Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGÁRDAGUR 5. ÁGÚST 1995_________________________________________MORGUNBLAÐIÐ ÚTHAFSVEIÐISAMKOMULAGIÐ í NEW YORK Samningurinn rammi sem fylla þarf upp í Erfítt er að ráða í hvaða afleiðingar úthafsveiðisamningurinn hefur nákvæmlega fyrir Norð-Austuratlantshaf, skrifar Páll Þórhallsson frá New York. Reuter ÞORSTEINN Pálsson og Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada. SAMKOMULAG það sem náðst hefur um úthafs- veiðar markar tímamót. Þar með er lokað glufu í þjóðaréttinum sem þýtt hefur að veiðar á úthafinu hafa í raun verið stjóm- lausar. Það verður að teljast merki- legur árangur að takast skyldi að fá úthafsveiðiþjóðir til að gangast undir skuldbindingar í þessu efni. Óhætt mun að fullyrða að almenn- ingsálit í heiminum, sem er svo mjög á bandi ábyrgrar meðferðar auð- linda, eindreginn samningsvilji ríkja á ráðstefnunni og örugg handleiðsla formanns ráðstefnunnar, Satya N. Nandans frá Fijieyjum, stuðluðu að hinum farsælu lyktum. Miklar væntingar eru bundnar við samkomulagið, um að þar með sé komin lausn á viðkvæmum milli- ríkjadeilum um fiskveiðar. Fulltrúar íslands hafa samt ætíð lagt áherslu á að það sé of djúpt í árinni tekið. Samningurirífi sé fyrst og fremst rammi sem deiluaðilar á hveijum stað verði að fylla upp í. En vissu- lega þrýsti hann á ríki að koma sér saman um verndunar- og stjórnunar- reglur innan viðkomandi svæðis- stofnunar. Það er hægara sagt en gert að átta sig á því við lestur samnings- textans, sem er í 50 greinum auk tveggja viðauka, hver séu aðalatriðin og hver aul*aatriðin. Og eins að reyna að heimfæra textann á stað- bundnar deilur. Textinn er málamiðl- un og hvarvetna þar sem samnings- aðilar töldu of fast að orði kveðið með tilliti til eigin hagsmuna var reynt að stuðla að því að textinn yrði mildaður. Samt er fjarri lagi að segja að samningurinn sé það almennur að hann sé þýðingarlaus. Þar er þvert á móti að fínna fjöl- margar mikilvægar grundvallarregl- ur og þar er skapaður raunhæfur grundvöllur til ábyrgrar stjómunar fiskveiða á úthafinu. Hins vegar verða þau ríki sem hagsmuna eiga að gæta að semja um útfærsluna 'á hverju svæði fyrir sig. Ef við horfum til úthafssvæða_ á Norðaustur-Atlantshafi þar sem ís- lendingar eiga hagsmuna að gæta þá má benda á eftirtalin atriði. Með samningnum er hafnað þeirri leið að strandríki færi lögsögu sína frekar út en orðið er, 200 mílurnar eru sem sagt endapunkturinn. Það verður í verkahring svæðis- stofnana að stjóma veiðum úr deili- stofnum og á miklum fartegundum. Því er ósvarað hvaða stofnanir þar verður um að ræða, hverjir verða aðilar og hver verða landfræðileg mörk þeirra. Norðmenn hafa sagt að þegar sé fyrir hendi „stofnun" fyrir Barentshafið, þ.e.a.s. samstarf þeirra og Rússa. Islendingar hafa svarað því með því að hóta viðræðum við Grænlendinga um tvíhliða stjórn- un á karfastofninum á Reykjanes- hrygg. Fulltrúar íslands segja í óformlegum samtölum að Norðaust- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndin sem hefur lögsögu á öllu Norðaustur-Atl- antshafi geti verið „stofnun" í skiln- ingi úthafsveiðisamningsins. Tíminn einn mun leiða í ljós hvaða stofnan- ir munu fara með stjómun karfans á Reykjaneshrygg, norsk-íslensku síldarinnar og þorsksins í Smugunni. í samningnum er að fínna ákvæði í e-lið 11. gr. þess efnis að þegar réttindi nýrra aðila í svæðisstofnun em ákveðin skuli taka tillit til þarfa strandríkja sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á fiskveiðum. Þetta ákvæði mun fyrst og fremst geta nýst íslendingum varðandi karfann og síldina. Varðandi landfræðilega afmörkun svæðis þess sem svæðisstofnun starfar á segir í b-lið 1. mgr. 9. gr. að ákveða eigi lögsögu svæðisstofn- unar með tilliti til sérkenna viðkom- andi svæðis, félags- og efnhagslegra þátta, auk umhverfis- og landfræði- legra þátta. Ef stefna Norðmanna verður ofan á og samstarf þeirra og Rússa í Barentshafi