Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aðaltrúnaðarmaður í ÍSAL GYLFI Ingvarsson hefur verið aðaltrúnaðarmaður starfs- manna í álverinu í B Straumsvík frá árinu 1989. Hann segir aðspurður að gagnrýni þess efnis að verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafi lagt stein í götu viðræðna um stækkun þess með óbilgirni og kröfuhörku á sama tíma og viðræðurnar voru á viðkvæmu stigi sé algerlega úr lausu lofti gripin. Þvert á móti hafi samninganefnd starfsmanna lagt sig fram um að ná samningum án átaka en það komið fyrir ekki vegna áhugaleysis.stjórn- enda ÍSAL og Vinnuveitendasambands íslands í umboði þeirra að ná samningum fyrr en stefndi í óefni. „Við höfum lýst því yfír að við séum mjög fylgjandi stækkun álversins. Þessar kjaravið- ræður okkur snerust ekkert um stækkunina heldur um endurnýjun kjarasamnings. Það var ósk viðsemjenda okkar að láta viðræðurn- ar ganga rólega fyrir sig og það var beinlín- is sagt við okkur að þeir væ'ru tilbúnir til þess að semja við starfsmenn um meiri hækk- anir, en það yrði að gerast síðar. Þeir þurftu að sinna margvíslegum erindum erlendis og það urðu tafir á viðræðum meðal annars þess vegna. Þessar tímasetningar sem urðu í viðræðunum eru fyrst og fremst á ábyrgð viðsemjenda okkar en ekki verkalýðsfélag- anna,“ sagði Gylfí. Mesti jafnlaunasamningxirinn Hann sagði að það hefði heldur ekki verið að frumkvæði verkalýðsfélaganna að viðræð- ur um stækkun álversins hefðu verið dregnar inn í kjarasamningaviðræðumar. Verkalýðs- félögin hefðu lagt höfuðáherslu á þrenns konar kröfur. í fyrsta lagi að fá sömu hækk- anir og samist hefði um í almennu kjarasamn- ingunum, í öðru lagi að lyktir fengust í við- ræður um ábataskipti vegna hagræðingar í fyrirtækinu, en það mál hefði verið til umfjöll- unar milli samningsaðila frá 1989 og lagt til hliðar í síðustu viðræðum vegna ágrein- ings. Það hefði verið forgangsatriði að fá niðurstöðu í það mál. í þriðja lagi hefðu starfsmenn viljað einfalda launakerfíð og hækka þá mest sem væm á lægstu launun- um. Það hefði tekist og nú væru Iaunaflokk- amir einungis fjórir og þessi samningur mesti jafnlaunasamningur sem væri í gildi hér á landi. Því til sönnunar væri einungis 32% munur á byijunarlaunum verkamanns í álverinu og iðnaðarmanns með þriggja ára sveinsbréf. Sambærilegur munur á almenn- um markaði væri ekki undir 100% og þaðan af meiri. Öll þessi atriði sneru beint að kjarasamn- ingunum, en það hefði ekki verið fyrr en á samningafundi 17. maí í vor með VSI/ISAL þegar viðræður hefðu staðið staðið yfir í nokkra mánuði að komið hefði fram að Alusu- isse/Lonza vildi fá inn í samninga sams kon- ar ákvæði og væri að finna í yfirlýsingu verkalýðsfélaga á Suðumesjum vegna við- ræðna við Atlantal um álver á Keilisnesi. Á fundinum hefðu þau sjónarmið komið fram að það yrði ekki um stækkun álversins að ræða nema breytingar yrðu gerðar á kjara- samningum í þá vem að verkalýðsféjögin kæmu fram sem einn aðili gagnvart ÍSAL hvað varðaði afgreiðslu kjarasamninga og vinnustöðvanir. I Atlantal yfirlýsingunni hefði Atlantal hins vegar ákveðið að standa utan vinnuveitendasamtaka á Islandi og mæta verkalýðsfélögunum á jafnréttisgrund- velli sem einn aðili. Þegar spurt hefði verið hvort þetta þýddi að ISAL ætlaði sér að standa utan VSÍ hefði því verið svarað neit- andi. Þannig hefði komið skýrt fram að það væri marklaust sem ÍSAL hefði haldið fram ítrekað og hamrað á í opinberri umræðu að þeir vildu fá að standa jafnfætis Atlantal hvað kjarasamninga snerti. Byggðu á fyrirkomulagi hjá ISAL Það skondna við þetta væri