Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 23
22 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JÉwgmiÞIafeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Breyting á heimsmarkaðsverði búvara hefur mikil áhríf á útreikninga á stuðningi Svín hefur lækkað í verði en lamb hækkað LANDBUNAÐUR í NÝJU LJÓSI ATHYGLISVERÐAR upplýsingar um stöðu íslenzks landbúnaðar koma fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Opinber stuðningur við landbúnaðinn lækkaði talsvert á dögum síðustu ríkis- stjórnar, eða úr 84% árið 1991 í 73% nú. í samanburði við önnur lönd er ísland í fjórða sæti hvað stuðning varðar, en var áður í því efsta. Skýrsla OECD var unnin að frumkvæði fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, vegna deilna um útreikninga Hagfræðistofnunar Háskóla Islands um stuðning við íslenzkan landbúnað. Samkvæmt skýrsl- unni er hann umtalsvert minni, en stofnunin hélt því fram, að svonefndur markaðsstuðningur við landbúnað hefði numið 115% árið 1992. Um þessar mundir fara fram umræður um stuðning við landbúnaðinn, einkum sauðfjárrækt, svo og hafa sprottið upp deilur um heim- ild til innflutnings búvara samkvæmt ákvæðum GATT- samningsins. Birting OECD skýrslunnar er gott innlegg í þessar umræður. OECD reiknar út stuðning við landbúnað með tilliti til fjárframlaga skattgreiðenda og innflutningsverndar. Samkvæmt þessari viðmiðun nemur stuðningur við naut- griparækt 51% (var 67% 1991), við sauðfjárrækt 62% (92%), við svínarækt 78% (70%), mjólkurframleiðslu 83% (85%), við kjúklingarækt 85% (82%) og við eggjafram- leiðslu 78% (74%). Áhrif innflutningsverndar koma glögglega í ljós í þessum tölum. Fæstir hefðu talið, að svína- og kjúklingarækt nyti miklu meiri stuðnings en hefðbundnar greinar landbúnaðarins. En OECD dæmið sýnir beinan og óbeinan kostnað neytenda af búvöru- framleiðslunni og jafnframt markaðsstöðu hennar. Niðurstaða OECD er sú, að íslenzk stjórnvöld eigi að hætta afskiptum af verðlagningu búvara og afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Ann- ars séu litlar líkur á aukinni hagkvæmni í landbúnaði. Nauðsynlegt sé að íslenzkur landbúnaður fái aukna samkeppni með innflutningi búvara, sem knýi bændur til hagkvæmari framleiðslu og lækkunar verðs. At- hyglisvert er í þessu sambandi, að OECD telur að reglu- gerðafargan og stjórnun landbúnaðarkerfisins geri ís- lenzkum landbúnaði erfitt um vik í erlendri samkeppni. OECD skýrslan setur stöðu landbúnaðarins og neyt- enda í annað Ijós en íslendingar eru vanir. Hún ætti að stuðla að skynsamlegri umræðu um vandann og auðvelda stefnumótun til framtíðar. Þess vegna er birt- ing skýrslunnar fagnaðarefni. ÖKUM VARLEGA UM VERSLUNARMANNA- HELGI MESTA ferðahelgi ársins er framundan. Tugþúsund- ir íslendinga leggja að jafnaði land undir fót um verslunarmannahelgina og búast má við þungri umferð á öllum helstu vegum landsins. Mælingar sýna að umferðin fer vaxandi á hverju ári um þessa helgi og að búast megi við að allt að 40% af umferðarflota Islendinga verði á þjóðvegunum. Það er því brýn þörf á að ökumenn sýni aðgát og hafi öryggið í öndvegi um helgina. Umferðarráð hefur bent á að það sem einna mestri hættu valdi sé hraðakst- ur