Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN HERMANNSSON ■+■ Kristinn Frið- * berg Her- mannsson, bifvéla- virki, fæddist á Hellissandi á Snæ- fellsnesi 23. nóvem- ber 1928. Hann lést í Borgarspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundsína S. Sigurgeirsdóttir og Hermann Her- '** mannsson. Hann ólst upp hjá móður sinni og fósturföð- ur, Krisljáni Haf- liðasyni. Systkini hans eru níu og eru þau öll á lífi. Hinn 13. ágúst 1955 kvæntist Kristinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Svövu H. Sigmundsdóttur, og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: 1) Sigurrós, gift Ragnari Borgþórssyni og eiga þau þijú börn. Sigurrós átti tvær dætur áður. 2) Svanur, giftur Stein- þóru Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. 3) Hrafnhildur, gift Jakobi Guðjohnsen og eiga þau eina dóttur. Útför Kristins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. VIÐ systurnar munum minnast þín, elsku pabbi. Það er margs að minn- ast þegar við leiðum hugann að liðn- um árum. Þér var mjög umhugað um velferð og hamingju okkar systra, og alltaf varst þú tilbúinn að rétta hjálparhönd og fyrstur að bjóða fram aðstoð þína. Alltaf var hægt að leita ráða hjá þér þegar þurfti að laga, breyta eða bæta. Alltaf áttum við stuðning þinn vísan með það sem við tókum okkur fyrir hendur og ekki þurfti nema nefna að eitthvað þarfnaðist lagfæringar og þá varstu mættur. Við gleymum seint sunnudagsgöngutúrunum þegar við vorum litlar. Þá gengum við eftir hitaveitustokkunum á með- an mamma hafði til steikina. Þær voru ófáar ráðgáturnar sem leyst- ust í þessum göngutúrum því þá áttum við pabba einan og út af fyrir okkur, og vorum við ósparar á að spyija um allt milli himins og jarðar. Þau eru ófá ferðalögin sem við áttum með þér og mömmu, og varla leið sú helgi á sumrin að ekki væri farið upp í sveit eða í eitthvert ferðalag sem fyrir okkur var ævin- týrum líkast. Við erum þakklátar að þú skyldir kenna okkur að meta það að hreyfa sig í guðsgrænni náttúrunni, fara á skíði, veiða og tjalda, ferðast og skoða land- ið. Ást þín á hvers kyns útivist hélst allt fram á síðasta dag þó heils- an leyfði ekki alltaf iangar ferðir. Sumarbústaðurinn ykkar mömmu verður ekki samur eftir að þú ert farinn, elsku pabbi, þó svo að bæði bústað- urinn og allt þar inni sé smíðað af þér. Og allt fram undir það síð- asta varst þú að laga smíða og betrumbæta. Þar sem áður var urð og grjót er nú unaðs- reitur. Þetta finnst okkur svo dæmi- gert fyrir þig, elsku pabbi, því þú varst sífellt að laga og lagfaíra og lést ekkert tækifæri úr hendi sleppa til að fegra í kringum bústaðinn eða dytta að hinu og þessu. Við erum þakklátar að litlu afa- börnin fengu að kynnast þér og eiga þig sem afa og það verður erfitt að útskýra fyrir þeim yngstu að þú sért hjá guði, þér líði vel og að þú biðjir að heilsa og að við sjáumst öll seinna. Elsku pabbi, söknuður . okkar systra er mikill, en þó er huggun í því að nú líður þér vel og þú þjáist ekki lengur. Guð veri með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigurrós og Hrafnhildur. Mig langar að minnast föður míns, Kristins Hermannssonar, í örfáum línum. Við feðgamir vorum mjög nátengdir. í raun var pabbi fyrir mér meira en faðir, því hann var einnig besti vinur minn, vinnu- félagi og hlustandi. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman, veiðiferðir sem við fórum oft í rista djúpt í huga mínum og verður þeirra sárt saknað. í þeim ferðum, þegar við vorum að dorga við árbakkann, áttum við oft ógleymanlegar sam- ræður. Þessar stundir með pabba vora mér mikils virði, alltaf leið mér betur eftir þær. Skipti þá engu máli hvers eðlis þær voru eða hver endanlega niðurstaðan var. Allt frá því að ég var unglingur höfum við pabbi verið vinnufélagar. t Áskser faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HARALDSSOIM Vatnsstíg 11, lést í Vífilstaðaspítala 2. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Heiðrún Elsa Harðardóttir, Heimir Skarphéðinsson, Guðni Karl Harðarson, Inga Herdís Harðardóttir, Einar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkœr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Hvítárvöllum; Lönguhlíð 3, Reykjavfk, er lést 29. júlf, verður jarðsungin mið- vikudaginn 9. ágúst frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala Hringsins. María Sigmundsdóttir, Ásgeir J. Guðmundsson, Sæmundur Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNINGAR Ég fyrst hjá honum og hann síðan hjá mér, og má segja að það hafi verið fá málin sem við ekki leystum í sameiningu. Það kom varla upp sú stund sem ég ekki leitaði til pabba með ýmsar ráðleggingar. Eftir að ég fór að heiman og hóf að búa sjálfur leið varla sú kvöld- stund að við hringdum ekki hvor í annan til að spjalla saman. Pabbi var sérlega verklaginn og alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum og hlífði sér aldrei hið minnsta. Lífsneisti pabba var mikill og lífs- viljinn gífurlegur. Hann óskaði sér að geta gert mikið á seinni árum ævi sinnar því ófá vora hans áhuga- málin. Fráfall hans er mér, svo ekki sé talað um móður mína, mik- ið áfall og söknuðurinn mikili. Þau vora einstaklega samrýmd og áttu yndislegar stundir saman. Ég vona að mamma nái sér eftir fráfall hans þótt missirinn sé mik- ill. Ég og við öll munum taka hönd- um saman og hlúa að og standa með henni því hún er það eina sem við eigum eftir, elsku mamma. Að lokum vil ég þakka pabba mínum fyrir þær yndislegu stundir sem hann gaf mér og fjölskyldu minni. Minning hans mun aldrei gleymast, hann mun ávallt vera á meðal okkar. Svanur Kristinsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Kristins Hermannssonar, Didda. Kristni kynntist ég fyrst fyrir níu árum er ég og dóttir hans Sigurrós kynnt- umst. Kristinn var afar ljúfur mað- ur og tókst strax milli okkar góður vinskapur. Hann var alltaf tilbúinn að ræða alla hluti og vora skoðanir hans á flestum sviðum athygli verð- ar. Kristinn var einkar handlaginn maður og úrræðagóður og var hann óspar á að leyfa mér að njóta þess, því hann var ákaflega greiðvikinn. Ef eitthvað bjátaði á var hann boð- inn og búinn tl aðstoðar, og margar stundir áttum við saman þar sem hann miðlaði mér af kunnáttu sinni. Kristinn var áhugamaður um stang- veiði og dvöldum við oftlega saman við þá iðju. Gafst þá oft góður tími til að spjalla. Hann ólst upp á Hellissandi og rifjaði hann í veiði- skapnum oft upp endurminningar úr æsku sinni þaðan. Það var svo síðastliðið sumar að fjölskyldur okk- ar sameinuðust í för til Hellissands. í þeirri för sýndi Kristinn mér æsku- stöðvar sínar og sveipaði hann umhverfi allt miklum ævintýra- ljóma. Ferð á Snæfellsjökul var frestað til þessa árs en verður því miður aldrei farin í hans fylgd. Kristinn var ákaflega góður afi og börn okkar Sigurrósar fengu að njóta góðvildar hans í hvívetna. Það er erfitt að horfa á bak slíkum öð- lingsmanni sem Krstinn var, en menn sem hann eiga aðeins besta stað vísan. Kristinn, megir þú hvíla í friði, vinur minn, og elsku Svava, megir þú njóta góðra vætta í sorg þinni. Ragnar Borgþórsson. Víst er þetta löng og erfið léið, og lífið stutt og margt sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. MARGRET ÞÓRARINSDÓTTIR +Margrét Þórar- insdóttir fædd- ist í Bergskoti á Vatnsleysuströnd 9. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 27. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kálfatjarnar- kirkju 3. ágúst. MIG iangar til að minnast ástkærrar langömmu minnar, Margrétar Þórarins- dóttur, með fáeinum kveðjuorðum sem sýna þó aðeins væntumþykju mína og ást til elsku ömmu minnar á Ströndinni á tak- markaðan hátt. Þakklæti mitt til hennar fyrir allt sem hún kenndi mér vona ég að sýna henni í verki seinna meir. Þegar ég var yngri dvaldist ég mjög oft hjá ömmu minni í Knarrarnesi og nú rifjast upp svo margir atburðir og sam- verustundir sem við áttum saman. Amma mín fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana og oft hlýddi ég á fjörugar umræður í eldhúsinu í Knarrarnesi og þá lá hún amma ekki á skoðunum sínum. Hún var hjartahlý kona. Ég gæti skrifað svo miklu meira um þig, elsku amma mín, en mig langar bara mest til að þakka fyrir allar okkar góðu stundir saman og fyrir að hafa kynnst þér. Ég veit að þér líður vel núna og það er gott fólk í kringum þig. Ég vil kveðja þig að lokum með einni af bænunum sem þú kenndir mér. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel og geymdu mig, guð í skjóli þínu. Þín (Höf. ók.) Rósa Björk. Þegar ég heimsótti frænku mína síðast var augljóst að skammt var til brottfarar hjá henni og aðeins eftir að kveðja. Tveim vikum áður hafði ég komið og þá sagði ég henni að ég væri að fara í Borgarfjörðinn. Bað hún mig þá að skila kveðju frá sér þangað og á Mýramar. Þá var hún orðin fár- sjúk og erfitt að skilja hana, en þetta sagði hún svo skýrt og ákveðið. Þetta minnti mig á Guðrúnu ömmu í Höfða, sem í veikind- um sínum var alltaf með hugann uppi á Mýram, en þaðan var hún ættuð. Hún Magga frænka mín er með merkilegri konum sem ég hef kynnst. Hún hafði erft það besta frá foreldrum sínum, eljuna og dugnaðinn frá Þórarni föður sínum og fróðleiksfýsnina og lestur góðra bóka frá Guðrúnu móður sinni. Hún var mikill kvenskörungur, gekk til allra verka hvort sem um var að ræða hin hefðbundnu sveitastörf eða fiskvinnslustörf bæði til sjós og lands, því ung að árum mun hún hafa róið til fiskjar. Félagsmálum sinnti hún einnig og var virkur fé- lagi í Verkalýðsfélagi Vatnsleysu- strandarhrepps áður en það samein- aðist Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Hún var mikil jafnrétt- is- og kvenréttindakona og hún var einlægur aðdáandi Vigdisar forseta. En þó hún talaði ekki ensku eða frönsku þá talaði hún kjarngott ís- lenskt mál sem allir skildu. Það vafðist heldur ekki fyrir henni að vera í forsvari sveitunga sinna þeg- ar Reykjanesbrautin var lögð, fór hún þá á fund ráðherra og talaði máli þeirra. Mér er það í fersku minni þegar hún og mamma komu með mér og vinkonum mínum í Stapann á Kvennafrídaginn 25. okt. 1975. Hún hreint sló í gegn. Þar brýndi hún okkur yngri konur til dáða og sagði, að ef árangur ætti að nást til jafnréttis, þá ættu konur að hætta að stíga skóinn hver af ann- arri heldur ganga saman til sigurs. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr) Með þessum fáu línum kveðjum við elskulegan bróður, mág og frænda. Elsku Svava börn og aðrir ætt- ingjar, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Élsku Diddi, megi minning þín verða ljós í lífi okkar. Geira, Kristinn og börn. Mig langar í fáum orðum að minn- ast þín, elsku afi minn. Þú varst mér alltaf svo góður og vildir ætíð allt fyrir mig gera. Það er svo margs að minnast og svo margt sem hægt væri að segja frá, en í rauninni veit ég ekki hvað ég á að segja þegar að því kemur að kveðja þig. Upp í hugann koma ótal myndir af þér, bæði gamlar og nýjar. T.d. man ég þegar ég var lítil og þú leyfðir mér að sitja hjá þér uppi á vaskinum og fylgjast með þegar þú rakaðir þig, líka man ég allar þær stundir sem ég og Anna Lilja frænka áttum með þér og ömmu uppi í sumarbústað þegar við fengum að tjalda á túninu hjá ykkur. Elsku afi, við litla systir mín eig- um ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa hvað okkur þykir vænt um þig. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og við biðjum guð að geyma þig vel þar sem þú ert núna. Svava Kristín, Eva Sólveig. Einkunnarorð sameinuðu þjóðanna kvennaárið vora: „Jafnrétti-fram- þróun-friður“. Það má segja að þau hafi alla tíð verið einkunnarorð frænku minnar. Oft hringdi hún til mín til að ræða málin, frétta af krökkunum mínum og öðrum ættingjum. Einnig þurfti hún að ræða við Friðrik og þá um heimsmálin og pólitíkina, en hún hafði ákveðnar skoðanir á henni og oft var spjallað lengi. Mörg hnytt- in tilsvör hennar um menn og mál- efni verða ljúf í minningunni. En fyrst og fremst var hún frænka mín húsmóðir á stóru heim- ili. Hún eignaðist sjö mannvænleg böm með manni sínum Brynjólfi Brynjólfssyni en hann lést eftir langvarandi veikindi árið 1979. Einnig dvöldu oft hjá henni systra- börn og barnabörn um lengri eða skemmri tíma. Dóttir hennar, Unn- ur, lést langt um aldur fram og var hún móðir sinni harmdauði. Einnig tók Magga mín mjög nærri sér er Auðunn sonarsonur hennar lést fyr- ir tæpu ári aðeins 35 ára frá ungri konu og börnum. Þá var hún orðin léleg til heilsunnar og stóð ekki eins keik og áður. Fyrir nokkram árum varð Magga fyrir áfalli er hún fékk heiiablóð- fa.ll. Það var hreint ótrúlegt hvað hún náði sér upp úr því. En eftir það gat hún ekki verið ein í Knarr- arnesi. Hún naut umönnunar Elsu dóttur sinnar og var hjá henni þar til fyrir tæpum tveim árum að hún fluttist að Hlévangi í Keflavík. Þar undi hún hag sínum vel og lofaði starfsfólk heimilisins mjög. Eftir að hún fluttist hingað til Keflavíkur hitti ég hana oftar en áður, kíkti til hennar og stundum náði ég í hana í kaffi. Þá hitti hún Friðrik og krakkana og oft var kátt á hjalla. Elsku frænka mín, ég kveð þig með kæru þakklæti fyrir þá vináttu sem þú hefur sýnt okkur hjónum og börnum okkar á liðinni tíð. Ég veit að þú hefur átt góða heim- komu. Einnig þakkar mamma þér allar góðu stundirnar og biður þér blessunar Guðs. Bömum, tengdabörnum og öðr- um ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um frú Margréti Þórarinsdóttur lifa. Þín frænka Anna Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.