Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyringar að verða 15 þúsund UM 25 íbúa vantar á Akureyri til að ná fimmtán þúsunda íbúa tak- markinu og er gert ráð fyrir að með þeirri fjölgun íbúa, sem verið hefur að undanförnu, muni fimmtán þúsundasti íbúi Akureyrar verða skráður í næsta mánuði, þó jafnvel ekki fyrr en í október, að því er fram kemur í frétt í blaðinu Akur- eyri sem Akureyrarbær gefur út. Þar 'kemur fram að íbúafjöldi hafi um síðustu mánaðamót verði 14.970 til 14.980 og að nákvæm- lega væri nú fylgst með breytingum á íbúafjölda af þessu tilefni. Vitan- lega sé ekki ljóst hvort um nýbura verði að ræða eða einhvem sem flytur lögheimili sitt til bæjarins og þá hafi dauðsföll og brottflutningur fólks eðlilega áhrif á það hvenær fimmtán þúsundasti íbúinn verði skráður á Akureyri. Alls hafa fæðst 230 börn á Akur- eyri það sem af er þessu ári og eru það, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur á fæðingardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, heldur færri börn en fæðst höfðu á deildinni á sama tíma í fyrra. Hún sagði að áætlað væri að um 40 börn fædd- ust nú í ágústmánuði, en þar væri ekki eingöngu um Akureyringa að ræða því konur víða af landinu fæddu börn á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum hjá manntalinu á Akureyri er erfitt að gefa upp nákvæma tölu um íbúa- fjölda, hann sveiflast upp og niður. Þar á bæ hafði þó verið gert ráð fyrir fimmtánþúsundasta íbúanum fyrri hluta júnímánaðar, þannig að grannt er nú fylgst með öllum hrær- ingum. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson ÞEIR voru að spjalla saman, félagarnir á Ráðhústorgi en óvíst hvort umræðuefnið hafi verið Akureyringur númer 15 þúsund sem búist er við alveg á næstunni. Handverk í Hrafnagili Á ÞRIÐJA hundrað manns tek- ur þátt í sölusýningunni Hand- verk ’95 sem hefst á Hrafna- gili í Eyjaíjarðarsveit á fimmtu- dag í næstu viku, 10. ágúst en um 70 sölubásar eru á sýning- unni. Þetta er í þriðja sinn sem handverksfólk víða um land stillir saman strengi sína og sýnir verk sín á Hrafnagili. Um 5.000 manns sóttu sýninguna sem haldin var í fyrra. Jafnframt því sem fólk sýnir og selur muni sína verður, að sögn Elínar Antonsdóttur, at- vinnufulltrúa hjá Byggðastofn- un, sem umsjón hefur með sýn- ingunni, boðið upp á fjögur námskeið. Þar er um að ræða námskeið í uppstillingu, um markaðsmál, skattamál og einnig verður rætt um umbúðir. Sýningardagana, sem eru frá 10. til 13. ágúst, verður fólk einnig að sýna gamlar og nýjar vinnuaðferðir af ýmsu tagi og verður sá hluti utan- dyra leyfi veður slíkt. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp i ár að selt verður inn á sýninguna og er aðgangseyr- ir 300 krónur. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa muni á sýning- unni geta notað 200 krónur af miðaverðinu sem mynt inni á söiusvæðinu. Gréta sýnir á Hjalteyri GRÉTA Berg opnar sýningu á verkum sínum á Hótel Hjalt- eyri í dag, laugardaginn 5. ágúst kl. 13.00. Sýningin hefur yfirskriftina „Hin draumbláa júlínótt" en myndir sínar fléttar Gréta úr ljóðum Daviðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Mynd- irnar eru úr akríl og pastel. Sýningin á Hótel Hjalteyri stendur til 18. ágúst næstkom- andi og er opin á opnunartíma kaffihússins. Messur Akureyrarprestakall: Guðs- þjónusta verður í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudaginn 6. ágúst kl. 11.00. Tjarnar- kvartettinn syngur. Sumartón- leikar í kirkjunni sama daga kl. 17.00. Hjálpræðisherinn: Sam- sæti fyrir Herfjölskylduna kl. 18.00 á morgun, sunnudag. Kveðjusamkoma fyrir deildar- stjórana Anne Gjurine og Daní- el Óskarsson kl. 20.00 sama dag. Allir velkomnir. BRÚARENDINN liggur niðri í Fnjóská. Brúin í Vagla- skóg endurreist BRÚIN yfir Fnjóská yfir í Vagla- skóg verður reist við í haust, en hún hrundi í miklum flóðum í ánni í júní. Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar- innar á Akureyri, sagði að hafist yrði handa við verkið í september, en um töluvert mikið verk væri að ræða. Staurar verða reknir undir brúna, byggðir stöplar og dekkinu lyft upp á þá. „Við ætlum að skoða þetta vel áður en við byijum á verk- inu, átta okkur á því til fullnustu áður en ráðist verður í það,“ sagði Guðmundur. „Við erum að leita að sérstökum verkfærum sem verður að nota við þetta verkefni, það þarf að lyfta þarna um 100 tonna þunga, þannig að það er ekki alveg ljóst hvenær við getum byijað.