og glannalegur framúrakstur. Þá á enginn að setj- ast undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Með því að blanda saman áfengi og akstri eru menn að stofna eig- in lífi og annárra í hættu. Því miður bendir nýleg umferðarkönnun lögreglu einnig til að dregið hafi töiuvert úr notkun bílbelta. Þau eru þó besta trygging jafnt ökumanna sem farþega lendi þeir í óhappi og hafa bjargað ófáum mannslífum. Með ábyrgum akstri og almennri tillitsemi er hægt að koma í veg fyrir að verslunarmannahelgin verði jafn- framt að slysahelgi. Breytingar á heimsmarkaðsverði svínakjöts og kindakjöts hafa mikil áhrif á útreiknaðan stuðning við einstakar búgreinar á Islandi. Egill Ólafsson leitaði álits á skýrslu OECD um íslenskan landbúnað. Kistinn Gylfi Jónsson Bjarni Ásgeir Jónsson Halldór Biöndal Aðstoðar- maður land- búnaðarráð- herra telurtil- lögurOECD gagnlegar og vill stefna í átt til aukins frjálsræðis í framleiðslu og verðlagningu Jón Erling Jónasson Guðmundur Magnússon HEIMSMARKAÐSVERÐ á svínakjöti hefur verið að lækka HEIMSMARKAÐSVERÐ á svínakjöti hefur lækkað umtalsvert síðan 1992 og skýrir það að verulegu leyti ástæðuna fyrir því að OECD telur að stuðningur við íslenska svínakjötsframleiðslu hafi aukist. Sömuleiðis skýrir hækkandi heims- markaðsverð á lambakjöti að hluta til að stuðningur við sauðfjárfram- leiðsluna mælist minni nú en 1991. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, sagðist telja samanburð OECD hvað varðar stuðning við svínarækt á íslandi ós- anngjarnan. Hann sagði að yfir 90% af þessum stuðningi væru markaðs- stuðningur, þ.e. innflutningsvernd. Stuðningurinn réðist því mjög mikið af heimsmarkaðsverði. Á síðasta ári hefði reiknað heimsmarkaðsverð á svínakjöti verið 68 krónur á hvert kíló og hefði það lækkað úr 92 krón- um árið 1992. Þessi lækkun mældist sem aukinn stuðningur við íslenska svínarækt, en OECD reiknar verð á íslensku svínakjöti árið 1994 283 krónur á kíló. Kristinn sagði að breytingar á heimsmarkaðsverði á lambakjöti skýrðu einnig að verulegu leyti breytingar á stuðningi við íslenska sauðfjárbændur. Öfugt við svínakjöt- ið hefði heimsmarkaðsverð á Iamba- kjöti farið hækkandi. Það hefði verið 112 krónur á kíló árið 1992, en væri nú 178 krónur. Kristinn Gyifi sagðist gera mikla fyrirvara við útreikning OECD á heimsmarkaðsverðinu. Þetta væri reiknuð stærð sem væri ekki notuð í viðskiptum. Nágrannaþjóðir íslend- inga ættu ekki kost á að kaupa svína- kjöt á 68 krónur kílóið. Hann tók sem dæmi að í Danmörku væri verð á svínakjöti frá bændum 130-140 krónur kílóið. Hann sagði að ef það kjöt væri flutt til íslands væri það með flutningskostnaði og slátur- kostnaði komið upp í 200 krónur. Kristinn sagðist vilja leggja áherslu á að ríkissjóður væri að leggja óverulega peninga til svína- bænda. Þeir fengju engar beinar greiðslur, enda hefðu þeir ekki farið fram á þær. Það væri ekkert kvóta- kerfi í svínarækt og engin opinber verðlagning líkt og í sauðfjárrækt. Kristinn Gylfi sagðist ekki vita hvers vegna breytingar hefðu orðið á heimsmarkaðsverði á svínakjöti, en hann hefði grun um að ein af ástæðunum fyrir því að væri sú að niðurgreiðslur hefðu aukist. Kristinn Gylfi sagði