hins vegar það að verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hefðu í samkomulaginu við Atlantal talið sig vera að byggja á grundvelli þess fyrirkomulags sem tíðkaðist innan ÍSAL og kæmi það glögg- lega í Ijós við samanburð. Staðreyndin væri sú að þau tíu verkalýðsfélög sem starfsmenn álversins í Straumsvík ættu aðild að hefðu alla tíð komið fram sem einn aðili í öllu sem máli skipti, þrátt fyrir að samningar og verk- fallsboðanir hefðu formlega verið afgreiddar í hverju verkalýðsfélagi fyrir sig. Gylfi sagði að starfsmenn í álverinu og verkalýðsfélög þeirra hefðu gefið yfírlýsingu til hliðar við kjarasamninginn sem undirritað- ur var í sumar, þar sem kæmi fram að efnt yrði til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu um vinnustöðvanir og að kjarasamningur yrði afgreiddur í sameiginlegri atkvæðagreiðslu ALVERIÐ I STRAUMSVIK Neikvæð mynd dregin upp Vinnudeilur í álverinu í Straumsvík og áhrif þeirra á viðræður um stækkun þess hefur nokkuð borið á góma að undanfömu. Gylfí Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna, segir í viðtali við Hjálmar Jónsson, að starfsmönnum sé ekki um að kenna heldur hafi viðsemj- andann skort samningsvilja. segir að orsakir vinnudeilna í fyrirtækinu megi að mestu rekja til stjórnenda þess breytingár á gildandi kjarasamningi. Síðan segi forstjóri ISAL í forystugrein ISAL-tíð- inda núna í júlí, að stjórnendur ÍSAL hafí í upphafi viðræðna verið tilbúnir til þess að leysa málin fljótt með ásættanlegum hætti án þess að biðja um neinar tilslakanir frá hendi verkalýðsfélaganna. „Spyrja má af hveiju forstjóri ÍSAL skrifar leiðara í ÍSAL- tíðindi þar sem vísvitandi er farið með rangt mál gagnvart verkalýðsfélögum og einnig höfð mjög óeðlileg afskipti af innri málefnum verkalýðsfélaganna strax eftir erfiða samn- inga og leiðarinn síðan sendur öllum fjölmiðl- um til umfjöllunar,“ sagði Gylfi. Hægt að ná samningi fyrr Hann fullyrðir að hægt hefði verið að ná kjarasamningum innan fyrirtækisins í vor mörgum dögum fyrr en raun varð á, því samkomulag hafi verið fyrir hendi í öllum aðalatriðum. Að hans mati hafi hins vegar viðsemjendurnir dregið það fram á síðustu stundu að ganga frá samningum eða allt þar til það var einungis um sólarhringur til lokun- ar álversins. Það sé alveg borðleggjandi að í öllum kjaraviðræðunum í vor og sumar hafi það verið ÍSAL sem hafi stillt upp átaks- punktum. Það sé ákveðið ferli í öllum viðræð- um. Þannig reyni menn að ná saman rétt áður en deilu sé vísað til ríkissáttasemjara og sama gildi áður en verkfall sé boðað og áður en það skelli á. Samninganefnd verka- lýðsfélaganna hafi ajltaf lent í því að viðsemj- andinn hafí verið upptekinn við eitthvað ann- að en að sitja samningafundi, hafi til dæmis þurft að vera erlendis. Samningar hafa verið undirritaðir á föstudegi, en viku fyrr hafi verkalýðsfélögin lagt fram tillögu sem menn hafi verið sammála um að myndi leiða af sér undirritun samnings á mánudegi. Frágangur samninga hafi hins vegar verið dreginn til föstudags. Það sé eindregið hans skoðun að samningar hafi viljandi verið dregnir fram á síðustu stund „fyrst og fremst til að setja fram í áróðri og halda því fram að þessi verkalýðshreyfing sem hér er sé óalandi og ófeijandi," sagði Gylfi. Aðspurður hvort það sé hans mat að kröf- ur stjórnenda fyrirtækisins á hendur verka- lýðsfélögunum séu helsta orsök endurtekinna vinnudeilna innan fyrirtækisins, segir hann að þangað megi alla vega rekja stóran hluta orsakanna. „Fjölmiðlar hér á íslandi hafa ekkert sinnt því að fara mjög gagnrýnið ofan í þessi mál og