Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 27 AÐSENDAR GREINAR FÓLK hefur lengi sýnt kraftaverkum og kraftaverkamönnum mikla athygli, en svo virðist sem þessi áhugi hafíst aukist til muna á síðari árum. Ef til vill er ástæðan sú að krafta- verkamenn hafa sig meira í frammi nú en áður. Fjölmiðlar hafa að undanfömu verið upp- teknir af kraftaverka- fyrirbærum sem hafa vakið mikið umtal. Það er skiljanlegt að þegar sjúkir hafa ekki fengið bót meina sinna eftir hefðbundnum lækn- ingaleiðum, þá leiti þeir hjálpar ann- ars staðar. Tilkoma manna sem með auglýsingum gefa fyrirheit um að undursamleg kraftaverk og lækn- ingar gerist á samkomum þeirra, vekur vonir hjá þjáðum um þang- þráðan bata. Drottinn, Jesús Kristur, læknaði marga. Lærisveinar hans gerðu einnig merkileg kraftaverk, og Drottinn hét því að fylgjendur hans myndu framkvæma jafnvel enn meiri kraftaverk. Og vissulega gerir Guð kraftaverk enn í dag. Margir sjúkir hafa læknast á yfimáttúru- legan hátt þar sem máttur Guðs var vissulega að verki. En ekki er allt gull sem glóir, enda varar Orð Guðs, Biblían, við því að ekki verða öll kraftaverk fyrir tilstilli Guðs. Á mjög afgerandi hátt lýsti Jesús Kristur því yfír, að hann muni ekki vilja kannast við marga kraftaverka- menn, jafnvel þótt kraftaverk þeirra séu sögð tilkomin í nafni Jesús Krists. Með öðr- um orðum, það er mikið um kraftaverk sem eiga sér aðra upp- sprettu og bakhjarl en Guð og himininn. Þetta kann að hljóma undarlega, en við skulum athuga hvað Drottinn sjálfur segir um þetta. Flestir landsmenn játa kristna trú og þar með gangast þeir við trúaijátningu þeirri sem kveður á um að Drottinn muni koma aftur „að dæma lifendur og dauða.“ Það er einmitt þessi fram- tíðarsýn sem Kristur hafði í huga þegar hann sagði: „Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg krafta- verk?“ Þá mun ég votta þetta: „Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.“ Matteusarguð- spjall 7, 22-23. Af þessum orðum Drottins er augljóst, að hann vill ekki kannast við „marga“ sem gera kraftaverk. Hann gengur svo langt að kalla marga þeirra sem standa fyrir kraftaverkum illgjörðamenn. Hér setur Jesús ekki alla kraftaverka- menn undir einn hatt, en þó marga. Eflaust verða lesendur undrandi á slíkri yfírlýsingu frelsarans. Að Eru þá ekki öll krafta- verk frá Guði komin, spyr Steinþór Þórðar- son. Svörin er að finna í Biblíunni. sjálfsögðu hefur hann góða ástæðu fyrir orðavali sínu. Eru þá ekki öll kraftaverk frá Guði komin? Svo virðist ekki vera. Yfirlýsing Krists sýnir berlega að ekki eru öll krafta- verk frá Guði komin, og heldur ekki allir kraftaverkamenn. Þeir sem lesa Biblíuna að ein- hveiju ráði munu minnast þeirra kraftaverka sem Móses og Aron gerðu frammi fyrir Faraó forðum (sjá 2. Mósebók 7. og 8. kafla). Þegar Aron kastaði staf sínum varð hann að höggormi. Það mætti ætla að þeir hafí gert undursamlegt kraftaverk. Vissulega var þetta merkilegt fyrirbæri, en töframenn Faraós gerðu slíkt hið sama með sínum eigin stöfum, og voru þeir þó andstæðingar Guðs. Þjónar Guðs breyttu vatni í blóð og töframenn konungsins léku það einnig eftir. Þá kölluðu þeir Móse og Aron fram froskaplágu, og töframenn Faraós gátu gert hið sama. Slík dæmi leiða í ljós þá stað- reynd að tilkoma kraftaverka er ekki endilega vísbending um það, að Guð sé þar að verki. Einblíni fólk á kraftaverkin sem staðfestingu um verk Guðs, þá er mikil hætta á að fólk láti blekkjast af klækjum og vélabrögðum hins mikla óvinar mannkynsins. Samkvæmt Orði Guðs geta Satan og þjónar hans líka gert kraftaverk. Ópinberunar- bókin (13. kafli) segir frá „dýri“ sem virðist tákna trúarlegt vald sem koma mun fram á sjónarsviðið. Þetta vald mun með miklum táknum (kraftaverkum) afvegaleiða