Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 9 FRÉTTIR Fjórar útgerðir leigja Boeing-þotu vegna áhafnaskipta á Flæmska hattinum Hagkvæmasti kosturinn í stöðunni HUGMYNDIN að því að leigja þotu undir íslenska áhafnameðlimi, sem gera út á flæmska hattinum, kvikn- aði hjá Snorra Snorrasyni útgerðar- manni á Dalvík.. Hann vildi finna þægilegri ferðamáta fyrir mennina .sem væru að koma úr allt að tveggja mánaða úthaldi, en langa og krefj- andi ferð með lítilli leiguflugvél. Upphaflega ætlaði hann að kanna hvort ekki væri hægt að notast við Fokker-flugvélar Fiugleiða, en eftir að hafa kannað málið komst hann að þeirri niðurstöðu að hagkæmasti kosturinn væri að leigja Boeing-þotu, fyrir utan að þá fengju menn þjón- ustu og mat eins og um almennt flug væri að ræða. Þegar svo var komið sögu tók Allý Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Snorra Snorrasyni, við skipulagn- ingu ferðarinnar. „Það hafði verið talað um að fjögur skip yrðu í höfn á þessum tíma, þannig að menn voru spurðir hvort þetta væri raunhæfur möguleiki og hvort þeir vildu taka þátt í þessu,“ segir Allý. „Þetta small saman á tíma. Ein útgerðin ætlaði reyndar að landa seinna, en flýtti því til að geta nýtt sér ferðina." Þegar upp var staðið tóku útgerðirnar Snorri Snorrason með Dalborgina og Bliki hf. á Dal- vík, Andvari í Vestmannaeyjum og Otto Wathne á Seyðisfirði þátt í að leigja þotuna. 26 áhafnameðlimir voru um borð í þotunni. Auk þess fengu fleiri að fljóta með, svo farþegarnir reyndust alls 59 manns. Allý segir að ef það geti gengið upp tímalega séð, sé ekkert því til fyrirstöðu að endurtaka leikinn: „Ég fékk meira að segja sím- tal frá einum aðila og þá hafði fær- eysk útgerð haft samband við hann sem vildi mjög gjaman nýta sér ferð- ina ef þetta yrði reynt aftur, þannig að mér þykir það líklegur kostur ef útgerðirnar landa á svipuðum tíma.“ „Okkur sem fórum í þessa ferð fannst hún heppnast í alla staði mjög vel,“ segir Allý að lokum. Rólegt yfir veiðunum „ÞAÐ ER frekar rólegt núna yfir veiðunum," segir Sigurður Kristjáns- son, skipstjóri á Blika, sem verið hefur við veiðar í flæmska hattinum. Hann var einn af þremur áhafnar- meðlimum Blika sem voru leystir af hólmi og komu með leiguvélinni heim. Sigurður segir að það hafi engu að síður verið ágætis veiði í sumar. Annars sé rækjan í skelskiptum á þessum tíma og þá gangi hún ekki í þá Japansvinnslu, sem mest sé stól- að upp á, heldur í verðminni pakkn- ingar og í endurvinnslu í landi. „Það hefur verið minnkandi veiði síðustu vikurnar og smærri rækja,“ segir hann. „Við höfum verið í tæpan mánuð að veiðum og lönduðum núna rúmum 80 tonnum á Nýfundnalandi. Við vorum að fá um 4 tonn á sólar- hring, en það er talsvert minna en verið hefur í sumar. Ætli stærri skip- in fái ekki um helmingi meira. Ég held að á sama tíma í fyrra hafi veiðin verið orðin mjög léleg á þess- um slóðum, jafnvel lakari en núna. Þá fóru skipin að tínast heim í byij- un ágúst og um miðjan ágúst voru þau flest komin heim.“ Sigurður segir að þau íslensku skip sem gerð séu út í flæmska hatt- inum og hafi ekki veiðileyfi í ís- lenskri landhelgi, eins og Arnarnesið, Otto Wathne, Dalborgin og Klara Sveinsdóttir, verði þó líklega lengur að veiðum í flæmska hattinum en hin skipin. Að sögn Sigurðar er stefnt að því að Bliki komi aftur til Islands eftir mánuð, en það fari þó eftir því hvern- ig veiðin gangi. Hann segir að fjöld- inn allur af skipum sé að veiðum í flæmska hattinum, talsvert mörg frá Noregi og íslandi, nokkur frá Fær- eyjum og Grænlandi og mjög mörg frá Rússlandi. Þá séu einhver skip frá Kanada. Sigurður segir að það hafi færst mikið í vöxt að rækjuskip veiði með tveimur trollum í einu, og það hafi gefist sérlega vel í