Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 33 BRÉF TIL BLAÐSINS í klóm Arnarins Frá Gunnari Haukssyni: VORIÐ 1991 fór ég í reiðhjólaversl- unina Örninn og keypti tvö Montana- hjól sem áttu að sendast út á land, annað rautt en hitt grænt. Þegar hjólin komu, voru þau hins vegar bæði af sama lit og þurfti ég þá að endursenda annað þeirra. Þegar það kom í réttum lit vantaði hins vegar á það alla fylgihluti og fékk ég einn þeirra aldrei. Ég var að vonum svekktur á þessum viðskiptum og ekki bætti það úr skák að hjólin I reyndust illa. Það var því með hálfum huga sem ég gekk inn í þessa sömu verslun laugardaginn 15. júlí síðast liðinn, til þess að skoða Trek-fjallahjól handa dóttur minni, sem auglýst höfðu verið á tilboði. Ég þóttist nú samt vita að allir gætu gert mistök og ákvað að láta þetta gleymt þar I sem áhugi hennar á einmitt þessari ( gerð var mikill. í búðinni fengum við góða þjón- • ustu. Ungur maður sýndi okkur 18 tommu TREK-830 hjól í fallegum fjólubláum lit, sem við skoðuðum vel, en sáum að var of lítið. Við vorum fullvissuð um að þetta hjól væri til í næstu stærð fyrir ofan, sem ætti að vera alveg nóg, því stærsta hjólið væri bara fyrir hávaxið og þungt fólk. Við festum einnig kaup á hjálmi og öðrum fylgihlutum. Ég spurði hvort það væri engum vand- kvæðum bundið að fá hjálminn sendan í póstkröfu með hjólinu og var sagt að það væri ekkert mál. Ég sagði afgreiðslumanninum af fyrri reynslu minni og bað hann vin- samlegast um að sjá til þess að nú yrði rétt að málum staðið. Hann fullvissaði mig um að hann myndi sjálfur sjá til þess. Síðan kemur hjólið í póstkröfu og þá kemur í ljós að hjálminn vantar. Við hringdum strax í búðina og var sagt að hann yrði sendur af stað. Dóttir mín hjólar síðan niður göt- una, snýr við og segir að hjólið sé of lítið og þá förum við að skoða það og sjáum að okkur hefur verið sent 18 tommu hjólið sem við skoð- uðum í búðinni nokkrum dögum fyrr. Við töluðum við starfsmann á skrif- stofunni þeirra og bauð hann okkur stærra hjól í svörtum lit. Dóttir mín var ekki spennt fyrir þeim lit og sagðist hann ætla að athuga málið og hafa samband á morgun. Boðið hjól gæða- flokki neðar Morguninn eftir hringir hann og segist ekki heldur eiga hjólið í svörtu, en spyr hvort við viljum TREK 820, en það var á sama verði og 830, þó að það sé gæðaflokki neðar, því að 830 hjólin voru á til- boði en ekki 820. Hann sagði að sér þætti þetta leitt en afgreiðslumaður- inn fullyrti að hann hefði sent okkur rétt hjól. Okkur þótti nú súrt í broti að vera boðið lélegra hjól á sama verði og sögðumst vilja rifta kaupun- um. Hann segir það ekkert mál að endurgreiða okkur hjólið, þegar hann sé búinn að fá það til baka. Við segjumst aftur á móti ekki senda hjólið fyrr en við séum búin að fá peningana og samþykkir hann það. Síðar um daginn kemur upphringing frá bankanum okkar um að inni á reikningi í sparisjóði Vélstjóra liggi greiðsla frá Érninum sem færð verði yfir á minn reikning þegar hjólið berist suður. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að treysta okkur en við áttum að treysta því að þeir létu vita í bankanum þegar hjólið kæmi. Eftir þessa reynslu vorum við ekki sátt við það, hafandi ekki einu sinni fengið almennilega afsökunar- beiðni. Beðist afsökunar Morguninn eftir höfðum við sam- band við sölumanninn, sem afgreiddi okkur, sögðumst ekki sátt við þessa viðskiptahætti, og spurðum hann hvort hann myndi taka þessa per- sónulegu ábyrgð sem hann lofaði. Hann gat nú ekki mikið sagt, en sagðist myndu ræða við verslunar- stjórann og hafa svo samband. Stuttu síðar hringir verslunar- stjórinn, Sváfnir að nafni, biðst kurt- eislega afsökunar á þessum mistök- um og býður okkur grátt TREK 850 hjól, sem er aðeins dýrara hjól, á sama verði. Við þurftum að beita stelpuna fortölum og segja henni að þetta væri miklu betra hjól, og þar með