að verð á svínakjöti á íslandi hefði lækkað frá 1992 um 15% og væri nú að verða sambærilegt við það sem gerðist í nágrannalöndum okkar. Hann sagði að neytendur mættu búast við að verð héldi áfram að lækka á næstu árum. Verið væri að vinna að kynbót- um á svínastofninum og lækkun á fóðurkostnaði. Stjórnvöld bera ábyrgð Bjarni Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda, sagði að stjórvöld bæru mikla ábyrgð á háu verði á kjúklingum á íslandi. Stjórn- völd hefðu alla tíð búið illa að grein- inni og ítrekað beitt sér fyrir aðgerð- um sem hefðu komið aftan að bænd- um. M.a. með því að skattleggja fóð- ur og ráðskast með verð á öðrum aðföngum. Þegar virðisaukaskattur hefði verið lagður á matvæli hefði samkeppnisstaða greinannnar t.d. versnað mikið í samkeppni við aðrar kjötgreinar. Bjarni Ásgeir benti á að kjúklinga- bændum væri gert að greiða til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en hins vegar hefðu kjúklingabændur ekki átt rétt á Iáni frá henni. Grein- in hefði þess vegna verið byggð upp með dýrum skammtímalánum. Gjaldþrot j greininni væru mjög tíð. Bjarni Ásgeir sagði að verð á kjúl- ingum á íslandi hefði lækkað um 25% frá árinu 1989 og það ætti eft- ir að lækka meira á næstunni vegna kynbóta á hænsnastofninum. Nú væri unnið að því að lækka fjár- magnskostnað kjúklingabænda með skuldbreytingum. Skoðum tillögurnar Arnór Karlsson, formaður Félags sauðfjárbænda, sagði að sá stuðning- ur sem sauðfjárræktinni væri veittur leiddi til þess að íslendingar fengju ódýrt kindakjöt. Stuðningurinn kæmi þess vegna neytendum til góða. Hann sagði að sér kæmi ekki á óvart að heyra að stuðningur við sauðfjárrækt á íslandi væri að minnka. Það hefði verið tekin um það ákvörðun með gerð núgildandi búvörusamnings að minnka hann. Arnór sagði varðandi ráðleggingar OECD um breytingar á landbúnaðar- stefnunni að einmitt þessa dagana væri verið að skoða allar hliðar þess- ara mála í tengslum við gerð nýs búvörusamnings. Hann sagði að í því sambandi myndu menn skoða tillögur OECD fordómalaust. Það væri gagnlegt að skoða ráðleggingar þeirra. „Það er hins vegar ekki hlaupið út úr svona kerfi fyrirvara- laust, en við munum skoða þetta frá öllum hliðum,“ sagði Arnór. Tölurnar koma ekki á óvart Halldór Blöndal fyrrverandi land- búnaðairáðherra, sem óskaði eftir því að OECD gerði skýrsluna, sagði að tölur OECD kæmu sér ekki á óvart. „Það lá alltaf fyrir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans var röng. Ef niðurstaðan er skoðuð kem- ur í ljós að það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma var rétt og að markaðsstuðningurinn er minni en ýmsir vildu vera láta. Eg vona að héðan af þurfi menn ekki að deila um staðreyndir í þessum efnum. Það er bæði hollt fyrir neytendur og bændur að vita hvar við stöndum." Halldór sagðist ekki hafa séð til- lögur OECD um breytingar á land- búnaðarstefnunni og gæti þess vegna ekki tjáð sig um þær. Gagnlegar tillögur Ekki náðist í Guðmund Bjarnason landbúnaðarráðherra, en aðstoðar- maður hans, Jón Erling Jónasson, sagðist telja að skýrslan væri gagn- leg. Það væri mjög gagnlegt að vita hver stuðningur við íslenskan land- búnað væri í samanburði við aðra. Ekki