öðlast viður- kenningu sem svæðisstofnun er beri ábyrgð á stjómun þar um slóðir eiga íslendingar samt möguleika á aðild. Mælt er fyrir um það í samningnum að svæðissamtök skuli opin þeim ríkjum sem eigi raunverulegra hags- muna að gæta. íslendingar geta haldið því fram að þeir eigi raunveru- lega hagsmuni í Smugunni, hafandi veitt þar undanfarin ár. Óvíst er að hve miklu leyti e-liður 11. gr., sem áður var nefndur, getur nýst íslendingum í Smugunni. í samningnum er almennt ekki kveðið á um úthlutun kvóta á úthaf- inu heldur er það eftirlátið einstökum svæðisstofnunum. í samningnum er þó sagt til um það til hvaða þátta eigi að taka tillit þegar ákveðið er hve mikið megi veiða úr stofni innan efnahagslögsögu annars vegar og utan hennar hins vegar. Það er þarna sem d- og e-liður 2. mgr. 7. gr. koma við sögu. Annars vegar um hlutfalls- lega dreifingu stofnsins og veiðar úr honum og hins vegar að taka beri tillit til þess að hve miklu leyti við- komandi strandríki og úthafsveiðiríki séu háð veiðum úr stofninum. Slíkt ákvæði hlýtur yfirleitt að vera hag- fellt Islendingum vegna vægis sjávar- útvegs í þjóðarbúskapnum. Ætla má að samningurinn þýði að þau ríki sem hagsmuna eiga að gæta varðandi norsk-íslensku s(ld- ina, sem er deilistofn, séu skuldbund- in til að taka upp formlegt samstarf um nýtingu hennar. Þau geti ekki veitt hana að vild í eigin lögsögu en þurfi heldur ekki að sæta því að önnur ríki veiði stjómlaust úr stofn- inum í Síldarsmugunni. Deila um Okotsk tafði New York. Morgunblaðið. ÞAÐ kostaði mikla þrautseigju að ná samkomulagi því um úthafsveiðar sem nú er í höfn. Fyrirfram var búist við að 21. og 22. gr. um eftir- lit og framkvæmdavald yrðu erfið- astar viðureignar. Það var og raunin að langan tíma tók að skapa einingu milli strand- ríkja og úthafsveiðiríkja um orðalag þessara greina. Ágreiningur Rússa og Pólveija um Okotsk-hafið austur af Kyrrahafsströnd Rússlands olli erfiðleikum á lokasprettinum. Ákvæði samningsins sem íslend- ingar hafa beitt sér sérstaklega fyr- ir reyndust föst í sessi. Að vísu lagði Evrópusambandið til um miðbik lokafundarins að felldur yrði niður e-liður 11. gr. um sérstakt tillit til strandríkja sem byggja afkomu sína í mjög miklum mæli á fiskveiðum. Mörg ríki tóku þá til máls til stuðn- ings málstað íslendinga og er ákvæðið óbreytt í samningnum. ------------------- Óttast túlk- un „íslenska ákvæðisins“ NORSK stjórnvöld eru ekki sátt við þá túlkun íslendinga að ákvæði um að taka beri sérstakt tillit til hags- muna ríkja er byggja afkomu sína á fiskveiðum - hið. svokallaða „ís- lenska ákvæði" - nái einnig til veiða Islendinga í Barentshafi. Ekki virðist, að mati norskra fjöl- miðla, hafa þokast í samkomulags- átt á fundi Jan Henry Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, og Þor- steins Pálssonar í New York á fimmtudag. Norsk blöð hafa eftir Þorsteini að of snemmt sé að segja til um hvort að ákvæðið eigi við um veiðarnar í Barentshafi. Norðmenn telja íslenska ákvæðið ekki eiga við í Smugunni þar sem ísland sé ekki „strandríki“ þar. ÍSLENSKA sendinefndin: (f.v.) Guðmundur Eiríksson, Arnór Halldórsson, Helgi Ágústsson og Tómas Heiðar. Stjómun úthafsveiða í höndum svæðisstofnana New York. Morgunbladið. SAMKOMULAG það sem náðist á úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem lauk í New York í gær gerir ráð fyrir að stjórnun veiða á úthafinu utan 200 mílna efnahagslögsögu strandríkja verði í höndum svæðisstofnana. Meginatriði samkomulagsins eru eftirfar- andi. Samningurinn er gerður á grundvelli haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og ber að skýra hann í samræmi við sáttmálann. Hafréttarsáttmálinn frá 1982 sem nýverið gekk í gildi varðar fyrst og fremst land- helgi, efnahagslögsögu og landgrunn og geymir einungis mjög almennar reglur um veiðar á úthafinu svo sem um gagnkvæma tillits- og samráðsskyldu. Þessar almennu reglur þörfnuðust nánari útfærslu. Úthafsveiðisamningurinn