Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sprengjutilræðið í World Trade Center Palestínumað- Verður vínið betra á hafsbotni? ur fyrir rétt New York. Reuter. PALESTÍNUMAÐUR með jórd- anskan ríkisborgararétt var í gær fluttur frá Jórdaníu til New York og verður leiddur fyrir rétt vegna meintrar aðildar að sprengjutilræð- inu í World Trade Center árið 1993. Talið er að maðurinn hafi verið í sendibíl sem ekið var inn í kjallara skýjakljúfsins með 545 kg sprengju. Palestínumaðurinn heitir Iyad Mahmoud Ismail Najem, er 24 ára, og hefur lengst af búið í Kúveit. Dómsmálaráðherra Jórdaníu sagði að Najem hefði verið handtekinn 31. júlí, daginn eftir að borist hafði framsalsbeiðni frá Bandaríkjunum. Najem ákvað sjálfur að fara til Bandaríkjanna til að sanna sak- leysi sitt. Umdæmisdómarinn Kevin Duffy, sem fer með mál Najems, hafði áður dæmt fjóra múslima í fangelsi fyrir sprengjutilræðið, sem kostaði sex manns lífið og særði um þúsund manns. Heimildarmenn sem tengjast múslimunum fjórum höfðu sakað meintan forsprakka tilræðismann- anna, Ramzi Ahmed Yousef, um að hafa bent lögreglunni á Najem til að freista þess að ná samkomu- lagi um mildari refsingu. Yousef bíður enn réttarhalda í máli sínu og hefur rekið lögfræðing sinn þar sem hann hyggst sjálfur annast málsvörnina. Einn heimildarmann- anna sagði að Yousef og Najem hefðu farið með flugvél til Pakist- ans skömmu eftir tilræðið. Sjötti maðurinn ófundinn Bensínafgreiðslumaður kvaðst hafa séð sex menn í sendibíl tilræð- ismannanna á bensínstöð skömmu fyrir tilræðið og enn er ekki vitað hver sjötti maðurinn var. Saksóknarar sögðu að tilræðis- mennimir væru í hópi múslimskra bókstafstrúarmanna, sem tengdist egypska klerkinum Omar Abdel- Rahman. Abdel-Rahman hefur ver- ið leiddur fyrir rétt og sakaður um að hafa skipulagt samsæri um að heyja „hermdarverkastríð gegn Bandaríkjunum“. FRANSKI vínframleiðandinn Jean-Louis Saget hefur komið 10 þúsund flöskum af hvítvíni fyrir á hafsbotni við Biscaya-flóa í þeirri von að vínið muni þrosk- ast betur þar en í þeim flöskum sem hann geymir í vinkjallara sínum. Saget segir að sjávarstraumar og hin dularfullu áhrif hafsins munu gefa víninu fyllra bragð og þægileg steinefnakennd ein- kenni, þegar það verður sótt árið 1999. Um er að ræða flöskur af vín- inu Pouilly Fumé árgangi 1994 og eru þær geymdar á 25 metra dýpi á leynilegum stað átján kíló- metrum frá vesturströnd Frakk- lands. Flöskunum hefur verið lokað með vaxi til að koma í veg fyrir að saltvatn komist í snertingu við vínið. Að sögn Sagets hafa 6.000 flöskur þegar verið teknar frá fyrir kaupendur í Þýska- landi. Á síðustu öld stunduðu vín- framleiðendur í Bordeaux það að geyma vínkassa um borð í skipum er sigldu yfir Atlantshaf- ið til Karíbaeyja og aftur til Frakklands. Var því haldið fram á sínum tíma að vínið, sem fékk þessa meðferð, bragðaðist betur en vín frá sama framleiðanda, er geymt var í Frakklandi. Saget minnti á að vín, sem bjargað var árið 1986 úr skipi er sökk 1789 hafi reynst vera einstaklega ljúffengt. Átta hundruð flöskum var komið fyrir á hafsbotni í til- raunaskyni árið 1990 og teknar upp á ný í fyrra. „[Sjávarjvínið er ögn grænna,“ sagði Philippe Faure-Brach, sem-er einn af þekktustu vínsérfræðingum Frakklands, í samtali við sjón- varpsstöðina TFl. „Ilmur þess er flóknari og þroskaðri. Það er steinefnakenndara... Vínið sem geymt var í kjallara er ávaxta- meira með snert af blómailmi.