skoða hvernig á því standi að þegar deilur hafa verið hér hafa einnig oft verið einhveijar viðræður í gangi við íslensk stjórnvöld um raforkuverð, við Atlantal eða eitthvað annað. Af hveiju tengjast átök þessu? Heldur þú að við skipuleggjum það að þegar verið sé að semja um hærra raforku- verð hérna komi til árekstra milli ÍSAL og verkalýðsfélaganna? Eða ef eitthvað er að gerast með hugsanlega aðra staðsetningu álvers hér á landi þá verði einhveijir árekstr- ar hér. Þetta lyktar af því að Alusuisse sé vísvitandi að koma þeim skilaboðum til ann- arra fjárfesta að hér sé ekkert fýsilegt að vera. Eg hefði átt von á því að í þessari kjara- deilu hér nú myndu einhveijir fjölmiðlar senda sína menn út af örkinni til Sviss og ræða við stjórnendur þar af þessu tilefni, en það varð ekki raunin. Fjölmiðlar hafa tekið undir neikvæða umfjöllun um starfsmenn og verkalýðsfélögin hér í Straumsvík, samanber Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 23. júlí og einnig má benda á að til dæmis Ríkisútvarp- ið hefur ítrekað birt einhliða fullyrðingar VSÍ/ÍSAL án þess að kynna sér afstöðu stétt- arfélaganna," sagði Gylfi ennfremur. Aðspurður hvort það geri ekki stöðu hans sem aðaltrúnaðarmanns starfsmanna ÍSAL erfiða að vera á launum hjá ÍSAL sem slík- ur, segir hann það alls ekki vera. Það sé bæði ávinningur starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins að hafa aðgang að einum aðila, sem hafi tengsl við alla starfshópa innan fyrirtækisins í gegnum trúnaðarráð. Það gildi almennt um trúnaðarmenn á vinnustöðum að þeir séu starfsmenn viðkomandi fyrir- tækja. Gylfi segir að sá kjaraspmningur sem sé í gildi hjá ISAL sé að vel flestu leyti fyrir- myndarsamningur, þó þessi árangur sam- starfs tíu verkalýðsfélaga starfsmanna í ál- verinu í 26 ár sé sjaldan til umræðu. Rétt- mætt sé að það komi fram að það nái engin verkalýðshreyfing fram góðum samningum nema hún hafi haft viðsemjanda sem sé sam- stiga um að gera þá þannig úr garði. Það sé gott að vinna 1 álverinu og starfsaldur starfsmanna langur. „En mér finnst að þenn- an ágreining, sem hér hefur verið undanfar- in ár, megi rekja til neikvæðrar afstöðu stjórnenda og eigenda fyrirtækisins gagnvart íslenskri verkalýðshreyfingu,“ sagði Gylfi að lokum. allra starfsmanna álversins. Verkalýðsfélögin hefðu hins vegar ekki gert kröfu um að ÍSAL færi úr VSÍ enda félagafrelsi í landinu. „Við töldum okkur þannig með þessu vera að koma til móts við sjónarmið fyrirtækisins, Vinnuveitendasambandsins og stjórnvalda og gera allt sem í okkar valdi stæði til að auð- velda stækkun hér í Straumsvík. Þetta var í raun og veru ekkert erfítt fyrir okkur því þetta var aðeins endapunkturinn á því skipu- lagi sem hér hefur í raun ríkt frá upphafi," sagði Gylfi. Sami stjórnunarréttur Hann sagði að það sama gilti um þær umkvartanir stjórnenda ÍSAL að stjórnunar- réttur þeirra væri takmarkaður vegna að- gerða verkalýðsfélaganna. Þetta væri klisja vegna þess að ÍSAL og stjórn- endur þar hefðu nákvæmlega sama rétt til stjórnunar og tíðk- aðist í öðrum fyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin hefði ekk- ert með stjórnun fyrirtækisins að gera. í kjarasamningunum væru eins og í öðrum kjara- samningum í landinu ákvæði um forgangsrétt félaga í verkalýðs- félögunum að vinnunni og að þau laun sem kveðið væri á um í kjarasamningnum væru lág- markslaun og óheimilt að vinna störf á svæðinu fyrir lægri laun en þar væri kveðið á um, enda væri það í samræmi við lög um starfskjör launafólks. Aðspurður hvort stjórnendur ÍSAL hafi í raun sömu möguleika á að ráða