Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Fiskverkunarhús á Borgarfirði eystra auglýst Reynt að koma rekstri af stað HLUTAFÉLAG í eigu Borgar- fjarðarhrepps keypti í vetur frysti- hús og önnur fiskverkunarhús Kaupfélags Héraðsbúa á Borgar- fírði eystra í þeim tilgangi að selja þær sem fyrst aftur og koma í rekstur. Hreppurinn hefur nú áug- lýst eignirnar til sölu. Kaupfélag Héraðsbúa hætti frystingu á Borgarfirði fyrir nokkr- um árum og hafa þær verið til sölu. Magnús Þorsteinsson oddviti segir að kaupfélagið hafi einungis viljað selja eignirnar í einu lagi og ekki hafi gengið hjá mönnum að fá einstakar einingar keyptar. Því hafi hreppsnefndin ákveðið að end- urreisa gamalt félag sem hreppur- inn á að mestu leyti og fengið eign- irnar keyptar, að mestu með yfir- töku skulda. Tilgangurinn væri að koma þeim sem fyrst í notkun. Betur komið í höndum heimamanna „Það þykir betra að heimamenn hafi yfir þessu að segja en Kaupfé- lag Héraðsbúa. Eignirnar eru þá til ráðstöfunar þó þær seljist ekki,“ segir Magnús. Hann segir að óska- staðan sé að selja allar eignirnar, helst þannig að hreppurinn komi skaðlaust út úr viðskiptunum, og að sem mest not verði af þeím. Segir Magnús að eitthvað sé byijað að spyrjast fyrir um eignirnar. Magnús vill ekki gefa upp kaup- verð fasteignanna. Verðmesta eignin er frystihúsið, það er liðlega 1.000 fermetrar að stærð, upphaf- lega byggt 1946 en með síðari tíma viðbyggingum. Þarna er síld- arverksmiðja og mjölskemma, alls liðlega 900 fermetrar að stærð, fiskmóttaka og söltunarstöðvarnar Kögur og Borg. Tilboðum á að skila fyrir 21. ágúst. 10-12 litlir bátar eru gerðir út frá Borgarfirði. Flestir leggja upp hjá saltfiskverkun Karls Sveins- sonar. FRÉTTIR: EVRÓPA ESB gangi í lið með Bosníu Reuter YFIR eitt þúsund manns myndaði í gær keðju umhverfis Berlaymont- bygginguna í Brussel, sem áður hýsti höfuðstöðvar framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Fólkið krafðist þess að Evrópusam- bandið legði Bosníu lið í stríðinu við Serba. „Við viljum að Evrópa sýni styrk og þor til að taka ákvarðanir ... að þjóðernishreins- anirnar og stríðið verði stöðvað," sagði Jose Robert, prestur sem tók þátt í kröfugöngunni. „Evrópa ætti að ganga í lið með Bosníu.“ Evrópumálaráðherra Frakklands Kraftur íupp- byggingu Fáskrúðsfirði - Kraftur er í framkvæmdum við loðnuverk- smiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Meðal annars er verið að reisa mjölgeyma sem munu setja svip á staðinn. Reistir verða fjórir liðlega 32 metra háir geymar sem Vél- smiðjan Héðinn smíðar. Upp- setning tveggja geymanna er langt komin en þegar myndin var tekin vantaði enn tíu metra upp á þá. Hinir tveir koma við hliðina og síðan verður byggt hús ofan á. Næstu daga verður lokið við að steypa gólf verk- smiðjuhússins og byijað er á framkvæmdum við höfnina fyr- ir framan verksmiðjuna. Starfs- menn hreppsins unnu við að setja niður stóran vatnsgeymi fyrir verksmiðjuna þegar ljós- myndarinn átti leið hjá. Stefnt er að því að prófa verksmiðjuna síðar á árinu og að hún verði tilbúin vel fyrir næstu vertíð. Morgunblaðið/Albert Kemp Tilraunirnar í þágu öryggis Evrópu Bandar Seri Begawan, París. Reuter. MICHEL Barnier, Evrópumálaráð- herra Frakklands, sagði í gær að nauðsynlegt væri að umdeildar kj arnorkutilraunir Frakka í Suður- Kyrrahafi færu fram, vegna þess að þær viðhéldu fæling- armætti franska kj arnorkuheraflans, sem væri í þágu ör- yggis og stöðugleika í Evrópu. Ráðherrann bætti við að Frakklandi væri ekki sama um mótmæli ríkja í Asíu og við Kyrrahaf, en þau myndu ekki breyta ákvörðun ríkisstjórnar sinnar. „Við munum halda tilraununum áfram. Þær eru bráðnauðsynlegar," sagði Barnier við blaðamenn. Hann er nú staddur á fundi Efnahagssamtaka Suðaustur- Asíu (ASEAN) í Brunei. ASEAN samanstendur af Indó- nesíu, Malasíu, Tælandi, Filippseyj- um, Singapore, Brunei og Víetnam, sem nýlega bættist í hópinn. ASE- AN-ríkin fordæmdu kjarnorkutil- raunir Frakka harðlega á fundi sín- Reuter MICHEL Barnier (til hægri) og Gareth Evans, utanríkisráðherra Ástr- alíu, á fundi ASEAN. um í gær. Embættismenn sögðu að meðal ríkisstjórna í þessum heims- hluta væri sú skoðun almenn, að Frakkar hefðu gengið á bak orða sinna. Þeir hefðu gefið í skyn við und- irritun sáttmálans um bann við út- breiðslu kjarnorku- vopna, að