Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 11 Bæjarráð Þórgnýr Dýrfjörð starfsmaður reynslu- sveitarfé- lagsins MEIRIHLUTI bæjarráðs sam- þykkti í gær að ráða Þórgný Dýrfjörð í stöðu starfsmanns framkvæmdanefndar fýrir reynslusveitarfélagið Akur- eyri. Staðan er veitt til eins árs og er miðað við að starfsmað- ur nefndarinnar hefji störf 15. ágúst. Tvær umsóknir voru um stöðuna og hlaut Þórgnýr at- kvæði karlkyns fulltrúa í fram- kvæmdanefnd um reynslu- sveitarfélagið en koria sem einnig sótti um fékk atkvæði kvenna í nefndinni. Umsækj- endur þóttu jafnhæfir til að gegna stöðunni og var það mat kvenna í nefndinni að það væri á skjön við jafnréttisáætl- un Akureyrarbæjar ef gengið yrði fram hjá kvenkyns um- sækjanda. Tvær konur sátu fund bæj- arráðs þar sem ijallað var um stöðuna. Sigfríður Þorsteins- dóttir, Framsóknarflokki, sat hjá við afgreiðsluna en í bókun Sigríðar Stefánsdóttur, Al- þýðubandalagi kemur fram að samkvæmt umsóknum sem fyrir liggi séu báðir umsækj- endur sem atkvæði fái í nefnd- inni vel hæfír til starfsins. „Ég tel að erfitt sé að gera upp á milli umsækjenda, en leggst ekki gegn niðurstöðu meiri- hluta framkvæmdanefndar fyrir reynslusveitarfélagið Ak- ureyri. Aðstoð við ullariðnað Á fundi bæjarráðs var til umfjöllunar erindi frá bæjar- stjóranum í Narsaq, vinabæ Akureyrar á Grænlandi. í bréfi frá bæjarstjóra Narsaq er ósk- .að eftir stuðningi Akureyrar- bæjar við athugun á að koma á fót ullariðnaði í bænum til vinnslu á grænlenskri ull. Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindinu. Samþykkt hafnar- sljórnar stað- fest Staðfest var á fundi bæjar- ráðs í gær samþykkt hafnar- stjórnar Akureyrar frá því á mánudag þess efnis að segja upp verksamningi við Teikni- stofuna Form um skipulags- vinnu fyrir Akureyrarhöfn. Vinna við skipulagið var á Iokastigi, einungis eftir að skipta lóð á Oddeyrartanga á milli tveggja umsækjenda um lóðir, sem eru Eimskipafélagið og Flutningamiðstöð Norður- lands. Verksamningi var sagt upp á þeim forsendum að Teiknistofan Form hefði tekið að sér að teikna vöruskemmu á hafnarsvæðinu fyrir annan umsækjenda, Flutningamið- stöðina. Bæjarráð fól hafnarstjóra og skipulagsstjóra að ganga frá verklokum við Form. Morgunblaðið/Hólmfríður JÓN Óli viö söluborðið. Býr til minjagripina sjálfur og selur ferðafólki Grímsey. Morgunblaðið. JÓN Óli Helgason er laghentur ungur drengur í Grímsey. Hann hefur búið til minjagripi úr grjóti sem hann finnur í fjörunni og nýtir tækifærið þegar ferjan, Sæfari kemur út í eyju með ferðalanga en þá situr hann fyrir þeim með söluborðið sitt skammt frá höfn- inni. Fram til þessa hafa ekki verið boðnir til sölu heimagerðir minjagripir í eynni, en marg- ar fýsir að eiga eitthvað til minningar um Grímseyjarferð. laaílGTfl 000 000* »00000* FRANSKA lúðrasveitin L’Enfant de Bayard leikur í göngugötunni í Hafnarstræti í dag, föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00. Lúðrasveitin er 115 ára gömul, var stofnuð 1880 og kemur frá bænum Pontcharra í frönsku Ölpunum. Efnisskrá hennar er afar fjölbreytt. Hljómsveitin ferð- ast nú um Island og eru tónleikam- ir á Akureyri í röð fernra tónleika. Harpa Björnsdóttir sýnir í Glugg- anum, sýningarrými Listasumars í glugga Vöruhúss KEA. Á vegum Minjasafnsins sem opið verður alla helgina verður farin gönguferð um Innbæinn næsta sunnudag, 6. ágúst, þar sem sagt verður frá byggðinni í fjörunni. Lagt verður af stað frá Laxdals- húsi kl. 13.00, en þar er opið til kl. 17.00 og stendur þar nú sýning á gömlum ljósmyndum frá Akur- eyri. Þá verða Sigurhæðir, minning- arsafn um Matthías Jochumson skáld og prest opið frá kl. 14.00 til 16.00 um helgina. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs endurskoðuð Tekjur hækka um 77 millj. og útgjöld um 63 milljónir BÆJARRÁÐ Akureyrar gekk frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár á fundi í gær. Þar var samþykkt að rekstrar- tekjur hækki um 77 milljónir og verði samtals 1.567.540 þúsund krónur, rekstrargjöld hækka um rúmlega 63 milljónir króna og verða samtals 1.158.165 þúsund krónur. Gjaldfærður stofnkostnað- ur verður hækkaður um tæplega 1,1 milljón og eignfærður stofn- kostnaður um 13,5 milljónir. Þá var einnig samþykkt að mæta út- gjöldum umfram tekjur, samtals 813 þúsund krónum, með lækkun veltufjár. í bókun Sigríðar Stefánsdóttur, Alþýðubandalagi, á fundinum kom fram að hún gerði ekki athuga- semd við að endurskoðaðri fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs verði vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn, en við nokkra liði geri hún þó fyrirvara og muni þeir koma fram við um- ræður í bæjarstjóm. Engar tillögur um sparnað „Sérstök athygli er vakin á því að þrátt fyrir hærri tekjur en reiknað var með í fjárhagsáætlun lækka rekstrargjöld sem hlutfall af tekjum ekki og að enn er inni í áætlun 15 milljóna króna frá- dráttarliður í sparnað án þess að tillögur eða aðgerðir til þess að ná þeim sparnaði hafí enn komið fram,“ segir í bókun Sigríðar. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjár- hagsáætlun Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Meginbreyting áætlunar hita- og vatnsveitu er sú að rekstrartekjur hækka um 19,1 milljón og útgjöld um rúmlega 1,1 milljón. Þá hækka fjármagnsgjöld veitunnar um 11,3 milljónir og verða samtals rúmlega 209 milljónir króna á árinu. Einn- ig er áætlað fyrir afskriftum 275 milljónir króna, en ekki hefur ver- ið áætlað fyrir þeim áður í fjár- hagsáætlun veitunnar. Hvað Rafveitu Akureyrar varð- ar er í tillögu gert ráð fyrir að tekjur hennar hækki um 31,4 millj- ónir og útgjöld um 8,5. milljónir. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæð- isflokknum, vísaði á fundinum til fyrri tillagna sinna við gerð fjár- hagsáætlunar um lækkun gjald- skrár veitunnar og fjárframlags til Framkvæmdasjóðs. Þá minnti Sigríður Stefánsdóttir á tillögu sína um að rafveitan greiddi 2% afgjald af eigin fé veitunnar til bæjarsjóðs. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Djúpt sokkin í landakortin FERÐAMENN leita gjarnan uppi þá staði þar sem veður er best hveiju sinni og í hlýindakaflanum norðanlands síðustu daga hefur mikill fjöldi fólks verið á ferðinni í þeim landshluta. Þar á meðal var þetta par sem varð á vegi ljósmynd- ara í göngugötunni í Hafriarstræti á Akureyri. Þau skoðuðu landakort af mikilli athygli og hafa eflaust verið að gera ferðaáætlun til næstu daga. Fimmtán taka þátt í sýningamni Skúlptúr á Listasumri Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Verkin flest utandyra FIMMTÁN listamenn eiga verk á sýningunni Skúlptúr sem haldin er á Listasumri á Akur- eyri og hefst á morgun, laugar- daginn 5. ágúst. Bæjarbúar hafa síðustu daga veitt því eftirtekt að myndverk- um hefur verið komið fyrir utandyra en sýningarsvæðið er einkum í Innbæ Akureyrar og miðbæ, umhverfis Gilið og þá mun eitt verkanna fljóta á Poll- inum. Hluti sýningarinnar verður í Ketilhúsinu og er opið þar alla daga frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningin er samvinnuverk- efni Listasumars og Mynd- höggvarafélagsins og var hluti verkanna unninn í Ketilhúsinu í Grófargili, nokkur voru send til bæjarins og enn önnur unnin sem hluti af því umhverfi sem þau standa í og eiga eflaust eftir að koma mörgum á óvart. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Eyjólfsdóttir, Brynhildur Þor- geirsdóttir, Finnur Arnar Arn- arsson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason, Hlynur Halls- son, Hlynur Helgason, Hrefna Harðardóttir, Inga Jónsdóttir, Kristinn Hrafnsson, Ragnhild- ur Stefánsdóttir, Sólrún Guð- björnsdóttir, Sólveig Baldurs- dóttir, Sólveig Eggertsdóttir og Þór Vigfússon. Sýningin verður formlega opnuð í garði Minjasafnsins kl. 16.00 á morgun, laugardaginn 5. ágúst. Vérslunarmanna- kelgin Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar tíinott Helgu Möller í í&HtXátulU (xxííi áuÖtdiM. Cf&tÍAt eáz/zC &etrvct. 1 iH'óul' ‘A1£.q síml 462 2200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.