Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 29 - ■ GUÐRÚN ÁSLA UG EDVARDSDÓTTIR + Guðrún Áslaug Edvardsdóttir fæddist á Reynis- vatni í Mosfellssveit hinn 21. maí 1921. Hún lést á Borgar- spítalanum 26. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ed- vard G. Bjarnason, bakarameistari, og Sigurlaug Þ. Guðna- dóttir. Eftirlifandi bróðir hennar er Ragnar Edvardsson, f. 1922. Guðrún gift- ist Guðna Þ. Guð- mundssyni féhirði 15. júli 1944 en hann lést 4.12. 1991. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Margrét, féhirðir, f. 1945, gift Þorgeiri P. Runólfssyni bankastarfs- manni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. 2) Edvard Guðmundur, verkfræðingur, f. 1953, kvæntur Kristínu Guðrúnu Guðmundsdóttur lyfjafræðingi, og eiga þau þrjú börn. 3) Sigur- laug Þóra bankastarfsmaður, f. 1961, gift Óskari Hrafnkelssyni prentara og eiga þau þijú börn. Útför Guðrúnar fór fram frá Háteigskirkju í gær. Vegna mistaka í vinnslu birtist röng mynd með minningargrein- unum um Guðrúnu á blaðsíðu 39 í Morgunblaðinu í gær og eru þær endurbirtar hér. Hlutaðeig- endur eru innilega beðnir afsök- unar á mistökunum. DÍDÍ amma gekk ekki heil til skógar hin síðari ár, en engan grunaði í vor að hún fengi ekki að sjá haustið. Hún veiktist skyndilega um Jóns- messuna og var lögð inn á Borgar- spítalann, þaðan átti hún ekki aftur- kvæmt. Mein sem enginn vissi hafði búið um sig, striðið var þegar tapað og við sem eftir lifum verðum að vera almættinu þakklát fyrir að orr- ustan varð ekki lengri. Dídí var hæglát kona og sjálfri sér nóg. Yfir henni var ávallt kyrrð og friður. Aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði við nokkurn mann. Hún var fámál en góður áheyrandi, sér- staklega ef skoplegri hliðar tilver- unnar bar á góma. Amma var móður sinni yndisleg dóttir og félagi. Mæð- gurnar tóku sér margt fyrir hendur í sameiningu og ferðuðust m.a. tvær einar til Kaupmannahafnar. Ragnar, yngri bróðir hennar, saknar systur sinnar sárt því milli þeirra var mikill kærleikur, þótt ólík væru sem dagur og nótt. Amma var stillta prúða stúlkan og hann tápmikill fjörkálfur. Afi kom auga á ömmu við afgreiðslu- störf í Sandholtsbakaríi á Laugarveginum. Ég man glampann í aug- unum á afa, þegar hann minntist þess. Hann sagði mér frá hvemig hann gerði sér erindi í bakaríið til að dást að henni. Afí kom úr stórum systkinahópi þar sem samheldnin er mikil. Systk- inin og makar þeirra urðu ömmu önnur fjölskylda og þau voru henni mikil stoð að afa gengnum. Eftir að amma giftist helgaði hún sig heimilinu og bömunum eins og kvenna var siður á þeim tíma. A efri árum hóf hún störf í eldhúsi Landspítalans og hafði af því mikla ánægju. Þar endurnýjaði hún gömul kynni og stofnaði til nýrra. Foreldrar mínir bjuggu í Skafta- hlíðinni, uppi í risi hjá afa og ömmu fyrstu hjúskaparár sín. Ég var þess aðnjótandi að vera fyrsta barnabarn- ið og það eina til nokkurra ára. Það eru vissulega forréttindi að eiga afa og ömmu í blóma lífs síns. Oft fékk ég að vera með þeim í kotinu við Meðalfellsvatn og hjá ömmu átti ég skjól á meðan mamma og pabbi voru að vinna. Kveðjustundin er komin allt of fljótt, elsku amma mín, ég hélt að þú myndir eiga eftir að sjá börnin mín vaxa úr grasi. Sá sem öllu ræð- ur velur brottfarartímann og ég er viss um að þú færð hlýjar móttökur handan við móðuna miklu. Kæru