ætti að þurfa að deila um hann meira. Þarna væri landbúnaður allra OECD-landanna borinn saman með sömu aðferð. Það væri einnig gagn- legt að sjá hvaða áhrif búvörusamn- ingurinn frá árinu 1991 hefði haft. Jón Erling sagði að tillögur OECD um breytingar á íslenskri landbúnað- arstefnu hnigju allar í átt til mark- aðsvæðingar og meira fijálsræðis. Það ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart. „Ég vek athygli á því að í stjórnarsáttmálanum er talað um að nauðsynlegt sé að tengja framleiðandann og neytandann betur saman og að nauðsynlegt sé að gefa kerfinu færi á að hagræða. Þetta er raunverulega það sem OECD er að segja. Við munum skoða þetta mjög ítarlega og hafa þetta til hliðsjónar við mörkun landbúnaðarstefnunn- ar,“ sagði Jón Erling. Jón Erling sagði að í þeim viðræð- um sem nú ættu sér stað um vanda sauðíjárræktarinnar hefðu menn rætt um þau vandamál sem OECD talar um og tillögur líkar þeim sem stofnunin bendir á. Hann sagði ljóst að menn ætluðu sér að ná samning- um sem væru skref í átt til þeirra tillagna sem OECD benti á. Það væri hins vegar ekki auðvelt og menn myndu gefa sér góðan tíma. Hagfræðistofnun með athugasemdir Niðurstaða OECD um stuðning við landbúnað er talsvert önnur varð- andi ísland en Hagfræðistofnun Háskólans komst að fyrir tveimur árum síðan. Hagfræðistofnun taldi að stuðningur við íslenskan landbún- að, mældur á PSE-kvarða, hafi verið 115% árið 1992 og að stuðningurinn næmi 17,2 milljörðum. OECD kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að 1992 hafi hann numið tæpum 10 milljörðum og verið 84% á PSE- kvarða. Mat OECD og Hagfræði- stofnunar varðandi önnur lönd er hins vegar svipað. Guðmundur Magnússon, prófessor í viðskiptadeild Háskóla íslands, sagði að skýringin á þessum mismun fælist í mismunandi reikningsaðferð- um. Hann sagði að aðstæður á ís- landi væri dálítið sérstakar að því leyti að framleiðendur réðu fram- leiðsluverði. „Það er mjög sérstakt að framleiðsluaðilarnir eigi afurða- stöðvarnar sjálfir og ráði verðinu. Við tókum það inn í okkar útreikn- inga.“ Guðmundur sagði að Hagfræði- stofnun væri að undirbúa svar við tölum OECD mjög fljótlega. Stofn- unin væri að fara ofan í útreikning- ana og bera þá saman. Hann sagði ljóst að ekki væri beitt sömu aðferð við útreikningana og Hagfræðistofn- un væri þeirrar skoðunar að veiga- mikil rök væru fyrir því að nota hennar aðferð. FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 23 VIÐ líffæraígræðslu á Fairfaxsjúkrahúsinu voru sex líffæri grædd í fimm sjúklinga með góðum árangri. Sérfræðingarnir þrír stóðu við skurðarborðið í 24 tíma. Frá vinstri: Yfirlæknirinn dr. Jóhann Jónsson, dr. John Colonna og dr. Chuck Cappadona. Tveir gáfu fimm líf Á einum sólarhring fluttu skurðlæknar undir forustu íslenska yfírlæknisins dr. Jó- hanns Jónssonar sex líffæri í fimm sjúklinga í Fairfaxsjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Það þótti tíðindum sæta. Jóhann sagði í símtali við Elínu Pálmadóttur að allir sjúklingarnir væru famir heilir heim. Það sé sérstök tilfínn- ing að fá að horfa upp á breytinguna sem á þeim hafi orðið við nýju líffærin. SJÚKLINGUR getur þurft að bíða árum saman eftir nýju