Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5/8 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 ' € 5 MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson HERBÚÐALÍF Á HAWAII DRAMA Héðan til eilífðar (From Here to Eternity) + ik Leiksljóri Fred Zinneman. Handritshöfundur Daniel Tarad- ash, byggt á skáldsögu James Jones. Tónlist George Duning. Kvikmyndatökustjóri Burnett Guffey. Aðalleikendur Burt Lancaster, Deborah Kerr, Frank Sinatra, Montgomery Clift, Donna Reed, Ernest Borgnine. Bandarísk. Columbia 1953. Skíf- an 1995. 118 mín. Öllum leyfð. Enn gefur Skífan út mynd í flokknum „góðar og gamlar“ sem á þar heima. Allt frá því að Héðan til eilífðar sópaði til sín átta Osk- arsverðlaunum árið 1953 (m.a. sem besta mynd- in, Zinneman fyrir leikstjórn- ina, Taradash fyrir handritið, Sinatra og Reed fyrir leik í aukahlutverkum, Bur- nett Guffey fyrir s/h kvikmynda- töku) hefur hún verið flokkuð með sígildum myndum og endurnýjuð kynni sýna það og sanna að þar á hún heima. Héðan til eilífðar gerist í herbúðum Bandaríkjamanna á Hawaii á síðustu mánuðunum fyrir árás Japana á Pearl Harbour. Segir af samskiptum nokkurra persóna sem enda á misjafnlega dapurlegan hátt. Japanir reka síðan endahnút- inn á söguna með níðingsverkum sínum. Hádramatísk, jafnvel svo að sjálfsagt þykir ungu fólki í dag nóg um. En svona var tíðarandinn. Dregin er upp gagnrýnin mynd af þeim ómennsku kringumstæðum sem herþjónusta getur skapað, per- sónurnar endurspegla það besta og versta sem atvinnuhermennska get- ur framkallað. Tvær sterkar og óvenjulegar (á þeim tíma) ástarsög- ur eru fyrirferðarmiklar og ástar- sena Kerr og Lancaster er ein sú frægasta í gjörvallri kvikmyndasög- unni. Og sú djarfasta í áratugi (!). Myndin var einna mestur sigur fyr- ir Sinatra, sem á þessum tíma var fallin stjarna hvort sem um var að ræða kvikmyndir, hljómplötur, sjón- varp eða sem skemmtikraftur. Hér átti hann eina áhrifaríkustu endur- komu sem um getur. Héðan til ei- lífðar er snilldarvel leikið og háreist drama sem mun standa fyrir sínu um ókomin ár. MEÐ DAUÐAIMN Á HÆLUNUM DRAMA Hundelt (Stalked) *'h Leikstjóri Douglas Jackson. Handritshöfundur Craig Ham- ann og Clark Evan Schwartz. Aðalleikendur Maryam D’Abo, Tod Fennell, Lisa Blount, Jay Underwood. Bandarísk. All- egro Films 1994. Skífan 1995. 91 mín. Aldurstakmark 16 ár. Mynd um þráhyggju, einsog hvað annað. Daryl Gleeson (Tod Fennell) bjargar lífi sonar veit- ingakonunnar Brooke Daniels sem býður hon- um uppá dinner og desert. Kauði reynist ekki allur þar sem hann er séður, heldur morðóður skratti sem er mun meira fyrir að taka líf en bjarga. Ein af mýmörgum spennumynd- um um sálarflækjur og sturlað mannfólk undir nokkurn veginn eðlilegu yfirborði, til að byija með, a.m.k. Þetta er útþvælt efni sem oft hefur fengið mun verri útreið en hér en ferskleikann skortir engu að síður. BANVÆNIR ENDURFUNDIR SPENNUMYND Walker, lögreglumaður í Texas (Deadly Reunion) *xh Leikstjóri Michael Preece. Aðalleikendur: Chuck Norris, Clarence Gilyard, Noble Willing- ham, Sheree J. Wilson Floyd „Red Crow“ Westerman sem Ray frændi. Bandarsísk sjónvarps- mynd. CBS 1994. Warner myndir 1995. 87 mín. Aldurstakmark 12 ára. Chuck karlinn Norris er ekki steindauður úr öllum æðum heldur dustar hér enn eina ferðina rykið af glimmerbúning Texaslöggunnar Walkers sem í þessum kapítula er ráðinn til að gæta lífs og lima þing- mannsins Julian Knox. Og gengur það ekki áfallalaust. Eina ánægjan sem þessi samsuða getur veitt manni felst í að bera kennsl á gamla og góð vestra- og B- mynda höfð- ingja. Hér má sjá i einni lest Ben Masters, Stuart Whitman, R.G. Armstrong, Jon- athan Banks, Noble Willingham og meira að segja gamla, góða L.Q. Jones! Það er næstum því leggjandi á sig að þola bramboltið í Norris í níutíu mínútur til að komast í félagsskap þessara jaxla. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Viðtal við vampíruna (Interview With the Vampire) *** Hörkukvendið Julia Philipps var ■ búin að ganga með þann draum að gera mynd eftir þessari frægu skáldsögu Ann Rice í fjöldamörg ár í sínum kókaín- mettaða kolli. Það var svo hljómplötumógúllinn David Geffen sen hrinti loks stórvirkinu í fram- kvæmd. Ekki er veikan punkt að finna hvað mannskapinn snertir. Leikstjórnin í höndum Neils Jordan, handritið skrifar Rice sjálf, kvik- myndatökustjóri Philippe Roussel- ot, tónlistin samin af Elliot Gold- entahl og aðalhlutverkin í höndum Tom Cruise og Brad Pitt. Hér seg- ir af vampírunum Lestat (Cruise), sem tælir Du Lac (Brad Pitt) til fylgilags við sig í næturveröld New Orleans. í nútímanum, tvö hundruð árum síðar, eftir að leikurinn hefur borist víða, segir Du Lac ungum blaðamanni sögu sína. Kostur myndarinnar liggur í góðum leik Brads Pitt og Kirsten Dunst, af- burða vönduðum leiktjöldum og öll- um ytri búnaði í hæsta gæðaflokki. Myndin er ekki dæmigerð hroll- vekja heldur veltir hún fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna. Með Antonio Banderas og Stephen Rea. 117 inín. Aldurstakmark 16 ár. Sjónvarpið sýnir í ríflega 50 klukkustundir frá mótinu í Gautaborg þá 10 daga sem keppnin stendur, að meðal- tali 5 stundir daglega. HM í f rjálsum íþróttum Bein útsending frá Gautaborg SJÓNVARPIÐ sýnir beint frá HM í Gautaborg, einni mestu iþróttahátíð sem haldin er og hefjast útsendingar á laugar- dagkl. 15.00. A mótinu mæta til leiks bestu fijálsíþróttamenn heimsins, líkt og í Stuttgart fyrir tveimur árum og í Tókíó fyrir fjórum árum, en þessi mót eru íslenskum sjónvarpsá- horfendum enn í fersku minni. Snillingar eins og Carl Lewis, Merlene Ottey, Sergei Bubka, Jackie Joyner Kersee og margir fleiri hafa markað spor í sögu heimsmeistaramót- anna sem hófust í Helsinki fyrir 12 árum, 1983. Þeir sem gleggst þeklqa búast við miklum afrekum í Gautaborg. Svíar hafa vandað til alls undirbúnings og keppn- in fer fram við bestu aðstæður á Ullevi leikvanginum. Það spillir ekki fyrir að árangur í frjálsum íþróttum í sumar hef- ur verið með besta móti. Skemmst er að minnast heims- meta Noureddine Morceli frá Alsír. Sjónvarpið sýnir í ríf- lega 50 klukkustundir frá mótinu í Gautaborg þá 10 daga sem keppnin stendur, að með- altali 5 stundir daglega. Sent út á morgnana og sídegis Þrátt fyrir þetta raskast hefðbundin dagskrá ekki að ráði. Mestur hluti dagskrár- innar er á morgnana, um miðj- an dag og síðdegis. Svipmynd- ir frá keppni hvers dags eru svo sýndar í dagskrárlok. Keppninni í Gautaborg er lýst beint af vettvangi. Samúel Örn Erlingsson verður í Gautaborg en hann hefur lýst keppni á tveimur síðustu mótum af þessu tagi og fijálsíþrótta- keppni Olympíuleikanna í Barcelona. Umsjón með svip- myndum hér heima hafa Hjör- dís Árnadóttir og Bjarni Felix- son sem bæði lýstu einnig keppni á síðustu mótum í Tókíó og Stuttgart. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn. Séra Miyako Þórðar- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00.) 10.03 Veðurfregnir. 10.20 „Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40.) 11.00 I vikulokin. Umsjón: Krist- inn Hrafnsson. _ 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Hádegisleikrit Útvarpsleik- hússins. Sjötíu og níu af stöð- inni eftir Indriða G. Þorsteins- son. Útvarpsleikgerð: María Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson. 1. þáttur af 7. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sigurður Skúlason, Magnús Ragnarsson, Gunnlaug- ur Helgason, Kjartan Bjarg- mundsson, Guðfinna Rúnars- dóttir, Valgeir Skagfjörð og Jón St. Kristjánsson. 13.15 Óperutónlist. Maria Callas, Renata Scott, José Carreras, Nicolai Gedda og fleiri syngja 14.00 Af Thorsþingi. Frá ráð- stefnu Félags áhugamanna um bókmenntir 3. júní sl. en þar fjölluðu fræðimenn og skáld um ritverk Thors Vilhjálmssonar. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. 15.30 A vængjum söngsins. — Ljóðasöngvar eftir Beethoven, Schubert, Schumann, Grieg og Richard Strauss. Hermann Prey syngur, Leonard Hokanson leik- ur á píanó. — Hirðirinn á hamrinum eftir Franz Schubert. Kathleen Battle syngur, Karl Leister leikur á klarinettu og James Levine á píanó. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með íslenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 10. júli sl.) 16.30 Ný tónlistarldjóðrit Ríkisút- varpsins. Einsöngvararnir Stef- án Arngrímsson, Sigurður Bragason, Dúfa Einarsdóttir og Ingibjörg Marteinsdóttir flytja ný og gömul lög eftir íslensk tónskáld. Bjarni Þór Jónatans- son og Ólafur Vignir Albertsson leika með á píanó. (Endurt. þátt- ur frá 8. apríl sl.) Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Tilbrigði. Undir blómstrandi trjám. Umsjón: Trausti Ólafs- son. (Endurflutt nk. þriðjudags- kvöld kl. 23.00.) 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperuspjall. Rætt við Ólaf Kjartan Sigurðsson, barítón- söngvara um óperuna Rakarann í Sevilla eftir Gioacchino Rossini og leikin atriði úr óperunni. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdótt- ir. 21.05 „Gatan mín“. Sólvallagata Úr þáttaröð Jökuls Jakobssonar fyrir aldarfjórðungi. Magnús Þórðarson gengur hana með Jökli. (Áður á dagskrá í septem- ber 1971.) 22.10 Veðurfregnir, Orð kvölds- ins. Málfríður Jóhannsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Hallur Stefánsson gluggar i leynilögreglusöguna Húsið við Norðurá eftir Einar Skálagl- amm. (Guðbrand Jónsson.) Fyrri þáttur. (Áður á dagskrá 4. júli sl.) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. — Beau soir eftir Claude Debussy. — Rómansa eftir Max Bruch. Kar- en Dreyfus leikur á lágfiðlu og Robert McDonald á píanó. — Sumarnætur eftir Hector Berli- oz. — Um mitternacht eftir Gustav Mahler. Jan DeGaetani syngur með Eastman kammersveitinni; David Effron stjórnar. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Frittir 6 RM 1 og RftS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, í för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdótt- ir. 13.00 Helgi i héraði. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 14.30 Þetta er í lagi. Georg Magnússon og Hjálmar Hjámarsson. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tóm- asson. 17.00 Með grátt i vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 20.30 Á hljóm- leikum. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Sniglabandið í góðu skapi. 23.00 Næturvakt Rásar 2 0.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Mezzoforte. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARPÁRÁS2 11.00-12.20 Útvarp Norðurlands. Norðurljós, þáttur um norðensk málefni. AÐALSTÖÐIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 8.00 Morgunfréttir. 9.00 Morgun- útvarp. Eiríkur Jónsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Jón Axel Ól- afsson og Valdts Gunnarsdóttir. 16.05 Bjarni Dagur og Sigurður Hlöðversson. 19.00 Gullmolar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. 00.00 Bein útsending frá Hreðavatnsskála. 04.00 Ragn- ar Páll Ólafsson. Fréttir kl. 9,10,12,15,18 og 19.30, 21 og 23. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Slminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SID FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FNI 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 Íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 ASMCA ??F?oDTil.Ajúfir tónor. 12.00 Kvikmyndatónlist. 13.00Á léttum nótum. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á dansskónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. l7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.