tekur til vernd- unar og stjórnunar á svokölluðum deilistofn- um, þ.e. fiskistofnum sem fyrirfinnast bæði utan og innan lögsagna strandríkja (t.d. þorskinum í Smugunni, úthafskarfanum á Reykjaneshrygg og norsk-íslensku síldinni) og miklum fartegundum (t.d. túnfiski víðs vegar í heiminum). Markmið samningsins er að stuðla að verndun fiskistofna og sjálf- bærri nýtingu þeirra. Varúðarregla Samningsríkin skuldbinda sig til að grípa til aðgerða á vísindalegum grunni er stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofna svo þeir gefí sem mest af sér. Þau heita að beita svokallaðri varúðarreglu á víðtækan hátt. Einkum má skortur á nægilegum upplýsing- um um ástand fískistofna ekki leiða til þess að verndaraðgerðum sé slegið á frest. í samningnum er gert ráð fyrir því að samræmi ríki milli þeirra verndar- og stjórn- unaraðgerða sem gripið er til innan lögsögu strandríkis og utan hennar. Til að stuðla að þessu skulu viðkomandi strandríki og þau ríki sem veiða fyrir utan lögsögumörkin svo skjótt sem auðið er hefja samvinnu um stjórnun á veiðum á viðkomandi fiskistofni á úthafinu, annaðhvort milliliðalaust eða á vettvangi svæðisstcfnunar. Við ákvörðun sambærilegra verndunar- og stjómunaraðgerða utan og innan lögsögu skulu ríki m.a. hafa hliðsjón af: Að ekki verði grafið undan vemdaraðgerðum strand- ríkisins, litið sé til veiða úr viðkomandi stofni eins og þær tíðkast og dreifingar hans og tillit tekið til þess hversu viðkomandi strand- ríki og úthafsveiðiríki eru háð veiðunum. Ef ekki næst samkomulag um verndarað- gerðir, hvorki til frambúðar né bráðabirgða, er gert ráð fyrir Ieiðum til að fá bindandi úrlausn óháðs aðila um deiluefnið. Takmarkaður aðgangur Aðild að svæðisstofnunum þeim sem gert er ráð fyrir að stjórni úthafsveiðum á hveij- um stað er ekki frjáls heldur bundin við þau ríki sem eiga „raunverulegra hagsmuna" að gæta eins og það er orðað. Einungis þau ríki sem gerast aðilar eða samþykkja að lúta ákvörðunum svæðisstofnunarinnar koma til greina við kvótaúthlutun úr viðkom- andi stofni. Hlutverk svæðisstofnananna er að ákveða heildarkvóta, úthluta kvótum til aðildarríkja, setja reglur um veiðar og veiðarfæri, safna upplýsingum og setja reglur um eftirlit með veiðum. Þegar ákveða á réttindi nýrra aðild- arríkja að svæðisstofnun skal meðal annars tekið tillit til strandríkja sem byggja afkomu sína að verulegu Íeyti á nýtingu auðlinda sjávar, eins og segir í e-lið 11. gr. Eftirlit og framkvæmdarvald Hvað eftirlit og framkvæmdarvald áhrær- ir er fylgt þeirri meginreglu þjóðaréttarins að það sé fyrst og fremst í höndum fánaríkis- ins, þ.e. þess ríkis þar sem skip er skráð. Síðasti fundur úthafsveiðiráðstefnunnar hef- ur að verulegu leyti snúist um það að hve miklu leyti eigi að gera ráð fyrir undantekn- ingum frá þessari meginreglu. Þörfin er augljós því ef engar undantekningar væru leyfðar þá hefðu úthafsveiðiríkin það í hendi sér hvort fiskveiðibrot hefðu einhveijar af- leiðingar fyrir viðkomandi útgerð. Strandrík- in lýstu því yfir að það væri óásættanlegt. Þau hafa barist fyrir því að öðlast rétt til íhlutunar ef fánaríkið aðhefst ekkert. Á þessu er tekið í 21. og 22. gr. samningsins. Þar segir efnislega að hvert aðildarríki að svæðisstofnun megi láta eftirlitsmenn sína fara um borð í fiskveiðiskip á úthafinu. Ef rökstuddur grunur vaknar um fiskveiðibrot skal tilkynna það fánaríkinu. Ef það bregst ekki við innan þriggja daga má færa skipið til hafnar. Eftirlitsaðgerðir þessar mega ekki vera harkalegri en efni standa til. Gildistaka Erfitt er að segja fyrir um hvenær samn- ingurinn gengur í gildi. Hann var samþykkt- ur samhljóða í gær en verður ekki tilbúinn til undirritunar fyrr en 4. desember næst- komandi. Samningurinn gengur síðan í gildi þijátíu dögum eftir að 30 ríki hafa fullgilt hann. Fram að því geta sámningsaðilar sem það kjósa beitt ákvæðum samningsins til bráðabirgða sín á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.