Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Cancun í Mexíkó Paradís við Karíbahaf ÞEGAR sól hækkar á lofti og dagamir lengjast hugsa íslendingar gjaman til ókunnra staða og fjar- lægra landa. Ævintýraþráin gerir vart við sig og hinn stóri heimur umhverfís okkur verður umhugsun- arefni. í áranna rás hafa íslending- ar vanist því að vetja frítíma sínum til ferðalaga innanlands og utan. ,Nú er svo komið að ferðamenn vilja fara lengra og sjá meira en áður tíðkaðist. Sífellt fleiri gera sér ljóst að fátt er mönnum hollara en upp- lifa menningu og siði framandi staða og ólíkra þjóða. Það er haft fyrir satt að -því víðar sem við rötum, þeim mun betur kunnum við að meta okkar eigið land og þjóðararf. Cancun Ferðamannaparadísin Cancun í Mexíkó liggur á 20 kílómetra sand- rifí á Yucatan-skaganum við Karíbahaf. Cancun varð til á teikni- borði arkitekta fyrir rúmlega aldar- fjórðungi. Fyrstu hótelin opnuðu árið 1972 og síðan hefur verið lát- v- laus straumur ferðamanna þangað úr öllum heimshornum. Aðdráttar- aflið er skiljanlegt öllum sem stað- inn sækja. Þar sameinast fegurð, þægindi, öryggi og fj'ölbreytt úrval allskyns uppákoma sem standa ferðamönnum til boða. Á máli Maya indíána þýðir Cancun gullpottur (þ.e. pot of gold) og vísar það senni- lega til gulllitaðs sands hinnar ægi- fögru strandlengju. Cancun býður upp á það besta sem ferðamenn geta hugsað sér >enda staðurinn hannaður með þarfir " þeirra í huga. Það er til að mynda aðeins ein aðalgata eftir endilangri ströndinni sem gerir samgöngur all- ar mjög þægilegar. Strætisvagnar ganga á nokkra mínútna fresti eftir strandgötunni og vel er búið að gangandi vegfarendum. í miðbæjar- kjarnanum er mikið úrval verslana og veitingastaða þar sem allir fínna eitthvað við sitt hæfí. Bandarískir veitingastaðir á borð við McDon- alds, Burger King, Pizza Hut, Hard Rock Cafe og Planet Hollywood eru talsvert áberandi. Einnig er mikið úrval af veitingastöðum sem eiga uppruna sinn í Evrápu og Asíu. Sælkerar geta komist í feitt kvöld ^ eftir kvöld án þess að endurtaka sig. Kvöld- og næturlíf í Cancun er engu líkt. Það er heilmikið úrval af skemmtistöðum og nætúrklúbbum fyrir alla aldurshópa og séróskir. Svo eitthvað sé nefnt þá má fínna píanó- bari, jazzstaði og al- vöru diskótek, sem eru opin fram á morg- un og margt fleira. Cancun státar af ægifögrum ströndum og tærum, ylvolgum sjó sem hreinasta unun er að svamla í. Strandlífíð er fjöl- breytt og litskrúðugt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfí. Allt hefðbundna strandsportið stendur til boða eins og sjó- skíði, seglbretti, sjó- sleðar, hjólabátar og fallhlífaferðir. Einnig er hægt að komast í siglingu og sjóstangaveiði þar sem rennt er fyrir sverðfisk. Víða er boðið upp á námskeið í köfun fyrir ferðamenn, sem endar með ævintýralegum köf- unarleiðangri við eitthvert af nálæg- um kóralrifum. Hér skrifar Þorsteinn M. Jónsson, um ferða- mannaparadís í Mexíkó Nágrennið Það er hægt að fara í fjöldann allan af áhugaverðum kynnisferðum frá Cancun. Chichen Itza eru fomar borgarrústir í norðurhluta Yucatan- skagans. Þar má glöggt sjá blöndu ólíkra menningaráhrifa tveggja ólíkra þjóðflokka. Annars vegar