Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Opinber heimsókn dönsku forsætisráóherrahjónanna Njóta bæði virðingar sem stjórnmálamenn Þegar Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráð- herra Dana heimsækir Árnastofnun, í næstu viku verður áhuginn einlægur því áhuginn á norrænum menningar- arfi hefur fylgt ráðherr- anum síðan á skólaár- unum. Lone Dybkjær, kona hans, er pólitísk valkyrja og fyrrum ráð- herra, en fylgir ekki flokki eiginmannsins að málum. Sigrún Davíðs- dóttir segir hér frá hjónunum, sem sækja ísland heim eftir helgi. POUL Nyrup Rasmussen tók við embætti forsætisráðherra Danmerk- ur í janúar 1993, án undangenginna kosninga, eftir að íhaldsmaðurinn Poul Schliiter neyddist til að segja af sér vegna Tamílamálsins. Um líkt leyti sór Bill Clinton embættiseið sem forseti Bandaríkjanna og í Dan- mörku fór ekki hjá að þessir menn væru bomir saman. Báðir eru komn- ir af alþýðufólki og hafa komist áfram á eigin ágæti, eru annálaðir vinnuþjarkar og hafa dugmiklar og greindar konur sér við hlið. En með- an Clinton biðlaði til unga fólksins og nýrra tíma, hélt Nyrup sig við flokkslínuna og höfðaði til ein- drægni, sem þykir ein helsta dyggð- in í dönskum stjómmálum. Við minnkandi fylgi glímir Nymp nú við endumýjun Jafnaðarmannaflokks- ins og stefnunnar. Það hefur ýft upp sár frá formannskjörinu vorið 1992 og örvæntingu yfir stefnu eða stefnuleysi, þótt stefnan sé reyndar vandamál jafnaðarmannaflokka yf- irleitt á tímum vaxandi einstaklings- hyggju og minnkandi samstöðu. Úr verkamannafjölskyldu í hóp betri borgara Poul Nymp Rasmussen fæddist í fiskibænum Esbjerg 15. júní 1943, sonur ræstingakonunnar Vem og Oluf Nymp Rasmussens, sem rak ferðabíó. Pjölskyldan bjó í tveggja herbergja íbúð og kjörin vom knöpp. Syninum gekk ágætlega í skóla, þótt heimalærdómurinn yrði stund- um að víkja, því hann var bæði mjólkurpóstur og seldi bíómiða fyrir föðurinn. í menntaskóla fór hann, sem var öldungis ekki sjálfsagt fyrir verkamannssyni á þeim tíma, en hvatninguna skorti ekki heima fyrir. í skólanum voru stjórnmál ofarlega á blaði og vinimir fengu Poul Nymp með sér í Jafnaðarmannaflokkinn. Siðan lá leiðin í háskóla og eftir að hafa reynt verkfræði og stjómmála- fræði varð hagfræði ofan á. Þótt hann væri við nám á tímum rót- tækni og stúdentaóeirða sinnti Nyr- up fremur náminu og flokksstarfinu, en fálmkenndum mótmælaaðgerð- um. Eftir að námi lauk 1971 lá leiðin beint til danska. Alþýðusambandsins, sem sendi unga hagfræðinginn til Bmssel. Ólíkt mörgum flokksfélögum Tveir stjórnmálanienn úr tveimur flokkum í einni sæng Nyrup kippir sér varla upp við annasamt starf, en hafði hins vegar ekki vanist því að vera í sviðsljósinu og kom í bytjun nokkuð stirðlega fyrir, ekki síst þegar hann var bor- inn saman við hinn sviðsvana Schliiter. í góðum hópi er Nyrup hins vegar hrókur alls fagnaðar, hefur gott danskt skopskyn og getur tekið hressilega undir í flokkssöngv- um og gömlum slögumm. Hann er vel menntur, öldungis laus við há- timbraðar gáfumannahugsjónir, al- þýðlegur í skapi og smekk og lítt gefínn fyrir fínheit. Ein af umsögnunum um hann þégar hann tók við forsætisráðherra- embættinu var að hann væri oft óskiljanlegur og oft segði hann í raun ekki neitt, en hann gerði það á mjög róandi hátt. Hann ■ hefur kannski ekki orðið skorinorðari með tímanum, en hefur áunnið sér virð- ingu langt út fyrir flokksraðirnar fyrir að vinna