flæmska hattin- um. Þá segir hann að það sé áber- andi á hversu stórum skipum Norð- menn, Færeyingar og Grænlendingar séu miðað við Islendinga. Rússnesku skipin, sem séu óhemju mörg á þess- um slóðum, séu hins vegar orðin úrelt, veiði mun minna en hin skipin og ekkert af því fari á Japansmarkað. Morgunblaðid/Maria FEÐGARNIR Sigurður Pétursson og Pétur Sveinsson. Ungnr sjómaður frá Vestmannaeyjum Ætlar að verða atvinnu- / maður í knattspyrnu SIGURÐUR Pétursson kemur frá Vestmannaeyjum og er að verða ellefu ára gamall. Hann var einn af farþegum leiguvélarinnar til Kanada og var að fara á sjó með rækjuskipinu Andvara. Hann seg- ist fyrst hafa farið á sjó þegar hann var níu ára gamall og alltaf hafa haft nóg að gera um borð. Annars er Sigurður ekki alveg verkefnalaus yfir sumartímann. Hann er á kafi í íþróttum og var að koma af knattspyrnumóti í Svíþjóð, þar sem hann keppti með Þór. Þá hefur hann líka spreytt sig á golfi, en er hættur í því. Sigurður er þegar búinn að ákveða hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni: „Ég ætla að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu.“ Hann er þá spurður hvað hann ætli að gera ef það gengur ekki upp. „Þá ætla ég að verða sjómaður." FARÞEGAR vélarinnar koma á flugvöllinn í St. Johns. ....'' Keflavík Einu utan- landsferðir sem dagmömmur hafa efni á „ÉG ER dagmamma svo þetta eru einu utanlandsferðirnar sem ég hef efni á,“ segir Kristín Hall- dórsdóttir. Hún er ein af „Glasgow-systrum", sem nota hvert tækifæri til að komast í ódýrar verslun- arferðir til út- landa. „Ég heyrði af þessari ferð í fréttum á sunnudaginn var,“ segir Kristín. „Ég hringdi þá út- gerðina hjá Snorra og spurði hvort það væri laust sæti fyrir mig og vinkonur mínar í vélinni. Það reyndist engum vandkvæðum bundið og okkur var boðið með.“ Kristín hefur mörgum sinnum áður farið í ódýrar versjunar- ferðir á borð við þessa. í fyrra fór hún til að mynda bæði til Grænlands og Skotlands. „Ég er að sýna mig og sjá aðra, skemmta mér, versla og njóta til- verunnar," segir hún um ástæð- una fyrir þessum tíðu verslunar- ferðum. „Að þessu sinni komumst við í stórmarkað sem er opin 24 tíma á sólarhring. Þar keypti ég ýmislegt til heimilisins, allt frá soðnum kalkún niður í sleifar og sokka. Þannig að þetta var eins og drjúg innkaupaferð í Bónus, nema bara helmingi ódýrara." Að þessu loknu fóru þær vin- konurnar í hátíðarskapi í miðbæ- inn, fengu sér að borða og fóru svo á kránna Grænar ermar, þar sem flestallir lslendingarnir voru. Að því loknu fóru þær aftur á flugvöllinn og skemmtu sér engu síður á leiðinni til baka. „Það er engin spurning að ég færi aftur ef mér stæði það til boða, og þá ætti ég ekki í vand- ræðum með að fylla vélina af vin- konum mínum," segir Kristín. „Þær sáröfunda mig allar af ferð- inni.“ académie - snyrtisett Frábært ferðatilboð Hreinsimjólk - anclIitsvatn Dag- og næturkrem í fallegu snyrtiveski. 'Verðaðeins 2.450 kr. Takmarkað magn Reykjavík Baðhúsið, Ármúla 30. Snyrtist. Agncsar, Ármúla 15, Snyrtist. Díu, Bcrgþóiugðtu 5. Snyrtist. Grafarv’ogs, Hverafold 5, Snyrtist. Greifynjan, Ilraunbæ 102. Snyrtist. Hclcna Fagra. Laugavcgt 101, Snyrtist. Hvcríisgötu 50. Snyrtist. NN. Borgarkringlunni. Snyrtist. Kirdísar. Fákafeni II. Kópavogur Snyrtist. Jóna. Haniraborg 10. Snyrtist. Rós. Engihjalla 8. Njarðvík Snyrtist. Huldu. SJávargötu 14. Akranes Snyrtist. Lilju. Grenigrund 7. Stykkishólmur Snyrtist. Katrinar. Skólastíg 11A. Rif Snyrtist. Önnu. Háariti 83. ísa^örður Snyrtist. Sóley, Hafnarstræti 20. Sauðárkrókur Aðalstofan. Aðalgötu 20. Akureyri Snyrttst. Eiva. Reykjasiðu 1. Vestmannaeyjar Snyrtist. Guðrúnar Ragnarsdóttur Bröttugötu 5.' Snyrtistofan Rós Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.