hinna fornu Maya-indíána, sem byggðu borgina frá fímmtu öld og fram á þá elleftu og hins vegar Toltecar, sem réðu ríkjum í Chichen Itza tvö hundmð áram eftir brott- hvarf Mayanna. í lok þrettándu ald- ar var borgin yfírgefín og hvarf síð- ar alveg í skóginn umhverfís hana, þar til hún uppgötvaðist snemma á þessari öld. Endurreisn hófst síðan 1926 og stóð látlaust í 20 ár. Eftir það hefur henni verið vel við haldið og er nú heimsótt af íjölda ferða- manna allan ársins hring frá öllum heimshornum. Elstu byggingamar í Chichen Itza era frá 5. öld og bera vitni um mikið hugvit og einstakt menning- arsamfélag. Nálega 20 mannvirki hafa verið grafin upp og endurbyggð og er Snákapíramítinn (Kuk- ulkan) sennilega þeirra frægast. Á píramítanum eru fjórar hliðar, hver með 91 þrep. Efst er pallur þannig að saman- lagt era þrepin 365, jafnmörg dögunum í ár- inu. Píramítinn er þann- ig hannaður að tvisvar á árin, við jafndægur á vori og hausti, myndast skuggi niður eftir hlið- inni við sólsetur þannig að engu er líkara en risasnákur sé að skríða niður. Við fót píramítans og endann á skugganum er risa- stórt snákshöfuð úr steini. Útsýnið ofan af píramítanum yfir skógi vax- inn Yucatan-skagann er stórfeng- legt. Snákapíramítinn sýnir hvað Mayarnir vora miklir verkfræðingar og áhugasamir um gang himin- tunglanna. Reyndar er stjömuskoð- unarstöðin í Chichen Itza enn frek- ari vitnisburður um það. Leikvangurinn í Chichen Itza er mikilfenglegt mannvirki. Hann er 136 metra langur og 65 metra breið- ur. Það era 8 metra háir veggir eftir endilöngum hliðunum og hljómburður er einstakur. Standi tveir menn á stalli við sitt hvom endann á leikvanginum geta þeir talað saman lágum rómi. Leikið var með 6 kílóa harðan gúmmíbolta og leikurinn gekk út á það að koma boltunum í gegnum lóðrétta hringi úr steini 7 metra frá jörðu, einn á hvorri hlið. Að því leyti svipar leikn- um til körfubolta nútímans nema hvað Ieikmenn máttu bara nota oln- boga, rist og axlir. Sigurliðið fékk skartgripi og klæði í verðlaun frá áhorfendum en leikmenn tapliðsins voru venjulega teknir af lífi. Sam- kvæmt steinmynd á einum vegg leikvangsins afhausaði fyrirliði vinningsliðsins liðsmenn tapliðsins. Fómir vora ríkur þáttur í menn- ingu Mayanna. Almennt voru fórnir færðar til að þóknast guðunum. Því var lengi haldið fram að ungum hreinum meyjum hefði aðallega ver- ið fórnað. Nú hafa fornleifafræðing- ar aftur á móti fundið vísbendingar sem gefa til kynna að fórnarlömbin hafði aðallega verið böm. Fómarpytturinn og fómaraltarið í Chichen Itza bera grimmd og harð- Þorsteinn M. Jónsson ræði Maya-indíánanna glöggt vitni. Fómarpytturinn í Chichen Itza er hringlaga og 20 metrar í þvermál. Þverhníptir 20 metrar háir veggir eru niður að vatnsyfirborði. Pyttur- inn er 34 metra djúpur og því var trúað að regnguðinn Chac byggi í botninum. Við pyttinn stendur gufu- bað sem fórnarlömbin vora sett í svo þau væra hrein og flekklaus þegar þeim var hent ofaní og þann- ig Chac þóknanleg. Fómin var til þess gerð að fá Chac til að fram- kalla rigningu. Ef fórnarlömbin drukknuðu ekki innan viss tíma, venjulega sólarhrings, var þeim bjargað og þau krafin sagna um samtöl við