Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 21 Etienne George MEG Ryan og Kevin Kline í hlutverkum sínum í Frönskum kossi. Hér hefur leikurinn borist til Cannes. . Ein mesta áhættan í myndinni er að láta bandarískan leikara vera í hlutverki Frakka. Depardieu upptekinn það árið „Til stóð að fá franska leikarann Gerard Depardieu, en hann var ekki laus það árið,“ segir Ryan. „Þetta tókst hins vegar stórkostlega. í fyrsta lagi: hvaða bandarískur leik- ari gæti leikið þetta eftir Kevin? Hann er einfaldlega snillingur." Ryan hefur verið mikið milli tann- anna á bandarískum ij'ölmiðlum und- anfarið. Skömmu áður en útsendari Morgunblaðsins hitti hana að máli birtist viðtal og grein við hana í tíma- ritinu Vanity Fair þar sem gerð var grein fyrir eiturlyfjaneyslu eigin- manns hennar, leikarans Dennisar Quaids, sem sagt er að hún hafi neitað að giftast þar til hann færi í meðferð, og viðskilnaðinum við móð- ur hennar, sem hún hefur ekki talað við svo árum skiptir. Ryan hefur ætíð neitað að tala um móður sína, Susan, sem nú er gift blaðamanni, Pat Jordan. Jordan þessi hefur skrif- að að Ryan sé ekki í jafnvægi og sagt að hún sé vanþakklát dóttir. Móðirin, sem yfírgaf Ryan þegar hún var 15 ára, vinnur nú að bók um sjálfa sig og fjölskyldu sína. Undir smásjá fjölmiðla „Ég svara ekki spurningum um þessi mál nema til að útskýra hvers vegna ég vilji ekki ræða þau, segja að fjölmiðlar séu alls ekki rétti vett- vangurinn til að tala um fjölskyldu- mál og ítreka að Dennis sé ekki or- sök vandamála minna. Þau hika hins vegar ekki við að tjá sig,“ segir Ryan alvarleg á svip og á þar við móður sína og mann hennar. „Þetta er gallinn við frægðina. Hlutirnir verða svo margþvældir og rangfærð- ir þegar þeir eru komnir á framfæri að er útilokað að leiðrétta þá. Ég er ekki einu sinni viss um að ég ætti að gera það. Þetta er ekki mitt mál, ég kom þessu ekki af stað.“ Ryan, sem lærði blaðamennsku í háskóla, gefur ekki mikið út á áreið- anleika fjölmiðla. „Ég held að það sé fráleitt að • hægt sé að draga fram einhvers konar mynd af mér með því að tala við eina eða tvær manneskjur, sem þekkja mig,“ segir hún. „Mér finnst eins og ég njóti mikillar friðhelgi vegna þess að enginn hefur enn átt kollgátuna um mig. Frægðin aukaatriði Frægðin er bara aukaatriði, sem verður til, en hefur í raun enga merk- ingu. Það er vinnan, sem er skemmti- leg. Almenningur sér ákveðna mynd af mér, en ég tek á því með því að gera mér grein fyrir að sú mynd kemur mér ekkert við. Þegar ég hitti fólk á götu og það tekur eftir mér þá er það í raun að bera kennsl á persónu, sem það hefur séð í bíó- mynd. Það er ekki ég, heldur þessi hugmynd. Út af þessu fmnst mér ég vera mjög örugg og hálfósýnileg. Ef ég héldi að fjölmiðlar gætu dregið upp rétta mynd væri ég mjög áhyggjufull. En ég held að frétta- mennskan sé þannig í eðli sínu að ekki sé hægt að komast að kjarna málsins og lýsa manneskju í tvö þús- und orðum.