Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓS'THÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: UAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Úrskurðarnefnd sjómanna fundar Engin niður- staða fékkst ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna, sem flallar um ágrein- ing um fiskverð miíli áhafna og út- gerða, náði ekki samkomulagi á fundi sínum í gær um lausn þeirra mála sem vísað hefur verið til hennar. Að sögn Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns FFSÍ, stendur ágreiningurinn bæði um forsendur og fiskverð í tengslum við sölu á ferskri rækju, iðnaðarrækju og botnfiski. Guðjón sagði að afla þyrfti viðbótarupplýsinga og gera '~*ksamanburð á fiskverði í byggðar- lögum næstu daga og niðurstaða yrði að liggja fyrir á fimmtudag. í nýgerðum kjarasamningi sjó- manna og útvegsmanna segir að náist ekki samkomulag í nefndinni innan 14 daga frá því mál er lagt fyrir hana skuli kveðinn upp úr- skurður innan 7 daga. Koma málin því til kasta oddamanns, skipaðs af sjávarútvegsráðuneytinu, á næsta fundi nefndarinnar á fimmtudag í næstu viku, þar sem nefndin verður að kveða upp bind- andi úrskurð með atkvæðagreiðslu ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma. Vinnudeilur skaða afkomu Eimskips REKSTUR Eimskips og dóttur- .^félaga þess skilaði 245 milljóna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs, en hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra nam 206 milljónum króna. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips segir þessa afkomu aðeins lakari en áætlanir Hafi gert ráð fyrir og segir ástæðuna meðal annars liggja í kostnaði fyrirtækis- ins vegna vinnudeilna farmanna og sjómanna. Heildarflutningar Eimskips hafa aukist miðað við sama tíma í fyrra auk þess sem starfsmönnum þess hefur fjölgað nokkuð. Hörður segir þessa fjölgun tilkomna vegna auk- inna umsvifa erlendis auk þess sem íslenskum áhöfnum á skipum fé- lagsins hafi fjölgað um eina. Rekstrartekjur Eimskips jukust um 2% og námu 4,8 milljörðum króna á fyrri hluta ársins en rekstr- argjöld voru 4,3 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins og höfðu einnig aukist um 2%. ■ Hagnaður /13 Morgunblaðið/Bjarni Þorsteinn Pálsson eftir fundi með sjávarútvegsráðherrum Noregs og Rússlands Reynt að fínna flöt á við- ræðum síðar í mánuðinum ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jan Henry T. Ol- sen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hittust á óformlegum fundi í New York í gær þar sem þeir ræddu fiskveiðideilur þjóðanna. SAMKOMULAG liggur nú í öllum aðalatriðum fyrir á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og bendir flest til þess að gengið verði frá endanlegum samn- ingi í dag. Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, sem staddur er í ^New York, sagði í gærkvöldi að samkomulagið leysti ekki sjálfkrafa deilur íslendinga við Norðmenn og Rússa um veiðarnar í Barentshafi en nú lægju fyrir meginlínur um hvemig staðið yrði að stjórnun veiða utan lögsögu ríkja sem ætti að geta auðveldað mönnum að taka upp samningaviðræður. Þorsteinn átti í gær óformlega fundi í New York með Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Vladímír Korelskíj, sjáv- arútvegsráðherra Rússlands, um Barentshafsdeilurnar og fleiri mál. „Þetta voru könnunarsamtöl til þess að sjá hvort finna mætti flöt á áframhaldandi viðræðum rnilli þjóð- anna. Það er engin niðurstaða feng- in af því enn sem komið er en við ætlum að hafa aftur samband á morgun (föstudag) til að athuga hvort tilefni er til áframhaldandi fundahalda seinna í þessum mán- uði,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn að Korelskíj hefði ekki verið með nein- ar yfirlýsingar á fundi þeirra í gær um hugsanlega valdbeitingu Rússa gagnvart íslenskum skipum í Smugunni. Lýstu vilja til að finna samningslausn „Þvert á móti lýsti hann vilja til þess að reynt yrði að finna samn- ingslausn í málinu en það er of snemmt að segja til um hvort það dugar," sagði Þorsteinn. Hann sagði einnig aðspurður að Jan Henry T. Olsen hefði sýnt áhuga á samkomulagslausn á fundi þeirra en þó væri ljóst að ekkert lægi fyrir um hvort það yrði mögu- legt. „Þetta er allt óvissu undirorp- ið en báðir þessir aðilar skynja að það er skynsamlegt að semja en niðurstöðurnar verða auðvitað að vera ásættanlegar fyrir alla ef samningar eiga að geta tekist," sagði Þorsteinn. Þorsteinn hitti einnig Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kanada að máli í gær þar sem ráðherrarnir ræddu um það samkomulag sem virðist í höfn á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ásættanleg niðurstaða á úthafsveiðiráðstefnu SÞ „Ég tel að við getum verið vel sáttir við þessa niðurstöðu,“ sagði Þorsteinn. „Hún byggir auðvitað á málamiðlun og það getur enginn einn hrósað sigri. En það sem skipt- ir mestu máli er að ef þetta verður að veruleika eru komnar meginlínur um hvernig á að standa að stjórnun og eftirliti. Þessi niðurstaða leysir ekki þær deilur sem við eigum í við Norðmenn og Rússa en getur gefið ákveðinn grundvöll til þess að byggja viðræður á,“ sagði hann. „Niðurstaðan er ásættanleg fyrir okkur vegna þess að þær megin- reglur sem þarna er verið að setja eiga að vera framkvæmanlegar og geta leitt til þess að stjórnun verði komið á fiskveiðar utan lögsögu- marka. Það er okkar megin keppi- kefli,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Byrjað með þrennu SKAGAMENN sigruðu í ellefta leiknum í röð er þeir lögðu Kefl- vikinga 8:2 í gærkvöldi. Tvíbur- arnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir voru með IA í fyrsta skipti í deildinni og settu mark sitt á leikinn. Arnar gerði þrennu og hér er hann á fullri ferð. ---------» ♦ ♦--- Landgræðslan Þremur tonn- um af lúpínu- fræi dreift í sumar RÆKTUN lúpínufræs á ökrum í landi Landgræðslu ríkisins við Gunn- arsholt gengur vel. Fræið sem þar er framleitt er notað til sáningar í uppgræðsluskyni. Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri segir að í sum- ar sé búið að dreifa um þremur tonn- um af lúpínufræi á friðuðum land- græðslusvæðum landsins. Aðal- áherzlan væri lögð á þau svæði á Norðaustur- og Suðurlandi þar sem jarðvegseyðingin er mest. í nokkur ár hafa einstaklingar og félagasamtök getað fengið lúpínu- fræ til eigin dreifingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni hafa um 100 kg verið afhent á þenn- an hátt í ár. ■ Væneðaskaðvæn/31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.