Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 23 KAUPMAÐURINN A HORNINU MATVÖRUDEILDIN í Hafnarstræti, opnuð 1930. Fínasta kjötbúð borgarinnar. Sögur úr búðinni GUÐJÓN Guðjónsson, verslunarsljóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, í Kjötbúð Vesturbæjar, Austurveri og Glæsibæ. Hann gat ekki ímyndað sér að fólk þyrfti á eldhúsrúllum að halda. FYRR á öldinni var kaup- maðurinn á horninu mest áberandi í verslunarlífi Rey kj avíkurborgar. Blómatími hans er liðinn, stór- markaðir og sjálfsalar leystu hann smátt og smátt af hólmi á síðustu áratugum. Kaupmaðurinn lifir enn og ef til vill verða hornin hans vinsæl á nýjan leik. Vissulega var kaupmaðurinn vinsæll, svo vinsæll að árið 1930 voru 15 matvöruverslanir við Grettisgötu. Kaupmaðurinn á horninu setti mikinn svip á bæinn meðal annars vegna heimsend- ingaþjónustunnar og sendlanna, skjóta í förum með þungar byrðar á reiðhjólum. Allar vörur voru bak við búðarborðið Þrír verslunarmenn rifjuðu um daginn upp kaupmennskuna í „gamla daga“. Það voru þeir Ósk- ar Jóhannsson, sem var 30 ár með Sunnubúðina eða frá 1951 til 1982, Guðjón Guðjónsson, sem hefur verið verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og byijaði í Matardeildinni Hafnarstræti árið 1947, og Jón í Straumnesi. Matardeildin í Hafnarstræti var stærsta kjötverslun borgarinnar með tvo verslunarstjóra. Hún þætti ekki stór í dag. Á þessum tíma var allt afgreitt yfir borðið, meira að segja baunadósir. Engar verðmerkingar voru og því nauð- synlegt að fyrir afgreiðslufólkið leggja verð á minnið. Kjötið kom gaddfreðið í búðirn- ar. Enginn kælir var í búðinni og kjötkarlarnir söguðu það niður eða hjuggu. Það var gert með því að skera fyrst og höggva svo. Þegar komið var inn í kjötbúð stóð kúnninn milli afgreiðsluborð- anna og andaði að sér kjötlykt- inni. Heilu lambaskrokkarnir hengu á krókum en nýgerð spægipyslan í glerborðinu. Af- greiðslumaðurinn heilsaði og þá var bara að láta skera fyrir sig í kjötsúpuna. Það tíðkaðist að vera í reikningi á þessum tíma og mjög algengt var að fá vörurnar sendar heim með bíl eða hjóli og aldrei var kvittað fyrir. Guðjón man þó eftir einum viðskiptavini sem krafðist þess að það yrði kvittað. Það var apótekari hér í bæ, en það voru ekki til nótubækur í þríriti og hon- um var sagt að það yrði að segja honum upp viðskiptum ef hann krefðist kvittana. Hann varð að sætta sig við að vera kvittanalaus. Mánaðarlega setti fólk sig í hátíð- legar stellingar og borgaði reikn- inginn. Haustvínber frá Spáni og klósettpappír frá Finnlandi Guðjón og Óskar eru sammála um að lífið í búðunum hafi verið mjög heimilislegt, en þar var alltaf nóg að gera og allt seldist. Það var ekkert vandamál með það, því aðeins nauðsynjavörur voru seld- ar. Þeir þurftu líka að gæta þess að selja ekki allt upp strax til að fastir viðskiptavinir fengju sinn skammt. Núna finnst hjónum sjálfsagt að fara í eina stóra búð, rúlla stór- um innkaupavagni um gólfið og kaupa allt sem vantar. Áður hljóp húsmóðirin ein milli búða. Fyrst í fiskbúðina, svo var það kjötbúðin, þá nýlenduvöruverslunin og loks mjólkurbúðin. Kjötbúðirnar og nýlenduvöru- verslanirnar sameinuðust, en erf- iðara gekk að koma mjólkinni inn í búðirnar. Mjólkursamsalan rak sérstakar mjólkurbúðir