Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halli ríkisspítalanna stefnir að óbreyttu í 450 milljónir Spamaður gæti lækk- að halla um 200 millj. Stækkun álversins Kostnaður kannaður óformlega HAFIST hefur verið handa um að kanna óformlega hér á landi og erlendis kostnað samfara stækkun álversins í Straumsvík, ef ákvörðun verður tekin um stækkun, en rætt hefur verið um að það verði síðar í þessum mánuði. Vilhjálmur Þorláksson hjá Tækniþjónustunni segir að sendar hafi verið óformlegar fyrirspurnir um tilkostnað til verktakafyrir- tækja hér og erlendis. Um sé að ræða þætti eins og byggingu ker- skála, steypuskála og lagerbygg- ingar, auk ýmislegs annars sem tengist stækkuninni svo sem búnað- ar til flutnings á súráli og há- spennukerfis vegna aukinnar raf- magnsnotkunar. Aðspurður sagði Vilhjálmur að ef ákvörðun um stækkun álversins yrði tekin í lok þessa mánaðar, eins og rætt hefði verið um, yrði gengið frá endanlegum útboðslýsingum og efnt til formlegs útboð hér á landi og erlendis. Hægt yrði að hefjast handa strax og ákvörðun um stækkun lægi fyrir. Gerlamengnn íLaugarvatni Málið er í athugun MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tekið til athugunar erindi frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna gerlamengunar í Laugar- vatni. Heilbrigðiseftirlitið óskaði eftir viðræðum um úrbætur á frá- veitubúnaði við vatnið, en ráðu- neytið hefur umsjón með flestum þeim byggingum sem frárennslið kemur frá. Á næstunni verður haldinn fundur með fulltrúum menntamálaráðuneytis, umhverf- isráðuneytis og heilbrigðiseftir- litsins um málið. Gerlamælingar í Laugarvatni eru liður í könnun heilbrigðiseftirlits Suðurlands og sunnlenskra sveitarfélaga á neysluvatnsgæðum og fráveitu- málum í umdæminu. Fyrstu sýnin voru tekin á dögunum, en gerla- fjöldi reyndist yfir viðmiðunar- mörkum. Ráðgert er að halda áfram sýnatöku næsta árið. Heil- brigðiseftirlitið mun eiga fund með hreppsnefnd í næstu viku til að ræða málið. Friðrik Friðjóns- son, umsjónarmaður ríkiseigna á Laugarvatni, segir að verið sé að athuga málið í samvinnu við Heil- brigðiseftirlit Suðurlands, en vill ekki Ijá sig frekar um málið að svo stöddu. HALLI ríkisspítalanna er orðinn 200 til 300 milljónir og yrði að óbreyttu 450 milljónir í lok ársins. Guðmund- ur G. Þórarinsson, formaður stjórn- amefndar ríkisspítalanna, segir að sparnaðaraðgerðir gætu hugsanlega lækkað hallann um 200 milljónir en ógerlegt sé að ná honum öllum nið- ur. Tæpir 7 milljarðar voru ætlaðir til rekstrar ríkisspítalanna á árinu. Af því fara um 5 milljarðar til launa- greiðslna. Kristín Ólafsdóttir, stjórn- arformaður Borgarspítalans, segir rekstur Borgarspítala og Landakots í jafnvægi miðað við rekstaryfirlit frá því í lok maí. Guðmundur sagði að stjórnar- nefndin hefði tekið afstöðu til til- lagna framkvæmdastjórnar ríkis- spítalanna um sparnað og hagræð- ingu, m.a. með minni yfirvinnu, fækkun á vöktum, lækkun lyfja- og rannsóknarkostnaðar og uppsögnum starfsfólks, á fundi sínum í gær. Stjórnvöld móti stefnuna „Niðurstaðan var sú að stjómar- nefndin fól framkvæmdastjórn að vinna áfram að sparnaði og hagræð- ingu í anda tillagnanna. Stjórnar- nefndin beindi því jafnframt til stjómvalda að móta stefnu um hvaða þjónustustig og gæði þjónustu sjúkrahúsunum væri ætlað að veita,“ sagði Guðmundur. Hann útskýrði að átt væri við að vandamál innan heilbrigðisþjón- ustunnar væru ekki aðeins vandamál ríkisspítalanna eða heilbrigðisráðu- neytisins heldur þyrfti ríkisstjórnin og þjóðin sjálf að taka afstöðu til þeirra. „Hvernig heilbrigðisþjónustu menn vilji hafa og hvað henni sé ætlað að gera? Hvað vilja menn borga fyrir hana og hvernig á að borga. Vilja menn forgangsröðun?" Jafnvægi á Borgarspítala og Landakoti Guðmundur sagði að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um hvað þyrfti að fækka starfsfólki mikið. Hins vegar yrði reynt að fara eins gæti- lega og mögulegt væri og t.d. leitað eftir að starfsmenn tækju sér launa- laust leyfi, litið yrði til aldurs starfs- manna o.fl. Farið verður í aðgerðirn- ar á næstu vikum. Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnarnefndar Borgarspítalans, sagði að gripið hefði verið til sparn- aðaraðgerða snemma á árinu og m.a. tekin ákvörðun um fækkun starfsfólks. „Fækkunin fólst í upp- sögnum en aðallega því að ekki var ráðið í störf sem losnuðu. Með því móti áætlum við að ná 130 milljón króna sparnaði miðað við hvað reksturinn kostaði í fyrra,“ sagði Kristín. Hún sagði að gert væri ráð fyrir rúmum 3,6 milljörð- um til reksturs Borgarspítalans og Landakotsspítala og væri rekstur- inn í jafnvægi miðað við rekstraryf- irlit frá því í maílok og gefnar for- sendur. Kristín tók hins vegar fram að því væri ekki að leyna að hún væri áhyggjufull vegna rekstrarins því starfsfólkið væri undir miklu álagi og ef erfið slys bæri að höndum og hefðu í för með sér mikla yfirvinnu væri kostnaður fljótur að ijúka upp. Morgunblaðið/Golli HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suðurlands hefur séð ástæðu til að setja upp skilti við Laugarvatn, þar sem fólk er varað við að synda eða baða sig í vatninu. Advarse/ ,vömi vondet. . tfUJO’f*1"'’ ViövöruB Hcisc o$ Fjármálaráðherra vill tillögur um niðurskurð Sjúkrahúsin verða að forgangsraða FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra telur ekki rétt að fela stjórn- málamönnum alfarið það verkefni að forgangsraða í heilbrigðisþjón- ustunni. Hann segir að það sé hlut- verk stjómenda sjúkrahúsanna að koma með tillögur um niðurskurð með sama hætti og þeir komi með tillögur tirstjómvalda um kaup á nýjum tækjum og ný verkefni. I nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um framkvæmd fjárlaga segir: „Telja verður að nú sé komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir um þjónustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkra- húsunum er ætlað að veita.“ Stjóm- endur spítalanna hafa einnig óskað eftir því að stjórnvöld forgangsraði verkefnum í heilbrigðisþjónustunni. Fjármálaráðherra telur ekki rétt að leggja þetta verkefni alfarið í hendur stjómvalda. „Ég bendi á að þegar við höfum verið að bæta við þjón- ustuna í heilbrigðiskerfínu, ekki síst á sjúkrahúsunum, hafa ábendingar og tillögur nánast undantekningar- laust komið frá þeim sem vinna við þessa þjónustu. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt því að það er fólk- ið sem best þekkir til mála. Þeir hafa þannig forgangsraðað óskum um aukna og bætta þjónustu. Með sama hætti hlýtur það að vera þeirra verkefni og fyrir það þiggur þetta fólk sem stjórnar stofnunum laun, að geta bent á hvar megi spara þeg- ar þarf að halda kostnaðinum í skefj- un. Stjómvöld bera ábyrgðina. Þau taka endanlega ákvörðun bæði um nýjan rekstur og eins þegar þarf að rifa seglin, en ábendingar og tillögur um hvort tveggja hljótá að koma frá þeim sem þekkja best til og það eru stjómendur í heilbrigðiskerfinu," sagði Friðrik. Drög að nýju hættumati fyrir byggðarlagið í Súðavík var kynnt hreppsnefnd í gær • • Oll gamla byggð- in er á hættusvæði VERKFRÆÐISTOFA Sigurðar Thoroddsen hf. kynnti hreppsnefnd Súðavíkur drög að nýju hættumati fyrir byggðarlagið í gær, sem sýnir að nærfellt allt byggðarlagið er á snjóflóðahættusvæði. Höfnin og stór hluti af verksmiðju Frosta er utan hættusvæðis. Hom ystu lóðarinnar á skipulagi nýrrar byggðar er inni á sk. öryggissvæði, og þarf að breyta skipulagi af þessum sökum. Greina- gerð og fullunnið hættumat eiga að