verktaka í ákveðna verkþætti og aðrir rekstr- araðilar hér á landi segir Gylfi að samkvæmt kjarasamningi vinni starfsmenn framleiðslu-, viðhalds- og skrifstofustörf. Verktakar séu í ýmsum verkum, meðal annars vegna álag- stoppa og á síðustu árum hafí að meðaltali verið tilkynnt um 170 tilfallandi viðhalds- og viðgerðarverkefni á ári fyrir utan þá verk- taka sem séu að staðaldri í störfum á svæð- inu. Hann segir að starfsmenn hafi ævinlega verið sveigjanlegir í þessum efnum og verið tilbúnir til að taka óskb; fyrirtækisins til greina, enda vinni mjög margir verktakar ýmsa verkþætti hjá ÍSAL árið um kring. Við því sé ekkert að segja, enda séu mörg verk sem vinna þurfi hjá stóru fyrirtæki þess eðl- is að eðlilegra sé að þau séu unnin af verktök- um. Þegar hins vegar um verktöku á reglu- bundinni starfsemi fyrirtækisins sé að ræða og jafnvel undirboð á kjörum sem í gildi séu samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ÍSAL snúist verkalýðsfélögin til varnar, enda væru þau ekki að gegna hlutverki sínu og vernda hagsmuni starfsmanna ef þau gerðu Gylfi Ingvarsson það ekki. Jafnframt benti hann á að svipuð ákvæði væru í öðrum kjarasamningum, eins og í verksmiðjunni á Grundartanga, en þar yrðu þau ekki sífellt að ásteytingarsteini eins og raunin væri gagnvart ISAL. Gylfi neitaði því að ósveigjanleiki verka- lýðsfélaganna í Straumsvík hafi orðið til þess að minnka möguleika fyrirtækisins á að bregðast við breyttum aðstæðum með því að auka hagkvæmni í rekstri. Hann benti í því sambandi á að framleiðsla álversins hafí aukist úr 88 þúsund tonnum árið 1989 í 98.500 tonn í fyrra. Á sama tíma hafi almenn- um starfsmönnum fækkað úr 651,7 að meðal- tali árið 1989 i 430,3 í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá ÍSAL. Vinnustundum hafi á sama tímabili fækkað úr 1.300.000 í 975 þúsund og fjölda greiddra vinnustunda í yfir- vinnu hafi fækkað úr rúmlega 80 þúsund í 18 þúsund. Felldu miðlunartillögu Hann sagði að stjórnendur ÍSAL hefðu nokkur undanfarin ár ástundað að gefa mjög nei- kvæða mynd af verkalýðsfélög- um starfsmanna. Sú ímynd hafi verið dregin upp af verkalýðsfé- lögunum að þau eigi ein sök á þeim átökum sem orðið hafi í álverinu með ósveigjanleika og kröfuhörku gagnvart viðsemj- andanum. Veruleikinn sé hins vegar allur annar og gott dæmi um það sé að árið 1992 hafí rík- issáttasemjari lagt fram miðlun- artillögu til lausnar allsherjar- launadeilu í landinu. Til að auðvelda ríkis- sáttasemjara að fá lausn í deiluna hafi samn- inganefnd starfsmanna ÍSAL samþykkt að sjálfstæð miðlunartillaga samhljóða yrði lögð fyrir starfsmenn. Miðlunartillagan hefði verið samþykkt af starfsmönnum ÍSAL, en Vinnu- veitendasambandið hefði fellt miðlunartillög- una fyrir hönd ÍSAL, sem hefði að öðrum kosti hótað að yfírgefa VSÍ. Þetta hefði leitt til þess að starfsmenn ÍSAL hefðu verið án samnings í átján mánuði. Síðan væri því haldið fram að það væru verkalýðsfélögin sem væru að stofna til átaka. Það væru hins vegar stjórnendur ÍSAL sem hefðu sýnt af sér óbilgirni, sem sýndi sig í því að þeir hefðu einir aðila í landinu ekki viljað una niður- stöðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara, þeg- ar allir aðrir aðilar kjarasamninga hefðu sæst á niðurstöðuna og að leggja ágreinings- efni til hliðar um sinn. Sömu tvöfeldni í málflutningi sé að finna í því að í upphafi samningaviðræðna í vetur, nánar tiltekið á samningafundi 3. febrúar, sé lögð fram kröfugerð frá stjórnendum ÍSAL um hvorki fleiri né færri en tuttugu og sex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.