Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 176. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 5. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Króatar umkringja höfuðvígi Serba Zagreb, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. KRÓATAR hófu í gær umfangs- mikla sókn inn í Krajina-hérað, sem Serbar hafa haft á valdi sínu frá árinu 1991. Ivan Tolj, talsmaður króatíska varnarmálaráðuneytisins, sagði í gær að Króatar hefðu náð borginni Petrinja, 40 kílómetrum suður af Zagreb, á sitt vald þó að enn væri barist á götum. Þá hefðu sveitir Króata umkringt Glina og Knin, sem er höfuðvígi Króatiu- Serba. Talsmaður Franjo Tudjmans Króatíuforseta sagði að hugsanlega myndi Króötum takast að ná öllum svæðum Serba í Króatíu á sitt vald á vel innan við mánuði. Árás Króata á Krajina var harð- lega gagnrýnd af mörgum ríkis- stjórnum í gær en viðbrögð Banda- ríkjastjórnar og Þjóðverja þóttu óvenju hógvær. Rússar fordæmdu Króata harðlega og gagnrýndu einn- ig ríki sem virtust styðja aðgerðir þeirra. 100.000 hermenn Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær ekki hafa nein tök á að stöðva árás Króata en hótuðu loftárásum á sveitir þeirra ef aftur yrði ráðist á friðargæsluliða. Dansk- ur friðargæsluliði féll er króatískur skriðdreki skaut á danska friðar- gæsluliða við Sisak eftir að þeir neituðu að yfirgefa stöðvar sínar. Skotið var á fjölmargar aðrar stöðv- ar friðargæsluliða og særðust nokkr- ir. Seint í gærkvöldi sagði talsmaður Atlantshafsbandalagsins að tvær orrustuþotur, á eftirlitsflugi yfir Króatíu, hefðu skotið eldflaugum á stöðvar Serba við Knin. Var flaugun- um skotið er Serbar læstu miðunar- búnaði loftvarnarflauga á þoturnar. Rússar saka vestræn ríki um að styðja og bera ábyrgð á hernaði Króata Reuter KRÓATÍSKIR hermenn á eftirlitsgöngu við landamæri Krajina. Talið er að hundrað þúsund her- menn taki þátt í sókn Króata en til varnar eru um 50 þúsund Serbar. Króatíska útvarpið lék ættjarðar- tónlist í allan gærdag auk þess sem ítrekað var útvarpað ávarpi Tudj- mans forseta þar sem hann sakaði Serba um að neita að ganga til frið- arsamninga. Hét hann serbneskum hermönnum sakaruppgjöf legðu þeir niður vopn. Króatar hafa undirbúið stórsókn í allt sumar en talið var líklegt að þeir myndu ekki láta til skarar skríða fyrr en í september, þegar kólna tekur í veðri. Líklegt þykir að sókn Serba í Bihac hafi orðið til að flýta árás þeirra. Ef Bihac hefði fallið hefðu Króatar átt litla möguleika á að ná Krajina á sitt vald. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að árásirnar á Bihac væru ástæða sóknar Króata en hvatti þá þó til að „sýna mikla stillingu" til að koma mætti í veg fyrir allsherj- arstríð á Balkanskaga. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist vona að þetta yrði til að stöðva aðgerðir Serba í Bihac. Breska utanríkisráðuneytið fordæmdi Króata harðlega og sagði hættu á að átökin breiddust út. Þýska stjórnin, sem hefur haft mjög náin samskipti við Króata sagðist „harma" árás þeirra. Tóku Þjóðverjar fram að ekki mætti gleyma því að SÞ hefði ekki tekist að endurheimta króatísk Iandssvæði úr greipum Serba. Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússa, gagnrýndi Króata harðlega og virtist einnig beina spjótum sínum að Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Allir þeir sem hvetja til hernaðaraðgerða, og þá sérstak- lega núverandi aðgerða Króatíuhers, taka á sig mikla ábyrgð... á því blóð- baði og útbreiðslu átaka sem þetta gæti leitt til," sagði Kozyrev. Leynilegt samkomulag? Sókn Króata hefur vakið upp á ný vangaveltur um hvort gert hafi verið leynilegt samkomulag milli Tudjmans og Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Er talið hugsanlegt að þeir hafi orðið ásáttir um að Serb- ar fengju að halda hinu frjósama landbúnaðarhéraði Austur-Slavóníu, sem liggur að Serbíu. Þá er ekki talið útilokað að stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Þýskalandi hafi gefið í skyn að þau myndu ekki setja sig upp á móti takmörkuðum hernaðar- aðgerðum. Var haft eftir vestrænum stjórnarerindreka að Króötum hafi hugsanlega „verið gefið gult ljós þó að það hafi ekki verið grænt". Greint