Morgunblaðið - 04.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 04.08.1995, Síða 1
56 SIÐUR B/C 175.TBL.83.ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ýtt undir fjár- hættuspil Cambridge, Englandi. Reuter. RÆÐUMENN á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin er í Cam- bridge á Englandi, héldu því fram í gær að ríkisstjórnir ýttu undir fjárhættuspil, en réttu spilafíkium ekki hjálparhönd. Löglegt fjárhættuspil er í örum vexti um allan heim og fræðimenn og eigendur spila- víta eru sammála um að spila- fíklum fjölgi jafnt og þétt. Bill Eadington, fræðimaður við Nevada-háskóla, sagði að ríkisstjómir hefðu breytt ímynd fjárhættuspils með lottóum. Aður hefði verið talin synd að spila upp á peninga, en þætti nú saklaust gaman. Ejárhættuspil velta 40 millj- örðum dollara árlega í Banda- ríkjunum og jafnast á við veltu flugfélaga og lögfræðinga. Þýskur fræðimaður á ráð- stefnunni, Gerhard Meyer, sagði að þeir, sem væru sjúkir í fjárhættuspil, gætu auðveld- lega ratað á glapstigu. Hann gerði rannsókn á 200 spilafíkl- um. Hjá 110 hlóðust upp skuld- ir og 138 hneigðust til glæpa. Forseti Rússlands krefst að uppreisnarmenn Tsjetsjena verði afvopnaðir Útilokar sjálf- stæði Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti í gær ánægju sinni með sam- komulag sem binda á endi á hemað- arátökin í uppreisnarhéraðinu Tsjetsjníju, en krafðist þess að upp- reisnarmenn þar yrðu afvopnaðir áður en rússneskar hersveitir yrðu þaðan á brott. Jeltsín lét þessi orð falla í sjón- varpsávarpi sem hann flutti rúss- nésku þjóðinni í gær. Hann sagði ennfremur að Tsjetsjenum bæri að hafa sínar eigin stjórnarstofnanir, en tók skýrt fram að aðskilnaður héraðsins við Rússland kæmi ekki til greina. Við góða heilsu Jeltsín virtist við góða heilsu og ekki á honum að sjá nein merki um veikindi í kjölfar minniháttar hjartaáfaljs sem hann fékk í síðasta mánuði. Ávarp hans var tekið upp á heilsuhælinu sem hann hefur dval- ið á að undanförnu. Jeltsín sagði að samningurinn sem deiluaðilar í Tsjetsjníju skrifuðu undir á sunnudaginn gæfi fyrsta eiginlega möguleikann á að binda endi á átökin í héraðinu, sem hófust í desember í fyrra, þegar forsetinn sendi hermenn og skriðdreka til þess að bæla niður sjálfstæðisbar- áttu Tsjetsjena. „Viðræðum þarf að halda áfram. Skiiyrði til þess hafa verið sköpuð,“ sagði forsetinn. Hann kvaðst brátt myndu skipa sérstakan fulltrúa til að aðstoða við friðarumleitanirnar. Sá yrði „reyndur og vís maður, sem á skömmum tíma getur fundið lausn á þeim vandamálum sem htjáð hafa héraðið". í sáttmála deiluaðilanna frá því á sunnudag er kveðið á um að átök- um verði tafarlaust hætt, Tsjetsjen- ar afvopnist og flestir rússnesku hermannanna sem sendir voru til héraðsins í desember verði fluttir brott. Jeltsín sagði að framtíð Tsjetsjníju ylti að mestu á því hversu vel yfirvöldum tækist að hafa hemil á þeim öflum, bæði innan héraðs og utan, sem vildu halda átökum áfram. Reuter Förðun fyrir forsetaávarp BORÍS Jeltsín ræðir við förðunarmeistara sinn áður en sjón- varpsávarp forsetans var tekið upp í gær. I ávarpinu sýndist hann við góða heilsu og ekki bera nein merki hjartaáfallsins sem hann fékk í síðasta mánuði. Clinton á uppleið? Hiroshima minnst KVEIKT var á tvö hundruð kert- um á torginu fyrir utan þinghúsið í London í gærkvöldi til að minn- ast þess að um helgina verða fimmtíu ár liðin frá því að kjarn- orkusprengjunni var varpað á borgina Hiroshima í Japan. Hvert kerti samsvarar hverjum þúsund mönnum, sem féllu í Hiroshima og Nagasaki. Félagar í samtökum, sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna, kveiktu á kert- unum. VINSÆLDIR Bills Clintons Banda- ríkjaforseta fara nú vaxandi og al- menningur virðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu repúblikana eftir að þeir náðu meiri- hluta á þingi samkvæmt skoðana- könnun, sem dagblaðið Wall Street Journal og fréttastofa sjónvarps- stöðvarinnar NBC birtu í gær. 25% aðspurðra kváðust andvíg Clinton í svipaðri könnun, sem gerð var fyrir kosningarnar í nóvember, en nú á það aðeins við um 17%. 