Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýning á pijónahönn- un í húsi Heimilisiðn- aðarfélagsins FINNSKI textílhönnuðurinn Sirkka Könönen heldur kynn- ingu og myndasýningu á prjóna- hönnun sinni og peysufram- leiðsiu þriðjudaginn 8. ágúst kl. 20 í húsi Heimilisiðnaðarfélagins, Laufásvegi 2, Reykjavík. Kynn- ingin verður þýdd jafnóðum á íslensku. Sirrka Könönen er víða þekkt fyrir textílhönnun sína. Hún hef- ur haldið fjölda sýninga viða um heim og stendur nú yfir sýning á peysum hennar í Gallerí Úmbru í Reykjavík. Sirkka hefur rekið eigið fyrirtæki og famleiðir aðal- lega peysur, bæði hand- og vél- pijónaðar. Aðgangseyrir er 300 kr. Kaffi innifalið. TEXTÍLHÖNNUÐURINN Sirkka Könönen sýnir í Gallerí Úmbru. Sex gömbur saman í fyrsta sinn á Islandi í SUMARBÚÐUM Skálholts- kirkju dvelja nú við æfingar, sex gömbuleikarar sem munu leika gömbuverk eftir Henry Purcell og William Byrd á síðustu tónleik- um Sumartónleika í Skálholts- kirlqu 5. og 6. ágúst, en Sverrir Guðjónsson kontratenór mun einnig taka þátt í söngverkum Williams Byrd, fyrir gömbusveit og kontratenór. Gömbusveitin sem hér er stödd kallast Phantasm og er stjómandi hennar Laurence Dreyfus, þekkt- ur selló- og gömbuleikari og fræðimaður, sem er Islendingum að góðu kunnur, en hann hefur sótt Sumartónleikana heim áður við góðan orðstír. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Wendy Gillespie frá Bandaríkjunum, sem er einn fremsti gömbuleikari heimsins í dag og m.a. einn stofnenda gömbuhópsins Fretwork, Jonat- han Manson, upprennandi gömbusnillingur frá Englandi, Markku Luolajan-Mikkola frá Finnlandi, Christine Kyprianides frá Þýskalandi og Svava Bem- harðsdóttir, sem býr í Slóveníu og leikur í Fílharmoníunni þar. Stutt er síðan Regnboginn sýndi kvikmyndina „Allir heims- ins morgnar", sem var um líf gömbuleikarans Marin Marias, við góðar undirtektir. Nú er þess kostur í fyrsta sinn á íslandi að sjá sex gömbur samankomnar, en þær em mismunandi á stærð, frá dirkant til bassa gamba, leika fantasíur Henry Purcells í tilefni 300 ára ártíðar hans, og gömbu- og söngverk Williams Byrd. Óþarfí virðist að taka fram að um frumflutning er að ræða á íslandi á þessum rúmlega 300 ára gömlu verkum. Efnisskrá helgarinanr er á þessa leið: Laugardaginn 5. ágúst, kl. 14. Anna Magnúsdóttir flytur erindi í tilefni 300 ára ártíðar Henry Purcell. Kl. 15. Gömbusveitin Phant- asm leikur Fantasíur og In Nom- ine eftir Henry Purcell. Kl. 17. Gömbusveitin Phant- asm ásamt Sverri Guðjónssyni kontratenór Ieika gömbu- og söngverk eftir William Byrd. Sunnudagur 6. ágúst, kl. 15. Gömbusveitin Phantasm leikur Fantasíur og In Nomine eftir Henry Purcell. Kl. 17. Messa þar sem leikin verða gömbu- og söngverk eftir William Byrd. Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á barnapössun í Skálholts- skóla meðan á tónleikunum stendur. Áætlunarferðir em frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30 báða dagana og til baka kl. 18. Biðstaða MYNPLIST Listasafn Köpavog MÁLVERK Björg Örvar opið frá 12-18 alladaganema mánudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 200 krónur. HVERT einstakt framtak á sýn- ingarvettvangi er að sjálfsögðu inn- setning í rými, það vita allir mynd- listarmenn, sem á annað borð hafa staðið í sýningahaldi. Hin einangr- aða innsetning (installation), sem er svo vinsæl á sýn- ingavettvangi nú um stundir, er þannig að hluta