarrými, en það hefur sýnt sig að sú stefna skilar sér illa. Ástæðan er sú, að fyrirtæki sætta sig við að greiða það verð sem gengur og gerist á markaðnum fyrir ferðir starfs- manna sinna. Þeir velja sér svo flugfélög, og njóta svo vildarkjar- anna þegar þeir hafa safnað nægi- lega mörgum punktum. Þeir höfðu ekkert upp úr að velja okkur, þó fyrirtæki þeirra hafi notið góðs af því. Til að bregðast við þessu löguð- um við verð okkar að verði keppi- nautanna, og settum af stað svo- nefnt tveir-fyrir-einn kerfi. Þannig geta farþegar á Saga-Class frá Bandaríkjunum tekið með sér far- þega frítt, og njóta því nokkurs konar vildarkjara strax. Þetta hef- ---------- ur þegar skilað sér í auknum tekjum af þessu farrými." Steinn Logi segir, að sú aukning sem orðin er á komum Bandaríkja- hingað gefi tilefni til að háleit markmið sem sett manna ætla að voru við upphaf markaðssóknarinn- ar náist að mestu. „Þróunin hingað til bendir til að tvöföldun farþega frá Bandaríkjunum til íslands náist þegar árið 1997, en fjölgun umfram það ræðst af mörgum þáttum, meðal annars því hvaða breytingar verða gerðar á leiðakerfi félags- ins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.