Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingastofnun um fötlun barna með Perthes-sjúkdóm Fá ekki upphækkun RÖK þess að Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í kostnaði vegna upphækkunar í skó þeirra sem hafa mislanga fætur eru þau að ekki sé talin þörf á henni -nema lengdarmunurinn sé meiri en tveir sentimetrar. Að sögn Svölu Jóns- dóttur, deildarstjóra fræðslu- og útgáfudeildar Tryggingastofnunar, er reglan sett af tryggingaráði og var það mat þeirra sem þar sátu að þeim sem hafa mislanga fætur ætti að duga að nota skóinnlegg ef lengdarmunurinn væri innan tveg-gja sentimetra. I umfjöllun Morgunblaðsins um Perthes-sjúkdóminn, sem getur eyðilagt mjaðmarlið í börnum, kem- ur fram að böm og unglingar skammast sín fyrir bæklun þá sem af sjúkdómnum hlýst og því sé mikil- vægt að þeim sé gert kleift að fela hana m.a. með sérstökum upphækk- unum í skó. Gunnar Þór Jónsson, prófessor og sérfræðingur í bæklun- arlækningum, segir þar einnig að nær væri að leggja þetta mat í hend- ur sérfræðinga en að þurfa að fylgja svona reglu út í hörgul. Samkvæmt upplýsingum Svölu eiga böm með Perthes-sjúkdóm og framfærendur þeirra rétt til umönn- •unarbóta allt upp í þriðja flokk af fimm flokkum skilgreiningar á fötl- unar- og sjúkdómsstigi sem Trygg- ingastofnun miðar við úthlutun bót- anna. Læknir viðkomandi barns sendir tryggingayfirlækni umsókn um bæturnar og metur hann hveijar þær verða í hveiju tilviki fyrir sig. Fari bætumar m.a. eftir aldri bárns- ins, sjúkdómi þess eða fötlun og hversu mikillar þjónustu það nýtur utan heimilis. Böm sem njóti umönnunarbóta greiði einnig lægra gjald fyrir iæknisþjónustu og heilsu- gæslu. Eiga rétt á sjúkraþjálfun Auk þessa eigi börnin rétt á sjúkraþjálfun eftir aðgerð, á kostnað Trýggingastofnunar, í átján skipti að jafnaði á ári eins og aðrir sem eigi við langvinna og alvarlega sjúk- dóma að stríða. Ef læknir telji að sjúklingur þurfi á frekari þjálfun að halda geti hann farið fram á það og er þá hvert til- vik metið fyrir sig. Þá segir Svala að þegar ungling- ur nær sextán ára aldri falli bætum- ar niður en þess í stað geti hann farið í örorkumat og fengið örorku- styrk ef örorka hans er metin 50-74% en örorkulifeyri ef hún er metin til 75% eða meira. BBCog Guardian áUxa FJÖLMARGIR blaðamenn hafa þegar boðað komu sína hingað til lands vegna Uxa-tónleikanna um verslunarmannahelgina. Þar á meðal verður töku- og frétta- mannalið frá breska ríkissjón- varpinu, BBC, blaðamaður og ljósmyndari frá Guardian og tveir hópar frá MTV, þar á meðal tökumaður og blaðamað- ur frá Kanada, að sögn Kristins Sæmundssonar hjá Uxa ehf. Hann segir ólíklegt að fleiri eigi eftir að bætast við, því öll sæti séu upppöntuð frá Bretlandi. Sérstakur gestur hátíðarinn- ar er Björk Guðmundsdóttir, sem hefur náð sér að fullu af hálseymslum og söng fyrir fullu húsi í Chicago aðfaranótt föstu- dags. Hættumat fyrir Flat- eyri og Siglufjörð ALMANNAVARNIR ríkisins eru nú að láta vinna hættumat fýrir Siglufjörð og verið er að endurskoða hættumat Flateyrar. Guðjón Pet- ersen, framkvæmdastjóri Almanna- vama, segir að vinnan við hættu- mat Flateyrar sé jafnframt forvinna fyrir hættumat á Bolungavík. Býst hann við að vinnu við hættu- matið fyrir Siglufjörð og Flateyri ljúki í ágúst en fyrir Bolungarvík í september. Verður þá hafist handa við að endurskoða hættumat Ólafs- víkur, Patreksfjarðar, Súganda- fjarðar, Seyðisfjarðar og Neskaup- staðar. Búið er að