“ Guðmundur sagði að menn hefðu enn ekki gert sér að full grein fyr- ir um hversu mikið tjón væri að ræða. „Það hefur vissulega komið sér illa að brúin hrundi. Það hefur allt- af verið töluverður samgangur milli Vaglaskógar og Illugastaða, fólk hefur farið mikið á milli. Leiðin þarna á milli er töluvert lengri nú, það þarf að fara yfir Hálsmelana til að komast í og úr skóginum," sagði Guðmundur. Til sjós og lands á Café Karolínu TIL sjós og lands er yfirskrift sýningar á ljósmyndum frétta- ritara Morgunblaðsins sem haldin er á Café Karolínu dag- ana 5. til 19. ágúst. Sýningin er liður í Listasumri á Akureyri. Okkar menn, félag fréttarit- ara Morgunblaðsins efndi til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1993 og 1994 í samvinnu við Morgun- blaðið. Veitt voru verðlaun í tíu efnisflokkum og voru þær ljós- myndir sem fengu verðlaun og sérstaka viðurkenningu, alls 30 myndir settar upp á sýningu sem haldin var í anddyri Morg- unblaðshússins í Reykjavík um miðjan maí og hafa myndirnar síðan verið á hringferð um Iand- ið. Sýningin er opin á opnunar- tíma Café Karolínu að Kaup- vangsstræti 23. Morgunblaðið/Margrét Þóra TVEIR ungir kaffihússgestir skoða myndina af Geira á ljósmyndasýningu fréttaritara í Café Karolínu. Teiknistofan Form um uppsögn verksamnings Trúnaður við Akureyr- arhöfn ekki brotinn BJARNI Reykjalín arkitekt og Árni Árnason arkitekt hjá Teiknistofunni Formi á Akureyri segja í greinar- gerð sem þeir hafa sent frá sér í tilefni af því að samningum um skipulag hafnarsvæðisins á Oddeyr- artanga sem teiknistofan hafði með höndum var rift, að ekki sé rétt að Teiknistofan Form sé byijuð á hönn- unarvinnu á vöruskemmu fyrir Flutningamiðstöð Norðurlands og engir hönnunarsamningar hafi verið gerðir. Teiknistofan Form hefur unnið að skipulagi fyrir Akureyrarhöfn og var verkið á lokastigi, einungis á eftir að skipta lóðinni sem er um 45 þúsund fermetrar að stærð á milli tveggja umsækjenda, Eimskip- afélagsins og Flutningamiðstöðvar Norðurlands. Hafnarstjórn sam- þykkti að segja upp verksamningi við Form á fundi á mánudag og bæjarráð staðfesti þá samþykkt á fimmtudag. Ástæðan var sú að Form hafði tekið að sér verkefni fyrir ann- an umsækjenda um lóð á hafnar- svæðinu. Upplýsingum ekki leynt Fram kemur í greinargerð arki- tektanna tveggja að nú í vor hafi verið leitað eftir því að þeir tækju að sér hönnun á vörugeymslu fyrir Flutningamiðstöð Norðurlands á hafnarsvæðinu og hafi fulltrúa hafn- arstjórnar verið gerð grein fyrir því og hann hafi engar athugasemdir gert. Það sé því ekki rétt að Teikni- stofan Form hafi brotið trúnað við Akureyrarhöfn, né að upplýsingum hafi verið haldið leyndum. Bjarni og Árni segja að þeir hafi lagt áherslu á að leysa þann ágrein- ing sem upp kom vegna málsins og ýmsar hugmyndir viðraðar í því sam- bandi. Formanni hafnarstjórnar hafi einnig verið umhugað um að leysa málið á farsælan hátt fyrir alla að- ila, en sá fulltrúi í hafnarstjórn sem lagði tillöguna um að samningi við Form yrði rift hafi ekki verið tilbú- inn til að draga uppsögn sína til baka. Fram kemur einnig að þeir hafi óskað eftir að koma á fund hafnarstjómar til að skýra sín sjón- armið en þeirri beiðni verið synjað. Hlini kóngsson sýndur FURÐULEIKHÚ SIÐ sýnir barnaleikritið „Hlina kónsson" í Dynheimum á morgun, sunnu- daginn 6. ágúst, kl. 14 og 15. Þetta er stutt sýning byggð á þjóðsöguævintýrinu um Hlina kóngsson. Furðuleikhúsið hef- ur verið starfandi í rúmt ár og sett á þeim tíma upp fjölmarg- ar sýningar, bæði utandyra og innan. Nú um verslunarmanna- helgina verða þau á ferðinni á Akureyri með „Furðufjölskyld- una“, sem er götuleikhús fyrir alla aldurshópa. Leikarar eru Gunnar Gunn- steinsson, Margrét. Kr. Páls- dóttir, Olöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Miðasala í Dynheimum er opnuð klukkustund fyrir sýn- ingu og er miðaverð 450 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.