Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Drottning róman- tíkurinnar raunsæ ogjarðbundin BANDARÍSKA leikkonan Meg Ryanhefur sýnt og sannað fjölhæfni sína á hvíta tjald- inu, en aðalhlutverk í rómantískum gamanmyndum virðast leita hana uppi. Franskur koss og var vinsæl- asta myndin vestan hafs þegar hún var frumsýnd í vor. í myndinni leikur Ryan bandaríska konu, sem lendir í slagtogi við franskan smáglæpa- mann þegar hún heldur til Frakk- lands til að endurheimta mann sinn úr höndum franskrar blómarósar. „Ég heiti Meg, hvemig hefurðu það?“ segir leikkonan þegar hún gengur inn í hótelherbergi á fimmtu hæð við fimmtu breiðgötu á Man- hattan í blárri buxnadragt með víð- um skálmum og hvítum bol. Ljóst hárið stendur í allar áttir. í annarri hendinni heldur hún á diski með austurrískri eplaköku og biðst afsök- unar á að hún sé að borða: „Við erum svo sein fyrir,“ segir hún og hlær án þess að útskýra hver „við“ eru. Hún lítur út fyrir að vera minni en á hvíta tjaldinu. Ryan er þekktust fyrir hlutverk sín í rómantískum myndum og ber þar hæst Andvaka í Seattle og Þegar Harry hitti Sally. En hún hefur einn- ig leikið annars konar hlutverk, þar á meðal drykkjusjúkling í myndinni Þegar maður elskar konu. „Trúir þú á ástina, hina eilífu ást?“ Meg Ryan er ein af fremstu leikkonum Hollywood. Nýjasta mynd hennar nefnist Franskur koss. Karl Blöndal ræddi við Ryan um það leyti, sem myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og náði um leið tali af Kevin Kline, mótleikara hennar, og Lawrence Kasdan leikstjóra. spyr Meg Ryan í hlutverki Kate snemma í myndinni og mótleikari hennar, Kevin Kline, spyr á móti: „Ert þú ein af þessum konum, sem trúa á þjóðsögur?“ Ryan gengst ekki inn á að hún sé ein af þeim. „Ég held að ég sé örugglega raunsæ og jarðbundin fremur en rómantísk eða viðkvæm án þess þó að eitt útiloki annað,“ segir Ryan og leggur vara við að leggja of mikla áherslu á að hér sé á ferðinni ástar- mynd. „Þetta er rómantísk mynd, en það er meira vægi lagt á gaman- semina. Maður gerir sér grein fyrir því hvernig fer í upphafi, en það, sem máli skiptir er hvað gerist í millitíð- inni.“ Að vera Bandaríkjamaður Persónan, sem Ryan leikur í mynd- inni, er mjög raunsæ í öllu fasi og háttum og margir kynnu að líta svo á að hún væri fulltrúi hins dæmi- gerða Bandaríkjamanns vegna þess að myndin fjallar um raunir hennar erlendis. „Við veltum mikið fyrir okkur Bandaríkjamönnum og raunsæK vegna þess hvemig Kate er í mynd- inni. Hún er mjög skynsöm og raunsæ, klæðist þægilegum fötum og henni virðist notagildið efst í huga, hvort sem það á við um skó eða bakpoka. Hluti af þessu var poppsálfræðin, sem Kate beitir á Luc. Hún er mjög bandarískt fyrirbæri. Henni er mein- illa við að láta koma sér á óvart og vill ekki stækka heimsmynd sína fyrir nokkurn mun. í einu atriði, sem klippt var úr myndinni, talar hún um það hvað hún sé hrædd við atburði líðandi stundar og þess vegna ætli hún að flytja til Kanada. Ég skildi þetta að vissú leyti þvi að hér í Bandaríkjunum dynja á manni fréttir af hryllilegum atburðum og ég er viss um að þetta er eins í Evrópu. En þetta er orðin slík síbylja hér að maður gæti eytt lífi sínu í að horfa á [sjónvarpsfréttastöðina] CNN.“ Það er greinilegt að Kate er á útivelli þegar hún kemur til Frakk- lands í myndinni og Ryan kveðst á margan hátt hafa fundið til svipaðra tilfínninga til leyndardóma landsins. „Frakkland _er mjög framandi," segir Ryan. „Ég hélt að ég myndi aldrei komast lífs af þar. Hvernig stendur til dæmis á því að þú verður að ávarpa þjóninn á ákveðinn hátt eða eiga á hættu að fá ekki kaffið þitt? Að maður tali nú ekki um að þurfa að eiga við stofnanir." Ryan er ekki aðeins stjarna mynd- arinnar, heldur einnig einn framleið- endanna. Hún átti stóran þátt í því að þetta handrit var valið og ráðist var í gerð myndarinnar.