hjarta, lifur eða nýra. Úm miðnættið dag einn í júlímán- uði fengu samhæfingaraðilar í sjúkrahúsinu í Fairfax sunnan við Washington að vita að líklega væri að leggjast til brúkleg lifur fyrir 37 ára gamlan sjúkling. Og rétt í kjölfar- ið bárust fréttir um vænlega lifur fyr- ir 37 ára gamla konu. Það setti í gang 24ra tíma maraþonkapphlaup tuga manna um millifærslu á líffærum, allt frá sérfræðingunum um samhæfingu til lækna, hjúkrunarfólks og annarra aðila. Undir morgun var önnur lifur til reiðu, sem Jóhann, ásamt Colonna lækni, græddi í enn einn sjúklinginn. Áður en yfir lauk höfðu fimm sjúkling- ar fengið sex ný líffæri, sem er óvenju- legt þar sem ekki fást líffæri í meira en 1-2 líffæraígræðslur á viku. Úr tveimur líffæragefendum gátu lækn- arnir gefið líf fimm sjúklingum, og voru grædd í þá eitt hjarta, tvær lifr- ar, tvö nýru og einn briskirtill. Þannig hófst blaðafrásögn á staðn- um af þessum atburði undir fyrirsögn- inni: Endurvinnsla lengir líf. Síðan er vitnað í dr. Jóhann Jónsson, sem stofn- aði þessa líffæraígræðsludeild Fairfax- sjúkrahússins fyrir þremur áram þeg- ar hann flutti sig um set frá Washing- ton Hospital Center, þar sem hann hafði áður vakið athygli fyrir líffæra- flutning. Jóhann er 42ja ára gamall, sonur Jóns K. Jóhannssonar læknis og Ól- afíu Sigurðardóttur. Eftir að hafa út- skrifast úr læknadeild HÍ 1979 fór hann til framhaldsnáms í skurðlækn- ingum í Bandaríkjunum. Hann hlaut sína þjálfun í líffæraígræðslu sem sér- grein í Washingon Hospital Center og starfaði þar síðan sem sérfræðingur í fjögur ár. Þá fór hann ásamt öðram lækni til Fairfaxsjúkrahússins til að koma þar upp deild til ígræðslu á kviðarholslíffærum, brisi, nýrum og lifur. Hefur deildin verið mjög vaxandi og árangur orðið vel fyrir ofan meðal- Iag. Svo að nú er áformað að ráða fleiri skurðlækna í þessari sérgrein að deildinni. Sagði Jóhann að með haust- inu stæði til að ráða einn til að byija með. Annasamur sólarhringur Þennan annasama sólarhring skiptu sérfræðingar þrír í Fairfaxsjúkrahúss- inu með sér verkum og fleygðu eér á víxl stutta stund á sófa í skrifstofu Jóhanns. Hann sagði að gengið hefði vel með alla fimm sjúklingana. Næstu tvær vikurnar eftir ígræðsluna hefðu þeir verið önnum kafnir við að annast þetta fólk, sem allt væri nú farið heim af sjúkrahúsinu en mundi koma á göngudeild áfram. Sagði Jóhann það stórkostlega tilfinningu þegar gengur svona vel, næstum kraftaverk að fólkinu hafi verið gefið líf. Það verði svo mikil breyting á því að það sé næstum óþekkjanlegt. Nýrnasjúklingarnir hafa stundum verið í nýrna- skiljum árum saman og aðrir verið mjög veikir áður en líffæri fékkst. Skyndileg breyting á út- liti þeirra og litarhætti sé þá alveg ótrúleg. Kapphlaup við tímann Jóhann sagði þetta mikið kapphlaup, því ekki megi líða nema 24 klukkustundir frá láti líffæra- gjafans, þegar um lifur og bris er að ræða, þar til líffærin séu komin í þiggj- andann. En svolítið meira svigrúm ef um nýra sé að ræða. „Ef maður tapar því kapphlaupi er ekkert hægt að gera. Þá er líffærið skemmt og verður að hætta við,“ sagði Jóhann. Oft þarf að sækja líffærið á skurðstofu annars spítala, þar sem það er tekið úr. Og þurftu þeir