Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR Uppskrift vikunnar Tveir góðir ítalir úr eldhúsinu ÍTALIR eru sagðir smekkmenn og lífsnautna og þess vegna flínkir í eldhúsinu. Þeir búa til sitthvað kjarngott og oftast fallegt líka og hér eru tveir heitir pottar sem sam- eina þetta. Annar er gerður úr grænmeti og hinn státar af sjávar- fangi. Prego er sagt í upprunaland- inu, gjörið svo vel á íslandi. Sjávarsalat með rauðri olíu 100 ml græn ólifuolía 2 fínsöxuð hvítlauksrif 2 msk tómatmauk (purée) hólf tsk milt chilliduft hólf tsk paprikuduft kíló af kraeklingi í skel 450 g smokkfiskur SYNDANDI grænmeti í ítölsku fánalitunum. skvetta af hvítvíni, ef vill 2-3 rauðlaukar safi úr 1 sítrónu Hitið olíuna varlega í lítilli pönnu, setjið hvítlauk út í og bætið eftir smástund við tómatmauki, chilli og papriku og hafið á vægum hita í nokkrar mínútur. Takið þá pönnuna af hellunni og látið standa allt að 3 stundir. Setjið stóran pott á meðalheita plötu og látið kræklinginn í hann ásamt góðri slettu af víni eða vatni. Lokið pottinum og eldið krækling- inn 5-8 mínútur. Hristið pottinn nokkrum sinnum á meðan. Síðan eru skeljarnar settar í skál, en þeim sem ekki opna sig hent. Soðið er geymt en svolitlu hellt yfir krækl- inginn. Næst er smokkfiskurinn settur i pott með smáskvettu af víni eða vatni í 3 mínútur þar til hann er rétt soðinn. Sigtið hann og setjið í ísskkáp ef einhver bið verð- ur á framreiðslunni. Syndandi grænmeti 3 msk ólífuolía 50-85 g beikon í bitum 2 litlir blaðlaukar I sneiðum 2 stórir saxaðir tómatar 1 kg blöðrukól eóa broccoli í stórum bitum 225 ml hvítvín hvítlaukur og/eða chilli ef vill Hellið því soði sem eftir er gegn- um sigti og setjið í það smokkfisk, lauk og sítrónusafa. Færið krækl- inginn í skel upp á disk og dreifið smokkfískblöndunni yfir. Saltið ef vill og piprið og berið fram. Athug- ið að vel má hafa í þessu aðrar gerðir af sjávarfangi, hörpudisk eða öðuskel svo eitthvað sé nefnt. Hitið olíuna í stórum potti, setjið í hann beikon og blaðlauk og eldið þar til mýkist (um 20 mínútur). SKELJAR og fleira gott í heitu sjávarsalati. Bætið við tómötum, grænmeti og víni og kryddið með salti og pipar og ef til vill hvítlauk eða chilli. Lokið pottinum en hrærið þó í öðru hveiju þar til kálið er orðið mjúkt. Það tekur væntanlega aðrar 20 mínútur og best er að borða græn- metisblönduna sem fyrst. Áldósir æ vin- sælli í Evrópu 70.000 tonn af áldósum voru endurunnin í Evrópu árið 1994. Það voru 30% evrópskra áldósa. Endurvinnsla þeirra hefur aukist um 20 -25% á ári frá 1987. Endurnýting er algengust í Sví- þjóð, Sviss og á íslandi. 90% í Svíþjóð, 83% í Sviss og 80% á ís- landi. í öðrum löndum Evrópu voru minna en 65% áldósa endurunnin. Búist er við að um aldamót verði hlutfallið 50%. Notkun áldósa hef- ur aukist mjög s.l. ár. Hlutfall ál- dósa á evrópska markaðnum hefur aukist úr 38% í 56% á 7 árum. Drykkja- og niðursuðuframleið- endur í Grikklandi, Svíþjóð, Sviss og íslandi nota aðeins áldósir í framleiðslu sinni. AÐALHEIÐUR Héðinsdóttir, kaffimeistari í kaffibrennslu sinni, Kaffitári. Kaffitár í Kringlunni KAFFITÁR hefur opnað expressó- bar og kaffiverslun á 1. hæð í Kringl- unni, en jafnframt rekur fyrirtækið kaffibrennslu í Njarðvík. í