jarð- arbúa. Páll postuli varar við því, að Satan taki á sig „ljósengilsmynd". Ennfremur skrifar hann um „fals- postula, svikula verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists“. Sjá 2. Korintubréf 11, 13-14. Þessar yfirlýsingar Biblíunnar merkja það ekki endilega, að 'menn reyni vísvitandi að blekkja fólk með kraftaverkum sínum. í sumum til- fellum eru menn einlægir í störfum sínum, en gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvaðan krafturinn kemur sem vinnur í gegnum þá. En hvað er þá til ráða fyrir fólk sem vill komast að raun um hvaða kenning eða kraftaverk sé frá Guði komin og hvað það sé sem ekki hefur bless- un himinsins? Einnig þessu svarar Biblían og skulu hér tilnefnd fáein dæmi. Þegar Satan freistaði Jesú Krists forðum, voru viðbrögð Drottins ávallt þessi: „Ritað er,...“ (Sjá Matt- eus 4. kafla). Hans eina vöm var að halda sér við Orð Guðs. Okkar besta aðferð er að fylgja fordæmi Krists og láta Biblíuna um það að dæma um verk og athafnir manna. Þegar undursamleg kraftaverk ger- ast fyrir augum okkar, er nauðsyn- legt að fylgja leiðbeiningum Drott- ins í Orði Hans. Sá sem leitar svara þarf að lesa Orð Guðs. Þar er að finna örugga leiðbeiningu og bestu vörn gegn blekkingum. Jesaja spámaður gaf samtíðar- fólki sínu góð ráð þegar það glímdi við yfímáttúrleg fyrirbæri. Hann einfaldlega hvatti það til að leita „til kenningarinnar og vitnisburðar- ins! Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgun- roða...“ Sjá Jesaja 8, 20. Hér vísar hann til bókar Guðs, Biblíunnar. Menn sem segjast kenna, spá, eða gera kraftaverk í nafni Drottins, en » _ em samt í andstöðu við skýra kenn- ingu Guðs Orðs, geta tæplega vænst þess að Guð verðlauni þeim óhlýðn- ina með kraftaverkum. í Nýja testamentinu gefur Jesús annan prófstein á hollustu manna við sig. Hann sagði: „Ef þér elskið mig, þá haldið boðorð mín.“ Jóhann- esarguðspjall 14, 15. Með öðmm orðum, gjörðir og athafnir manna annars vegar og svo kenning þeirra eða boðskapur hins vegar, þurfa að fara saman. Það er því nauðsynlegt að bera saman orð og athafnir svo- kallaðra kraftaverkamanna. Sé boð- ^ skapur þeirra , athafnir og líferni í samræmi við Orð Guðs, er líklegra að viðkomandi sé boðberi Drottins. Það er einkennandi fyrir krafta- verkafólk að það talar mikið um kærleika til Kxists. Þeim er tamt að vitna í nafn Jesú Krists og einn- ig tala þeir mikið um Heilagan anda. Þannig orðaval manna er ekki held- ur ömgg vísbending um að þeir séu þjónar Drottins. Ekki einu sinni ■ þegar þeir virðast gefa Drottni heið- urinn og dýrðina af kraftaverkun- um, sem þeir líka segja að gerist í nafni Jesú Krists. Minnumst orða Krists: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: „Herra, herra,“ ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.“ Matteus 7, 21. Á efsta degi munu „margir“ kraftaverkamenn verða mjög undr- andi þegar það loksins rennur upp fyrir þeim, að Drottinn vill ekki kannast við þá og kraftaverk þeirra. Af ofangreindum yfírlýsingum Guðs Orðs er augljóst, að skynsamlegt er fyrir alla að fara hægt í þessum efnum. Höfundur er prestur i söfnuði aðventista. Um kraftaverk og kraftaverkamenn Steinþór Þórðarson Afturför í mann- réttindum kvenna? i í grein þessari, sem birtist hér í blaðinu í tvennu lagi, er fjallað um, fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Peking í septem- ber nk. og skýrslu 11. Norrænu mannréttindaráðstefnunnar, sem fór fram í Norræna skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd dagana 1.