mamma, Ebbi og Silla, það er erfitt að sjá svo skyndilega á eftir ömmu. Við skulum minnast hennar og hugga okkur við þessi orð: Vort líf er svo rikt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rik af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þijóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. SIGURÐUR B. FINNBOGASON + Sigurður Breiðfjörð Finn- bogason fæddist í Reykjavík 3. október 1916. Hann lést í Reykjavík 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Rútur Ólafsson, fæddur í Múla í Gufudalssveit, og kona hans Jóhanna Krisljánsdóttir. Systk- ini Sigurðar eru Guðrún, f. 4.8. 1915, búsett i Bandaríkjunum, Sigurður, f. 3.10.1916, Kristrún, f. 29.12.1917, d. 20.7.1986, Ólaf- ur, f. 14.12. 1918, Valdimar f. 29.6. 1920, d. 8.10. 1942, Geir- þrúður, f. 17.6. 1923, Steingrím- ur, lést á fyrsta ári, Kristján, f. 17.3. 1925. Eiginkona Sigurðar er Camilla Sveinsdóttir, fædd á Þingeyri 3. nóvember 1914. Þau gengu í hjónaband 2. október 1959. Útförin fer fram frá Fossvogs- kapellu i dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ___________ MIG setti hljóðan er ég fregnaði að Sigurður móðurbróðir minn væri látinn, þrátt fyrir heilsubrest Sigurð- ar átti ég ekki von á að fundur okk- ar tveimur dögum fyrr væri okkar síðasti. Sigurður eða Diddi var alla tíð einn föstu punkta tilverunnar frá því er ég ungur drengur tók fyrstu spor- in í Mávahlíðinni, til þess er við hitt- umst og ræddum saman síðustu árin. Þótt Sigurður og Camilla væru barnlaus, var alla tíð nóg af börnum á heimili þeirra og glatt á hjalla í risíbúðinni i Mávahlíð, dyrnar ofan við stigann ætíð opnar og þangað leituðum við krakkarnir úr húsinu. Best var þó er Diddi var við sitt aðaláhugamál í forstofuherberginu, sem eadíóamatör og snillingur á sviði rafeinda. Oftast stóð Diddi við vinnu- borðið með lóðboltann og mælitækin við smíðar á hinum flóknustu tækjum og ekki skorti viljann til að útskýra alla þessa leyndardóma fyrir forvitn- um dreng. Þá sat ég í stólnum hjá Didda og fylgdist með, stundum ef Diddi vann við háspennu rafmagn sömdum við um að ég sæti á höndun- um því erfitt gat verið að hemja puttana. í þessari undraveröld víra og mælitækja útskýrði Diddi af ein- stakri þolinmæði hlutina, og ekki var ég hár í loftinu er ég gat talað fjálg- lega við fólk um þétta ,mótstöður og transistora. Á laugardögum var farið í sund og alltaf vorum við krakkarnir velkomin með, á eftir var farið í bakarí, keyptir snúðar og annað bakkelsi og sest í eldhúskrók- inn í risinu, það voru góðar stundir. Diddi tók mikið af ljósmyndum og hafði gott auga fyrir myndefni á ferðum sínum, því sinnti hann af sömu nákvæmni og öðru og þar naut (Brot úr ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum.) „ , „... , ' Erla Bjork. Ljós. „Verði ljós!“ var upphaf alls. „Þér eruð ljós heimsins," sagði Kristur. Ljós er orðið sem hefur alla tíð komið í hugann þegar ég hef hugsað um hana Dídí, föðursystur mína. Það er svo sjaldgæft en jafnframt dýr- mætt að hafa fengið að kynnast svona vandaðri manneskju. Snemma fékk ég þá tilfinningu að hún væri næstum því heilög, þessi einstaka kona, með þennan bjarta svip og Ijúfa bros sem ævinlega fylgdi henni. Hún var svo mikið ljós að það er eiginlega erfitt að minnast hennar með svona orðalagi, því að fólk á kannski erfitt með að trúa því að þetta sé satt og