til einföldun og útvíkkun á vandamáli sem blasir við hveijum listamanni sem hyggst setja upp sýningu. En það einkennir listavett- vang nútímans, að taka annars vegar upp ýmis smáatriði af starfsvett- vangi genginna mynd- listarmanna einangra þau og margfalda, eða hins vegar eitt atriði fyrram hugmynda- smiða á vettvanginum og setja í yfirstærðir. Sennilega er nafnkenndasta dæmið innpökkuð saumavél Man Rays, sem nú birtist afturgengin í innpökkun risabygginga sbr. Christo. Alveg ósjálfrátt fór rýnirinn að hugleiða þessa hluti á sýningu Bjargar Örvar í Listasafni Kópa- vogs, þótt það komi sýningunni sjálfri ekki alltof mikið við, sem lík- ast til mun hvorki hugsuð sem inn- setning né innpökkun. Hitt er svo annað mál, að sjaldan hefur hann komið á sýningu, þar sem rýmið er eins ríkjandi atriði, en þó á öfugum forsendum. í stað þess að vera hag- nýtt hveiju einstöku verki til fram- dráttar virkar hið mikla hvíta rými eins og svarthol sem allt gleypir. Listakonan kveðst vera upptekin af sálfræði atburðanna og hegðan mannanna og því að hver maður virðist henni oft fjölmennur, og stríðir við það stöðugt í efni og orði að reynp að vera heill og einn í samfélagi annarra hvort tveggja til góð og ills. En það er sama hvað að honum snýr, hvaðeina orkar tví- mælis, ekkert er nokkum tíma alveg satt eða rétt. Maðurinn er alltaf til hliðar við leit sína og er næstum ævinlega á villigötum. Hugsun hans er afstrakt og fáar lausnir hans reynast honum nokkuð betur en hið endurtekna öngþveiti ráðaleysisins. Markmiðið er alla jafna handan við möguleikana. En óeirðin rýkur og þótt hún geti ekki látið verk sín ljúka neinu sönnu og réttu, reynir hún af alvöm að ljúka verki, reynir að breyta klukkustundum í ár og dög- um í ósa þann tíma þegar allar skap- andi tíðir skarast og hún leitar til hinna eðlisljómandi, sem em hér og þar meðal reykugra, eftir tilgerðar- leysi og til blessunar vinnunnar. — Rýninum gengur satt að segja hálf báglega að skilja samhengið í þessari röksemdafærslu, sem þó lýs- ir kannski framkvæmdinni best. Hinn almenni skoðandi virðist einnig utangátta þegar þessi einhæfa röð málverka blasir við líkast vegg- fóðurssýnum. En þó mun frekar í sértækri merkingu en algildri, því enginn veit hvemig þessi verk myndu taka sig út við meiri nálgun, virkt og yl frá um- hverfi sínu. Listakonan hefur meira og minna búið í Toskana á und- anförnum árum, en það er eitt merkilegasta hérað á Ítalíu, og þar mun töluð fegurst mál- lýska í öllu Iandinu, enda er haft fyrir orð- tæki: „Lingua Toscana in bocca Romana“, sem útleggst „Mál To- skanabúa í munni hins menntaða Rómveija“ og er þá átt við fegurstu ítölsku sem heyrist töluð. Hún hefur haft himininn að húsi og ljósi yfír vinnustofu sína og það höfðu vænt- anlega allir hinir miklu meistarar myndlistarinnar sem fyrmrn tróðu þar völl. Kannski væri ráð að jarð- tengjast þeim, í stað þess að horfa upp í himininn og hugsa linnulaust um rétt og rangt í öllum efnum, rannsaka litbrigðin í Umbra og Si- ena og allt það sem lagði meisturun- um upp í hendur vopn í þeirra list- ræna pataldur og sem við njótum enn góðs af, sbr. litina Terra de Umbra og Terra de Siena. Og af sálfræði var líka nóg í myndum þeirra. Björg Örvar hefur fjarlægst sinn fyrri myndheim, sem var mun jarð- bundnari og markvissari og þó að hún máli meira í þessar myndir sín- ar, sem eru eins og endurtekið stef í langri