Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bryiyudalsá: ■ - ^ —1 I Það var ekki flugan hans Giovanni sem freistaði mín hr. Hasso. Ég stóðst ekki tilboð þitt um frían bílaleigubíl frá Mallorka... Slysum fjölgaði um 80 prósent frá 1989-1994 SIGMAR Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, hefur sitthvað að athuga við yfirlýsingu Þórhalls Ól- afssonar formanns Umferðarráðs í Morgunblaðinu í gær um fjölda umferðarslysa. „Út af fyrir sig ætla ég ekki að rengja þá yfirlýsingu formanns Umferðarráðs þess efnis að alvar- legum umferðarslysum hafi fækk- að á undanförnum árum,“ segir Sigmar. „Eg vil hins vegar leggja áherslu á að í tölum frá Umferðar- ráði sjálfu megi glögglega sjá að umferðarslysum hér á landi hafi fjölgað gífurlega á síðustu árum. í því efni vísa ég í meðfylgjandi töflu, sem er tekin úr nýrri skýrslu Um- ferðarráðs um umferðarslys á ís- landi árið 1994. í þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að þessar tölur byggjast einvörðungu á upp- lýsingum frá lögreglu. Þannig slös- uðust eða létust 831 i umferðinni árið 1989, en árið 1994 eru þessi tilvik orðin 1485 og er það fjölgun um 654 slys eða um 80%.“. Svisslendingur slapp naumlega í land úr Innri-Emstruá Straumurinn hreif bílinn SVISSNESKUR ferðamaður komst í hann krappan um há- degisleytið á fimmtudag þegar hann reyndi að fara á bíl yfir Innri-Emstruá. Bíllinn fór á flot og maðurinn slapp naumlega í land. Svisslendingurinn var að koma úr Hvannagili suður Emstrur. Hann kom að Innri-Emstruá þar sem hún kvíslast norðan við brú sem yfir hana liggur. Hann var á hlið við brúna þegar hann kom Bíllinn fór niður fossinn að henni, ályktaði sem svo að hún væri göngubrú en ekki gerð fyrir bíla og ók því út í ána. Bíll hans, sem er bílaleigubíll í eigu Ferðam- íðstöðvar Austurlands af gerðinni Lada Sport, flaut upp og um 250 metra niður eftir ánni í átt að brúnni. Þar komst maðurinn úr honum en bíllinn flaut áfram um 30 metra og fram af 10-15 metra háum fossi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Hvolsvelli slapp maðurinn út á síðustu stundu því hann var kominn í versta strenginn í ánni. Ekki er enn búið að ná bílnum úr ánni, enda hefði, að sögn lögreglu, þurft miklar tilfæringar til að það ætti að takast. Maðurinn var að ljúka hálfs- mánaðar ferðalagi um Island og var á leið til Reykjavíkur. Dybkjær um Evrópuþingið Nauðsyn að rödd almennings í Evrópu heyrist Lone Dybkjær SUMIR segja að Evr- ópuþingið sé ekkert annað en gagnslaust ræðupúlt fyrir stjórnmála- menn sem ekki hafi nein raunveruleg völd og fái þar útrás fyrir málgleði sína á góðum launum. Morgun- blaðið spurði Dybkjær hvað henni fyndist um gagnrýni af þessu tagi. „Það er rangt að þingið hafi ekkert hlutverk því að margar tilskipanir sam- bandsins geta ekki öðlast gildi án þess að Evrópu- þingið hafi þar hönd í bagga. Það hafa verið gerð- ar miklar breytingar á und- irstöðureglum samstarfsins síðustu árin og þingið hefur smám saman fengið æ meiri áhrif, var áður aðeins ráðgefandi stofnun. Þing- fulltrúar eru nú þjóðkjörnir í lönd- um sínum. Sé ekki eining milli ráðherra- ráðsins, framkvæmdastjórnarinn- ar í Brussel og þingsins verður að finna málamiðlun. Þingið hefur því fengið formleg völd. Umræður á þinginu hafa einnig áhrif, sjálf er ég t.d. viss um [Jacques] Chirac [Frakklandsforseti] fylgdist vel með umræðunum um tilrauna- sprengingarnar. Evrópuþingið er einnig rödd al- mennings í sambandinu sem ekki heyrist með sama hætti annars staðar. Auðvitað eru þjóðþing í hverju aðildarlandi en það er ekki til annar sameiginlegur vettvangur í líkingu við þennan. Umræður um aukin völd þings- ins