Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Velheppnuð skíðaferö fatlaðra í Kerlingaflðll ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra stóð nýlega fyrir þriggja daga ferð í Kerlingarfjöll og fór að þessu sinni sautján manna hópur. Sams konar ferð var í fyrra og mæltist vel fyrir. Ferðin nú tókst hið besta og veður var gott og ánægja mikil. Nú fóru töluvert fleiri en í fyrra, en sú ferð var til reynslu. Er von- ast til að hægt verði að hafa ár- lega sumarferðir í Kerlingarfjöll. Ferðast var um á vélsleðum, fjór- hjólum, þotusleðum og nýir alpa- sleðar voru reyndir sem Reykjavík- urborg festi kaup á í vetur og íþróttasamband fatlaðra hefur til afnota fyrir aðildarfélög þess. Alpasleðamir em eins konar stólar á skíðum þar sem fatlaðir geta setið á og skíðað niður brekkumar. Á daginn fóru menn upp á tinda með snjótroðara og renndu sér niður. Á kvöldin vom haldnar kvöldvökur, farið í heita potta, grillað og fleira. Allir skemmtu sér konunglega og var mál manna að flestir hlökkuðu til að koma aftur . HORFT úr Slútnesi. TJALDSVÆÐIÐ við Voga. Á báti í Slútnes - markaðir - bænda- gisting ay hestaleigur í Mývatnssveit FARIÐ var upp á topp í snjótroðara og skíðað niður í alpasleðum. E!rf þeim? Meðalhítf í ágúst ± pp * Borg T °c Addis Ababa T 28 Amman f'i 33 Aþena ~ 33 Bagdad T 44 Belem z 32 Benghazi _JL 29 Bilbao i 25 Blantyre 23 Bogota JL BL’ 20 Caracas j. 26 Damaskus 1 J- 36 Dar es Salam T 29 Darwin 31 Harare 21 Hong Kong 31 Islamabaad 37 Kairó ihL 36 Kampala 1 25 Kuala Lumpur 32 Lusaka .~T 23 Malta 30 Manilla ðPfi 31 Maputo ■f 27 Nairóbí 21 Riyad . 111 / V \ 42 Santo Domingo / 15 Shanghai 32 Tel Aviv 1 30 Túnisborg 1 32 Zagreb 28 Wellington v! j 12 Heimild: Executive Travel A LYGNU Mývatni. Mývatnssveit. Morgunblaðið. HÉR í Mývatnssveit er rekin margskonar þjónusta fyrir ferða- fólk. Til glöggvunar gestum er ástæða til að víkja lítillega að því sem er á boðstólum. Hótelin í Reykjahlíð og Reyni- hlíð hafa um áratuga skeið verið með gistingu og aðra fyrirgreiðslu við gesti og gangandi. I hótel Reynihlíð er Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri. Telur hann aðsókn hafa verið góða í sumar, þrátt fyrir frekar óhagstætt veðurfar. í hótel Reynihlíð er Ingibjörg Þor- leifsdóttir hótelstjóri. Hún er einn- ig bjartsýn með reksturinn i sum- ar. Jón Ámi Sjgfússon er með fastar ferðir í Öskju og að Detti- fossi, Ásbyrgi, Hljóðaklettum, um Tjörnes og Húsavík. Hann er með gisti- og veitingarekstur í Birki- hrauni 11, Reykjahlíð. Hverinn við hliðina á verslunarhúsi Kaupfélags Þingeyinga er Qölsóttur veitinga- staður. Erlingur Guðmundsson keypti sl. vor hestaleigu Eldár hí sem taka 50-60 manns. Þar eru einnig 5 smáhýsi og rúmar hvert fjóra gesti. Góð aðstaða er fyrir húsbfla á svæðinu. Mýílug hefur daglegar ferðir Reykjavík- Mý- vatnssveit og einnig er útsýnis- og leiguflug. Siglingar um Mývatn Útsýnissiglingar á Mývatni eru nú á öðm starfsári. Eru skipulagðar skoðunarferðir á vélbáti m.a. í Slútnes og Geitey. Fegurð og gróð- urfar Slútness á sér fáa líka og í friðsælum skógarróðram synda endur og óðinshanar á sefivöxnum tjörnum sem umvafnar eru sóleyj- um og blágreni. Slútnes er án efa eitt af merkilegustu náttúraund- ram landsins og eram við stolt af að geta loksins boðið náttúraunn- endur eftir áratugá hlé að njóta þessa staðar. Fugla- og dýralíf Mývatnssvæð- isins er í blóma eftir margra ára lægð. í tveggja klukkustunda ferð frá Reykjahlíð að eyjunum um miðbik vatnsins gefst farþegum við Reykjahlíðarrétt