„Þegar verið var að kynna okkur handritið fannst mér það strax tilvalið vegna þess hve klassískt það var að uppbyggingu," segir Ryan. „Sagan gengur út á það að þau verða að vera saman, en eru andstæður. Hún er eins og fiskur á þurru landi og hann langar einfald- lega ekki til að vera nálægt henni, en neyðist til þess. Mér finnst fyndið að fylgjast með skapraunum og rifr- ildum. Slík atriði úr myndum fjórða áratugarins - „Haltu kjafti“, „Nei, halt þú kjafti“ - hafa alltaf komið mér til að hlægja. Ég elska hvemig hann niðurlægir hana í sífellu og hún reynir að niðurlægja hann. Málið er að halda öllum boltunum á lofti í einu og í þessari mynd gengur það upp. Það er mjög erfitt að finna góð hand- rit að rómantískum gamanmyndum, en þegar ég sá handritið að þessari hugsaði ég strax með mér að þessa mynd vildi ég sjá.“ KVIKMYNDIN Franskur koss er rómantísk gaman- mynd af gamla skólanum. Myndin byggir á samspili aðalleik- aranna tveggja, Meg Ryan og Ke- vins Klines, sem þvert gegn vilja sínum þvælast saman um Frakk- land þvert og endilangt. Kate kem- ur saklaus frá nýja heiminum, en Luc er útsmoginn og veraldarvanur svikahrappur úr gamla heiminum. Þetta er ekki dæmigerð bandarísk mynd að því leyti að í henni er hVorki ofbeldi né klám, þótt reynd- ar sé einn bílaeltingaleikur. Myndin stendur og fellur með því að Kevin Kline takist að sann- færa áhorfendur um að hann sé franskur. Enskumælandi leikari hefur ekki átt jafngóða spretti í gervi Frakka síðan Peter Sellers brá sér í gervi Clousots leynilög- reglumanns í myndunum um Bleika pardusinn. „Það var ákveðin áhætta að fá mann sem ekki er frönskumælandi í hlutverk Lucs,“ segir Lawrence Kasdan, leikstjóri myndarinnar. „En þegar hæfileikamaður á borð við Kevin á í hlut er ekkert ómögu- legt.“ Kline var ekki alveg jafn örugg- ur með sig. „Ég var skelfingu lostinn við til- hugsunina að Ieika á frönsku,“ sagði Kline. „Ég lærði frönsku í tvo mánuði og þegar ég fór að komast inn í hlutverkið hvarf óttinn og ég hef aldrei skemmt mér jafnvel. Það skipti hins vegar máli að ég hafði áður Ieikið ítala, þótt þá hafi ég reyndar mestan part þurft að tala ensku með ítölskum hreim, en í þessari mynd þarf ég að tala frönsku í atriðum með frönskum leikurum. í þessu hlutverki hefði verið auð- velt að falla í þá gryfju að apa eftir öðrum fyrirmyndum og þar ber helst að nefna Clousot," segir Kline og hermir eftir Sellers heitn- um. Kline hefur starfað mikið með Kasdan, þar á meðal í myndunum Silverado og Grand Canyon. „Sambandið milli okkar er mjög gott. Við gerum grín hvor að öðrum Að baki Frönskum kossi Að halda haus í fáránlegum heimi LAWRENCE Kasdan, leikstjóri myndarinnar Franskur koss, leggur Meg Ryan línurnar milli taka í París. og stríðum hvorum öðrum og fáum upptökuliðið til að hlægja. Eg get sagt hvað sem er við Larry og hann getur sagt hvað sem er við mig,“ segir Kline. „Þetta getur hins vegar verið hættulegt." Kline var að hugsa um að taka að sér annað hlutverk þegar honum var boðið þetta, en hann kveðst ekki hafa hikað við að taka boðinu. „Ástæðan var sú að ég hafði ekki leikið áður í svona mynd þar sem finna þarf jafnvægi milli ástar- sambandsins og gamanleiksins,“ segir Kline, sem nýverið lék í mynd- inni Dave og hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Fiskurinn Wanda. Að vinna með Frökkum „Frakkamir eru öðruvísi,“ segir hann. „Það er eitt að vera ferða- maður í Frakklandi, en að vinna með þeim er annað. Þegar Banda- ríkjamenn vinna eru þeir ákafir, hlutirnir þurfa að gerast samstund- is