klára hættumat fyrir ísafjörð. Morgunblaðið/Halldór STARFSMENN Uxa '95 að setja upp tónleikasviðið sl. fimmtudag. Filjar hf. smiða tumana FITJAR hf. í Njarðvík smíðuðu turn- ana við loðnubræðsluna á Fáskrúðs- firði og raunar strompinn stóra, sem áður hefur verið getið, í Morgunblað- inu. Turnamir, sem getið var í Morg- unblaðinu í gær, eru hins vegar smíð- aðir í samvinnu við Héðin hf., sem mun setja færslukerfið í þá. Þegar hafa risið tveir rúmlega 32 metra háir turnar, en fyrirhugað er að þeir verði alls 4. Strompurinn, sem smíðaður var fyrir nokkru vestur í Héðni hf. af Fitjum í Njarðvík var hins vegar fluttur í heilu lagi austur. -----♦ » ♦ Opnunartími verslana VERSLUNARMIÐSTÖÐVARNAR Kringlan og Borgarkringlan verða lokaðar fram á þriðjudag, en ekki fá þó allir verslunarmenn frí um helgina. Verslanir 10-11 verða opnar alla helgina, laugardag, sunnudag og mánudag, frá kl. 10 til 23. Versl- anir Nóatúns verða opnar til kl. 16 í dag, en verða lokaðar sunnudag og mánudag. Allar verslanir Hag- kaups, nema í Kringlunni og Kjör- garði, verða opnar frá 10 til 18 í dag. Opið verður í Skeifunni á sunnu- dag frá 12 til 16, en allar verslanir verða lokaðar á mánudaginn. Opið verður í verslunum Bónuss frá 10 til 16 í dag, en fokað á sunnudag og mánudag. -----»■ ♦ ■♦-- Teknir ölvaðir á vélhjólum LÖGREGLUMENN á Hvolsvelli og á Selfossi stöðvuðu tvo unga menn á vélhjólum í gærmorgun, vegna gruns um ölvunarakstur. Mennirnir komu úr Árnessýslu og voru á Ieið á Kirkjubæjarklaustur. Þeir tóku bensín í sjálfsala á Hvols- velli og vöknuðu grunsemdir manna, sem til þeirra sáu, um að þeir væru undir áhrifum áfengis. Lögreglan ók á eftir mönnunum og stöðvaði þá. Nýjar kenningar um siglingar norrænna manna vestur um haf Var „Hóp“ höfnin í New York? PÁLL Bergþórsson, fyrrverandi veður- stofustjóri, er kunnur af áhuga sínum á ýmsu öðru en veðurfræði. Undan- farin misseri hefur hann rannsakað þær sög- ur sem til eru af ferðum norrænna manna til Vesturheims. Hann hefur nú komist að athyglisverðum niðurstöðum, sem kollvarpað gætu viðteknum kenningum um það, hvert leiðir Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og fleiri vesturfara þess tíma iágu. Morgunblaðið fékk Pál til að skýra nánar frá þessum hugmyndum sínum. Fyrsta forsendan, sem Páll gengur út frá við rannsóknir sínar er að sagnfræði ritunar- tíma þeirra heimilda sem við höfum um þessa atburði sé að miklu leyti áreiðanleg. „Mér sýnist að með því að styðjast við þær sé hægt að sanna ótrúlega margt.“ Hvaða skoðun sem menn annars hafa á sannleiksgildi íslendingasagna eru fornmin- jarnar sem fundizt hafa vestan hafs óvéfengj- anleg sönnun fyrir viðdvöl norrænna manna á þeim slóðum. En Páll segir það reginmisskilning, að minjamar við L’Anse aux Meadows séu Vín- land eins og haldið hafi verið fram. Lofts- Iagið þar sé svipað og á Raufarhöfn, þar vaxi enginn vínviður og þar hafi heldur eng- in ummerki um gripahús eða grafreit fund- ist, en þeim mun meiri minjar eru um skipa- viðgerðir og því um líkt. Þetta allt sanni að þeir sem þar dvöldu hefðu aðeins haft skamma viðdvöl. „Rannsóknir mínar," segir Páll, „eru fyrst og fremst athugun á staðháttum, náttúru- og gróðurfari, loftslagi, það sem vitað er um þjóðhætti indíána og inúíta á svæðinu, þá þekkingu sem aflazt hefur um siglingatækni víkinganna og fleira. Þetta ber ég allt saman við það sem sögurnar hafa frá að greina. Með þessu reyni ég að rekja slóðir vesturfar- anna og finna dvalarstaði. Hvar Vínland hið góða Leifs heppna var, hvar Hóp Þorfmns karlsefnis var o.s.frv.," Páll segir ýinislegt nýtt hafa komið í ljós um skip þess tíma og siglingatækni víking- anna. „Ég held að menn hafi lengi haft rang- ar hugmyndir um siglingahraða, ég tel hann hafa verið mun meiri en sagnfræðingar hafa reiknað með til þessa.