Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 B 3 Hvert aukakíló getur tífaldað álag á kné ÁTAK í liðskiptaaðgerðum var ný- lega gert á Landspítalanum og um það bil 100 liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar það sem af er árinu, flestar í apríl og maí. „Það þótti ástæða til að stytta biðlista sem voru allt að eins árs langir," segir Ríkarður Sigfússon bæklunar- og skurðlæknir á Landspítalanum, „en nú er bið eftir aðgerð komin niður í 2-3 mánuði.“ Liðskemmdir eru algengt vanda- mál meðal eldra fólks og eru gerð- ar um 400-500 aðgerðir á öllu land- inu á ári. Ríkarður segir að lið- skiptaaðgerðir séu aðeins gerðar í þeim tilgangi að lina verki hjá fólki sem hefur viðvarandi verki vegna brjósk- og beinskemmda í liðum. Slitgigt, liðagigt og aðrir bólgu- sjúkdómar eru aðalorsök lið- skemmda svo og slit í kjölfar bein- brota og annarra áverka á liðinn. 15 ára reynsla TIL hægri er fyrri mjaðmalið- urinn sem tekinn var úr sjúk- lingnum, en hann er 12,7 sentimetra langur ofan í bein en nýrri mjaðmaliðurinn er 25 sentimetra langur. Gerviliðsaðgerðir á kné hófust á sjötta áratugnum og hafa þeir þró- ast mikið síðan. í fýrstu voru notað- ir stórir samfastir liðir, en há tíðni á losi og sýkingum kom í veg fyrir mikla notkun. Þróun hefur verið í hönnun og formi gerviliðanna og hafa þeir minnkað. Með tilkomu beinsementsins 1963 (akrýlplasts), hefur árangur liðskiptaaðgerða batnað til muna. Það form gerviliða sem nú er stuðst við í knjáskiptaað- gerðum kom fyrst fram árið 1974 og nú er komin 15 ára reynsla í knjáskiptaað- gerðum hér, en yfir 20 ára reynsla í mjaðma- liðaaðgerðum. _________ Algengustu aðgerð- irnar eru á mjaðmaliðum og er hlut- fallið u.þ.b. 60-65% og á knjáliðum 30-35%. Aðrar aðgerðir eru á axl- ar-, olnboga- og fmgraliðum. Stærsti hópurinn konur yf ir miðjum aldri Um 400 lið- skiptaað- gerðir á ári. yfirleitt af sliti vegna aldurs, en líkamsþungi, sterk ættarsaga og meiðsl á knjám t.d. eftir íþróttaslys hefur mikið að segja. Gerviliðir eru úr ryðfríu stáli eða úr títaníum og eru settir í stað fyrri liðar. í knjáskiptaaðgerðum er knjáliðurinn tekinn og stálliður settur í staðinn og á móti kemur plastmót sem gerviliðurinn liðar á. Liðfletir eru sagaðir burt og ofan _________ á þá eru síðan festir gerviliðshlutamir. Á lærlegg er festur skjöld- ur úr málmi og ofan á Sköflung plata úr plast- efni með kili sem gengur niður í bein. Milli beins oggerviliða- hluta er sett beinsement. í mjaðma- liðaaðgerðum er mjaðmakúlan sög- uð af og stálkúlu komið fyrir í stað- inn. í augnkarlinn er sett skál sem liðar á móti. Aðgerðimar taka IV2 til tvo tíma. Stærsti hópurinn sem lætur skipta um lið eru konur sem eru komnar yfir miðjan aldur og eru þær mun fleiri en aldraðir karlar. Ríkarður segist ekki hafa neina skýringu á því, en ýmsar kenningar em á kreiki, t.d. gætu hormónar valdið þessum mun eða vinnuskipt- ingin áður fyrr. Sem betur fer er mjög lítið um að ungt fólk þurfi á þessum aðgerðum að halda,“ segir Ríkarður. „Þessi sjúkdómur stafar Mikið álag á líkamann „Að mörgu þarf að hyggja við liðskiptaaðgerð," segir Ríkarður. „Hún snýst ekki aðeins um skiptin og þarf að huga að öllu stoðkerfinu og líkamanum í heild. Það er mikið á líkamann lagt að missa upphaf- legan lið og fá gervilið