Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 31
MORG U NBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 31 að verki. Hann var eldhuginn, sem ruddi braut og hafði forgöngu í þjóðnýtu starfi. Faðir Þorláks, Ólafur E. John- sen prófastur, var mágur Jóns Sigurðssonar forseta Alþingis. Frá honum segir Jónas Hallgrímsson. í ballskák (billiard eða keiluspili) hagnaðist Jónas um fáeina skild- inga þegar þeir félagar dveljast á Strandmyllunni í Danmörku. Jón- as ritar félaga sínum um unnustu séra Ólafs og kallar hana „móbíld- óttan stelpuhnoðra". Hún verður móðir Þorláks Johnsens. Margar konur af þessu kyni eru dökkar á hár, glæsilegar á að líta. Þótt séra Ólafur bíði lægri hlut í keppni sinni við Jónas Hallgrímsson hefir áhugi á knattborðsleik (billiardspili) haldist í ættinni. Þorlákur Johnsen rekur knattborðsstofu í húsi sínu við Lækjargötu. Veitingastofa er þar einnig. Stundum er rætt um „Telæk“ og þá átt við hús Þorláks. Sonur Þorláks Johnsens var Ólafur Johnson stórkaupmaður, forstjóri 0. Johnson & Kaaber. Hann varð einn umsvifamesti kaupsýslumaður landsins og for- göngumaður á mörgum sviðum verslunar og viðskipta. Á með- fylgjandi mynd sést hvar fyrirtæki hans er til húsa við Lækjargötu. Hús Þorláks var fyrir nokkrum árum flutt í Árbæjarsafn. Þar er nú unnið að endurreisn þess. Margur minnist þess að húsið féll í flutningi af lóðinni. Þó tókst að bjarga því frá hruni og reisa að nýju í landi Árbæjar. Fyrir skömmu var Guido Bemhöft feng- inn til þess að koma á vettvang og freista þess að rifja upp húsa- skipan og segja frá því sem hann kynni að greina frá um'starfsemi sem fram fór í húsi Þorláks, en hann var afí Guidos og Ingibjörg Johnsen amma hans. Guido, sem er háaldraður, 94 ára gamall, brást vel við tilmælum. Kvik- myndafélagið Sagafilm mun hafa sýnt þessu áhuga og kvikmyndað frásögn Guidos. Guido er sjálfur kaupsýslumaður. Vinsæll og vel látinn. Snyrtimennska og fáguð framkoma Þorláks Johnsens hefir greinilega gengið í arf til dóttur- sonar hans, Guidos. Hann gat líka trútt um talað því Lækjargatan var honum að góðu kunn. Þeir félagar, Guido og Ólafur Haukur, (frændur og viðskiptafélagar H. Ölafsson & Bernhöft) höfðu leikið sér marga stund í nágrenni við hús afa og ömmu og voru hand- gengnir öllu utan sem innan dyra. Auk Guidos og Ólafs Hauks sjást á myndinni leikfélagar þeirra frænda. Það verður fróðlegt að sjá og heyra frásögn Guidos Bernhöfts um frægan forföður, sem var bind- indismaður, en auglýsti „þjóð- frelsiswhiskeyið og brjóstsykurinn ljúfa“. Mörg minnisstæð fyrirtæki og verslanir voru til húsa í Lækjar- götu. Guðmundur Gamalíelsson bóksali og útgefandi rak mikla verslun í Lækjargpötu 6a. Hann var vinsæll maður. Föðurbróðir Odds Guðjónssonar doktors. Guð- mundur var viðskiptamaður Út- vegsbankans. Erlingur Hjaltested, starfsmaður bankans, var góðvilj- aður maður og gamansamur. Hann var hagmæltur vel og kast- aði oft fram vísu ef tilefni gafst. Einhvern tímann var það í kring um verslunarmannahelgi að lítið hafði verið að snúast í víxladeild bankans, en þar unnu m.a. við Erlingur þá. Rétt sem við sitjum þar aðgerðarlausir