Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Veitingastaðir spretta upp í Gaza í JORDAN Times segir frá því að á síðustu mánuðum hafi um tuttugu veitingastaðir sprottið upp á Gaza- svæðinu, flestir meðfram strönd- inni. Sumir séu hreinustu sælkera- staðir og ferðamenn til Gaza sem fram að þessu hafi einkum verið blaðamenn og ættingjar íbúa, komi þangað í auknum mæli. Vitnað er í nokkra íbúa og þeir benda á að í þau 27 ár sem Israel- ar hersátu Gaza hafi verið útgöngu- bann frá því kl. 20 á kvöldin. Nú hafí Gazabúar því loks tök á því að sitja á kaffihúsunum í ró og næði og fara út að borða -_svo fremi þeir geti veitt sér það. Á þessum matsölustöðum flestum er fiskur aðalrétturinn og sérstaka athygli hefur vakið staðurinn La Mirage þar sem nú koma um 250 manns á dag. „Vinsælasti aðalrétturinn okkar er fiskur, matreiddur á ýms- an hátt og með alls konar kryddjurt- um og svo borinn fram með spag- hetti,“ sagði Eleiwa eigandi La Mirage. Matsölustaðnum er skipt í þrennt, einn er úti á veröndinni með útsýni yfir sjóinn fýrir gift fólk, annar sameiginlegt herbergi beggja kynja og loks einn salur aðeins fyr- ir karla. ■ Morgunbladið/Jóhanna Kristjónsdóttir Frá Gaza. Gríllveislur Morgunblaðið. Neskaupstað. MEÐAL nýjunga sem Hótel Egilsbúð og Fjarðarferðir í Neskaupstað hafa fitjað upp á í sumar eru grillveislur í Hellisfirði. Hann er eyðifjörður og gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Grillað er úti undir berum himni á í HellisfirOi svæði þar sem í bytjun aldarinnar var starfrækt hvalstöð. GefSt ferða- mönnum kostur á að skoða menjar um hana sem eru víða á svæðinu. Þessar ferðir í Hellisfjörð hafa notið vinsælda meðal ferðalanga. ■ Morgunblaðið/Ágúst ERLENDIR gestir í Hellisfirði. Eftir að hafa svipast um á svæðinu er slegið upp grillveislu UM HELGINA Ferðafélag íslands UM verslunarmannahelgina 4.-7. ágúst verður farið til Landmannalauga-Breiðabaks- Eldgjár, einnig Svínárness- Kerlingagljúfra-Hveravalla. Þá verður farið í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls í 3 til 4 daga. í þessar ferðir verður lagt af stað á föstudagskvöldið kl. 20. Á laugardeginum verður farið í Núpsstaðarskóg kl. 8. ■ FERÐALÖG GAMLI bærinn í Reykjarfirði er byggður úr reka. Morgunbiaðið/ÞHY Þar stendur tíminn kyrr og gömul íslensk gestrisni lifir LANDRIS hefur verið í Reykjarfirði. Eins og sjá má eru melar orðnir grónir melgresi en ekki er langt síðan að sjór lá þar yfir. SUNDLAUGIN í firðinum er ein sú elsta á landinu, en sundlaugin er gerð 1938. VESTFIRÐIR og Strandir hafa löngum verið talin búa yfir kynngi- krafti og dulúð. Sá sem kemur þar í fyrsta skipti og sér fjöllin keppast við að teygja sig til himins hlýtur að viðurkenna þá gömlu trú að galdramenn geti búið á þvílíkum stað. Landslagið er fallegt og hrika- legt í senn. Það er eitthvað sem hvetur ferðamenn að ganga um firðina, enda eru Vestfirðir ein best varðveitta gönguparadís þeirra sem unna löngum og krefjandi göngum um óspillta náttúru. Þeir sem ekki hafa tíma né þrek til þess að ganga svo dögum skipt- ir um eyðifirði friðlandsins á Horn- ströndum geta fengið smjörþefinn af náttúrufegurð Stranda með því að fara útsýnisflug með flugfélag- inu Erni frá ísafirði vítt og breytt um Vestfirði, þar sem skoða má náttúruundrin úr lofti. Þó að Vestfirðir virðist vera næstum óyfirstíganlegt landflæmi á landakortinu og seinlegt sé að fara