vel að sínum málum. I stjórninni nýtast sáttasemjarahæfi- leikarnir og þótt hann fari sér hægt við ákvarðanatöku, stendur hann fastur fyrir og er laus við allan ving- ulshátt. Rósemi hans er fremur vott- ur um innri styrk en skapdeyfð, því hann er kunnur fyrir að geta barið í borðið, ef þolinmæði hans er ofboð- ið. I umgengni við fjölmiðla getur Nymp lært mikið af konu sinni Lone Dybkjær, sem umgengst þá eins og sviðsvanur leikari. Dybkjær kom fyrst fram sem fylgikona Nyrups á útitónleikum Pavarottis í Kaup- mannahöfn í ágúst 1992 og blaða- ljósmyndararnir voru næstum dottn- ir hver um annan, þegar parið kom gangandi hönd í hönd. Fjölmiðlar köstuðu sér yfír hana og eitt síðdeg- isblaðanna fékk meira að segja að taka mynd af henni, þar sem hún straujaði skyrtur sambýlismanns síns. Þessi mynd var mjög umrædd og síðar hefur hún ráðlagt stjórn- málakonum að láta ekki mynda sig við slíka iðju, því myndin hefði verið túlkuð eins og hún væri að leggja af stjórnmálin til að takast eingöngu á við húsmóðurstörfín. Dybkjær er þremur árum eldri en Nyrup, fædd 1943. Hún er af menntafólki komin, er sjálf verk- fræðingur og giftist ung verkfræð- ingi. í því hjónabandi hóf hún af- skipti af stjórnmálum og skipaði sér í raðir Róttæka vinstriflokksins, gamalgróins miðjufiokks. Þau hjón skildu, en þar sem hún var kunn undir eftirnafni eiginmannsins hélt hún nafninu. Hún hefur gegnt ábyrgðarstöðum í flokknum, var meðal annars umhverfísráðherra 1988-1990 og væri án efa ráðherra nú, ef hún hefði ekki tekið saman við forsætisráðherrann. Sem um- hverfisráðherra bar hún meðal ann- ars málefni hjólreiðamanna fyrir bijósti, en þeir eru ófáir í Danaveldi og var fyrir bragðið kosin Hjólreiða- maður ársins 1989 af samtökum þeirra. Þau Nyrup gengu í það heil- aga í fyrravor, utan sjónmáls fjöl- miðlanna, og búa úti á Friðriks- bergi. Hún á tvær uppkomnar dætur af fyrra hjónabandi. Nyrup missti uppkomna einkadóttur af fyrra hjónabandi fýrir tveimur árum, er hún fyrirfór sér eftir langt stríð við sálsýki. Stjórnmálaferilinn hefur Dybkjær nú sveigt af heimaslóðum, því hún er þingmaður flokks síns á Evrópu- þinginu, þar sem hún er annar vara- formaður umhverfísnefndar þess. Enginn vafi er á að Nyrup á að góðum ráðgjafa að hverfa þar sem kona hans er, bæði vegna stjórn- málareynslu hennar og hve lagið henni er að koma skemmtilega fram. íslandsheimsóknin kemur í enda sumarfrísins og Nyrup hafði hlakkað til ferðarinnar, því norðlægar slóðir falla honum í geð. En hann getur kannski ekki alveg gleymt heimaslóð- unum, því það verður ekki einfalt verk að leiða flokkinn á næstu miss- erum. í Danaveldi er hins vegar allt í fremur góðu fari sem stendur og atvinnuleysið meira segja farið að hjaðna, en pólitísk framtíð Poul Nyr- up Rasmussen er háð því hvemig tekst til við endumýjun flokkshug- sjóna og flokks. Sem stendur virðist enginn betur til þess fallinn en ein- mitt Nymp. Polfoto/Morgunblaðið POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og eiginkona hans Lone Dybkjær. var Nymp strax á þessum ámm ein- lægur Efnahagsbandalagssinni. Eftir Bmsseldvölina hélt hann sig hjá Al- þýðusambandinu, varð yfírhagfræð- ingur 1980 og ávann sér virðingu fyrir dugnað og skarpskyggni, en var ekki þekktur utan þeirra hópa. Árið 1986 varð hann framkvæmdastjóri launþegasjóðs, „Lönmodtagemes Dyrtidsfond", sem hann breytti í öfluga fjárfestingarstofnun og ávann sér vinsældir meðal