Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 8
+ VIÐSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 Fólk Breytingar hjá Lands- bankanum +GUÐBJÖRG Gísladóttír hefur verið sett í stöðu útibússtjóra við nýtt útibú Landsbankans, sem verður opnað í lok september í Grafarvogi. Guðbjörg er fædd 25. ágúst 1940 og hefur verið starfsmað- ur bankans í 32 ár. Hún var gjaldkeri í aðal- banka frá 1962- 1974 en fluttist • þá í Vesturbæjarútibú þar sem hún hefur verið skrifstofustjóri frá 1984. Guðbjörg er gift Sigurði Sig- urðssyni, vélvirkja hjá Vegagerð ríkisins, og eiga þau tvær dætur. 0KRISTJAN Harðarson við- skiptafræðingur var ráðinn í starf sérfræðings á markaðssviði Landsbankans frá 1. júní. Krist- ján er fæddur 28. júlí 1964 og var starfsmaður markaðssviðs á árunum 1989- 1991. Hann er með BS-gráðu f markaðsfræðum frá University of Alabama og MA-gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá sama skóla 1989. Kristján hefur undanfarin tvö ár starfað á auglýs- ingastofunni Hér og nú. Hann er giftur Margréti J. Jóhannesdótt- ur og eiga þau tvö böm. 9EDDA B. Guðmundsdóttir við- skiptafræðingur hefur verið ráðin í starf sérfræð- ings á markaðs- sviði Lands- bankans frá 1. júlí 1995. Hún er fædd 2. maí 1967 og hefur undanfarin ár starfað sjálf- stætt við út- flutning og markaðsrannsóknir. Edda er stúd- ent frá Verslunarskóla Islands og með BS-gráðu í viðskiptafræðum frá University of South Alabama, með markaðsfræði sem sérsvið. Hún er gift Stefáni Þ. Steinsen, markaðsstjóra hjá Happadrætti DAS, og eiga þau tvær dætur. Lögfræðistofa opnuðá Eskifirði Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið NÝ lögfræðistofa, lögfræðiþjónusta Gísla M. Auðbergssonar, hefur ver- ið opnuð á Eskifirði. Skrifstofan verður fyrst um sinn til húsa að Strandgötu 35, en Gísli segist vera að leita að hentugra hús- næði á Eskifirði. Þetta mun vera fyrsta lög- fræðiskrifstofan sem staðsett er á Eskifirði og virð- ist nóg um verkefni. Á tímum bættra samgangna og byltingar í fjarskiptum og fjarvinnslu segir Gísli ekki vera eins erfitt og áður að fá verkefni utan Eskifjarðar. Gísli hefur unnið við almenn lög- fræðistörf síðustu þrjú ár á lög- fræðistofu á Egilsstöðum. Hann segir viðskiptavinina koma af öllu Austurlandi og víðar og leiti fólk til hans með öll almenn lögfræði- verkefni. Aðspurður segist Gísli taka að sér öll almenn lögfræðiverkefni svo sem innheimtu, samningsgerð og málflutning. Hann segist ekki taka einn málaflokk fram yfir annan í starfinu en segist þó hafa sérstakan áhuga á stjórnsýslu tengdri sveita- stjórnarmálum sem kemur sér vel í vinnu fyrir sveitarfélög. Nýr forstöðu- maður upplýs- ingamála Granda hf. 9HJÖRTUR Grétarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýs- ingamála hjá Granda hf. Hlutverk Hjart- ar mun fýrst og fremst verða að endurskipu- leggja og byggja upp upplýsinga- kerfi fyrir Granda auk ann- arra sérverk- efna. Hjörtur er 34 ára, fæddur og FERÐAÞJÓNUSTA hefur á fáum árum treyst sig mjög í sessi hér á landi þannig að nú er litið til grein- arinnar sem eins af helstu vaxtar- broddum í atvinnulífinu. Greinin skilaði á sl. ári um 17 milljarða króna gjaldeyristekjum og vonir hafa verið bundnar við að þær eigi eftir að aukast umtalsvert á næstu árum. Á sama hátt hefur þessi at- vinnugrein blómgast í Evrópu enda hafa Evrópubúar ekki þurft að hafa ýkja miklar áhyggjur af samkeppni á þessu sviði við önnur svæði í heiminum öfugt við flestar aðrar atvinnugreinar. Næstum níu af hverjum tíu Evrópubúum ferðast innan álfunnar og hörð verðsam- keppni t.d. um pakkaferðir og umfangsmikið leiguflug hefur tryggt hagstætt verð fyrir neytend- ur. Öflug hagsmunasamtök evr- ópskra fyrirtækja á þessu sviði í Brussel, World Travel & Tourism Council, halda því fram að ferða- þjónusta í víðum skilningi standi undir einu af hverjum átta störfum í álfunni og skili um 13,4% af landsframleiðslu. Þessi starfsemi nær til bæði stórfyrirtækja á borð við British Airways, Air France og Forte hótel-keðjunnar en einnig tugþúsunda af fjölskyldufyrirtækj- um. Evrópubúar gætu hins vegar þurft að horfast í augu við vaxandi samkeppni á sviði ferðaþjónustu. Tímaritið Economist segir í nýrri úttekt sinni á samkeppnistöðu ferðaþjónustu að samkeppni við áfangastaði í Asíu muni knýja evr- ópsk fyrirtæki til að finna nýjar leið- ir til að laða að vel efnaða ferða- menn. Til að