og telur grandvöll fyrir reksturinn góðan. A Grænavatni reka Haraldur Helgason og kona hans Freyja Leifsdóttir tjaldsvæði og þar hefur verið allgóð aðsókn í sumar. í Ytri Neslöndum er mjög merkilegt fugla- og eggjasafn og leggja ýmsir leið sína þangað. Mývatnsmarkaður er útimarkaður sem stendur við hótel Reynihlíð. Þar er að fá vörar úr íslenskri ull, minjagripi ýmiss konar, hvera- bökuð rúgbrauð og reyktan silung. Dyngjan, félag handverkskvenna í sveitinni, er með sölu á margvís- legum vamingi félaga sinna og er við hliðina á hótel Reykjahlíð. Gísli Sverrisson og fleiri keyptu sl. vor rekstur og búnað tjaldsvæð- isins í Reykjahlíð af Skútustaða- hreppi. Nærri því era gistiskálar Kínaklúhkui- inn til Suður- Amerfku KÍNAKLÚBBUR Unnar stendur fyrir ferð til Suður-Ameríku í haust og verður lagt af stað þann 1. nóvember. Ferðast verður víðs vegar um Brasilíu í tvær vikur og síðan geta þeir sem vilja bætt við viku í Perú. Reiknað er með því að fara með 15 manna hóp. Unnur Guðjóns- dóttir, frumkvöðull Kínablúbbs, er fararstjóri og sænskur leiðsögu- maður sem hefur aðsetur í Brasil- íu verður með allan tímann. Unnur segir að fólk þurfí ekki að óttast að ferðin sé erfið og á þessum tíma sé sumar í Brasilíu og gott hita- stig. Verð er 250 þús. kr. fyrir 2 vikur í Brasilíu og er innifalið allt flug, gisting og morgunverðir, kynnisferðir til Argentínu og Paraguay og allar kynnisferðir í Brasilíu, svo og flugvallarskattar. Flogið er frá Kaupmannahöfn til Sao Paulo, síðan verður farið í kynnisferðir um Amasonsvæðið, flogið til höfuðborgarinnar Brasil- íu og fleiri staða og síðustu daga er dvalið í Río de Janeiro Ef menn vilja vera viku í Perú er dvalið í Lima í 3 daga, í Cuzco í 3 daga og farið til Macchu Picchu. kostur á að njóta nálægðarinnar við náttúra vatnsins þar sem hún gerist best. Frá miðjum júlí og fram í miðj- an ágúst er mergð fugla í ná- grenni eyjanna. Frá hljóðlátum báti má því fylgjast með svönum og öndum svo skiptir hundruðum. Vogabændur Vogabændur hf. er hlutafélag um rekstur ferðaþjónustu í Vogum við Mývatn. Félagið rekur tjald- stæði og gistiskála í skjólgóðu ijóðri og umlukt birkikjarri í Vogahrauni. Þarna eru vatnssal- erni, sturtur, nóg af heitu og köldu vatni og aðgangur að raf- magni. Tjaldsvæðin eru vinsæl hjá fjölskyldum og er stutt í alla þjónustu. í gistiskála er að fá uppbúin rúm eða svefnpokapláss. Eldunaraðstaða, borðstofa og setustofa með sjónvarpi eru fyrir gesti. Vogar eru vel í sveit settir og stutt á marga áhugaverða staði. Hverfjall og Gijótagjá, sem áður var vinsæll baðstaður, eru í landi Voga. Einnig er stutt í Dimmu- borgir. Veiðileyfi eru seld þarna á góð urriðasvæði. Ferðaþjónustan Garði III Garður er við þjóðveg 1 í 3,5 km fjarlægð frá Skútustöðum og 12 km frá Reykjahlíð og er opið allt árið. Gisting er á efri hæð, og þar eru bæði uppbúin rúm og svefn- pokapláss. Eldunaraðstaða og leiksvæði fyrir börn. Afnot af reið- hjólum geta fylgt gistingu Eldá Eldá hf. rekur tjaldsvæði á fögrum stað á bökkum Mývatns. Þar er góð aðstaða, salerni, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrk- herbergi og útigrill. Þar er hægt að leigja róðrarbáta og veiðileyfi eru seld þar. Einnig býður Eldá heimagistingu, skoðunarferðir með leiðsögumanni hvert sem er um sveitina og dagsferð að Detti- fossi og um Jökulsárgljúfur. Versl- un er í tengslum við tjaldsvæðið þar sem er gott úrval af landakort- um, erlendum bókum, póstkortum og fleiru. ■ Kristján Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.