47% kváðu Clinton standa sig vel í embætti. Gengi hans hefur verið svipað í skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið síðan repúblikanar unnu kosningasigur sinn. Tveir for- verar Clintons í embætti, repúblikan- arnir Richard Nixon og Ronald Reag- an, áttu svipuðu fylgi að fagna á sama tíma fyrsta kjörtímabils síns. Hvor tveggja var endurkjörinn með miklum yfirburðum. I sömu könnun kom fram að að- eins 36% eru þeirrar liyggju að störf séu vel unnin á þingi, en 43% voru þeirrar hyggju í júní. Sprengjuregn við Dubrovnik Serbar segj- ast vilja semja við Króata Zagreb, Genf. Reuter. LEIÐTOGI Serba í Krajina-héraði í Króatíu kvaðst í gær vera reiðubú- inn að hefja viðræður við króatísku stjórnina til að afstýra allsherjár- styrjöld í landinu. Peter Galbraith, sendiherra Bandaríkjanna í Króa- tíu, sagði að Serbar vildu ræða endursameiningu Krajina og Króatíu, sem væri mikilvæg tilslökun af þeirra hálfu, og því hefði Króatíu- stjórn enga ástæðu til að hefja árás á héraðið. Milan Babic, „forsætisráðherra" Krótaíu-Serba, kynnti þetta tilboð eftir fund með Galbraith í Belgrad en um leið gerðu Serbar sprengju- árásir á nágrenni Dubrovnik-borgar við strönd Króatíu. Engin sprengja lenti í borginni sjálfri. Áður höfðu Serbar hótað slíkum árásum ef Kró- atar hættu ekki að skjóta sprengjum á serbneska bæinn Drvar í Bosníu. Króatar gagnrýna Genfarfund Fulltrúar Króatíustjórnar og Serba í Krajina komu saman í Genf í gær til að freista þess að afstýra allsheij- arstyijöld í Króatíu. Króatar hafa sent um 100.000 hermenn í átt að Krajina og 50.000 serbneskir her- menn búa sig undir að verja héraðið. Ivic Pasalic, einn af fulltrúum Króata, sagði nánast engan árangur hafa náðst á fundinum í Genf. Babic sagði hins vegar á blaðamannafundi í Belgrad að Króatíu-Serbar væru reiðubúnir til viðræðna sem byggðust á „lítillega breyttri og bættri" frið- aráætlun sem Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusam- bandið hafa þegar lagt fram. Galbraith sagði eftir fundinn með Babic að Serbar hefðu fallist á við- ræður sem hefðu það markmið að yfirráðasvæði Serba yrðu sameinuð Króatíu að nýju. Serbar höfðu áður neitað að ræða við stjórnina í Zagreb, en staða þeirra er nú veik eftir stórsókn Króata í vesturhluta Bosníu í vikunni sem leið. Króatískir hermenn eru nú aðeins nokkrum kílómetrum frá Knín, höf- uðstað Krajina, og fréttaskýrendur telja afar ólíklegt að Serbar geti haft betur í styijöld gegn Króatíuher. Thorvald Stoltenberg, milligöngu- maður Sameinuðu þjóðanna, sagði eftir fundinn í Genf, sem stóð í sjö klukkustundir, að viðræðurnar gætu stuðlað að lausn sem afstýrði alls- heijarstyijöld. „Við náðum ekki sam- komulagi en mér fannst það ekki langt undan.“ Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, olli uppnámi á þingi Iandsins í gær þegar hann bauðst til að segja af sér vegna falls „griðasvæðanna" Srebrenica og Zepa. Hann lagði að auki til að þingið greiddi atkvæði um yfirlýsingu um traust á stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.