“ Ryan hefur rekið kvikmyndafyrir- tæki sitt, Prufrock, í fimm ár og kveðst hafa lært margt á þeim tíma, ekki síst hvemig viðskiptin ganga fyrir sig í Hollywood, háborg kvik- myndaiðnaðarins. „Þetta hjálpaði mér við gerð þess- arar myndar og jók einnig sveigjan- leikann í framleiðslu hennar," segir Ryan. „Hins vegar hef ég ekki mikið vægi sem framleiðandi vegna þess að ég hef í raun enga sérþekkingu. Leikstjórinn, Lawrence Kasdan, var hins vegar það góður að leyfa mér að vera með.“ Samband Klines og Ryan er þung- amiðja Fransks koss og fjöldi atriða myndarinnar byggir upp á hröðum samtölum þeirra. „Sumar leikkonur eru áhyggjufull- ar þegar þær eiga að fara að taka, en það á ekki við um hana,“ segir Kline um samstarfið við Ryan; „Hún virðist full af sjálfsöryggi. Ég hef leikið á móti mörgum leikkonum og þær eru allar misjafnar. Ég lék til dæmis á móti Meryl Streep í Sophi- e’s Choice og það var mjög gaman, þótt myndin væri alvarleg. Við stríddum hvort öðru linnulaust. Meg Ryan er ekki stríðin, en hún hefur gaman af að hlægja. Við gerðum grín að hvort öðru á tökustað og hún gat tekið á móti, en hún er ekki jafn illkvittin og ég. Tökudagar geta ver- ið langir ef það er enginn hlátur. Þetta er í rauninni allt þykjustuleik- ur, sem verður að taka alvarlega þegar myndavélin er í gangi, þannig að það er gott að geta tekið af sér grímuna þess á rnilli." Kasdan klappar henni einnig lof í lófa. „Hún er mjög lifandi,“ segir hann. „Hún er mjög fyndin og hæfileikarík gamanleikkona. Hún þarf hins vegar ekki að reiða sig á fyrirfram ákveðna brandara, heldur getur lagað sig að leik meðleikara sinna Og samt verið fyndin. Það er eitthvað við hana, sem gerir að verkum að fólk sér sjálft sig í henni. Hún ber tilfinningarnar utan á andlitinu og drekkur lífið í sig af áfergju. Við höfum alltaf leitað að slíku í kvikmyndastjömum." Ryan segir að atriðin með Kline hafi verið einna erfiðust. „Við þurftum að tala svo hratt," segir hún. „Eitt af þeim atriðum myndarinnar er þó í mestu uppáhaldi hjá mér: þegar Luc og Kate hittast í fyrsta skipti. Atriðið er snemma í myndinni og maður veit að mikið er í húfi. Samband þeirra ber myndina uppi og því verður þetta atriði að takast. Við endurtókum þetta atriði hvað eftir annað. Það var ekki nóg með að við þyrftum að láta dæluna ganga heldur þui-ftum við einnig að láta eins og við værum í flugvél, sem væri að taka á loft.“ „í þessu atriði sitja þau hlið við hlið í ellefu mínútur samfleytt og geta ekki einu sinni notað líkamana til að leika," segir Kasdan. „Samt tekst þeim að halda athyglinni. Ég get horft endalaust á þetta atriði án þess að fá leið á því.“ Annað eftir- minnilegt atriði í myndinni gerist á götu í París og kemur Eiffel-turninn þar rnjög við sögu. „Ég man að þetta var á afmælinu mínu. Það tók langan tíma að und- irbúa þetta því að það þurfti að slökkva á turninum. Það er gert í þremur áföngum og síðan tekur heil- langan tíma að kveikja á honum aft- ur. í þokkabót rigndi þannig að við urðum að sæta lagi. Það tók alla nóttina að klára þetta atriði.“ Ryan brosir með öllu andlitinu. Um leið gengur inn blaðafulltrúi og segir að samtalinu sé lokið og henn- ar bíði fleiri blaðamenn. I I I ) ) ► ) ) ) ) ) ) AFSLATTUR AF HJOLUM MIKIÐ URVAL AF FYLGI- OG AUKABUNAÐI AUÐBREKKU 3 - SIIVII 564-44-89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.