-3. júní sl. Fastafull- trúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti undirbúningsnefnd Pekingráðstefnunnar skýrslu þessa og var hún lögð fram á síðasta undirbúningsfundi Pekingráðstefnunnar sem hófst í New York 1. ágúst sl. í skýrslunni koma fram ýmis tilmæli til þeirra sem vinna að gerð lokaskjals Pekingráðstefnunnar, en þau drög að því, sem þegar hafa verið lögð fram, hafa verið talsverð umdeild. FYRSTU tvær vikur september- mánaðar verður haldin í Peking Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna. Þetta er fjórða heimsráðstefna samtakanna um þetta efni. Hin fyrsta var haldin í Mexíkó árið 1975, sú næsta í Kaupmanna- höfn árið 1980 og sú þriðja í Nairobi árið 1985. Yfírskrift ráðstefnunnar nú er „Jafnrétti, þróun og friður“. Á ráðstefnunni í Peking er ætlunin að fylgja eftir þeim markmiðum, sem sett voru á ráðstefnunni í Nairobi og eiga að hafa náðst fyrir aldamótin. Jafnframt er ráðstefnunni í Peking ætlað að fylgja eftir þeim árangri sem náðist á Heimsþingi Sameinuðu þjóð- anna um mannréttindi, sem haldin var í Vínarborg árið 1993, Fólksfjöld- aráðstefnunni í Kairo í fyrra og Fé- lagsmálaráðstefnu samtakanna, sem haldin var í Kaupmannahöfn í mars í ár. Það sem stingur í augun í drögum að framkvæmdaáætlun ráðstefnunn- ar í Peking (Platform for Action) er, að þar vantar ákvæði um „mannrétt- indi“ kvenna. Danska Mannréttinda- skrifstofan hefur ásamt mannréttind- amiðstöðvunum í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og fslandi staðið að gerð skýrslu þar sem þetta er harðlega gagnrýnt. (1) Þessi skýrsla er afrakst- ur 11. Norrænu mannréttindaráð- stefnunnar, sem haldin var á íslandi í byijun júní og hefur verið dreift til þeirra norrænu aðila, sem taka eiga ákvarðanir um þessi mál, svo og til fijálsra félagasamtaka á Norðurlönd- unum öllum. í henni er sérstaklega varað við þeirri tilhneigingu sem í framkvæmdaáætluninni gætir til að minnka vægi mannréttinda. Menningarleg og trúarleg sérstaða Allt frá mannréttindaráðstefnunni í Vín hefur hugtakinu „sérstaða" ver- ið lætt í lokaniðurstöður heimsþinga Sameinuðu þjóðanna. Með því er átt við sögulegar, menningarlegar og trú- ariegar kringumstæður, sem stjóm- völd geta vísað til, er þau vísa því á bug, að öll mannréttindi gildi fyrir alla. Þegar mannréttindi kvenna eru annars vegar eru þau oftar en ekki talin stangast á við menningu þjóða og þá sérstaklega í „Suðri“. Það er hinsvegar mikilvægt að gera sér grein fyrir hvemig hugtakið „menning“ er notað í valdapólitískum leik til þess að svipta ákveðna hópa möguleikum til að krefjast réttinda sinna. Menning hefur þannig verið (mis)notuð á ráð- stefnum SÞ til að draga úr mikilvægi og lögmæti mannréttinda kvenna utan hins vestræna menningarheims. Harðnandi átök „Norðurs“ og „Suðurs" bitna fyrst og fremst á konum, sem verða fyrir því að rétt- indi eru á þeim brotin og velferð þeirra skert. í Vín hófst tilhneiging, sem hélt áfram í Kairó og síðast á Félagsmálaráðstefnunni í Kaup- mannahöfn, til að stíga afdrifaríkt skref í átt til þess að draga úr al- gildi mannréttinda. Það er áhyggju- efni að óskinni um „þjóðlegt full- veldi“ í mannréttindamálum hefur Mannréttindi kvenna, segir Karin Poulsen, hafa orðið eins konar gíslar í atlögunni að mannréttindum. verið lætt inn í texta lokaskjalsins. Mannréttindi kvenna hafa orðið eins- konar gíslar í atlögunni að mannrétt- indunum. í drögum að fram- kvæmdaáætluninni, 150 síðna loka- skjali (Peking) ráðstefnunnar, er reynt að gera til hæfis bæði þeim ríkisstjórnum, sem styðja mannrétt- indi kvenna og þeim, sem eru þeim andvígar. Það er augljóst, að loka- skjalið verður nokkuð veikur grund- völlur baráttu fyrir mannréttindum kvenna í framtíðinni og alls ekki hrein og klár „framkvæmdaáætlun" (platform for action) eins og heiti skjalsins gefur til kynna. Enn er um þriðjungur texta skjalsins innan sviga, sem þýðir að aðildarríki SÞ hafa ekki náð samkomulagi um þann hluta. Lokatilraun til að komast