og röbbum saman um lífið og tilveruna kemur Guðmundur Gamalíelsson í af- greiðslusal bankans. Kveðst ætla að greiða víxla. Þá verður Erlingi vísa á munni: Oft er ég í illum ham þá ekkert er að sýsla, en nú er kominn Gvendur Gam og greiðir alla vixla. Höfundurinn er þulur. Heimur frjálsrar verslimar FRÍDAGUR versl- unarmanna gengur nú í garð samtvinnaður þeim væntingum sem landsmenn hafa um gott frí og góða daga yfir verslunarmanna- helgina. Þeir eru fáir sem ekki taka sér frí þessa daga, þó upphaf- lega hafi tækifærið verið ætlað til að veita þeim sem starfa að verslun og þjónustu langa fríhelgi. Jafnvel stærstur hluti sjó- manna er í fríi um verslunarmannahelgi vegna lögboðins 10 daga veiði- stopps smábátaflotans. Það er helst að þeir sem upprunalega áttu að njóta góðs af þurfí að vinna þessa daga og þá einkum úti á lands- byggðinni þar sem ferðamanna- straumur er margfaldur. ísland stækkar í minnkandi veröld Hugtakið verslun hefur verið að breytast og þróast undanfarin ár og áratugi, m.a. vegna breytinga í umhverfi milliríkjaviðskipta, aukins frelsis, opnari markaðssvæða og umfangsmikilla alþjóðasamninga sem tryggja eiga eðlileg viðskipti milli landa. Ný tækni hefur auðveld- að flutninga heimshorna á milli sem um leið gerir heiminn minni og minni um leið og ísland verður í raun stærra og stærra. Því er brýnna en nokkru sinni að standa vörð um þau tækifæri sem skapast og þá samninga sem eru smám saman að opna okkur dyrnar að umheiminum. Samningar um fríverslun við aðr- ar þjóðir hafa verið íslensku þjóð- inni til farsældar. Inngangur ís- lands í EFTA á sínum tíma skipti sköpum fyrir útflutning okkar og samningurinn um hið evrópska efnahags- svæði er farinn að skila okkur umtalsverðum árangri. Enn er deilt um hvort ísland eigi að sækja um aðild að ESB — Evrópusam- bandinu. Er í því sam- hengi vert að minnast þess að ESB er ekki fríverslunarsamband heldur tollabandalag. Island ætti sem með- limur í slíkum samtök- um lítið að sækja en mikið að gefa þar sem eru fískimið okkar og svo hagstæðir fríverslunar- ogtolla- samningar við lönd utan ESB. Því er vert að staldra við og gæta þess að ekki sé skellt í lás bakdyramegin. Frelsi til farsældar fyrr og nú Verslun einkennist í dag af frjálsri samkeppni sem er nauðsyn- leg til að greinin geti dafnað og þrifist. En það var ekki alltaf svo. Um aldir var hér einokun á verslun sem hélt landinu í heljargreipum og stóð í vegi fyrir eðlilegum fram- förum. Verslunarfrelsi var eitt af því fyrsta sem baráttumenn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar fengu fram þegar árið 1855. I áratugi á eftir voru það þó einkum erlendir kaup- menn, norskir og breskir, sem nýttu sér verslunarfrelsið. Fyrstu skref verslunar hér voru bam síns tíma. Stjórnvöld höfðu oftar en ekki hönd í bagga með því að veita bæði kaupfélögum og síðar sölusamtökum íslenskra útflutning- svara ýmis forréttindi og jafnvel einokunaraðstöðu. Einkaframtakið fékk lengi ekki að njóta jafnræðis. Það hefur breyst enda verslun í eðli sínu fijáls og erfitt að halda henni í höftum til lengdar. Stjómvöld, segirJón Asbjörnsson, virðast seint geta