landleiðina vegna þess að þræða þarf inn og út hvern fjörð, þá er fljótlegt að fljúga á milli staða og eins að sigla yfir firðina. Meðal þeirra stuttu ferðalaga sem flugfélagið býður upp á fyrir ferðamenn, sem ekki hafa mikinn tíma til þess að skoða sig um á Vestfjörðum, er ferð til Reykjar- fjarðar hjá Geirólfsnúpi. Reykjar- flörður er afskekktur á Ströndum, rétt fyrir sunnan Hombjarg, og þangað er aðeins hægt að komast frá lofti, legi og á tveimur jafnfljót- um. Á leiðinni er flogið yfir Hom- bjarg, eina mestu náttúruperlu Stranda, og þaðan yfir víkur og firði til Reykjarfjarðar. Þegar þangað er komið tekur Ragnar Jakobsson á móti gestum og leiðbeinir um svæðið. Ragnar býr í Reykjarfirði á sumrin með konu sinni, Sjöfn Guðmundsdóttur. Reykjarfjörður er gömul hlunninda- jörð, þar sem reki er mikill, fuglalíf og fjölbreyttur gróður; hvönn, sól- eyjar, blágresi og viðkvæmur fjöru- gróður breiðir úr sér. Gráir sels- hausar skjótast upp úr djúpinu og góna stómm augum á gestina. Eln elsta útlsundlaug landslns Eins og nafnið gefur til kynna er jarðhiti í Reyijarfirði og ér þar ein elsta útisundlaug á landinu, byggð árið 1938 og er 20x8 metrar að stærð. Laugin vekur oftast mikla ánægju þeirra sem leið eiga um fjörðinn. Næstum allt í Reykjarfirði er byggt úr reka, enda hafa bændur þar verið sjálfum sér nógir í gegnum tíðina og gömul hefð er fyrir smíði úr reka, sem Ragnar og bræður hans hafa haldið við. Gamla íbúðar- húsið var byggt árið 1930 úr reka- viði, svo og gamla sögunarmyllan, en hún hefur vikið fyrir nýrri myllu þar sem rekaviður er sagaður. Á gönguferðinni um svæðið segir Ragnar sögu staðarins og sýnir ýmsar menjar fyrri tíma. Einstaka sinnum gerir ein og ein kría árás og hjörtu ferðamanna taka kipp og þeir seilast í næsta prik og veifa yfír höfði sér, aðrir setja undir sig hausinn og breiða yfirhafnir yfir og gægjast undan jakkalafi. Töluvert landris hefur orðið í fírð- inum. Ragnar giskar á að við land- ið hafi bæst nokkrir tugir metra síðan hann man eftir sér frá unga aldri, enda má sjá rekavið langt uppi í landi og sandmelar eru ný- grónir melgresi. Tíminn stendur hér kyté og ferðalangarnir gleyma sér í róleg- heitunum í logninu. Drangajökull birtist af og til þegar skýjabólstrar rofna yfir hvítri snjóbreiðunni. Eftir skoðunarferðina er gestum boðið í sund í myndarlegri og aldraðri sundlauginni og fólki hættir til að gleyma sér í þægilegu og klórlausu vatninu. Eftir busl og hamagang fínnst mörgum orðið nóg komið og brölta upp úr afslappaðir og heitir. Sjöfn og Ragnar bjóða síðan kaffi og heimalagað bakkelsi eins og samkvæmt gamalli íslenskri gest- risni og kaffið og klattamir renna ljúflega niður í svanga maga. Því útiveran og sundið örva matarlyst- ina. Ragnar og Sjöfn em nýbyrjuð að leggja stund á ferðaþjónustu í firðinum og hafa viðtökur verið mjög góðar. Mikill áhugi virðist vera á svæðinu á Hornströndum og finnst mörgum lúnum göngugörp- um mikill léttir að koma í fjörðinn eftir nokkurra daga göngu um Strandir og steypa sér í laugina. í firðinum er nú hægt að gista á tjald- stæði kjósi gestir að dvelja þar leng- ur, auk þess að hægt er að leigja 4-5 manna kofa til lengri og skemmri tíma. Eftir ánægjulegan dag er rölt aftur á heimagerðan flugvöllinn þar sem flugvélin bíður og flogið til móts við Drangajökul og snúið til Isafjarðar. ■ ÞHY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.