forkólfa atvinnu- lífsins, sem annars em að öllu jöfnu ekki gapandi af hrifíngu yfir jafnað- armönnum. Varaformaður Aukens - og áskorandi hans Innan Jafnaðarmannaflokksins leitaði hann fremur eftir að hafa áhrif en að korna sjálfum sér á fram- færi út á við. Árið 1987 gaf Nyrup kost á sér sem varaformaður flokks- ins að beiðni vinar síns og flokks- formanns Svend Aukens. Ari seinna var hann kjörinn á þing. Vart grun- aði Auken að fímm ámm síðar ætti varaformaðurinn eftir að skora á sig í formannskjöri. Auken, sem nú er atkvæðamikill umhverfísráðherra, er af allt öðmm toga en Nymp, þó báðir séu hávaxn- ir og myndarlegir. Auken er úr menntamannafjölskyldu, segir það sem honum býr ( bijósti, en er líka óhræddur við að egna til kappræðna með snörpum skoðunum. Blaða- mannafundir Aukens em skemmti- legir, því hann talar fijálsmannlega, meðan Nymp vegur þunglega hvert orð. Vandi formannsins Aukens var að hann náði engu sambandi við miðflokkana, sem em í lykilaðstöðu við stjómarmyndanir. Æ fleiri flokksmenn álitu því að með Auken við stýrið kæmist flokkurinn vart í stjórn. Öðru máli gegndi um vara- formanninn, sem eftir stutta um- hugsun tók áskomn flokksfélaga og fór með sigur af hólmi í formanns- kjörinu í apríl 1992. Níu mánuðum síðar kom hann flokknum í ríkis- stjómarforsæti, að vísu án kosninga, en stjórnin hlaut blessun kjósenda í haustkosningum 1994. Endurnýjun flokks og stefnu Af hálfu sigurvegarans og hins sigraða í formannskjörinu 1992 hef- ur ekki skort á fullyrðingar um að allur orðrómur um væringar Au- kens- og Nyrupsvængs innan flokks- ins væri stórlega orðum aukinn. Auken virtist líka sæll og glaður þegar honum var falið embætti umhverfísráðherra við stjórnar- myndunina 1993. En átök fylking- anna kristallast í endurnýjunarum- ræðu flokksins. Innan flokksins leið- ir Nymp nefnd um hugmyndir að nýju flokksskipulagi fyrir flokksþing á næsta ári. Eins og í grónum flokkum hafa danskir jafnaðarmenn þurft að slíta buxnabotnunum í flokknum á leið- inni til metorða, þótt Nymp hafi komið inn um hliðardyr í formanns- sætið. Fyrirhugaðar breytingar eiga að liðka til í stirðu flokkskerfinu og laða ungt fólk að. Um þetta er tek- ist á og að hluta virðist skiptingin ganga milli þeirra sem studdu Nyrup til valda og hinna, sem kusu Auken. Af reiðigusu, sem jafnaðarmanna- þingkonan Lone Möller spjó í síðustu viku yfír Nymp og aðra nýjunga- sinna virðist ljóst að gömlu átökin krauma enn, því hún heldur því fram að Auken og stuðningsmenn hans megi enn þola hnútur Nympssinna. í vikunni fékk Nyrup svo kveðju frá gömlu kempunni og Ieiðtoganum Anker Jörgensen, sem segir að skipulagið megi ekki skyggja á hug- sjónimar. Skipulagsumræðan skyggir vísast á kjarna málsins, nefnilega hvernig eigi að laga Jafnaðarmannaflokkinn að breyttum aðstæðum og kreppu velferðarkerfisins, sem ætlað var til að styðja sjúka og aldraða og nokkra atvinnuleysingja, en ekki til að styrkja eða halda uppi stómm hluta þjóðarinnar. Þótt Nyrup Iíkist í fáu Tony Blair, Ieiðtoga breska Verka- mannaflokksins, er Nyrup alls ósmeykur við að taka mið af mark- aðsöflunum, rétt eins og Blair. Nyr- up fær heldur ekki óbragð í munninn af orðinu „einkavæðing", eins og sumir flokksmenn hans, sem enn hamra á gömlu samstöðustefnunni, þótt ungt fólk flykkist í gamla Vinst- riflokk Uffe Ellemann-Jensens, sem boðar einkaframtak og valfrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.