gera lítið úr hinu, og svo heyrði hún af stelpu sem hafði keypt 830 hjól fyrir tveimur mánuðum og var búin að fara með það átta sinnum í viðgerð. Hún var því orðin meira en sátt við þetta tilboð, þegar þeir í Erninum hringja og segjast hafa „fundið“ hjól eins og við höfðum viljað. Við sögðumst heldur vilja láta fyrra tilboðið standa og var það sam- þykkt og ákveðið að við kæmum suður eftir helgi, sérferð til þess að skila hjólinu og ná í hitt. Tilboðið dregið til baka Þegar ég kem í verslunina á mánudegi (eftir 210 km akstur) er hins vegar búið að taka fram fyrir hendurnar á hinum kurteisa Sváfni. í verslunina er mættur „alvöru" verslunarstjórinn, sem verið hafði í sumarfríi, kveðst ekki tilbúinn til þess að standa við þetta tilboð, því að hann hafi jú verið í búðinni þenn- an dag og séð að við skoðuðum þetta hjól og ekkert annað. Það var eins og hann héldi að ég legði stund á svona svik til þess að græða þrjú þúsund krónur í hjólaviðskiptum og hann ætlaði nú ekki að láta fara svona með sig. Það var því ekkert annað að gera en að skila hjólinu, fá peningana til baka og fara heim. Þvílíkt klúður í einni verslun. Ég sé ekki betur en að í báðum tilfellun- um mínum geri þeir sömu mistökin. í fyrra tilfellinu skoðaði ég rautt hjól og bað um annað grænt, en fékk bara það sem ég skoðaði í búð- inni í tveimur eintökum. í síðara til- fellinu skoða ég 18 tommu hjól, bað um stærra, en fékk bara það sem ég skoðaði í búðinni. Mennirnir virtust enga hugmynd hafa um hvað til var í búðinni og hvað ekki, þeir viðurkenndu að hafa gert mistökin í sambandi við hjálm- inn, en samt hvarflaði það ekki að þeim að þeir hefðu gert mistök í sambandi við hjólið og voru tilbúnir til þess að fara með viðskiptavininn eins og ótíndan sakamann í þeirri fullvissu. Aðeins eitt gladdi okkur í þessu máli. Það var þegar við fréttum að Örninn hefði skipt um eigendur fyr- ir nokkrum árum. Við héldum nefni- lega að við værum að skipta við gamla, góða og rótgróna fyrirtækið, sem öll hjól í fjölskyldunni hafa ver- ið keypt hjá áratugum saman; fyrir- tæki, sem maður gat borið virðingu fyrir. GUNNAR HAUKSSON, Lágholti 9, Stykkishólmi. RAÐAUGÍ YSINGAR Kennarar Við í grunnskólanum í Grindavík leitum að áhugasömum kennurum fyrir næsta skólaár. Almenn bekkjarkennsla í 2. og 7. bekk æskileg. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 426-8504 og aðstoðarskólastjóri í síma 426-8363. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Húsfélagið Frostafold 133-147 óskar hér með eftir til- boðum í viðgerð og endurmálun hússins. Húsið er 3ja hæða fjölbýlishús. Stefnt er að því að verkið verði unnið á þessu ári. Tilboð skulu send til húsfélagsins, Frostafold 133-147, 112 Reykjavík. Heimili óskast 14 ára rússneskur drengur sem talar góða íslensku, er mjög rólegur og hæverskur, ósk- ar eftir fjölskyldu til að búa hjá á virkum dögum meðan hann stundar nám í MH. Nánari upplýsingar í síma 437 1174. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirtöldum eignum: 1. Víkurtún 3, Hólmavík, þinglýst eign Sigurðar K. Friðrikssonar, eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, miðvikudaginn 9. ágúst 1995 kl. 14.00. 2. Múli, Hólmavíkurhreppi, þinglýst eign Jarðasjóðs ríkisins, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins, miðvikudaginn 9. ágúst 1995 kl. 14.00. Sýslumaðurínn á Hólmavík, 2. ágúst 1995. -kjarnimálsins! Viltu hafa áhrif? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á • Reykjanesi óskar að ráða til starfa forstöðumenn á tvö sambýli. Um er að ræða ný sambýli sem munu taka til starfa síðla þessa árs og verða heimili fólks sem býr nú á endurhæfingardeild Land- spítalans í Kópavogi. Nýir forstöðumenn munu taka þátt í fram- sæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofunnar með öflugum fagleg- um stuðningi í formi handleiðslu og nám- skeiða. Þeir munu einnig taka þátt í víðtæku faglegu samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofunni. Óskað er eftir þroskaþjálfum eða fólki með aðra menntun á sviði uppeldis- og félagsvís- inda. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og reynslu af stjórnunar- störfum. Umsóknarfresturertil 18. ágústnk. Þroskaþjálfi óskast Einnig er óskað eftir þroskaþjálfa til starfa við sambýli fatlaðra við Klettahraun í Hafnarfirði. Um er að ræða allt að 90% starf í vakta- vinnu. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. Nánari upplýsingar um ofangreind störf eru veittar á Svæðisskrifstofu Reykjaness, í síma 564-1822. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni á Digranesvegi 5 í Kópavogi. SlllCloug/ýs/hgor fcimhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina verður sem hér segir: Laugardagur 5. ágúst: Opið hús kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um lífið, tilveruna og veðrið. Dorkas- konur sjá um kaffi og meðlæti. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman. Kenndir verða nýir kórar. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sunnudagur 6. ógúst: Almenn samkoma kl. 16. Mikill og fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn. Nýju kórarnir sungnir. Vitn- isburðir. Einsöng syngur Gunn- björg Óladóttir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunarmannahelgina. Samhjálp. Þingvellir þjóðgarður Dagskrá verslunarmanna- helgar: Laugardagur 5. ágúst 11.00 Leikjatjald fyrir káta krakka opnaði í Fögru- brekku. Ratleikur, sögu- stundir, leikir og sköpun alla helgina, frá morgni til kvölds. 15.00 Tónleikar í Þingvalla- kirkju. Ingveldur Ýr Jóns- dóttir söngkona og Kjartan Sigurðsson organisti flytja íslensk einsöngslög, tón- list e. Schubert o.fl. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina, sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Sunnudagur 6. ágúst 11.00 Leikjatjald í Fögrubrekku opnað upp á gátt fyrir káta krakka og ævintýralegar uppákomur. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. Prestur er Sr. Heim- ir Steinsson 15.15 Konur og Alþingi til forna. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur gengur með gestum um þinghelg- ina. Hefst á Haki, þ.e. vest- ari brún Almannagjár við útsýnisskífu og tekur um 2 klst. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina, sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar fást í síma 482-2660. FERÐAFÉLAG §) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðir um verslunar- mannahelgina: 4.-6. og 7. ág. (3 og 4 dagar). Þórsmörk og Fimmvörðuháls (gengið frá Þórsmörk að Skóg- um) Gist í Skagfjörðsskála/ Langadal eða í tjöldum. Göngu- ferðir. 4.-7. ágúst: Landmannalaugar - Breiðbakur - Eldgjá. Gist í Laugum. Ekið á nýjar og spennandi slóðir (Breiðbak) norðvestan við Langasjó. Brott- för föstudag kl. 20.00. 5.-7. ág. kl. 08.00: Núpsstaðar- skógar. Tjaldað við skógana. Tilkomumikið svæði vestan Skeiðarárjökuls. Dagsferðir til Þórsmerkur kl. 08.00 sunnud. 6/8 og mánud.7/8. Aðrar dagsferðir: 6. ágúst kl. 13,00 Reykjanes - Kerling - Stampar. 7. ágúst kl. 13.00 gengið á Esju (Þverfellshorn). Ath. Nokkur sæti laus í „Lauga- vegsferðir" 9. og 10. ágúst. Spennandi sumarleyfis- ferðir: 11.-17. ágúst: Arnarfell hið mikla - Þjórsárver (7 dagar). Göngutjöld. 11.-16. ágúst (6 dagar). Eyði- byggðir á skaganum milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda. Lagt af stað frá Grenivík föstudag 11. ágúst kl. 11 fyrir hádegi. Gist f tjöldum flestar nætur. Bátur flytur farangur fyrsta daginn (í Látur). I Firði og í Flateyjardal kemur bfll eða bátur í veg fyrir hópinn. Þar má Ijúka ferð eða hefja. Fararstjórar: Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Valgarður Egilsson. Á skrifst. F.(. eru allar nánari uppl. og kort með merktum dag- leiðum. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.