að samkomulagi fyrir Pekingráðstefn- una verður gerð nú um mánaðamót- in. Stór hluti textans í svigunum fjall- ar einmitt um algildi mannréttinda. Skýrsla Hvalfjarðarráðstefnunnar í skýrslu 11. Norrænu mannrétt- indaráðstefnunnar eru m.a. eftirfar- andi tilmæli til þeirra sem eiga að ljúka gerð lokaskjalsins fyrir Pek- ingráðstefnuna: Almenn atriði Girða verður fyrir frekari kröfur um ákvæði um sérstöðu og fullveldi þjóða því ekki má grafa undan al- þjóðlegu gildi mannréttinda. Sé það gert verður stoðunum kippt undan því grundvallaratriði þjóðaréttar, að ríki heims aðlagi landslög sín alþjóða- samingnum. Virðing fyrir mannrétt- indum kvenna er forsenda jafnréttis, þróunar og friðar, sem er viðfangs- efni Pekingráðstefnunnar. Það er mikilvægt að Pekingráð- stefnan virði ekki að vettugi þann árangur, sem náðst hefur á fyrri SÞ-ráðstefnum í að efla mannréttindi kvenna. í drögunum að lokaskjalinu eru furðu fáar tilvísanir að finna í þau ákvæði um jafnfrétti kynjanna og mannréttindi kvenna sem sam- þykkt voru á ráðstefnunum í Vín, Kairó og Kaupmannahöfn. Það hlýt- ur að skipta meginmáli, að ekki verði á ný hafnar umræður um breytt orðalag ákvæða, sem þegar hafa verið samþykkt á alþjóðavettvangi. Þess verður að gæta sérstaklega, að grundvöllur mannréttinda kvenna - að öll mannréttindi eigi við um kon- ur, hvort sem um er að ræða í einka- lífi eða á opinberum vettvangi - og viðurkenning Vínarráðstefnunnar á algildi mannrétinda verði staðfest með áberandi hætti í lokaskjali Pek- ingráðstefnunnar. Mannréttindi kvenna eru afmark- aður þáttur í drögunum að lokaskjali Pekingráðstefnunnar en ættu að vera gegnumgangandi atriði í öllum tólf aðalviðfangsefnum ráðstefpunnar. Meðal þessara viðfangsefna eru staða kvenna á átakasvæðum, konur og fátækt, misskipting valda milli kynj- anna, skortur á jafnræði þeirra til aðgangs að menntun og heilbrigðis- þjónustu og staða stúlkubamsins. Það er einstakt við mannréttindi, að jaðar- hópar og hópar, sem eiga undir högg að sækja, svo sem konur, eru ekki skilgreindir sem fómarlömb sem þarfnast hjálpar, heldur sem einstakl- ingar, sem geta með tilstyrk réttinda sinna haft áhrif á kjör sín og framtíð. Við undirbúninginn fyrir Pekingr- áðstefnuna hefur hugtakið kyn (gender) orðið að deilumáli. Kyn undirstrikar samband karls og konu ■« í stað þess að skoða konuna eina sér. í ljósi mannréttinda er hugtakið kyn mjög mikilvægt þar sem það staðfestir, að konur verði ekki aðeins fyrir mismunun vegna kynferðis heldur einnig vegna stöðu sinnar svo sem innan hjónabandsins, fjölskyld- unnar eða í því hlutverki að fjölga mannkyninu. Eitt af mikilvægustu markmiðum lokaskjalsins verður að vera viðurkenning á því, að völd og skyldur eigi að deilast jafnt milli kynjanna, bæði í einkalífi og á opin- bemm vettvangi. Jafnrétti karla og kvenna er forsenda sjálfbærrar þró- unar í öllum samfélögum. Annað deiluefni hefur verið hvort skilgreina eigi réttindi kvenna sem jafnrétti kynjanna eða réttlæti. Þar sem hugtakið „réttlæti" er ekki að fínna í orðaforða alþjóðlegra mann- réttindaviðmiða verður ekki á því byggt. Öðm máli gegnir um hugtak- ið Jafnrétti" sem sýnir að sjálfsögðu hversu mikilvægt það er frá sjónar- miði mannréttinda. Ríkisstjórnir Norðurlanda hafa á liðnum ámm sýnt með jákvæðum hætti hvemig stuðningur við mann- réttindastarf getur tengst alþjóðlegri þróunaraðstoð. Þennan stuðning ber að auka og þá sérstaklega varðandi mannréttindi kvenna. I síðari hluta greinarinnar er áfram fjallað um ýmis atriði úr skýrslu 11. Norrænu Mannréttindar- áðstefnunnar, sem sérstaklega er mælst til að tekin verði til greina við endanlega gerð lokaskjals Pekings- ráðstefnunnar. Höfundur er danskur mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.