“ Samkvæmt sögunum fóru menn yfir sundið milli Grænlands og Baffinslands - Hellulands - á tveimur dægr- um, þ.e.a.s. á einum sólarhring. í frásögninni af leiðangri Þorfínns karls- efnis er getið um þijár tveggja dægra sigling- ar, sem Páll hefur tengt þremur leiðum við NV-strönd Ameríku, þar sem ekki er hægt að sigla með ströndinni. Sú fyrsta var ofan- greind, sú milli Grænlands og Hellulands (Baffinslands). Þegar að strönd Heliulands var komið fylgdu menn ströndinni suður eft- ir unz þeir fara yfir Hudson-sund, sem var annar áfanginn. Þá fylgja þeir strönd Labrad- or - Marklands - unz komið er inn á Lawr- ence-flóa. Þriðji áfanginn er yfír hann til Nova Scotia. Leifsbúðir í Quebec Samkvæmt kenningu Páls fór Leifur Ei- ríksson vestur með suðurströnd Lawrence- flóa og sem leið liggur inn til Quebec, þar sem borgin er núna. Þar þrengist Lawrence-. fljót mjög. Fyrir ofan borgina er það sem stöðuvatn. Þar hyggur Páll að hann hafí reist Leifsbúðir. í frásögninni af ferðum Leifs segir að hann hafi snúið heim til Grænlands með vínber, villivaxið kom og harðvið sem kallaður var mösur. Þar sem Páll telur Leifs- búðir hafa verið fínnast ennþá villt vínber, smágerð tegund sem heitir vitis riparia. Á sömu slóðum fínnst viss tegund af sjálfsánu hveiti, sem nú ber latneska heitið zizania aquatica. Indíánarnir notuðu þetta kom til fæðu. Ennfremur vex þarna sykurhlynur, sem er harðviðartré sem sýróp er unnið úr. Þetta þrennt telur Páll vera þær tegundir vínbeija, koms og viðar sem Leifur hafði með sér heim til Grænlands. Allt þetta renni stoðum undir það að þama hafi verið Vín- land hið góða. Leiðangri Þorfínns karlsefnis er mjög ítar- lega lýst í Eiríks sögu, og að sögn Páls stand- ast lýsingar allar í frásögninni nútímaathug- un vel, Það sem í sögunni er kallað Kjalarnes tel- ur Páll vera það sem nú heitir Norðurhöfði, Cape North, nyrst á Nova Scotia. Á Kjalar- nesi braut Þorvaldur Eiríksson, bróðir Leifs, kjöl á skipi sínu. Eftir viðkomu á Kjalarnesi héldu Þorfinnur og félagar siglingu sinni að norðan áfram suður eftir „Furðuströndum", sem Páll telur vera austan til á Nova Scotia. „Síðan gerist vogskorið" segir í frásögninni, sem passar vel við staðháttu þar. Samkvæmt frásögninni stenzt vel að Straumsfjörður sé Fundy-flói. Þar eru mestu sjávarföll í heimi. í sögunni er líka nefnd eyja í fjarðarmynninu sem köll- uð var Straumey. Hún var sennilega sú sem nú heitir Grand Manan. Páll telur leiðangursmenn Þorfínns hafa haft vetursetu þar sem nú er Saint John. Sumarið eftir sigldu þeir svo áfram suður með ströndinni, sigla lengi og koma loks þangað sem þeir kalla í Hópi. Það telur Páll að sé sjávarlón það sem myndar aðalhöfn New York-borgar nú. Lýsing sögunnar á kennileitum koma heim og saman við aðstæð- ur við New York, s.s. grynningar fyrir utan lónið og eyrar miklar. Þar finna leiðangurs- menn líka vínvið og villikorn. Samkvæmt frásögninni höfðust þeir við í „Hópi“ í einn vetur en héldu til baka eftir að hafa lent í átökum við innfædda. Niðurstöður rannsókna sinna hyggst Páll birta á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.