eru ekki upphaf og endir alls á þinginu eða í samræðum á göngum þinghússins, það má fremur segja að hjá mörgum þing- mönnum sé það eins konar stef að þingið ætti að hafa meiri völd. Þetta tal var miklu meira áberandi áður en Maastricht-samningurinn var samþykktur, einnig vegna mikillar andstöðu við hann í sum- um aðildarríkjunum." Danska Þjóðarhreyfingin gegn ESB á nú fulltrúa á Evrópuþing- inu. „Þegar litið er á samsetningu fulltrúahópsins frá hveiju einstöku landi er Ijóst að einhvers konar andstaða við samstarfið á þar yfir- leitt sína fulltrúa," segir Dybkjær. „Á hinn bóginn er svo hægt að segja að það sé mjög útbreidd skoðun meðal almenningsi í ríkjun- um að nú skuli menn fara sér hægt. Þá skiptir ekki hvort málin eru útkljáð með þjóðaratkvæði, það verður að ríkja stuðningur við ákvarðanir sambandsins meðal fólksins." -Valda ólík tungumál og menningarheimar ekki vanda, tekst ykkur að brúa þessar gjár? „Já það tekst ágætlega, þarna er mikið af túlkum en þar sem þeir eru ekki verður fólk að nota eitt alþjóðlegt tungumál. Það er alveg ljóst að ætli full- trúar að ná einhveijum árangri í einkasamræð- um utan funda verða þeir að kunna ensku og frönsku. Menningarlegur munur er eitt af því sem gerir samstarfið svo forvitnilegt. Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir samstarf milli þjóða heims, að við skiljum ólíkar forsendur, einnig í menningarlegu tilliti. Þarna er gott að vera fyrir þá sem vilja kynna sér vel líf hinna þjóðanna því að á þinginu eru þjóð- kjörnir fulltrúar almennings." „Eru stofnanir og valdakerfi ►LONE Vincents Dybkjær er fædd 1940, af menntafólki kom- in og sjálf lauk hún námi í efna- verkfræði. Hún var gift Ib Dybkjær verkfræðingi í 16 ár og hefur haldið eftirnafni hans. Nú er hún gift Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Dybkjær hefur um árabil verið meðal helstu forystumanna miðjuflokksins Radikale Vens- tre og gegnt fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir hann. I fyrra skipti hún um vettvang og náði kjöri á þing Evrópusambands- ins. Nyrup Rasmussen og eigin- kona hans sækja íslendinga heim eftir helgina og mun Dybkjær flytja erindi í Nor- ræna húsinu um reynslu sína af setunni á þingi Evrópusam- bandsins (ESB). ESB þannig innréttuð að smáþjóð- ir geti haldið sínum hlut í sam- starfinu? Nú telja margir að fái stóru þjóðirnar fjórar ekki aukið atkvæðavægi á kostnað smáþjóð- anna muni þær einfaldlega gera út um málin á gangafundum. „Smáþjóðirnar geta haldið sín- um hlut ef þær vilja það. Mér finnst að við verðum fyrst og fremst að gæta þess að stóru þjóð- imar hlíti þeim leikreglum sem settar hafa verið og þær hafa tek- ið þátt í að setja. Tökum sem dæmi reglur ESB um útboð. Ég tel að litlu þjóðirnar haldi sig miklu fremur við lög og reglur í þeim efnum en stórþjóðim- ar i sambandinu. Mér finnst að smáþjóðirnar verði að gæta þess að samstarfið um innri markaðinn hyggist ekki eingöngu á forsend- um stórþjóðanna, við þurfum að veita þeim meira aðhald. „Þið hjónin komið hvort úr sinnum flokki, þeir eru reyndar saman í ríkisstjórn núna. Hefðir þú, sem ert frammá- maður í miðjuflokki, getað gifst stjómmála- manni úr öfgaflokki? „Maður giftist auðvit- að manninum sjálfum en mér finnst það alveg óhugsandi að ég hefði getað gifst eða orðið ástfangin af manni í öfgaflokki. Það er Ijóst að við Poul getum búið saman, þótt við séum hvort í sínum flokki, vegna þess að í fjöl- mörgum málum erum við sam- mála. Þótt umskipti yrðu í stjórnar- samstarfinu myndi það engu breyta um hjónaband okkar.“ Þarf að veita stóru þjóðun- um aðhald * •tS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.