auka tekjur af ferða- mönnum sem ferðist innan álfunn- ar þurfi að örva eyðslu þeirra með uppalinn á ísafirði. Hann er stúd- ent frá Menntaskólanum á Isafirði og lauk hann BS prófi í tölvunarfræðum frá Háskóla Is- lands 1988. Hjörtur starfaði sem_ verkefnis- stjóri hjá Seðlabanka Islands við uppbyggingu upplýsingakerfa árin 1988 til 1991. Hann stundaði nám við Rotterdam School of Manage- OLIS opnaði nýlega bensínstöð og söluskála í Neskaupsstað þar sem áður var starfsemi á vegum Skelj- ungs en sem kunnugt er hætti Skeljungur starfsemi sinni hér og nýjungum og meiri gæðum. Þrátt fyrir að Evrópubúar geti státað af baðströndum, söfnum og minnis- merkjum, standist þeir ekki sum- um öðrum svæðum snúning þegar kemur að flugvöllum og hótelum. Tímaritið bendir á að mun hrað- ari vöxtur só orðinn í ferðaþjón- ustu í öðrum heimshlutum. Á síð- asta ári var um 60% af ferðalögum milli landa í heiminum til Evrópu- ríkjanna, að meðtaldri Austur-Evr- ópu, en þetta hlutfall var hins veg- ar 72,5% árið 1960. Á sama tíma hefur hlutdeild Evrópuríkjanna í tekjum af ferðaþjónustu fallið úr 60% í 50%. Skýringin er að hluta til fólgin í meiri hagvexti í Asíuríkj- unum. Miðstéttarfólk í Asíu sem er að fara í sínar fyrstu utanlands- ferðir ferðast augljóslega fremur innan álfunnar en til Bandaríkjanna eða Evrópu. Við þessu geta ferða- þjónustufyrirtæki í Evrópu brugð- ist með því að reyna að höfða sérstaklega til Asíubúa. Uppgangurinn í Asíu felur á hinn bóginn í sér ógnir fyrir evrópsku ferðaþjónustufyrirtækin. Lækk- andi flugfargjöld hvetja Evrópubúa að ferðast fremur til Thailands og Malasíu en Marbella. Ódýrt vinnu- afl á þeim slóðum gerir kleift að bjóða mun betri þjónustu. Economist bendir í úttekt sinni á ýmsar leiðir fyrir evrópsk fyrir- tæki til að bregðast við aukinni samkeppni. Ein leiðin til að bæta þjónustu þeirra gæti falist í sam- starfi fyrirtækja allt frá ferðaskrif- stofu til hótela. Þannig hefur hópur fyrirtækja myndast kringum Westdeutsche Landesbank í Þýskalandi, þ.á.m. Touristik Union International (TUI) í Þýskalandi, stærsta ferðaskrifstofa Evrópu, Thomas Cook í Bretlandi, Jet To- ment við Erasmus University 1991 til 1993 og lauk meistaragr- áðu í rekstrarhagfræði, MBA. Það- an lá leiðin til Tæknivals hf. þar sem hann starfaði við markaðssetn- ingu á upplýsingakerfum og sem deildarstjóri hugbúnaðardeildar. Eiginkona Hjartar er Helga Jó- hannesdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Olís keypti eigurnar og færði starf- semi sína í þær. Rekstraraðilar bensínstöðvar Olís eru þau Anna Herbertsdóttir og Pétur Kjartans- son. urs í Frakklandi og hótel á Spáni og í Grikklandi. TUI hyggst beita áhrifum sínum til að auka gæði þjónustunnar í fyrirtækjakeðjunni og sú hótun vofir yfir þeim sem ekki standa sig að verða gerðir brottrækir úr keðjunni. Slíkt sam- starf þykir einnig geta aukið fjöl- breytni í þjónustu og gert fyrirtækj- unum kleift að brjótast út úr viðjum síns hefðbundna markaðar. Ferða- málayfirvöld hafa einnig reynt að leggja eitthvað af mörkum og ný- lega hófu evrópsku ferðamálaráðin samstarf um að kynna Evrópu sem áfangastað fyrir Bandaríkjamenn og Japani. Loks hafa embættis- menn reynt að hvetja fyrirtækin til að auka dreifingu ferðamanna bæði yfir árið og til fleiri lands- svæða. En burtséð frá þessu eru það ýmsar ytri aðstæður á borð við seinkanir í farþegaflugi, lélegar merkingar, bílastæðavandamál og umferðarhnúta sem verða ferða- manninum fjötur um fót í Evrópu. Það eru því ekki síður ærin verk- efni framundan fyrir opinber yfir- völd við að endurbæta slíka hluti að mati Economist. Þessi sjónarmið eiga ekkert síð- ur erindi til íslendinga sem til þessa virðast hafa haft litlar áhyggjur af samkeppni þjóða um þá gríðarlegu fjármuni sem ferða- menn skilja eftir sig. Þrátt fyrir sérstöðu íslenskrar náttúru er það ekkert sjálfgefið að straumur er- lendra ferðamanna fari sífellt vax- andi. Ef greinin á að vaxa og dafna á næstu árum þarf að tryggja sam- keppnishæfni hennar með sam- stilltu átaki stjórnvalda og fyrir- tækja í greininni. KB Ég fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur S- hjá Rekstrarvörum Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavfk, Sfmi: 587 5554 Fax: 587 7116 Torgið Barist um ferðamennina Olís tekur við söluskála Skeljungs í Neskaupsstað Noskaupsstaílur. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.