liggja fyrir 15. ágúst, en ekki er búist við að drögin taki miklum breytingum þangað til að sögn Jóns Gauta Jónssonar sveitarstjóra í Súðavík og formanns almannavama- nefndar. Nú er einnig í vinnslu nýtt hættu- mat fyrir Flateyri. Samkvæmt nýju hættumati fyrir Súðavík er talin möguleiki á að snjóflóð geti fallið eftir endilangri byggð Súðavíkur á 100-300 ára fresti, við ákveðin veð- urskilyrði og í nokkrum lotum. „Síð- an gætu komið þrjú flóð á einni öld og ekkert í þrjú hundruð ár,“ segir Jón Gauti. Reglugerð loks tilbúin Hann segir afar mikilvægt að fá loks uppkast að hættumati i hendur, þar sem hendur manna hafi verið bundnar hvað varðar kaup á húsum og frekari uppbyggingu nýrrar Súða- víkur. Að lokinni kynningu á nýju hættumati tók hreppsnefnd Súðavík- ur ákvörðun um að ráða Iögfræðing til að undirbúa samninga um kaup á húsum og verkfræðistofu til að Ijúka greinagerð um möguleika og kostnað við snjóflóðavamir. Einnig vora afgreiddar 56 lóðaúthlutanir, samkvæmt tiliögum nefndar sem starfaði að úthlutun lóða, en 11. umsóknir era eftir. Félagsmálaráðherra undirritaði í fyrradag nýja reglugerð um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem heimilar sveitarstjórnum að gera tillögu um kaup eða flutning á hús- eignum í stað þess að byggja varnar- virki, sé það talið hagkvæmara til að tryggja öryggi íbúa. Tillögur era háðar samþykki Almannavama ríkis- ins og staðfestingu ráðherra. „Það er gert ráð fyrir því í miklu meiri mæli en áður að hægt sé að kaupa upp eignir í stað þess að byggja vam- arvirki, en áður voru þetta undan- tekningatilvik og hafði nánast ekkert verið beitt,“ segir Húnbogi Þorsteins- son skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neyti. Greiðslur ofanflóðasjóðs vegna flutnings á húseignum miðast við kostnað við flutninginn og að koma húsi fyrir á nýjum stað, en sjóðurinn greiðir ekki vegna kaupa á húseign sem unnt er að flytja nema flutnings- kostnaður sé metinn hærra en kaup- verð. Jón Gauti segir að niðurstaða hættumats komi hvorki sér né íbúum Súðavíkur á óvart. Atburðir vetrarins hafi gert öllum ljóst hve hættan sé rík. 55 hús flutt eða yfirgefin Fyrir snjóflóðið í janúar stóðu 69 hús í Súðavík en 14 hús eyðilögðust í flóðinu. Nú þarf að flytja eða yfir- gefa þau 55 hús sem eftir standa, og kveðst Jón Gauti gera ráð fyrir að Ofanflóðasjóður þurfí að kaupa 40-45 hús og íbúðir, en sennilega sé gerlegt að flytja 10-15 hús. Bruna- bótamat eigna sem þarf að færa eða byggja upp á nýju svæði byggðar, nemur tæplega 500 milljónum króna að sögn Jóns, auk þess sem gert er ráð fyrir að gatnagerð á nýju svæði kosti um 150 milljónir króna. Jón Gauti kveðst gera ráð fyrir að kostnaður við kaup, flutning og byggingu nýrrar Súðavíkur muni nema um 800 milljónum króna. „Nú ætlum við að nota tímann þangað til hættumatið er endanlega afgreitt til að semja um kaup á húsum, frá- gang á greinagerð og teikningar vegna varnarvirkja sem hefur verið kannað að byggja,“ segir Jón Gauti og kveðst gera ráð fyrir að á næstu dögum muni framkvæmdir hefjast. Á sér ekki hliðstæðu Ráðist verði í undirbúning flutn- ings húsa, og byggingu átta félags- legra íbúða, auk þess sem nokkrir einstaklingar sem misstu hús sín í flóðinu séu tilbúnir til að hefjast handa. Bjartsýnar áætlanir geri ráð fyrir að hægt verði að koma upp 25 íbúðum fyrir næsta vetur og afgang- inum næsta sumar. „Þessi fram- kvæmd er gríðarleg og á sér enga hliðstæðu og verður vonandi eins- dæmi að þurfí að flytja heilt þorp á þennan hátt,“ segir Jón Gauti. Hann segir að þau hús sem verða yfirgefín vegna flutnings byggðar, verði rifín sjái sveitastjórn ekki möguleika á að reka þau án tilkostn- aðar eða með hagnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.