síbylju, er alls ekki ljóst hvert hún er að fara. Þó má alveg gera því skóna, að sýningin varpi ským ljósi á þau sálrænu átök sem fara fram í hugskoti hennar um þeSsar mundir. Hin form- og litrænu átök eru þó eins og í biðstöðu. Bragi Ásgeirsson Björg Örvar Hetjurómantík MYNPLIST Lístasafn Kópavojjs MÁLVERK Gunnar Karlsson Opið frá 14-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 200 kr. Sýningar- skrá 200 kr. ÞAÐ ER sitthvað sem stundum kemur listrýninum í opna skjöldu í sýningarsölum Stór-Reykjavíkur- svæðisins og þá helst í þá vem að hann bjóst síður við að þessir angar heimslistarinnar næðu hingað. Sumt er jafn langt frá íslenzkum vettvangi og hugsast getur og þó að rýnirinn sé mörgu vanur rekur hann ósjálfrátt upp stór augu. Sjaldan hefur rýnirinn þó verið jafn afvopnaður og á sýningu Gunnars Karlssonar á dögunum og eitt augnablik fannst honum sem hann væri staddur í Fomm Italiaco í Róm eða á sýningu listar þriðja ríkisins. Þessi harðneskjulegu norrænu and- lit, gjaman í tvöfaldri útgáfu, horf- andi vonbjörtum augum fram á við geislandi af heilbrigði .og viljafestu vom framtíðarhillingar tímanna og prýddu myndverk jafnt og áróðurs- spjöld af öllum stærðum og gerðum. Rataði síðan úr goðum líkri tákn- hyggju mikilleikans í samvirkan framning þjóðreisnar eins og það hét. Trúlega er þetta þó fullgilt á listamarkaði, eins og margt annað í eftirgerð módemismans, postmod- ernsimans, þótt síst skari fyrri tíma áróðurslist núlistir í sjálfu sér, en var frekar blanda hetjudýrkunnar og rómantíkur með ívafi tákn- hyggju. Listamenn postmódernism- ans taka annars allt upp úr fort- íðinni sem þeim dettur í hug og hví þá ekki þennan anga fegurðar- ímyndunar á tímum er hin full- komna andstæða, afurðir holræsis- ins, rata inn í sali virðulegra safna í útlandinu. Rýnirinn hneigist til að hafna engu í list samtímans, nema klastri og náttúralausum vinnu- brögðum, og þannig hafnar hann ekki hinum vel máluðu myndum Gunnars Karlssonar sem innleggi í umræðurnar (díaloguna). Hann er meira að segja mjög hrifinn af ýmsum vel máluðum undarlegheit- um og sjónhverfingum, eins og birt- ast gjarnan í myndum Waino Vakk- ari, þar sem vel málaðar mannvemr í búningi drísildjöfla eins og fárast um myndflötinn. En þá er um mjög beinar og jarðrænar tilvísanir að ræða og brodd af ádeilu á þjóðfé- lagsgerðina og fáránleikann allt um kring. Svo virðist sem Gunnar hafi fest í Iistastefnu, sem leggur megin- áherslu á yfírborðið og hið mikil- fenglega, og kemur það greinileg- ast fram í myndinni „Litróf" (1) , sem er einhvern veginn svo óraun- vemleg og ójarðnesk, auk þess sem Iiggjandi mannveran er við fyrstu sýn beggja blands hvað kynferði áhrærir og gæti verið klippt úr vís- indaskáldsögu. Allt annar handleggur em svo myndimar „Þögult óp“ (4) og „Inn- sæi“ (5) sem bera í sér tilvísanir til súrrealisma og kyrralífsmálara fortíðarinnar er tóku fyrir blóm, ávexti og jurtir, og leiða hugann eitt augnablik að myndveröldum enska málarans John Alexanders, sem á mikilli velgengni að fagna vestra. Maður getur lengi brotið heilann fyrir framan myndina „Þögult óp“, sem hefur sterkar tilvísanir til for- tíðar og annarra málverka, en telst þó raunhæft ákall til nútímans, er mannveran virðist verá að fyrirgera náðargjöfum himins og jarðar. Hún á erindi til okkar og er að auk frammúrskarandi vel máluð. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.