í nánd við kaupmennina. Það var ekki fyrr en 1. febrúar 1977 sem Mjólkurs- amsalan hætti rekstri búða sinna. En áfram með smjörið. Saltkjötið var í trébökkum og vínber komu aðeins á haustin frá Spáni í trétunnum og korki sem var vinsælt einangrunarefni í hús. Guðjón man eftir konu sem grams- Ljóminn sem lék um litlu búðimar er sterk- ari í minningunni, en þeir verslunarfjötrar sem kaupmaðurinn á hominu átti við að glíma í áratugi. I tilefni af frídegi verslunar- manna hitti Gunnar Hersveinn meðal ann- arra kaupmenn, sem byijuðu sem sendlar í síðari heimsstyijöldinni o g líka einn nýbyijað- ann, og mkkaði þá um sögur úr búðunum. Þeir höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja. aði í saltkjötsbökkunum, tók bita upp og sagði: „Helduru að saltkjöt- ið sé mjög salt,“ og svo sleikti hún bitann. Klósettpappírinn frá Kotka í Finnlandi var í bláum umbúðum, rúllán kostaði 5 krónur. Óskar segir að sumir hafi mælt mánaðar- launin sín í fjölda klósettpappírsr- úlla sem hægt væri að kaupa fyr- ir þau. Svo hélt hégóminn innreið sína. Allt í einu var'boðið upp á fínan klósettpappír með rósailmi og eldhúsrúllur. Guðjón minnist þess að hafa hikað gagnvart eld- húsrúllunum. Hann gat ekki ímyndað sér að fólk þyrfti á þeim að halda og tók aðeins 48 rúllur og var lengi að selja þær. En ekki leið á löngu fyrr en það þurfti að panta heilan gám af þeim. Áður voru grisjurnar utan af kjöt- skrokkunum vinsælar. Epli og appelsínur sem komu fyrir jólin seldust alltaf upp og þurftu kaupmenn að skammta kúnnunum. Oftast hurfu þær á einum degi úr búðunum. Fyrsta kjörbúðin í Evrópu á íslandi Óskar Jóhannsson byijaði sem sendill eins og Guðjón, en árið 1944 vann hann í KRON, Kaupfé- lagi Reykjavíkur og nágrennis, á Skólavörðustíg. Hann minnist þess að hafa unnið í tvær vikur í afleys- ingum í kjörbúð KRON á Vestur- götu 15. Það var fyrsta kjörbúðin í Evrópu. Stríð var á meginlandinu og íslendingar í nánum samskipt- um við Bandaríkin sem leiddi til þess að tveir þriðju af öllum inn- flutningi kom þaðan. Hér á landi fékkst t.d. Coco Puffs og Cheeri- os, en ekki annars staðar í Evr- ópu. Löng söguleg hefð er því fyr- ir bandarískum vörum á íslandi. Svo skemmtilega vill til að Ósk- ar vann líka í næstfyrstu kjörbúð Evrópu sem var opnuð í Stokk- hólmi 1947. Óskar vann þar ásamt Jóni í Straumnesi haustið 1947. Óskar byijaði fimmtán ára að vinna í kjötinu hjá KRON og minn- ist sérstaklega konu sem hrópaði yfir alla í búðinni á föstudögum, aftast í röðinni: „Ég ætla að fá kjötið núna fyrir helgina, því ég er nefnilega með ísskáp.“ Þetta sagði hún á hveijum föstudegi. Það var sjaldgæft að fólk ætti ís- skáp. Guðjón og Óskar rifja upp að það gat verið erfítt að stóla á kjöt- sögina, því rafmagnið fór oft af borginni tímunum saman. Í kjöt- búðinni í Hafnarstræti voru tvær konur í peysufötum að afgreiða kjötið. Önnur þeirra, Guðrún Hall- dórsdóttir, lét rafmagnsleysið ekki á sig fá því hún vildi heldur höggva það, hvort sem það var rafmagn eður ei, enda var hún sérlega leik- in við það. Brotið egg í vasa og bráðið smjörlíki Fyrstu vörurnar sem kúnnarnir gátu gengið hindrunarlaust að voru í KRON á Skólavörustígnum. Óskar man eftir atviki sem gerðist SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.