“ . ÞRÍR frammámenn í rússnesku viðskiptalífí hafa að sögn rússneska dagblaðsins Ísvestía verið myrtir út af álviðskiptum á undanfömum hálfum mánuði. Fyrir tveimur vikum voru Oleg Kantor og Vadím Jafjasov, starfs- menn Júgorskíj-bankans, myrtir og 31. júlí var Sergei Brsjosnevskíj, forstjóri Moskvudeildar álversins í Volgograd, skotinn til bana við heimili sitt. í Ísvestíu var leitt að því getum að rífandi gangur í álviðskiptum og hækkandi gengi hlutabréfa í álverksmiðjum í kjölfar einkavæð- ingar fyrir nokkrum mánuðum hafi vakið athygli og áhuga glæpasam- taka. SAGET smakkar ásamt kafara á víni er geymt hefur verið á hafsbotni í fimm ár. Reuter Rússland Þrír menn myrtir út af áli Brottvísun tveggja Bandaríkjamanna frá Kína kemur á versta tíma Óvenju hóf- stillt viðbrögð Peking. Reuter. BROTTVÍSUN tveggja yfírmanna í bandaríska flughemum frá Kína á miðvikudag varð á versta tíma þegar samskipti ríkjanna eru orðin stirðari en verið hefur í áratugi. Þó er ólík- legt að atvikið verði til þess að Hill- ary Clinton, forsetafrú í Bandaríkj- unum, hætti við að fara á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem haldin verður í Kína í næsta mánuði. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á frétta- mannafundi í gær, að brottvísun mannanna ætti ekki að verða til þess að snurða hlypi á þráðinn í batnandi samskiptum ríkjanna. Að sögn Kínveija vom banda- ríkjamennimir tveir staðnir að njósn- um um síðustu helgi á svæðum sem þeim væri óheimilt að fara um. Hátt- settur, kínverskur embættismaður sagði í gær að mönnunum, Joseph Wei Chan og Dwayne Howard Flor- enzia, hefði verið gert að yfírgefa Kína og fara til Hong Kong. Þetta er í fyrsta sinn sem banda- rískum embættismönnum er vísað frá Kína frá því ríkin tóku upp stjórnmálasamband 1979. „Þetta er ekki skref í rétta átt,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki um áhrif brottvísunarinnar og ásakan- anna um njósnir á versnandi sambúð þessara stórvelda. Nixon í Kína Að sögn vestrænna diplómata hafa samskiptin vart gerst öilu stirð- ari frá því kalda stríðinu milli ríkj- anna lauk með heimsókn Richards Nixons, þáverandi Bandaríkjafor- seta, til Kína 1972. Kínversk stjórnvöld mótmæltu harðlega meintu framferði Chans og Florenzies. Harðorðar yfirlýsingar valdhafa í Peking í garð Bandaríkja- manna hafa reyndar verið fjölmarg- ar að undanfömu eftir að Bill Clin- ton, forseti, lagði blessun sína yfír að Lee Teng-hui, forseti Taiwan, heimsækti gamla skólann sinn i Bandaríkjunum í júní. Heimsókn Lees gerði kínverska ráðamenn ævareiða, því þeir litu svo á að Bandaríkjamenn væru að viður- kenna Taiwan sem sérstakt ríki, en ekki hluta af Kína. Þáttur Harrys Wus Bandaríkjastjóm hefur á hinn bóginn atyrt Kínvetja fyrir að hand- taka andófsmanninn Harry Wu, sem er bandarískur ríkisborgari, en fæddur í Kína, þar sem hann bjó lengi, og ákæra hann fyrir njósnir. Valdhafar í Hvíta húsinu hafa viljað gera lítið úr áhrifum brottvís- unar mannanna nú. Atvik á borð við þetta valda yfirleitt pólitísku illviðri, en viðbrögð Bandaríkjastjómar voru óvenju hófstillt. Segja stjórnarerin- drekar í Peking að Bandaríkjamenn vilji gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Ekki