Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________REYKJAVÍK FYRRIÁRA__ ySVONA VAR HÆGT AÐ GERA A ÍSLANDI í ÞANN TÍÐ EF MENN HÖFÐU ÍMYNDUNARAFLIГ ' *•*- - ' S; LÆKURINN var „meiriháttar“, eins og unglingarnir segja nú til dags. Hann setti svip á bæinn, engu síður en virðulegir borgarar, þó lyktin væri kannski ekki jafn góð og ilmvötnin, sem þá fengust í Thomsens Magasin, rétt vestan við Lækinn. Lækurinn skifti bæj- arhverfum með augljósum hætti. Var sígilt tákn um landamæri í veruleika og tilfinningalífi. „Eg hef aldrei sofið ófullur austan við Læk“ var haft eftir staðföstum Vesturbæingi. Við Lækjargötu bjuggu höfð- ingjar geistlegrar stéttar. Gatan stundum nefnd Heilagsandastræti eftir kirkjuhöfðingjum. Séra Ólaf- ur Pálsson dómkirkjuprestur, afi Ólafs Lárussonar prófessors, bjó hér um skeið. Hann hlýddi á Jenný Lind, sænska næturgalann, syngja í Stokkhólmi. Var þá í fylgd með Jóni forseta Sigurðssyni í handri- takönnun. Sigfús Eymundsson bóksali og ljósmyndari eignaðist húsið. Dubbaði það upp með loft- svölum og ljósmyndahúsi. Þar var fyrsti gammófónn landsins eða „graphofónn" eins og Gröndal nefndi svo. Lét Sigfús fyrstur manna syngja á hann og leika. Síðar varð hljóðfæraverslun til húsa á jarðhæðinni. Þar verslaði Katrín Viðar, móðir Jórunnar tón- skálds og amma Katrínar íjeldsted borgarfulltrúa. í þá verslun sótti Steingrímur Magnús- son fisksali sígildar grammófón- plötur, að leita sér hugsvölunar frá erfiði dagsins, hrognkelsi, steinbít og stórlúðu, og njóta friðar í heimi Bachs, Mozarts og Beethovens. Steingrímur var ljúfur maður og lundgóður. Bar sig vel þótt storm- ur stæði í fang og lánið léki ekki ætíð við hann. Minnisstæð eru orð hans er bankastjórinn kvaðst ekki hafa fé til þess að lána. „Þá er ég vanur að loka búðinni", sagði Steingrímur „ef ég hef engan fisk til þess að bjóða.“ Steingrímur var afi Berglindar Jónasdóttur. Hún er ein Borgardætra. Sækir söngv- ísi og hljómlistaráhuga einnig til Steingríms auk Jónasar Jónasson- ar útvarpsmanns. Sigrún Gísladóttir (Silla) vann áður við afgreiðslustörf hér. Kom síðar til Útvarpsins. Svo tók Sig- BRÍET Bjarnfreðsdóttir bjargaði Kristjáni úr Læknum. Kristján Þorgrímsson átti að fylgja Bríeti yfir Lækinn, enn datt sjálfur i hann. ADELE og Páll Torfason, voru við álaveiðar í Læknum. ríður Helgadóttir við rekstri versl- unarinnar. Þar kom Guðmundur Guðmundarson einnig við sögu. Grammófónninn hefír lengi verið í öndvegi í þessu húsi. Nú er „Óperudraugurinn" tekinn við. Hver skyldi trúa því að álaveiði hafí verið stunduð í Læknum, rétt þar sem íslandsbanki laðar nú til sín fjárstraum og skráir mannsævi með tölum og les lífshlaup manna og fyrirtækja af tölvuskjám. Sjálf- ur frumkvöðull að stofnun íslands- banka, Páll Torfason, vestfírskur framtaksmaður eða „athafna- skáld“, eins og nú er sagt, gerði út á slíkar veiðar. Knud Zimsen borgarstjóri segist hafa verið á leið heim af bæjarstjórnarfundi. Hann bjó þá í Gimli. Nóttin var björt. Fundinum hafði lokið seint. Borgarstjórinn lýsir því er hann kemur auga á mann sem stendur í miðjum Læknum. Þeir taka tal saman. Þetta reyndist vera