létt vemdar- hendi af ákveðnum þáttum atvinnulífsins. Enn þarf að aflétta höftum Breytingin undanfarin ár og ára- tugi er ekki síst sú, að nú getur næstum hver sem er flutt inn það sem honum hugnast hvaðanæva að í heiminum. Á þessu eru þó enn alvarlegir hnökrar eins og nýleg dæmi sanna, enda virðast stjórnvöld seint ætla að geta létt verndarhend- inni af ákveðnum þáttum atvinnu- lífsins. Útflutningur er einnig orð- inn fijáls og undantekningarlítið laus við geðþóttaákvarðanir og leyf- isveitingar yfirvalda. Nú er frjálst að flytja út íslenskar afurðir og keppt er á fijálsum markaði um að ná sem hæstu verði hveiju sinni. Allt er þetta íslensku þjóðfélagi til farsældar. Hið sama gildlir um fleiri greinar sem nú flokkast með versluninni. Inn- og útflutningur tækni og þjón- ustu verður æ viðameiri þáttur í atvinnulífí okkar. Þannig eru mikil- ir vaxtarmöguleikar taldir búa í vannýttum tækifærum í ferða- mannaverslun. Breytingar óhjákvæmilegar Auknu frjálsræði fylgja jafnan breytingar. íslenskir bændur eiga undir högg að sækja og eru í gjör- gæslu ríkisvaldsins nú sem fyrr. Þá er fiskiðnaði stjórnað af ríkinu í nafni vemdarstefnu fískistofna. Það er áríðandi að bændur fái eðli- lega aðstoð til að laga sig að breytt- um aðstæðum í heimi fijálsrar verslunar. Vandi sjávarútvegsins er hins vegar heimatilbúinn og afleiðing ofstjórnar og óstjórnar sem sannast á því að nú er talað um 10% tap á rekstri fiskvinnslustöðva. Hvernig getur sú grein verið rekin með tapi sem kaupir hráefnið á fijálsum markaði og selur afurðirnar á fijáls- um markaði? Slíkt stríðir gegn lög- málum verslunar; skýringin liggur öll í stjómsemi ríkisvaldsins og úr- eltu kvótakerfi. Vaxandi atvinnutækifæri Farsæld íslendinga er ekki síst undir því komin að allar atvinnu- greinar fái að njóta eðilegra starfs- skilyrða. Það er mikið hagsmuna- mál verslunarinnar og þióðarinnar allrar að hinn takmarkaði afli sé veiddur á þann máta sem er hag- kvæmastur en skapar um leið mesta atvinnu. Þá á ég að sjálfsögðu við smábáta og dagróðrarbáta. í landi bíða svo nægar vinnufúsar hendur til framleiðslu, flutninga og verslun- ar með aflann. Skilgreining á verslun hefur breyst um leið og greinin þróast stöðugt. Sú ímynd að verslun sé í raun birting gróða og valds heyrir sögunni til. í staðinn viðurkenna æ fleiri mikilvægi greinarinnar í at- vinnu- og verðmætasköpun. Fyrir liggur að 1 af hveijum 6 vinnandi Islendingum starfar við verslun og líklega mun þeim störfum fjölga talsvert á komandi árum. Góða helgi Sumarið er stutt og oft erfitt að vinna langan vinnudag innandyra. Verslunarmannahelgin er því kær- komið tilhlökkunarefni sem gefur tækifæri til ferðalaga og útivistar. Á eftir koma menn úthvíldir og margefldir til leiks. Góða helgi. Höfundur er formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Jón Ásbjörnsson Hagsmunagæsla smákónganna HVAÐ þarf að gera til að taka á óþolandi launamisrétti og að- stöðumun, jafna hér lífskjörin, og koma á öflugu og traustu at- vinnulífi? Svarið er upp- stokkun á öllum sviðum þjóðlifsins og að þora að ráðast í róttækar þjóðfélagsumbætur gegn varðhundum óbreytts