var minnst einu orði á atvik- ið á mikilvægum fundi Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, og Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Brúnei á miðviku- dag. Kínverskir embættismenn hafa að undanförnu látið í ljósi áhyggjur af því að Bandaríkjamenn séu að reyna að einangra Kínveija með því að andæva inngöngu þeirra í Alþjóða viðskiptastofnunina (WTO). Hillary til Kína Fréttastofa Reuters hefur eftir stjórnarerindrekum að upphlaup þetta muni ekki hafa áhrif á hvort Hillary Clinton fari á kvennaráð- stefnu SÞ í Kína. Sagt er að forsetafrúin vilji fara til ráðstefnunnar og einbeita sér að málefnum kvenna, líkt og hún gerði í ferð sinni til Suður-Asíu síðasta vor. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, tjáði fulltrúa- deild Bandaríkjaþings að hunsuðu Bandaríkjamenn ráðstefnuna yrði það mannréttindamálum síst til framdráttar. Albright verður að lík- indum í forsæti bandarísku sendi- nefndarinnar, og forsetafrúin heið- ursforseti. Segja Vesúvíus ,,stilltan“ ÍTÖLSK yfirvöld reyndu í gær að fullvissa þegna og ferða- fólk um að engin hætta væri á að eldíjallið Vesúvíus, sem gnæfir yfír Napólí, færi að gjósa á næstunni, þótt jarð- skjálfti hefði orðið í gíg þess. Eldfjallið, sem kaffærði Pom- pei fyrir 2000 árum, er „stillt“, að sögn yfírvalda. Sökuðu þau erlenda fjölmiðla um að vilja spilla fyrir ferðaþjónustu með því að gefa í skyn að eldgos væri yfirvofandi. Gíslum hót- að dauða SKÆRUUÐAR í Kasmír á Indlandi hafa ítrekað hótanir sínar um að drepa fímm Vest- urlandamenn, sem þeir hafa í gíslingu, ef indverska stjórnin breyti ekki stefnu sinni í mál- efnum Kasmírs. Þrír gíslanna, tveir Bretar og Bandaríkja- maður, höfðu í gær verið í gísl- ingu í mánuð, en hinir tveir, Þjóðveiji og Norðmaður, voru teknir fjórum dögum síðar. í yfirlýsingu frá skærulið- unum var neitað blaðafréttum um, að gíslarnir yrðu látnir lausir ef greitt yrði lausnar- gjald fyrir þá og jafnframt var sagt, að það væri nú alveg komið undir stjórninni í Nýju Delhí hver framvindan yrði. Hnepptu 9 milljónir í þrældóm INNRÁSARHER Japana hneppti 9,2 milljónir kínver- skra verkamanna og skyld- menna þeirra í þrældóm á meðan hersetu Japana í Kína stóð fyrir um sextíu árum, að sögn kínversku fréttastofunn- ar Xinhua. Tölurnar yfir þrælahaldið fundust í tveim skjölum sem komu í ljós á safni í hafnar- borginni Tianjin, að sögn fréttastofunnar. Haft er eftir sagnfræðingi að skjölin veiti mikilvæg sönnunargögn svo sýna megi fram á og gagnrýna grimmilega glæpi japanska liðsins sem réðst inn í Kína á árunum 1937 til 1945. Samkvæmt skjölunum var flest verkafólkið sent til svo- nefnds ríkis Japana í Manc- hukuo í norðausturhluta Kína. Rúmlega 40 þúsund manns voru fluttir til Japan. Deilur um bjórgarða STJÓRNARFLOKKURINN í Bæjaralandi kom í gær til varnar bjórgörðum landsins eftir að dómstóll í Augsburg kvað upp úr með að ólöglegt væri að hafa garðana opna til klukkan 23 á kvöldin. Sam- kvæmt úrskurði dómsins ber að loka tilteknum bjórgarði klukkan 21.30 vegna þess að ella myndi hávaði trufla íbúa í grenndinni. Leiðtogi stjórnarflokksins sagði að öllum ráðum yrði beitt til þess að fá úrskurði dómsins hnekkt. „Þetta er barátta fyrir bjórgörðum Bæj- aralands," sagði leiðtoginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.