Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 7 FRÉTTIR Ensk ferðakona lauk hringferð um landið þrátt fyrir botnlangakast Lýkur lofsorði á þjónustu . íslenskra lækna og sjúkrahúsa Morgunblaðið/Kristinn MARJORY Simmonds ásamt manni sínum, Derek. MARJORY Simmonds, ensk ferðakona á sjötugsaldri, taldi að rútuferðalagi sínu hringinn í kringum um Island væri lokið þegar hún greindist með botn- langakast um miðja síðustu viku á Egilsstöðum. Svo reyndist þó ekki vera. Eiginmaður hennar, Derek, fylgdi konu sinni í sjúkraflugi til Akureyrar á miðvikudaginn var og á Fjórðungssjúkrahúsinu gekk hún undir uppskurð sam- dægurs. Tilviljun réð því þó ekki að hún var send til Akur- eyrar. Læknar á Egilsstöðum og fararstjóri í rútuferðalaginu, Sigrún Birgisdóttir, töldu vel hugsanlegt að hún gæti náð sér og sameinast hópnum á ný þeg- ar rútan væri væntanleg til Akureyrar þremur dögum síðar eftir dvöl hópsins við Mývatn. Hugleiddu að fljúga heim Maijory kveðst ekki hafa trú- að því að hún gæti lokið hring- ferð sinni en þökk sé læknum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og skjótum viðbrögðum á Egilsstöðum hafi hún verið orð- in stálslegin og tilbúin að ferð- ast á ný eftir aðeins þrjá daga. „Við hugleiddum að fljúga heim,“ útskýrir Maijory í spjalli við Morgunblaðið. „Læknar á Akureyri sannfærðu mig aftur á móti um það á laugardaginn þegar hópurinn var kominn þangað að ég væri hér um bil búin að ná mér að fullu og gæti leikandi sameinast ferða- félögum minum. Þær ráðlegg- ingar reyndust hárréttar og ég hef notið ferðarinnar án nokk- urra vandræða síðan.“ Láníólániað vera á Islandi Maijory kvað það hafa verið súrt í broti að geta ekki farið að Mývatni, þangað sem hún hafi sérstaklega viljað koma, en eitthvað hafi orðið undan að láta. Eftir á að hyggja telji hún sig hafa verið geysilega heppna. „Ég lít svo á að það hafi verið mikið lán í óláni að veikjast á íslandi. Ef það átti fyrir mér að liggja að þurfa að gangast undir botnlangauppskurð þá var ég fegin að það var gert á Islandi. Eg tel að þjónusta sjúkrahúsanna tveggja, á Egils- stöðum og á Akureyri, hafi ver- ið framúrskarandi. Til að mynda fékk eiginmaður minn að dveljast á sjúkrahúsinu með mér og tvo daga lá hann á sömu stofu og ég,“ sagði Maijory. Sem dæmi um goða þjónustu segir hún að læknir sinn á Akur- eyri hafi hringt í lækni á Sauð- árkróki og sagt honum frá vandræðum sínum, í því falli að hún skyldi veikjast á ný á hring- ferðinni. „Læknar og aðrir starfsmenn á sjúkrahúsunum stóðu sig n\jög vel. Það væri miklu nær að taka viðtal við þá,“ sagði Maijory glöð í bragði eftir „vel heppnaða“ ferð til íslands. Samningur umúr- klippu- þjónustu UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag milli Miðlunar annars veg- ar og útgáfufyrirtækjanna Árvak- urs og Fijálsrar fjölmiðlunar hins vegar um afnotarétt Miðlunar að Morgunblaðinu, DV og Tímanum til reksturs úrklippuþjónustu. í fréttatilkynningu frá Miðlun segir að samkomulagið gefi fyrir- tækinu möguleika á að þróa nýjung- ar og bæta þjónustuna við við- skiptavini. „Fyrir 15 árum hóf fyrir- tækið Miðlun að bjóða fyrirtækjum þá þjónustu að klippa valið efni úr dagblöðunum, endurraða, ljósrita og pakka inn með snyrtilegum hætti. Á þeim árum sem liðin eru síðan hafa fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar látið Miðlun annast fyrir sig vöktun á fjölmiðlunum og úrvinnslu efnis úr þeim. Þeirra á meðal má nefna forsetaembættið, forsætisráðherra og aðra ráðherra, Alþingi og flest stærstu fyrirtæki landsins. Blaða- og fjölmiðlaum- fjöllun skiptir máli í rekstri fyrir- tækja og regluleg söfnun á þeim upplýsingum getur oft skipt sköp- um í daglegum störfum,“ segir meðal annars. Ennfremur kemur fram að á undanförnum árum hafi Miðlun bætt ljósvakaþjónustu og mæling- um á auglýsingamagni fjölmiðla við flölmiðaupplýsingar sínar. Auk þess reki Miðlun Gulu línuna og gefi út upplýsingahandbækurnar Export Directory, Iceland Practical Inform- ation og Netfangaskrána. Landsieikur á Laugardalsvelli 16. ágúst Þeir unnu okkur á HM '95 í handbolta. Söfnum liði og sýnum þeim nú hvorir eru betri í fótbolta. i SAFNKORT ESSO er liður f leiknum Tilboðið gildir til 13. ágúst á helstu bensínstöðvum ESSO Almennt verð í stúku 2000 kr. í stæði 1000 kr. Barnamiði 500 kr. ESSO-verð • 1700 kr. • 800 kr. • 400 kr. Ef þú átt ekki Safnkort geturðu nálgast það á næstu bensínstöð ESSO. Það kostar ekkert en kemur þér á leikinn fyrir mun lægra verð. flfram Island! Olíufélagið hf ■ | BÍMÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.