Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Tilskipun ESB um pakkaferðir Bætur vegna ky nferðislegrar áreitni í Túnis London. The Daily Telegraph. TVÆR breskar konur hafa unnið mál, sem þær höfðuðu á hendur ferðaskrifstofu, vegna kynferðis- legrar áreitni sem þær urðu fyrir á hóteli í sumarleyfi sínu í Túnis. Bresk- ur dómstóll felldi úrskurðinn á grundvelli tilskip- unar frá Evrópu- sambandinu. Konurnar tvær, sem eru frænkur, önnur 33 ára gömul og hin 21 árs göm- ul, eru báðar frá Manchester. Á hót- eli sem þær dvöldu á í Túnis árið 1993 urðu þær fyrir stöð- ugu aðkasti karla sem þar störfuðu. Starfsmennimir sendu þeim ástar- bréf og þjónar struku bök þeirra er þeir báru fram mat. Lögmaður kvennanna sagði að þessi lífsreynsla hefði tekið svo á þá eldri að hún hafi þjáðst af andarteppu eftir að hún kom heim. Henni voru dæmdar 2.200 pund TÚNIS er vinsælt ferða- mannaland en ekki eru allir sem þangað koma ánægðir. í bætur en yngri frænku hennar 900 pund vegna „sálfræðilegra þjáninga" þeirra. Lögmaðurinn vildi nvorki gefa upp nöfn kvenn- anna né ferðaskrif- stofunnar. Þetta mun vera fyrst mál- ið sem dæmt er í á grundvelli ESB-til- skipunar frá 1992 um pakkaferðir. Er búist við að það muni hafa mikið fordæmisgildi og að fjöldi nýrra mála muni fylgja í kjöl- farið. Ferðaskrifstofan ber ábyrgð í tilskipunni seg- ir að ferðaskrifstof- an sé ábyrg fyrir að tilskilin þjónusta sé veitt óháð því hvort að hún sjálf eða undirverktakar á borð við hótel veiti hana. „Þegar konumar kvörtuðu við yfir- stjóm hótelsins versnaði ástandið. Það hvernig tek- ið var á málunum gerði hlutina enn verri,“ sagði lögmaðurinn. í ÞÝSKA bankakerfinu hafa menn töluverðar áhyggjur af þróun peningamála innan ESB. Þýskir bankar íhuga stöðu marksins Frankfurt. Reuter. ÞÝSKIR bankar hafa undanfarið ráðlagt fjárfestum að þeir þurfi ekki að óttast fjárfestingar í þýsk- um mörkum þrátt fyrir áform Evr- ópusambandsins um peningalegan samruna og sameiginlegan gjald- miðil fyrir aldamót. Þrátt fyrir það virðist sem bank- arnir séu að búa sig undir að fjár- festar muni færa innistæður sínar frá ESB-gjaldmiðlum og hafa margir þýskir bankar undanfarið lagt áherslu á að styrkja stöðu utan Evrópusambandsins. Virðist sem flestir þeirra veðji á að sviss- neski frankinn muni leysa markið af hólmi sem öruggasti gjaldmiðill- inn þegar ESB-gjaldmiðillinn lítur dagsins ljós. Hafa bæði Deutsche Bank og Dresdner Bank sett upp nýjar skrifstofur í Ziirich á síðustu tólf mánuðum. Þá opnaði minni banki, Bayer- ische Hypotheken- und Wechsel- bank AG, lítið útibú í Sviss í síð- asta mánuði. Óvissa um framtíðina í könnun sem Reuters gerði í nokkrum helstu borgum Þýska- lands, kom hins vegar í ljóst að bankamenn mæla enn nánast allir sem einn með markinu sem örugg- asta fjárfestingarkostingum. „Þýski seðlabankinn leggur áherslu á að hinn nýji gjaldmiðill verði að vera jafnstöðugur og markið,“ sagði ráðgjafi hjá Frankf- urt-útibúi Dresnder Bank. Ráðgjafi hjá þriðja stærsta banka Þýskalands, Commerzbank, ítrekaði að enn væri langur tími í að peningalegi samruninn ætti að eiga sér stað. „Enginn, ekki einu sinni hér í Frankfurt, getur sagt þér neitt ákveðið um peningalega samrunann." STRIÐ KROATA VIÐ UPPREISNARMENN SERBA Hersveitir Króata hafa náö yfirhöndinni eftir aö þær hófu stórskotaliös- og skriödrekaárás til þess aö ná Krajina- héraði á sitt vald í gær. Plaski: Króatísk hersveit sækir aö bænum, sem er á valdi Serb; Gospic: Fregnir at sigrum króatisks landhers. 