Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Góður faðir RICHARD kennir Oliviu dóttur sinni á píanóið. ►GÆFAN var ekki hliðholl henni: hún ólst upp í fátækt og skólaganga hennar var snub- bótt. Hún leiddist út í vændi og annann saurlifnað, þar sem hún var í sífelldri nauð vegna hættu á eyðnismiti. Tekjur hennar voru frekar óreglulegar. Svo einn daginn, þegar hún var stödd í vinnunni eins og venjulega, kom til hennar óvenjulegur kúnni. Tauga- trekktur og blankur Englend- ingur sem átti bara 4.000 krón- ur til að láta drauma sína ræt- ast. Hún steig upp í hvítan blæjubíl hans og hann ók á af- vikinn stað. I miðjum klíðum voru þau trufluð af lögreglunni. Það kom henni ekki sérstaklega á óvart, enda var það svo sem ekkert nýtt í þessum bransa og hafði gerst áður. Þau voru færð niður á lögreglustöð, þar sem hún var spurð hvort hún þekkti við- skiptavininn. Hún neitaði því. „Hann heitir Hugh Grant,“ sagði lögregluþjónninn. „Hver í fjáranum er Hugh Grant?“ spurði hún. Hún áttaði sig ekki á því strax, en fljótlega kom í ljós að hún gæti hugsanlega grætt eitt- hvað á þessu öllu saman. Grant þessi var frægur leikari sem vandi komur sínar í kvikmynda- húsin, frekar en vændishúsin. Þar að auki átti hann gullfal- lega og fræga kærustu. Hún var mjög upp með sér að hann skyldi taka hana fram yfir fal- legu kærustuna. Henni voru boðnar hvorki meira né minna en 10 milljónir króna fyrir að segja sögu sína í bresku dagblaði. Hún þáði þær með þökkum, enda hafði hún aldrei haft svo mikla peninga milli handanna. Hún fékk einn- ig boð um að leika í brasilískri undirfataauglýsingu. „Hvílík gæfa,“ hugsaði hún með sér. Réttarhöldm nálguðust. Leikarinn fékk máli sinu flýtt og játaði á sig allar sakir. Þeg- ar hún sjálf kom fyrir rétt neit- aði hún öllum sakargiftum, kannski í von um að framlengja ævintýrið og bæta æsilegum réttarhöldum við kvikmyndina sem gerð yrði seinna. Umrædd stúlka heitir að sjálfsögðu Divine Brown, réttu nafni Stella Marie Thompson. Umrætt atvik með Hugh Grant breytti lífi hennar. Nýlega var hún beðin um að mæta á Lund- únafrumsýningu nýjustu mynd- ar Grants, „The Englishman Who Went Up a Hill and Came Down a Mountain". Grant mætti ekki, vafalaust vegna þess að hann hafði ekki í huga að samband þeirra yrði lang- vinnt þegar hann stoppaði á Sunset Boulevard á sínum tíma. Það er annars að frétta af Grant og Elísabetu Hurley kær- ustu hans að hún segir að hjóna- band þeirra sé ekki í spilunum. „Mér leið eins og ég hefði orðið fyrir byssuskoti. Ég féll saman. Ég held ég hafi verið... í sjokki," segir hún um augna- blikið sem hún frétti af „afrek- um“ Hughs í sjónvarpsþættin- um 20/20, sem sýndur verður í bandarísku sjónvarpi í kvöld. Hurley er sem kunnugt er stödd í Suður-Afríku þessa stundina, þar sem hún leikur í kvikmynd. Hún segir að vel komi til greina að Grant taki á henni hús á næstunni. „Hann kemur væntanlega hingað og dvelur í skamman tíma... lífið er honum nyög erfitt í Eng- landi núna. Honum er alveg óbærilegt að vera sífellt til sýn- is,“ segir hún. Hún er ekki viss um að hún komi til með að fyrirgefa Hugh, en þau hafa verið saman í sjö ár sam- fleytt. „Fyrirgefning er mjög erfið við að eiga. En það er nokkuð sem við verðum að vinna úr. Það gæti mjög auðveld- lega orðið afar erfitt," sagði hún. Barbara Walt- ers, stjórnandi þáttarins, spurði hana hveijar tilfinn- ingar hennar væru í garð Grants. „Ja, í rauninni veit ég það ekki. Það væri ósköp gott að geta sagt að allt væri að falla í ljúfa löð. En sú er ekki raunin.“ Til þess að bæta fyrir fjarveru sína á fyrrnefndri frum- sýningu gaf Grant eina inilljón króna til hvítblæðissjúklinga í nglandi. Hann lætur atburðina ekki skyggja gjafmildi sína, þótt an láti á sér standa. ► BRESKI leikarinn Richard E. Grant, sem leikur í myndinni Jack og Sara, er ekki síður góð- ur faðir í einkalífinu en á hvita tjaldinu. Hann á sex ára gamla dóttur að nafni Olivia. Þegar hún fæddist tók hann sér sex mánaða frí frá vinnu svo eigin- konan, Joan, gæti farið aftur út á vinnumarkaðinn. Hún hafði þremur árum áður eignast and- vana barn, svo þau hjónakornin eru þakklát fyrir að eignast Oliviu. LEIKFÉLAG REYKJAVTKUR Stóra svið kl. 20.30: Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR oftlr Tlm Rlce og Androw' Loyd Wobbor. Fim. 10/8 fáein sæti laus, föstud. 11/8 fáein sæti laus, lau. 12/8 uppselt, fim. 17/8, fös. 18/8, lau. 19/8. Miðasalan verður lokuð um verslunarmannahelgina, laugardag, sunnudag og mánudag. Annars opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 15-20 og sýningar- daga til kl. 20.30. Tekið er á móti miöapöntunum í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakort á Súperstar - frábær tækifærisgjöf! Ævintýra- prinsessan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.