ástands. Fjórflokkarnir og hagsmunatengslin Fyrsta skrefíð er uppstokkun á flokka- kerfinu, sem nokkrir einstaklingar hafa hagsmuni af að viðhalda til að tryggja eigin völd og sérhagsmuni. Jóhanna Sigurðardóttir í æðstu stofnunum fjór- flokkakerfísins. Állir einstaklingar innan þessa valdakerfis eiga það markmið sameigin- legt að viðhalda ríkj- andi ástandi. Þannig veija þeir eigin kjör, völd og hagsmuni. Þetta er samtryggingin í þjóðfélaginu í hnot- skurn. Hennar sérkenni er íhaldssemin. Af öllu sem raskar ró þessa samtryggingakerfis stafar hætta. Sameig- inlega ráðast þeir því til atlögu gegn öllu því sem ógnar valdi þeirra. Til þess eru þeir oft í hagsmuna- gæslu fyrir ýmsa hópa og valda- blokkir í þjóðfélaginu hverra mark- mið er gróðahyggja, valdabrölt og hagsmunagæsla fárra á kostnað heildarinnar. Innan fjórflokkakerf- isins má fínna ótal hagsmunaðila, sem nýta sér flokkakerfið til að veija eigin hagsmuni. Hið rótgróna fjór- flokkakerfi telur mikilvægt að eiga sér bakland hjá aðilum vinnumark- aðarins í sveitarstjórnum, innan ýmissa hagsmunasamtaka, svo sem í landbúnaði og sjávarútvegi og í valdasamsteypum stórfyrirtækj- anna. Að viðhalda ríkjandi ástandi Forkólfar þessara valdablokka í þjóðfélaginu eiga síðan gjarnan sæti Ný hugsun á erfitt uppdráttar Þannig eiga allar nýjar hugmynd- ir, ný hugsun og hugmyndafræði í stjórnmálum um uppstokkun og þjóðfélagsbreytingar til hagsbóta fyrir heildina sér erfitt uppdráttar. Sama gildir um ný framboð sem reynt hafa að svara kalli fólksins um breytingar í þjóðfélaginu. Sam- trygging sérhágsmunanna ræðst ávallt gegn þeirri ógn sem stafar af nýjum framboðum með nýjar áherslur og hugmyndir. Uppstokkun á stöðnuðu skipulagi Af mörgu er að taka ef ráðast á í nauðsynlega uppstokkun í þjóðfé- laginu til að bæta hér lífskjörin. Rótgróin er íhaldssemin um að við- halda núverandi skipan flokkskerf- Til að jafna lífskjörin og koma á öruggu og traustu atvinnulífi, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, þarf uppstokkun á öllum sviðum þjóðlífsins. isins, óbreyttri kjördæmaskipan og úreltri skipan sveitarfélaganna. Það, ásamt löngu stöðnuðu skipulagi verkalýðshreyfíngarinnar og smá- kóngaveldi lífeyrissjóðanna, eru hrópandi dæmi um hvað eykur á óréttlætið í tekjuskiptingunni og heldur niðri lífskjörunum í þjóðfélag- inu. Þeir sem hafa valdið til breyt- inga í þessum efnum, þingmenn, sveitarstjórnamenn og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og lífeyr- issjóða, eiga eitt sameiginlegt. Við- halda ríkjandi ástandi og þar með sínum eigin völdum og hagsmunum. Þess vegna breytist ekkert. Mál að linni Hagsmunagæslu smákónganna verður að linna. Ef hér á að takast að jafna og bæta lífskjörin og hefja öfluga sókn í atvinnumálum þjóðar- innar þarf að fara í uppstokkun á mörgum sviðum þjóðlífsins. Það þarf að ráðast gegn íhaldssemi ríkjandi hagsmunaástands sem dregið hefur lífskjörin niður á sultarstig á mörg- um heimilum í landinu. Höfundur er alþingismaður. MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640 Stretsbuxur kr. 2.900 Miki6 úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.