verslun- inni er hægt að fá malað kaffi og kaffibaunir af ýmsum gerðum. í tímaritinu In Good Taste, sem samtök kaffiframleiðenda í Banda- ríkjunum gefa út, var nýlega sagt frá kaffikeppni sem samtökin skipu- lögðu meðal kaffibænda í Costa Rica. Þar fékk kaffi frá búgarðinum Beneficio Bella Vista fyrstu verð- laun, en Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, kaupir einmitt kaffi þaðan. Alls tóku 36 framleið- endur þátt í keppninni og komu dóm- ararnir fjórir frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Costa Rica. Ævmtýri og allsnægtir þar sem allt er á einum stað! -Og af fenginni reynslu segjum viS fyrstir panta fyrstir fá! Newcastle er engin venjuleg borg, heldur lítil og heimilisleg heimsborg sem komið hefur þúsundum Islendinga verulega á óvart. §► Newcastle er borg allsnægta með iðandi mannlíf, fjölbreytilegt götulíf, útimarkaði, íþróttaviðburði, menningar- og listaviðburði, veitingahús og verslanir við allra hæfi. »► Newcastle og nánasta umhverfi anga af sögu og menningu sem auðvelt er að njóta. Með einu skrefi er hægt að stíga aftur í aldir og upplifa eldfjörugt miðaldaævintýri í dularfullum kastala, skoða sögu víkinganna og stórbrotna menningu Rómverja. Því er það engin tilviljun að Jpúsundir íslendinga elska Newccastle og allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Skoðið myndir frá Newcastle og upplýsingar tíl ferðamanna á Internetinu. Heimasíðan heitir; Welcome to Newcastie og heimilisfangið er: http://www.ncl.ac.uk/welcome.html mæium ser&iaiviega meo. Miðaldaveislu í Lumley kastalanum. Heimsókn á heimili Guðanna, eins og íbúar Newcastle kalla knattspyrnuvöllinn, St. James Park. Skoðunarferð til Durham, gamals bæjar þar sem auðvelt er að gleyma sér. /Newcastle Brown Ale, fyrir þá sem skreppa á krána. /Heimsókn í Beamish safnið, óviðjafnanlegt safn þar sem gestirnir taka sporvagn afturtil ársins 1913. ý Nú bjóðum við ferðir til Newcastle á ótrúlegu verði: Kr. 22.900, Fyrir fjögurra daga ferð í miðri viku. Kr. 000. Fyrir fimm daga helgarferð. Kr. 16.800.- Fyrir vikuferð. Kr. 9.800. Fyrir tíu daga ferð. Verð miðast við staðgreiðslu fyrir 15. september. Innifalið í verði er: flug, flugvallarskattar, gisting og morgunverður, ferðir til og frá flugvelli i Newcastle og íslensk tararstjórn. Verð miðast viö mann í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFAN 1 1 SÍMI 565 2266 ◄ ◄ ◄ Nýr haust- listi frá Kays HAUST- og vetrartíska Kays birt- ist á 856 blaðsíðum í nýjum verð- lista, sem fæst hjá umboðinu B.Magnússon hf. Fyrstu 43 síðurn- ar eru helgaðar því nýjasta frá helstu tískuhúsum heims og þegar flett er lengra má sjá tvær breskar sjónvarpsstjörnur í fatnaði sem þær völdu sjálfar. Hagnýtar ráðleggingar á ís- lensku fylgja, m.a. um fataval mið- að við vaxtarlag. Þeir sem pöntuðu úr verðlistanum í fyrra fá hann ókeypis, en aðrir geta keypt hann á 400 kr., sem fást endurgreiddar við fyrstu pöntun. í póstkröfu bæt- ist 287 kr. burðargjald við verðið. Nöfn þeirra sem panta úr listan- um fara í „happdrættispott“, sem dregið verður upp úr áður en vor- listinn kemur út í janúar. Stærsti vinningurinn er Burberry-ferða- töskusett að verðmæti 130 þús. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.