og tíminn er peningar. Ef eitt- hvað á að vera tilbúið á hádegi í Bandaríkjunum gengur það eftir. í Frakklandi yppta menn hins vegar öxlum og tauta: „Ætli það hafi ekki orðið einhver töf“ þegar eitt- hvað fer úrskeiðis. Þeir eru heim- spekilegir og lifa lengur. Við vorum til dæmis tveimur dögum á eftir og ákváðum að það þyrfti að vinna tvo laugardaga. Við buðumst til að borga morðfjár, en það skipti ekki máli. Ég get tekið annað dæmi. í Bandaríkjunum fengi tökulið að leggja undir sig hvaða borg sem er. Umferð yrði stöðvuð og við myndum eiga götuna. í Frakklandi leyfa þeir manni að taka og óska manni góðs gengis. Svo þarf maður að glíma sjálfur við umferðina og gangandi vegfarendur og það var ekkert grín þegar komið var á Eto- ile, þar sem umferðin er eins og í stríðsvagnakeppninni í Ben-Húr.“ Hreinsunareldur gagnrýnenda Kasdan hefur gert myndir af ýmsu tagi, allt frá vestrum til spennu- og gamanmynda. Yfirleitt hefur myndum hans verið vel tek- ið. Á síðasta ári fékk hann hins vegar að ganga í gegnum hreinsun- areld gagnrýnenda þegar þeir rifu í sig mynd hans um Wyatt Earp, laganna vörð í villta vestrinu. „Svona nokkuð hefur yfirgengi- leg áhrif á mann,“ segir leikstjór- inn. „Ég er þeirrar hyggju að fjölm- iðlar séu úti að aka og hafí yfir- leitt neikvæð áhrif. Engu að síður hafa þeir áhrif á mann. Þegar óhróðurinn vellur yfir mann í heilt ár finnur maður fyrir því. í mínum huga dæmist mynd ekki af fjölm- iðlafárinu, sem fer af stað þegar hún er frumsýnd. Hún dæmist fimm, tíu, fimmtán árum síðar. Margar þeirra mynda, sem ég held mest upp á, fengu mjög slæm- ar viðtökur í fyrstu. Citizen Kane var illa tekið og Doktor Zívagó eftir David Lean var rökkuð niður. Ég veit ekki hvaða augum ég á eftir að líta Wyatt Earp eftir tíu ár, en ég veit að ég sætti mig ekki við það hvernig farið var með myndina. Ég trúi því ekki að allt það hæfileikafólk, sem gerði mynd- ina hafi verið að gera slæma hluti.“ Kasdan ber ekki mikla virðingu fyrir vinnubrögðum í bandarískum kvikmyndaiðnaði. Allir einhvern tíma óþekktir „Þú ert ekkert í Hollywood, þar til þér tekst að komast á blað,“ segir Kasdan. „Listamaður breytist ekki á einum degi. Þessi greinar- munur - milli þess hvað þú ert og hvað fólk segir að þú sért - er gerður allt þitt líf. Þetta á líka við um leikstjóra. Hlutir eru skrifaðir og sagðir og þú þarft að greina á milli þess hvað skiptir máli og hvað er hreinn tilbúningur. Allir voru hins vegar óþekktir einhvern tíma. Þeir sem hugsa svona, fram- kvæmdastjórar og þess háttar fólk, vita ekkert í sinn haus. Listamenn- irnir, leikararnir og leikstjórarnir verða að halda haus í þessum heimi, sem í raun er fáránlegur." Kasdan hóf feril sinn sem hand- ritshöfundur og það tók hann sjö ár að selja fyrsta handritið sitt. „Málið er að hætta ekki,“ segir hann. Þolinmæðin borgaði sig fyrir Kasdan, sem átt þátt í að skrifa handritin að tveimur Stjörnustríðs- myndum og einni Indiana Jones mynd. Kasdan segir að það erfiðasta við að leikstýra sé að ritskoða hug- myndir og innlegg leikaranna og annarra samstarfsmanna við gerð kvikmyndar, taka af skarið og segja þetta gengur ekki. „Það er fullt af myndum þar sem ekki hefur verið vinsað úr með þessum hætti og allt er leyfilegt," segir Kasdan. „Ég fyllist magn- leysi þegar ég fer á slíkar myndir því að allt við þær er billegt." Myndir Kasdans hafa verið margbreytilegar og virðist hann forðast að einskorða sig við ákveðna tegund bíómynda. „Ég hef gaman af að gera allar gerðir af myndum," segir Kasdan. „Það eru svo margar sögur, sem á eftir að segja, og svo lítill tími til að segja þær að ég vil fást við margbreytileg verkefni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.