að gera það í þessu tilfelli. Ein líffæraígræðsla getur tekið allt upp í 10 tíma á skurðar- borðinu og krefst gífur- lega umfangsmikillar hópvinnu og samræming- arvinnu. Bakverðirnir, eins og samræmingar- fræðingurinn um hjarta og lungnaflutninga kallar þá í bandarísku blaða- greininni, eru í sambandi við líffæraþegann, fjöl- skyldu hans, hjúkrunar- fólk, lækna, blóðbanka og alla aðra sem að mál- inu þurfa að koma. Mjög mikillar blóðgjaf- ar er þörf, í venjulegri líffæraígræðslu 10 ein- ingar, en ein eining er blóðgjöf einnar manneskju í blóð- banka. Við svo margar ígræðslur þurfti þrisvar sinnum það, sem sagt blóð frá 30 blóðgjöfum í þetta sinn. Auk þess þarf aðra blóðhluta, svo sem plasma, storkueiningar o.fl. Blaðakon- an hefur eftir dr. Jóhanni Jónssyni að það geti reynt æði mikið á blóðbank- ann, en starfslið sjúkrahússins hafi náð góðum árangri í að minnka blóðg- jöf meðan á uppskurðinum stendur. Líffæragjöf á ökuskírteininu * Eftir að sjúkrahús hefur gengið úr skugga um heiladauða og úrskurðað manneskju látna kemur í hlut læknis, hjúkrunarfólks eða samræmingaraðila að ræða við fjölskyldu hins látna til að fá samþykki. Leit að ættingjum getur verið tafsöm í þessu kapphlaupi við tímann. Jafnvel þótt gefandinn sé með undirskrifaða og vottaða yfirlýs- ingu á ökuskírteini um að megi nýta líffæri hans eftir lát hans, þarf engu að síður leyfi ættingja i Bandaríkjun- um. Jóhann segir að þótt leyfi sé vott- að og undirskrifað í ökuskírteini komi fyrir í helmingi tilfella að ættingjar neiti. „Það er erfitt þegar maður bíður með fárveikan sjúkling sem maður. gæti bjargað," segir hann. Vegna þess hve afdrifaríkt getur verið að þetta gangi fljótt fyrir sig, hafa í mörgum fylkjum í Bandaríkjun- um verið tekin upp ökuskírteini, þar sem á bakhlið er lína fyrir handhafa til að skrifa nafn sitt á og samþykkja þar með að hann gefi eftir lát sitt annaðhvort ákveðið líffæri eða hvaða liffæri sem er. Og gert er ráð fyrir undirskrift tveggja votta. Ef til dæmis verður mikið bílslys úti á vegunum má því á þennan hátt hugsanlega bjarga mörgum manneskjum með líf- færagjöfum. Ættingjar vita þá vilja hins látna og líffærin fara síður for- görðum vegna formsatriða. Þegar Jó- hanni var sagt að slíkt væri óþekkt á. ökuskírteinum á íslandi, kvaðst hann styðja að því yrði komið á. íslendingar fái stundum líffæri grædd í annars staðar og sé þvi gott að geta líka gefið öðrum líf. Líffærinu sé betur varið til lífgjafar en að fara í moldina. Segja megi að lífgjafinn lifi þá á viss- an hátt áfram. Jóhann kvaðst þó aldrei hafa grætt líffæri í landa sinn. Það sé kannski skrýtið að vera sérfræðingur í líffæraígræðslu og hafa aldrei grætt líffæri í Islending. Honum þætti þó vænt um ef hann fengi einhvem tíma tækifæri til að gera það. Ekki kvaðst' hann heldur hafa hitt aðra íslenska lækna í þessari sérgrein. Þetta væri ekki eitthvað sem maður veldi sér ef maður ætlaði að starfa á íslandi. Til þess væri þar of mikið fámenni. Þó hugsanlega mætti græða líffæri í stöku sinnum, yrði sérfræðingurinn að vera alla jafna i almennum skurð- lækningum og héldi sér varla í nægi- legri þjálfun. Dr. Jóhann Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.