guðinn. Á fórnaraltarinu aftur á móti var annar háttur hafð- ur á við fómina. Þar var hjartað skorið úr lifandi fórnarlömbum og lagt í kjöltu steinlíkneskis (chac- mool) á meðan það sló. Skammt undan ströndum Can- cun er eyjan Isla Mujeres, konueyj- an. Það fer tvennum sögum af því hvernig nafnið er til komið. Önnur er á þá leið að sjóræningjar á ferð um Karíbahafið hafi geymt kven- kyns fanga á eyjunni meðan þeir fóru ránsferðir og af því dragi hún nafn sitt. Hin, sem er sennilegrí, er á þá lund að þegar Spánveijar lögðu undir sig eyjuna hafi þeir fundið mikið af leirlíkneskjum af konum. Fornleifafræðingar hafa leitt að því líkum að Maya-indíánar hafi komið við á Konueyjunni á leið sinni til eyjarinnar Cozumel, þar sem þeir tilbáðu frjósemisgyðj- una Ixchel. Þeir skildu konulík- neskin gjarnan eftir á Konueyj- unni. Nafngiftin lá því beint við. Við Konueyjuna era ein mikil- fenglegustu kóralrif veraldar. Þangað koma kafarar úr öllum heimshornum allan ársins hring í pílagrímsferð til að upplifa þessa náttúruperlu. Venjulegir ferða- menn flykkjast þangað líka til að svamla með sundgleraugu og virða fyrir sér undrið. Það er eins og að vera þátttakandi í náttúrulífsmynd. Fegurðin og fjölbreytni sjávarlífs- ins er ótrúleg og lætur engan ós- nortinn. Örstutt til Kúbu Einnig er hægt að komast frá Cancun í nokkurra daga kynnisferð til Kúbu og er það ógleymanleg reynsla. Þótt Kúba sé eitt af síð- ustu vígjum kommúnismans í ver- öldinni og þrátt fyrir fátækt og forræðishyggju, sem að öllu jöfnu dregur úr þrótti og frumkvæði, er stutt í léttleika og lífsgleði. í lofts- laginu og fegurð landsins búa seið- magnaðir töfrar sem kalla fram það besta sem í manninum býr. Þegar Kólumbus fann Kúbu árið 1492 var hann yfir sig hrifinn og hafði þó farið víða og séð margt. Hann lýsti Kúbu sem fegursta landi sem mannlegt auga hefur litið. Ferðamenn verða varir við það mikla umrót og breytingar sem nú ganga yfir og enginn veit hvað bera í skauti sér. í Havana, höfuð- borg Kúbu, er iðandi mannlíf og hrífandí stemmning. í gamla bæn- um ægir saman listamönnum, svartamarkaðsbröskurum, ferða- mönnum, kaupmönnum og áhuga- sömum börnum, svo eitthvað sé nefnt. Lokaorð I þessu greinarkorni hefur aðeins fátt eitt verið nefnt sem hægt er að sjá og upplifa í Cancun og ná- grenni. Eins og nærri má geta er hafsjór af sögum og merkum stöð- um sem látið er ógetið. Ferðamenn geta haft nóg fyrir stafni, hvort sem þeir kjósa að fara í kynnisferð- ir eða stunda sjósport og letilíf á ströndinni. Höfundur er hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins og starfar að ferðamálum. Mannréttíndí brotín á lífeyrisþegnm Á HVERJU ári fá elli- og örorku- lífeyrisþegar greiddar svokallaðar eingreiðslur í samræmi við kjara- samninga á almennum vinnumark- aði. Þær era greiddar lífeyrisþegan- um sem ákveðin prósenta ofan á tekjutryggingu hans, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót, hafí hann þá bótaflokka. í ár var greidd 26% uppbót í júlí vegna láglaunabóta og 20% uppbót 1. ágúst vegna orlofsuppbótar og svo verður greidd uppbót í desember nk. 30% vegna desemberappbótar 'og 26% vegna launabóta. Nokkur fjöldi lífeyrisþega