var frá því í gærkvöldi að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, hefði tekið við æðstu stjórn hersveita Serba af Ratko Mladic hershöfðingja. ¦ Sókn Króata/18 ítalía Lífeyris- umbætur knúnarí gegn Róm. Reuter. NEÐRI deild ítalska þingsins sam- þykkti í gær frumvarp um nýtt líf- eyriskerfi og það er nú orðið að lög- um. Talið er að sparnaðurinn vegna nýja kerfisins verði sem svarar tæp- um 4.000 milljörðum króna á næsta áratug. Efri deild þingsins samþykkti frumvarpið á fimmtudag og sú neðri varð að afgreiða það í annað sinn vegna breytinga sem höfðu verið gerðar á því. Neðri deildin sam- þykkti frumvarpið með 266 atkvæð- um gegn 92, en 125 sátu hjá. Lamberto Dini forsætisráðherra hafði lagt áherslu á að frumvarpið yrði afgreitt fyrir sumarhlé þings- ins, sem stendur í mánuð, og nýja lífeyriskerfið var ekki í höfn fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir þingslit. Miðað við framlög, ekki tekjur Dini sagði að þótt nýju lögin tryggðu nauðsynlegan sparnað væru þau sanngjörn fyrir lífeyrisþega. Margar ríkisstjórnir hafa reynt að breyta lífeyriskerfinu síðustu 20 árin en án árangurs þar til nú. Hallinn á kerfinu hefur verið sem svarar 2.700 milljörðum króna á ári. Samkvæmt nýju lögunum geta ítalir ekki fengið fullan lífeyri nema þeir hafi greitt í lífeyrissjóð í 35 ár og þessi mörk verða hækkuð í 40 ár í áföngum fyrir árið 2008. Greiðslur í gamla kerfinu voru miðaðar við tekjur en ekki framlög lífeyrisþeg- anna. Bindandi samning- ur um úthafsveiðar var samþykktur New York. Morgunblaðið SJÖTTA og síðasta fundi úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna lauk í gær í höfuðstöðvum samtakanna í New York með því að samþykktur var samhljóða bind- andi samningur um úthafsveiðar. Samningurinn tekur gildi þegar þrjátíu ríki hafa fullgilt hann. For- maður ráðstefnunnar, Fiji-maður- inn Satya N. Nandan, sagði fundar- menn eiga skilið þakklæti heims- byggðarinnar og hvatti samnings- aðila til að sjá til þess að samningn- um yrði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Auk formannsins tóku til máls fimm sjávarútvegsráðherrar sem viðstaddir voru lokaathöfnina, þar á meðal Þorsteinn Pálsson. Þor- steinn sagði samninginn staðfest- ingu á því að Sameinuðu þjóðirnar gætu haft ómetanlega þýðingu fyr- ir þróun þjóðaréttarins. „Nú þegar við snúum okkur að næsta verk- efni, sem er að hrinda samningnum í framkvæmd, hljótum við að vona að sá andi samvinnu sem hefur einkennt ráðstefnuna geri okkur kleift að leysa úr vandkvæðum sem upp kunna að koma." Allir luku ráðherrarnir miklu lofsorði á frammistöðu formanns- ins. Brian Tobin sjávarútvegsráð- herra Kanada sagði þetta mikinn hátíðisdag. Sjóræningjaveiðar á úthöfunum yrðu brátt úr sögunni. Strandríki mættu samt ekki líta á samkomulagið sem tækifæri til að binda enda á veiðar úthafsveiði- þjóða. Úthafsveiðiríki mættu held- ur ekki líta svo á að nú væri hver síðastur að láta greipar sópa um auðlindir úthafanna. Jan Henry T. Olsen sjávarút- vegsráðherra Noregs mæltist til þess að samningsaðilar biðu nú ekki boðanna heldur færu strax að starfa á grundvelli samningsins þótt hann hefði ekki tekið gildi. „Á mörgum stöðum og í mörgum til- vikum munu samningsaðilar njóta góðs af því að beita samningnum strax frá og með þessum sögulega degi, til að koma reglu á hlutina í stað ágreinings. Norðmenn eru til- búnir fyrir sitt leyti, í félagi við vini okkar í Norð-Austuratlants- Reuter FULLTRÚAR á ráðstefnunni fagna samkomulaginu með lófa- taki. Á innfelldu myndinni má sjá Þorstein Pálsson sjávarútvegsráð- herra ávarpa ráðstefnuna. hafi, að taka þessari áskorun." Emma Bonino sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kvaðst í ræðu sinni ekki geta leynt undrun sinni yfir því að í samningstextanum væri ekki komið til móts við kröfur Evrópusambandsins um að vald- beiting væri óheimil við eftirlit með veiðum á úthafinu. Leysa yrði úr þessu innan svæðisstofnana þeirra sem komið verður á fót á hverjum stað. Einnig áskildi hún Evrópu- sambandinu rétt til að meta sjálf- stætt hvort ráðstefnan hefði haldið sig innan umboðs síns. ¦ Samningurinn rammi/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.