20 króatískir skriödrekar sagöir sækja i átttilMedak. Króatíustjórn segir herlið sitt hafa brotist gegnum víglínu Serba. Knin: Fregnir um þungar sprengjuárásir og allsherjar sókn aö „höfuöborg" Krajina. íbúar Zagreb búast við sprengjuárásum -segir Þorkell Diego sem staddur er 1 borginni ÞORKELL Diego, sem starfað hef- ur fyrir Rauða krossinn, er staddur í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að almenningur í borginni byggi sig undir að gerð yrði sprengjuárás á hana, þótt í gær hefði allt verið með kyrrum kjör- um. Sagði Þorkell að starfsmenn Rauða krossins í bænum Knin í Krajina-héraði, sem varð fyrir miklum sprengjuárásum í gær, héldu sig í loftvarnarbyrgi, og heimildir hermdu að miðbær Knin stæði í ljósum logum. Engir íslend- ingar eru í Knin, svo vitað sé. Samkvæmt fréttaskeytum Reut- ers þykir mörgum líklegt að ástæða rólegheitanna í Zagreb sé sú að Króötum hafí tekist að ná á sitt vald færanlegum eldflauga- skotpöllum Serba, sem voru notað- ir til eldflaugaárása á borgina í maí. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna greindu frá hörðum bardögum um 30 km suður af Zagreb, en talið er að skotpallarnir hafi verið stað- settir þar. Þorkell sagði að í Zagreb yrði ekki vart við átökin nema að því leyti að fólk væri varað við því að vera á ferli og miðborgin væri nánast mannauð. Þá væri búið að loka öllum leiðum frá borginni og að átakasvæðunum. Flugvellinum var lokað fyrir allri umferð í gær- morgun. Að sögn Þorkels komu aðgerð- irnar í gærmorgun almenningi ekki á óvart. „Það hefur verið mikið um herkvaðningar, bæði hafa mjög ungir menn og menn sem ekki hafa verið í herþjónustu síðan 1991 verið kvaddir í herinn.“ Almennt herútboð hefði verið í Króatíu síð- astliðna viku. Sagðist Þorkell telja að Króatar gætu auðveldlega kvatt til um 100 þúsund manns til viðbót- ar því 100 þúsund manna liði sem þegar hefði verið safnað saman. „Króatar eru almenn ánægðir með [hernaðaraðgerðirnar],“ sagði Þorkell. Fólk sem orðið hafi að flýja frá þeim landsvæðum sem Serbar hertóku 1991 hafí þrýst mjög á stjórnvöld um aðgerðir. Þorkell kom til Zagreb á fimmtudag og sagðist ekki ætla að fara þaðan í bráð. „Ég ætla að hinkra og sjá til. Maður gæti ef til vill liðsinnt hjúkrunarfólki hér ef þörf verður á,“ sagði hann. Tudjman forseti til atlögu FRANJO Tudjman, forseti Kró- atíu, tók djarfa ákvörðun þegar hersveitir hans réðust til atlögu við heri Serba. Hann er fyrrum hershöfðingi í her Júgóslavíu sem var, 73 ára gamall og kem- ur stundum fram opinberlega í hvítum einkennisbúningi hers- höfðingja er minnir á stíl Josips Títós, fyrrum leiðtoga Júgó- slavíu. Frá því Króatía varð sjálf- stætt ríki hefur Tudjman viljað koma á nánum tengslum við vestræn ríki, en varð lítið ágengt framan af vegna þess að fjölmiðlar í Króatíu voru ekki fijálsir og minnihlutahópar í landinu áttu erfitt með að ná rétti sínum. En Tudjman ávann sér velvild Vesturlanda með því að láta undan þrýstingi frá Sam- einuðu þjóðunum (SÞ) og skrif- aði undir sáttmála við Bosníu- stjórn um ríkjasamband Króata ogmúslima. í júní 1991 gekk Króatia úr ríkjasambandi Júgóslaviu og lýsti yfir sjálfstæði. Þjóðarbrot Serba í Iandinu gerði þegar uppreisn, stutt af her Júgóslavíu. Serbarnir tóku um 30% lands í Króatíu á sex mánuðum. Endi var bundinn á átökin með vopnahléi sem SÞ kom á. Tudjman kom á fjölflokka lýðræði í landinu og hóf að breyta efnahagslíf- inu, segja skilið við sósíalisma Júgóslavíu og koma á króatísk- um markaðsbúskap, með það að markmiði að fá inngöngu í Evr- ópusambandið. Hann hefur hins vegar sætt vaxandi gagnrýni á Vesturlöndum upp á Reuter síðkastið fyrir hérskáa þjóðernisstefnu sína. Tudjman er sá stjórnmála- maður sem mest ber á í Króa- tíu, og nýtur fádæma hylli al- mennings. Hann reykir ekki og gætir hófs í víndrykkju, sem þykir heldur fágætt á Balkan- skaganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.