í staðinn. Oft eru sjúklingarnir komnir af létt- asta skeiði og eru þá lengur að ná sér. Ekki er hægt að leggja slíka DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Sverrir GEIR Thorsteinsson aðstoðarlæknir, Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ríkarður Sigfús- son bæklunarskurðlæknir skipta um mjaðmalið í sjúklingi á skurðstofu Landspítalans. RÍKARÐUR Sigfússon bæklunar- og skurðlæknir og Auður Guð- jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri bæklunardeildar Landspítalans, tilbúin í aðgerð. aðgerð á mjög veika einstaklinga." Ríkarður leggur áherslu á að lið- skiptaaðgerðir séu neyðaraðgerðir. „Aðeins er skipt um lið ef sannað er að liðurinn sé alvarlega skemmd- ur, en það er hægt að athuga með röntgenmyndun. Einnig hefur verkjasaga og sjúkrasaga sjúklings mikla þýðingu. Fólk getur haft mikið slit og lítil einkenni slitgigt- ar, og svo öfugt, þetta eru þættir sem þarf að kanna með mikilli nákvæmni áður en ráðist er í lið- skiptaaðgerð." „Ekki eru orsakir slitgigtar ljós- ar. En sjáanlegt samband er á milli offitu og slitgigtar, enda sýn- ir það sig að mikill þungi hefur í för með sér meira álag á knén og stoðkerfið. Hvert aukakíló getur allt að tífaldað álag á kné, t.d. getur verið 1.000 kílóa álag á kné hjá manneskju sem er 100 kg. Sænskar rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni þeirra sem fara í mjaðmaskipataðgerðir er einhverra hluta vegna hærri hjá bændum en öðrum hópum, en það er engin haldbær skýring sem við höfum á því. Einnig er slit í knjáliðum og mjaðmaliðum algengari hjá fyrrum knattspyrnumönnum en hjá öðrum hópum. Hefur og verið sýnt fram á að slitgigt fylgi sumum ættum.“ Ríkarður telur að tíðni lið- skemmda hjá ýmsum hópum breyt- ist á næstu árum með breyttum lifnaðarháttum. „Helsta vandamál liðskipta er los og beineyðing í kringum liðinn. Það sem gerist er að örsmáar eindir slitna upp úr liðnum með tímanum og valda bólgum. Aldur, tími, þyngd og mikil hreyfing eykur hættu á losi á gervilið í kné,“ seg- ir Ríkarður. Tíðni sýkinga er um 1% við aðgerð og annað prósent næstu 10 árin. Um það bil fímm prósent hafa þurft að skipta aftur um knélið eftir 10 ár og eru um 90% liða enn fastir og vel starfandi eftir 15 ár, en árangur með mjað- maliðaskiptin eru aðeins síðri.“ Aðgerðirnar borga sig „Aðgerðirnar kosta rnikið", segir Ríkarður. „En sá kostnaður skilar sér að fullu. Oftast fer mjög þjáð fólk í þessar aðgerðir. Sumir eru jafnvel rúmliggjandi vegna verkja og þurfa þá heimilishjálp. Liðskipti geta munað því að sjúklingar geti séð um sig sjálfir án þjáningar og þegar litið er á heildina borga að- gerðinar sig margfalt til baka.“ Ríkarður segir að enn sem kom- ið er séu engin lyf til sem draga úr slithraða liða svo sannað verði, en sum lyf dragi úr einkennum. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir kinag flytur eingöngu fréttir af börnum og unglingum Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. YVONNE Kane, annar blaðamaður svissnesku barnafréttastofunnar kinag. NOKKRUM svissneskum barna- og unglingavinum varð ljóst á ári barnsins fyrir sext- %f% án árum að sjónarmið barna og unglinga á aldrinum 9 til 19 ára heyrast sjaldan og lítið tillit er tekið til skoðana þeirra. Þeir ákváðu að bæta úr þessu og stofn- uðu