heldur jafnvel að þetta sé einhver minningargreina- froða. En þetta er satt og hún Dídí var alltaf svo heil og sönn. Hún var bara svona einstaklega vel af Guði gerð. Það voru ekki lætin, það var ekki fyrirgangurinn eða frekjan, aldrei hallað orðinu, alltaf allt svo ljúft og elskulegt. Víst eru allir menn synd- ugir, en ég á bágt með að ímynda mér hvar í ósköpunum hún geymdi sína syndir, ef þær voru þá einhveij- ar. Hún var einfaldlega ímynd kær- leikans sem trúði öllu, vonaði allt og umbar allt. Mér hefur stundum fund- ist ótrúlegt og næstum því skondið hvernig við gátum verið svona mikið skyld; hún svona mikið ljós. Samt var hún lífsglöð, hafði húmor og hló svo blítt og fallega. í Biblíunni er á einum stað boðið að við eigum að leita fullkomnunar. Það er erfið leit fyrir okkur flest en virtist veitast henni svo létt. Þess vegna er svo mikill missir þegar hún er farin og hugurinn leitar til hennar nánustu i sorg þeirra. Of seint kom í ljós hve illvígur sjúkdómurinn var sem hún hafði barist við síðustu árin. Þá sást að hún bjó yfir einni dyggð enn: hljóðri hugprýði. Á bernskuárunum var svo gott að koma til hennar. Þá höfðu allir tíma til þess að umgangast náið sitt helsta venslafólk, oft á tíðum daglega, og njóta sem oftast samvista við gott fólk á borð við hana. Fyrir ótal dýrmætar stundir á heimili hennar er ég þakklátur þegar leiðir skiljast og við sitjum hnípin eftir við brottför hennar. Þegar hún nú hverfur frá hinu jarðneska tilveru- stigi til hins himneska, megi hún góða frænka mín ganga þar á Guðs vegum eins og hún gepði hér á jörð- inni. Omar Þ. Ragnarsson. ég góðs af útskýringum hans, mér er minnisstætt er við framkölluðum mína fyrstu filmu í eldhúsvaskinum í risinu. Eftir að ég flutti úr Mávahlíðinni hittumst við sjaldnar, en oft var leit- að til Didda með hin ýmsu vandamál og viðgerðir, því ef rafeinda- eða rafmagnstæki þurftu aðhlynningar við var Diddi ætíð tilbúinn til hjálp- ar, þá var oft setið lengi og rabbað um lífið og tilveruna því „margt er skrýtið í kýrhausnum" og veröldin „kúnstug", Diddi átti þá oftast merkilegar skýringar á innihaldi „kýrhaussins“ og ekki skorti áhuga- málin. Alltaf var Diddi áhugasamur um hvernig okkur krökkunum vegn- aði á lífsleiðinni og gott var að eiga hann að. Nákvæmni Didda kom vel í ljós er ég kom í Mávahlíðina stuttu eftir að hann veiktist fyrra sinnið, þá sat Diddi með dagbækur sínar og blaðaði í þeim, Diddi sagði mér þá að við áfallið hefði eitthvað skeð sem orsakaði að hann mundi ekki afmarkað tímabil lífsins og var því að rifja upp atburði skráða í bækurn- ar. Þær eru margar minningarnar sem sækja að og sú hlýja sem Diddi bjó yfir gleymist ekki, hjálpsemin og þolinmæðin gagnvart okkur krökk- unum var með eindæmum, það er mikill heiður að hafa notið leiðsagnar hans. Camilla, missir þinn er mikill, minningarnar ylja í sorg þinni og tíminn læknar sárin. Genginn er góð- ur drengur til betri heima. Tryggvi. MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON + Magnús Bæringur Kristins- son fæddist á Stóra-Grindli í Fljótum 9. október 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 1. ágúst. V __________ Vinimir koma og kynnast og fara kvaðning til brottfarar lífið er allt. ÞEGAR minnast skal Magnúsar Bærings með nokkrum orðum hrann- ast minningar fram hver af annarri, ryðjast upp í hugann og heimta að komast