nýtur ekki þessara greiðslna og öðrum er mismunað vegna þeirra reglna sem um þær gilda. Hjónum og sambýlisfólki mismunað Þann 1. júní fengu launþegar 8 þúsund krónur' greiddar í orlofsupp- bót. Nú þegar lífeyrisþegar fá sína orlofsuppbót er hún skv. reglugerð greidd sem hlutfall af ákveðnum bótaflokkum. Af þeim tæplega 25.600 lífeyrisþegum sem fá ein- greiðsluna nú fá aðeins tæplega 2.800 þeirra fulla orlofsuppbót 7.616 krónur. Hjón og lífeyrisþegar sem deila heimili með öðrum geta aldrei feng- ið fulla eingreiðslu eins og reglurnar era nú, því þeir eiga ekki rétt á nema einum af þeim þreinur bóta- flokkum sem prósentan leggst á. Lífeyrisþegi í þessari stöðu fær ekki greidda heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Hann getur mest fengið í orlofsuppbót 4.755 krónur 1. ágúst sl. á meðan sá sem býr einn fékk 7.483. Lífeyrisþegum er gert mjög erfítt með að fylgjast með því hve ein- greiðslan er há hveiju sinni því hún er reiknuð inn í tekjutrygginguna Með þessum reglum er verið að hafa greiðslur af þeim lífeyrisþegum, sem eru verst settir, öldruðum, fötluðum og 0 sjúkum, segir Asta R. Jóhannesdóttir, en þeir hafa oft aðeins vasapen- inga til ráðstöfunar. og/eða heimilisuppbæturnar, en kemur ekki á greiðsluseðlinum sem sérupphæð. Það þrátt fyrir nýtt og fullkomið tölvukerfi Trygginga- stofnunar og skýrari greiðsluseðla. Lífeyrisþegar á dvalarheimilum fá enga orlofsuppbót í sínar hendur Lífeyrisþegar á dval- arheimilum með lífeyris- greiðslur frá Trygginga- stofnun hafa ekki fengið þessar eingreiðslur í sín- ar hendur. Lífeyrir þeirra fer í að greiða vistina á dvalarheimilinu og dugi hann ekki til, eins og oft er, þá greiðir Trygginga- stofnun mismuninn, sem kallast dvalarheimilis- uppbót. Þá mánuði sem ein- greiðslurnar greiðast fara þær upp í dvalarheimiliskostnaðinn og dval- arheimilisuppbótin lækkar sem því nemur. Ríkisvaldið færir því upp- hæðina úr einum vasa í annan og lífeyrisþeginn á dvalarheimilinu sér aldrei krónu af þessum peningum. Aldraðir á dvalarheimilum eiga að njóta sama réttar og aðrir til orlofsuppbótar. Þeir fara í sitt orlof eins og aðrir hafi þeir efni á því. Það má geta þess hér, að margir á dvalarheimilum hafa ekkert nema mánaðarlega vasapeninga til ráð- stöfunar, en þeir eru 10.658 krónur á mánuði, óskertir. Hið sama gildir um fatlaða sem dvelja á stofnunum og fá vasapeninga. Sjúklingar missa einnig eingreiðslurnar Sjúklingur sem er lífeyrisþegi og dvelur á sjúkrastofnun meira en 4 mánuði á tveimur árum missir lífeyrisgreiðslur sínar og getur átt rétt á vasapeningum á með- an. Hann fær ekki eingreiðslurnar, dvelji hann á sjúkrastofnun þá mánuði sem þær eru greiddar. Með þessum reglum er verið að hafa uppbætur af þeim lífeyrisþeg- um, sem era verst settir, öldruðum, fötluðum og sjúkum, sem hafa oft aðeins vasapeninga til ráðstöfunar. Verið er að bijóta mannréttindi á því fólki sem er hvað verst sett og er löngu tímabært að leiðrétta þetta misrétíi. Miðað við þann fjölda sem er í þessari stöðu í dag og þær uþphæðir sem um ræðir myndi það kosta hið opinbera um 50 til 60 milljónir á ári. Höfundur er alþingismaður. Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.