Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 29 „Þetta hefur verid rosalega erfitt, bæði aö kaupa húsið og gera það sem þarf,“ segir Kristján. „Ég er ekki með neitt úrtöluvæl. Mér finnst áberandi að menn bíða eftir bjargráðum annars staðar frá, fólk er svolítið farið að gleyma því að bjarga sér sjálft." Morgunblaðið/Guðni GAMLA kaupfélagshúsið, sem hýsir Nýja bakaríið, hefur tekið stakkaskiptum. Austan við bakaríið eru sólpallar sem oft eru þéttsetnir á góðviðrisdögum. Þ AÐ ER til marks um snyrtimennsk- una hvernig Kristján byggði yfir 40 feta lang- an flutningagám sem hýsir bökun- arvörur. Morgunblaðið/Guðni Morgunblaðið/Guðni BERGLIND, dóttir bakarans, vinnur gjarnan við afgreiðslu í brauðbúðinni. byggðarlagi, þá sé það drepið nið- ur. Þegar fólk fái eighvað að gera þá fái það trú á sjálfu sér og rétti úr kútnum. Hann nefnir því til sönn- unar blómlega starfsemi hand- verksfólks í Vesturbyggð sem sett hefur líf í bæinn. Handbolti heima hjá okkur Þrátt fyrir annir í bakaríinu situr Kristján ekki auðum höndum þess utan. Tíkin Emma sér um að viðra hann í gönguferðum á kvöldin og þakkar Kristján það labbitúrunum með Emmu hvað hann er góður til heilsunnar. Um þessar mundir er Kristján að undirbúa mikla hand- boltahátíð sem haldin verður 12. ágúst næstkomandi, frá kl. 13.30- 17.30, í íþróttahúsinu á Tálkna- firði. Hátíðin nefnist Handbolti beinm hjá okkur. Kveikjan að þessu framtaki er að Kristján fór í fyrra með fullan bíl af börnum og ungl- ingum á götukörfuboltakeppni suð- ur til Reykjavíkur. Það var mikil tilhlökkun á leiðinni suður, en von- brigðin urðu þess meiri með keppn- ina. Krökkunum fannst þau týnast í öllum látunum og margmenninu. Kristján fékk þá snjöllu hugmynd að bjóða þremur handboltaköppum vestur og halda handboltahátíð fyr- ir alla krakka í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Þeir Sigurður Sveins- son, Guðmundur Hrafnkelsson og Gunnar Gunnarsson mæta á staðinn ásamt Óskari Þorsteinssyni hand- boltaþjálfara. Þeir gera það af ljúf- mennsku sinni að koma vestur og munu spila við krakkana, kenna þeim leikbrögð og fyrst og fremst eiga með þeim skemmtilegan dag. Hátíðinni lýkur svo með pylsugrill- veislu. Kristján segir að Sigurður Sveinsson hafi byijað handboltafer- il sinn vestur á Barðaströnd. Þar var hann í sveit í níu sumur og æfði sig í að skjóta á kvistina í hlöðuhurðinni á bænum. Nú kemur í ljós hvort fleiri handboltakappar leynast fyrir vestan. Tekið er við skráningum á hand- boltahátíðina í Nýja bakaríinu nú um helgina. Það skal tekið fram að hún er í boði Nýja bakarísins og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hausttilboð til Benidorm kr. 47.600 Glæsilegt hausttilboð Heimsferða til Benidorm. Nokkrar viðbótaríbúðir á Vistamar gististaðnum sem er staðsettur í hjarta Benidorm, rétt ofan við ströndina. Allar íbúðir eru með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Lítill garður, móttaka. Huggulegur gististaður með frábærri staðsetningu. 24. ágúst - 31. ágúst - 7. sept. - 14. sept. 5íðustu scetin Verð kr. 47.600 M.v. hjón méð 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur, 31. ágúst. Verð með sköttum kr. 50.632. Verð kr. 59.900 M.v. 2 í íbúð Vistamar, 2 vikur. Verð með sköttum kr. 63.560. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. VISTAMAR Norræna sendiráðsverkeínið í Berlín-Tiergarten Byggingarsvæðið Klingelhöfer Dreieck-Nord Utanríkisráðuneyti Danmerkur og Finnlands, Statsbygg í Noregi, Statens Fastighetsverk í Svíþjóð og Fram- kvæmdasýsla ríkisins f.h. utanríkis- ráðuneytisins bjóða til opinnar arkitektasamkeppni um sameiginlega byggingarsamstæðu fyrir sendiráð Norðurlanda í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Um er að ræða fyrri áfanga í tveggja áfanga keppni. Verkefni fyrri áfangans er að gera tillögu að heildaruppbygg- ingu svæðisins, þar sem byggingarlist er Iátin endurspegla norrænt samstarf, auk þess sem keppendum er ætlað að gera tillögu að aðalbyggingu (Felles- huset) fyrir sameiginlega starfsemi sendiráðanna. •' Tillagan, sem hlýtur fyrstu verðlaun, verður notuð sem grunnur í forsögn samkeppnislýsingar fyrir sendiráðs- byggingu hvers lands fyrir sig, en sú keppni er seinni áfangi þessarar sam- keppni og verður haldin í viðkomandi landi. Vinningstillagan mun ráða innbyrðis afstöðu sendiráðsbygging- anna og móta heildaryfirbragð á húsagerðarlist svæðisins. Flöfundur að vinningstillögu fyrri áfanga keppninnar fær það verkefni að sjá um heildarskipulag svæðisins og um staðsetningu einstakra sendiráðsbygg- inga, auk þess aö sjá um hönnun á aðalbyggingunni (Felleshuset). Rétttil þátttöku í samkeppninni hafa ríkisborgarar Norðurlandanna og aðildarríkja EES-samningsins. Tillögurnar skulu berast til Hans-Otto Claussnitzer, c/o BSM, Katharinenstrasse 19-20, 10711 Berlin, Wilmersdorf, Deutschland, í síðasta lagi 8. nóvember 1995. Samkeppnislýsing fæst afhent hjá norrænu arkitektafélögunum DAL, NAL, SAFA og SAR, Statens Fastighetsverk og hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, sími: 562 3666, bréfasími: 562 3747 frá og með miðvikudeginum 9. ágúst nk. Samkeppnisgögn eru til sölu á Skr. 600,- hjá starfsmanni dómnefndar Hans-Otto Claussnitzer, Statens Fastighetsverk, sfmi: 0046 8 696 7000, bréfasími: 0046 8 696 7001, sjá nánar í samkeppnislýsingu. UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ FRAMKVÆMDASYSLA RÍKISINS ARKITEKTAFELAG ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.