Páll Torfason frá Flateyri. Páll bað Knud Zimsen blessaðan að hafa ekki hátt. Svo benti hann upp eft- ir Læknum. Þá kom borgarstjórinn auga á konu sem stóð álút og breiddi úr pilsi sínu. Þetta reyndist vera eiginkona Páls, Adele Eugene la Cour, af víð- kunnri Þeim Reykvíkingum fækkar nú óðum, sem muna Lækjargötuna í þeirri mynd, sem við blasir þegar Lækurinn, sem gatan er kennd við, rann opinn til sjávar. Pétur Pétursson rifjar upp ýmislegt frá þeim tíma. danskri heldrimannaætt. Páll Torfason hélt sig geta hrætt álana til að hlaupa í pils frúarinnar. Knud Zimsen gefur í skyn að hjón- in hafi ekki reynst fengsæl, enda aðferðin ekki reynd oftar. Páll Torfason var annars stór- tækari í athöfnum sínum en ála- veiðitilraun hans gefur til kynna. Hann var helsti stofnandi íslands- banka. Auk þess stundaði hann saltfísksölu. Sigldi sjálfur með bakkkaló af Vestfjörðum til Bilbaó. Seldi farminn og skipið líka, „en fór síðan með jámbraut norður til Kaupmannahafnar og hafði með sér í farangrinum tólf spánskar dansmeyjar sem hann kom fyrir á einu af glæsihótelum hins danska höfuðstaðar. Svona var hægt að gera á íslandi í þann tíð ef menn höfðu ímyndunarafl.“ Þannig segir Halldór Laxness frá í Grikklandsferð sinni. Halldór hittir Pál í Kaupmannahöfn 1919. „Þá leit hann út eins og patríarki úr austurkirkjunni eða jafnvel drottinn allsheijar með skegg niðrá bringu." Ekki má gleyma að minnast á sögulega gönguferð yfir brúna á Læknum. Þá hafði líka verið bæjarstjórnarfundur eins og hjá Knud Zimsen. Bríet Bjarnhéðins- dóttir, amma Bríetar leikkonu, var þá bæjarfulltrúi. Aftakaveður var og þótti bæjarfulltrúum einsýnt að Bríet þarfnaðist traustrar fylgdar og leiðsagnar yfir brúna, sem lá yfir Lækinn. Var til þess kjörinn Kristján Þorgrímsson, bók- sali og leikari. Aliðið var kvölds og orðið dimmt. Kristján var svo óheppinn að verða fótaskortur og detta í bæjarlækinn, óhreinan og daunillan, og þurfa síðan að þiggja að Bríet tosaði hann uppúr.“ Þann- ig segir Bríet frá. Um þetta var kveðinn bragur og sunginn við raust. Hús Kristjáns Þorgrímsson- ar er nú í eigu Alþingis. Þar er nú unnið að endurbótum. Kirkju- munir, verslun Sigrúnar Jónsdótt- ur, var í þessu húsi í Kirkjustræti. Það er við hæfi að minnast for- göngumanna í verslunarstétt á degi þeim, sem helgaður er versl- unarmönnum. Sú var tíðin að vinnudagur verslunarmanna var langur. Nú virðist sækja í sama horf. Að þeir vinni „myrkranna á milli“. Það er viðsjárverð þróun. Sé horft um öxl, til fyrri tíðar, nemur margur staðar við nafn Þorláks Johnsens, sem jafnan er minnst sem forgöngumanns inn- lendrar þjóðlegrar verslunarstétt- ar. Þjóðlegrar, en jafnframt al- þjóðlegrar, með víðan sjóndeildar- hring og háleit markmið. Afl fram- taks og dáða. Ötult starf að menn- ingarmálum. Hugkvæmni og ný- breytni í verslunarháttum, auglýs- ingum og samskiptum við almenn- ing. Forganga í félagsstarfí, bind- indi, skemmtunum, veit- ingum, knatt- borðsleik. Hvar- vetna var f Þorlák- LÆKURINN sem Lækjargata er kennd við rann opinn til sjávar. Morgunblaðið/ Magnús Ólafssom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.