að. Kynni okkar hófust haustið 1944 þegar við vorum í inntö- kuprófi upp í Kennaraskólann og hafa varað fram á seinasta dag hans. Árin okkar í Kennaraskólanum og öll árin síðan eru hlaðin minningum, ógleymanlegum. Bæringur var ekki neinn venjulegur maður, það var aldrei nein lognmolla þar sem hann fór, engu líkara en allt þyrfti að gerast í hástigi. Hann var ákaflega fjölhæfur maður og var næstum sama hvar borið var niður, hvort sem var á íþróttasviðinu, tónlistinni, leik- listinni, í skólamálunum eða tóm- stundunum, alltaf var sami kraftur- inn á ferðinni. Bæringur átti allan sinn starfsferil í skólanum í Kópa- vogi. Þar hóf hann störf strax að námi loknu haustið 1948 og starfaði þar til þess tíma að hann varð að láta af störfum sökum veikinda 1981, þá enn á besta aldri. Hafði þá verið skólastjóri frá 1964. Bæringur var ákaflega lánsamur í einkalífi sínu. Hinn 3. apríl 1948 kvæntist hann bekkjarsystur sinni Guðrúnu Sveinsdóttur kennara og eignuðust þau fimm börn, sem öll eru upp komin og hafa eignast sín heimili og fjölskyldur. Bæringur hefði tæplega getað fengið betri lífs- förunaut en Guðrúnu, hún var við hlið hans í skólanum í áratugi og átti svo sannarlega sinn sess þar. Bæringur og Guðrún voru ótrúlega dugleg að sækja námskeið í skóla- málum og voru ófáar ferðimar, sem þau fóru tii Norðurlandanna og víðar * og voru þessar ferðir þeim bæði upp- lyfting og góður skóli og víkkaði sjónarsvið þeirra í skólamálum. Bæringur var gleðimaður, hnytt- inn og gamansamur. og sagði vel frá. Eftir að Bæringur veiktist hófst ákaflega erfíður tími fyrir þau, ekki síst Guðrúnu, sem stóð sem klettur við hlið manns síns á hvetju sem á gekk öll þessi ár. Það er ávallt sárt að sjá á eftir vinum sínum yfir móð- una miklu, en stundum er lausnin líkn gegn þrautum þegar ekki er nokkur von um betri heilsu. Ég þakka fýrir að hafa fengið að kynnast Magnúsi Bæring og átt vin- áttu þeirra hjóna óslitið frá fýrstu kynnum. « Við komum ei aftur, en kynnin vara eins og keimur af víni. (Indr. G. Þorst.) Guðrúnu, börnum þeirra og öðmm ættingjum biðjum við Haukur bless- unar Drottins allsheijar um ókomin ár. Þórunn Lárusdóttir. Ásta Kristinsdóttir, Georg Árnason, Hraf nhildur Jónsdóttir, Inga Arnadóttir, Sölvi Stefánsson, Valdis Árnadóttir, Gísli Garðarsson. Hulda Árnadóttir, Guðmundur Halldórsson, Kristin Árnadóttir, Hafþór Jónsson, Ingólfur Árnason, Þóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Álúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR MARÍU SIGURÐARDÓTTUR, Möðrufelli 1, Reykjavík. Bergur Þorvaldsson, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Halldór Ólafur Bergsson, Lilja S. Mósesdóttir, Ester S. Hermele, Jules J. Hermele, Bergdís Harpa Mikac, Joseph Mikac, BjarneyJ. Bergsdóttir, EifarÓlason, Sigrún Bergsdóttir, Benedikt Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA METÚSALEMSDÓTTIR KJERÚLF frá Hrafnkelsstöðum; Hléskógum 10, Egilsstöðum, verður jarðsungin frá Valþjófsstaðar- kirkju mánudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Jóhanna Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Jón M. Einarsson, Þorvarður B. Einarsson, Viðar Arthúrsson, Jón E. Kjerúlf, Sigurlaug Jónasdóttir, Elin Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA VIGFÚSSONAR vélvirkja, Kirkjubraut 11, Innri-Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.