kinag, fréttastofu barna. Tveir blaðamenn í hálfu starfí starfa á fréttastofunni og skrifa greinar um málefni barna. Yvonne Kane er annar þeirra. Hún hefur kennarapróf fyrir menntaskólastig með sögu og ensku sem aðalfög en festist í blaðamennsku eftir námið. Starfið hjá kinag heillar hana af því að þar fæst hún við verkefni sem hafa félagslegt gildi. Hún skrifar greinar um flótta- mannabörn, börn og umhverfi þeirra, frítímastress barna, sam- kynhneigða unglinga og svo mætti lengi telja. Greinarnar reynir hún að fá birt- ar í svissneskum dagblöðum og tímaritum. Margar þeirra vekja athygli á hlutum sem fáir höfðu velt fyrir sér áður. Og þær eru óvenjulegar að því leyti að það hefur verið talað við börn og ungl- inga við vinnslu þeirra og sjónar- mið þeirra koma fram. Greinaflokk- ur frá kinag um ofbeldi á svissnesk- um börnum vakti til dæmis sér- staka athygli fyrir nokkrum árum, en fréttamenn höfðu ekki íjallað mikið um það fram að því. Hún fær ungmenni í lið með sér Rithæf börn og unglingar starfa með kinag og gefa út tímarit fjór- um sinnum á ári. Þau spreyta sig á að taka viðtöl, skrifa greinar og pistla. kinag stendur fyrir nám- skeiðum fyrir samstarfsfólk sitt. Þar er farið ofan í saumana á einu málefni sem snertir aldurshópinn beint, fyrirlestrar eru haldnir og málin rædd. Atvinnublaðamenn og ljósmyndarar vinna síðan með unga fólkinu við að vinna úr efninu og koma því á blað. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna um rétt barna er aðalviðfangsefni kinag þetta árið. Sviss er eitt af fáum löndum sem hefur samþykkt samkomulagið en ekki skrifað und- ir það. Andúð á Sameinuðu þjóðun- um, sem Sviss er alls ekki aðili að, og sterk einstaklingshyggja Sviss- lendinga hefur komið í veg fyrir að þjóðþingið hafi afgreitt málið. Það kostar rúmar þrjár milljónir króna að reka kinag á ári. Frétta- stofan fær styrk frá menntamála- ráðuneytinu, hjálparstofnunum og einkafyrirtækjum. Stór hluti fjár- upphæðarinnar kemur einnig frá 80 stofnunum og 3.Ö00 einstakl- ingum sem eru velgjörðarmenn ki- nag. Tekjurnar af greinum sem fást birtar í blöðum og tímaritum koma sér einnig vel. ■ Anna Bjarnadóttir Kynlíf olli tímabundinni blindu GÖMLU kerlingafræðin um að drengir geti orðið blindir ef þeir fikta mikið í kynfærum sínum eru nú orð- ið vísindamönnum umfjöllunarefni. í asíska tímaritinu Asiaweek var nýlega varpað fram hugmyndum um að máske væri sitthvað til í þessum „fræðum“ sem orðið hafa lífseig í uppeldi drengja víða um heim. Vitnað er í grein þriggja sérfræð- inga í augniækningum sem birtist í júníhefti Archives of Ophthalmol- ogy. Þar segja þeir frá sjúklingum sem leitað höfðu til þeirra með nokk- uð sérstætt vandamál. Kváðust þeir ýmist blindast eða fá sjóntruflanir við kynmök og sjálfsfróun. Komust augnlæknarnir að þeirri niðurstöðu að örvandi áhrif kynlífs gætu valdið sjónhimnublæðingu eða rofi í sjón- himnu. Haft er eftir þeim að draga megi úr þessum óþægilegu hliðarverkun- um með því að halda ekki of lengi í sér andanum og ofreyna sig ekki. Þeir benda hins vegar á að sjóntrufl- anir í tengslum við kynlíf séu afar sjaldgæfar og ekki sé ástæða til að hafa of miklar áhyggjur. Mun meiri líkur séu til dæmis á að fólk fái hjartasjúkdóm eða alnæmi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.