þeir myndu ekki fram- kvæma neinar kjarnorkutilraunir þar til algert bann við tilraunaspreng- ingum gengi í gildi árið 1996. Seguin segir kjarnorkuvopnin öryggistryggingu Evrópu Philippe Seguin, forseti franska þingsins, tók í gær í sama streng og Barnier og sagði kjarnorkuvopna- búr Frakka tryggingu fyrir öryggi Evrópu. „Ef trúverðugleiki fælingar Frakka væri eyðilagður, yrði upp- bygging Evrópu hindruð ... með því að gera öryggi álfunnar háð banda- rískum vopnum," skrifaði Seguin í grein í dagblaðinu Le Figaro, Úrskurðað í þýsk- frönsku kjúklingastríði Oldenburg. Reuter. ÞÝSKUR dómstóll komst í gær að þeirri niðurstöðu að þýskur kjúkl- ingaræktandi hefði gerst brotlegur við reglur Evrópusambandsins með því að gefa í skyn í auglýsingum að þýskir kjúklingar væru að ein- hveijum ástæðum betri en fransk- ir. Samtök franskra kjúklinga- ræktenda, Cidef, kærðu þessar staðhæfingar og fyrirskipaði dóm- stóll í borginni Oldenburg fyrirtæk- inu Wiesenhof-Geflúgel-Kontor að hætta að auglýsa kjúklinga sína með slagorðum á borð við „þýsk topp-gæði“ og „gæði úr sveitinni“. „Við vildum ekki blanda þjóð- ernisþættinum inn í þetta,“ sagði talsmaður dómstólsins. „Það sam- ræmist ekki innri markaðnum. Málið snýst um það sem þeir voru í raun að reyna að segja: Þýskar afurðir eru betri en erlendar." í síðustu viku komst dómstóllinn einnig að þeirri niðurstöðu að fyrir- tækið hefði gerst brotlegt við ESB- reglur með því að halda því fram að kjúklingar þess væru slátraðir samkvæmt „ströngum, þýskum reglum". Reglur um slátrun eru þær sömu í öllum ríkjum Evrópu- sambandsins. Þjóðveijar vilja þýskt Þýska fyrirtækið, sem er hið stærsta á þýska markaðnum, ætlar að áfrýja úrskurðinum. Ralph Ar- berg, markaðsstjóri Wiesenhof, sagði þýska neytendur telja það skipta miklu máli hvaðan varan kæmi og að kjúklingasalan hefði stóraukist eftir að fyrirtækið byij- aði að taka það fram að kjúklingar þess kæmu frá þýskum sveitabýl- um og hefðu einungis verið aldir á þýsku fóðri. Trillukarlar á Suðureyri ætla að grípa til aðgerða Segjast ætla að róa á banndögnm SMÁBÁTAEIGENDUR á Suður- eyri eru mjög ósáttir við nýju smábátaíögin og hyggjast nokkrir þeirra róa í haust í trássi við þau. Þeir segja að með lögunum sé kvóti byggðarlagsins skertur um 600 tonn og það sé dauðadómur fyrir byggðina. Arnar Barðason, trillukarl á Suðureyri, segist ekki sjá neina aðra kosti en að svindla á kerfinu. „Ég lendi einna verst í þessu því að ég var að skipta um bát í vor. Ég hef verið í þessu í ein tíu ár og mín aflareynsla er 648 kíló þannig að ég hef engann annan kost en að fara í sóknarkerfið. En ég ætla ekkert að hlusta á það. Ég ætla að róa allar helgar í haust. Þeir skulu fá að dæma mig frá þessu. Það verða einhveijir sem ætla að gera þetta þó að það sé ekki almennt. Það eru tvær leiðir fyrir mig í þessu. Annðhvort verð ég dæmdur frá þessu eða að mér tekst að svindla þannig að mér tekst að Iifa af þessu. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar. Dauðadómur fyrir byggðina Arnar segir að nýju lögin þýði um 600 tonna skerðingu fyrir byggðarlagið miðað við að þetta verði gert samkvæmt reglunum. „80% af flotanum hérna eru 5,9 tonna bátar og almennt eru menn að hugsa um leiðir til þess að koma þessu framhjá, því að menn lifa ekkert á þessu. Það hefur líka komið fram að þetta er dauðadómur fyrir þessar byggðir. Þegar búið er að skerða þetta svona niður fara menn að hugsa um eigið skinn áður en þeir hugsa um aðra. Þá er mjög líklegt að það fari einhveijir bátar þarna á Faxaflóasvæðið og rói þaðan í vetur til þess að fá hærra verð.“ Arnar segir að menn séu komn- ir með dollaramerki í augun því allir viti það að kvótinn verði fram- seljanlegur. „Menn eru að velja kvóta miðað við verðmæti báts ef þeim er boðinn tíu tonna þor- skaflahámark. Þá sjá þeir fram á það að verðmætið er meira en báturinn og þeir velja það á þeim forsendum en ekki á þeim forsend- um að þeir ætli sér að hafa at- vinnu af þessu. Þetta er staðreynd sem menn verða að gjöra svo vel að kyngja. Ég ætla bara að vona að það verði sem flestir sem róa í haust. Þetta kerfi er sett til höfuðs þeim sem hafa atvinnu af þessu. Það má alveg eins orða lögin þannig að það sé bannað að hafa heils árs atvinnu af smábátaútgerð,“ sagði Arnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.