Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 37 AÐSEIMDAR GREINAR V erur j ar ðarinnar í NOKKUR ár hefir séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir flutt þjóð- inni undarlegan boð- skap af mislitu tagi: Málfræðilegan, guð- fræðilegan, trúarlegan og jafnvel pólitískan. Flest af því sem hún segir kemur mér fyrir augu og eyru sem byggt á misskilningi og valdstreituáráttu. Sumt af því sem hún segir er ekki aðeins óbiblíulegt heldur guðlast og villutrú. Málfræðin Guð í kvenkyni? heitir grein eftir séra Auði í Morgunblaðinu hinn 20.7. sl. Guð kvenkyns - kona? Biblían talar skýrt og skorinort um Guð og ævinlega í karlkyni. Ég sagði: Biblían talar. Hið rétta er að Guð er að tala. Hann lýsir sjálf- um sér. Guð er karlkyns persóna. Hann segir þetta sjálfur. „Þetta hefir áreiðanlega haft djúp (og víst vond (BE)) áhrif á allt mannkynið", segir hann (presturinn). Hann segir að Kvennakirkjan (við) umorði texta Biblíunnar, þannig að konur séu líka ávarpaðar. Séra Auður tek- ur dæmi af texta Biblíunnar, Páll Fil 4;4: Verið ávallt glaðir í Drottni. Allar verur jarðarinnar, jafnt karlkyn sem kvenkyn, eru sköpun Guðs. Um það ríkir full sátt að þessi sköpun Guðs skuli kallast ver- ur, og það eins þótt orðið sem haft er um hana sé kvenkyns, vera, ver- ur. Ég held að engum detti í hug, að með orðalaginu „allar verur“ sé aðeins átt við þær þeirra sem eru kvenkyns. Karlmenn sætta sig at- hugasemdalaust við það að vera kallaðir ein af verum Guðs, þótt þeir séu einnig „kvenkenndir“. Þeir hugsa eins og Páll og konurnar sem á hann hafa hlýtt. í orðum sínum er Páll alls ekki að hugsa um karlmennina. Hugsun hans er á engan hátt kynbundin. Páll er að ávarpa mennina, söfnuðinn, í rauninni alla menn. Og það er alveg öruggt að Páll telur konur menn. Þetta er of sjálfsagt til þess að það þurfí að taka það sérstaklega fram. Allir - það er allir menn. Allir menn eiga að vera glaðir í Drottni. Þessi er boð- skapur Páls, þegar misskilningi og útúr- snúningum er sleppt. í íslenzku máli er tvennskonar kyn: Hið náttúrulega kyn, karlkyn og kven- kyn og hinsvegar málfræðikyn. En þegar málfræðikynið er skoðað sést að það er ekki kyn í venjulegum skilningi, aðeins kyn að skilningi málfræðinnar, þar sem „kynin“ eru þijú. Hvorugkynið er ekki kyn nema í málfræðinni. Málfræðikyn og nátt- úrulegt kyn er því sitt hvað, sitt af hvoru tagi, óskyld, einnig í huga andlega heilbrigðs fólks. Barnið er ekki hvorugkyns þótt orðið barn sé hvorugkyns. Og eng- um manni með ótruflað sálarlíf dettur í hug að umskrifa þurfi allt sem skrifað hefir verið um börn, til þess að forðast „viðrinislegt" orða- lag. Menn blanda ekki saman „kyni“ málsins annarsvegar og kyni náttúrunnar hinsvegar. Heiðnidómur Þegar ég var í skóla kom upp sú spurning, hversvegna orðið guð vantaði hina germönsku karlkyns endingu r-ið. Mér var sagt að það stafaði af því að upphaflega hafi orðið þýtt hið góða, verið hvorug- kyns. Én það er enginn vandi að sjá hversvegna orðið sé nú karl- kyns. Biblían talar ævinlega um Guð sem karlveru. Og í Biblíunni er Guð sjálfur að tala. Jesús var karlmaður. Hann sagði: Sá sem Ég lít á Kvennakirkj- una, segir Benjamín H.J. Eiríksson, sem eina af óteljandi tilraun- um mannsins til þess að smíða sér sjálfur guð til að dýrka. hefir séð mig hefir séð Föðurinn. Skýrar gat það varla verið. Þegar vígja skal prestsefnið (hvk) stendur það (!) fyrir altarinu, fyrir þjónum Guðs, og - síðan en ekki sízt - fyrir augliti Guðs (það er að segja ef það trúir á Guð). Eins og nú er komið, þá er helzt að sjá fyrst og fremst sé verið að vígja embættismann ríkisins. Prestsefnið lofar hátíðlega, og það með handayfirlagningu vígðra manna, að kenna orð Guðs klárt og kvitt svo sem það orð er boðað í Biblíunni, hinni helgu bók. Prest- urinn séra Auður er ekkert feiminn við að endurtaka þá margumtöluðu staðreynd, að Biblían talar um það sem sjálfsagðan hlut að Guð sé karlvera. Að kvenkenna Guð eins og hann gerir, svo og skoðanasyst- ur hans í Kvennakirkjunni, þá er þetta uppátæki ekki annað en guð- last, hreint út sagt fáránlegt, hneykslanlegt og blygðunarlaust með afbrigðum, líkast rugli í geðbil- aðri manneskju. Hann segir í grein sinni Guð í kvenkyni? að Guði sé lýst á marg- víslegan hátt í Biblíunni. Þarna er um að ræða einkenni sem geta fylgt honum, ekki að þetta sé persóna hans. Vér heyrum flaut og segjum að úti sé bíll. En flautið er ekki bíllinn. Guð er ekki stormurinn, en stormur getur fýlgt birtingu hans. Fyrir nokkrum árum var sjón- varpað guðsþjónustu séra Auðar. Guðsþjónustan fór fram í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Mér brá þegar ég heyrði prestinn boða blygðunarlaust ómengaðan heiðni- dóm. Endurtekning Ég hefí í skrifum mínum um trú- mál bent á það, að á vorum dögum gerist atburðir, sem ekki verður betur séð en að séu endurtekning atburða sem fyrst gerðust fyrir mörgum öldum, oftast í ísrael. Rétt þessa dagana hafa gerzt atburðir í Hafnarfirði og Reykjavík sem virð- ast endurtekning atburða sem gerð- ust fyrir nærri 2000 árum í Gyð- ingalandi: „Blindir fá sýn, haltir ganga og daufir heyra ...“ Svar Jesú við spurningu sendi- manna Jóhannesar skírara er vel þekkt. Lúk 7. Svar Jesú var að benda á messíasartáknin, því að Guð hafði sagt ísraelsmönnum að hann væri þeirra græðari, þeirra læknir. 2. Móse 15;26. Guð kallar Ísrael eiginkonu sína. En ísraelar dýrkuðu hjáguði, skurð- goð, þvert ofaní boðorð Guðs. Þetta var því framhjáhald, hórdómur. Hjá spámönnunum einkum Jeremía og Esekíel eru hrollvekjandi lýsingar á ástandinu, ásamt hótunum um hræðilegar refsingar. Guð boðar Gyðingunum dóm um eyðingu Jerú- salem, útlegð þjóðarinnar, já hann boðar dóm með „útréttum armlegg og fossandi heift.“ Es 20;33. Kann- ast menn nokkuð við hinn útrétta armlegg? Eitt skurðgoðið var kvenkyns, himnadrottningin, sem þarna kall- aðist Astarte. Þessi mikli kvenkyns guð, gyðjan, móðirin, var dýrkaður af mörgum þjóðum þarna aust- urfrá, og undir ýmsum nöfnum. Nú er gyðjan augljóslega boðuð hér á íslandi, þótt enn hafi henni ekki verið gefið nafn við hæfi. Kvenna- kirkjan er ekkert annað en ein af endurtekningunum. En hvaða nafn svo sem menn velja gyðjunni þá getur hún aldrei orðið Guð Biblíunn- Dr. Benjamín H.J. Eiríksson Yeiðirétturinn í Norðurhafinu EMMA Bonino, sem stjórnar fiskveiðum EB á svipaðan hátt og LIU gerir hér, hefir nú. hót- að Norðmönnum og íslendingum kærum fyrir að hafa ekki sam- þykkt kröfur hennar um fiskveiðar EB-flot- ans í Norðurhafinu og synjun um að kaupa síld veidda í „síldar- smugunni" til vinnslu í verksmiðjum. Þetta leiddi til þess, að utan- ríkisráðherra íslands lýsti því í fýrsta sinn yfir í dag (5. júlí), að EB-löndin ættu ekkert tilkall til veiða í Norðurhafinu, held- ur ættu íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og Rússar sameiginlega að sitja að þeim veiðum og stjórna þeim. Þetta er réttur skilningur ís- lenzka ráðherrans á stöðu fiskveiða á úthafinu nú, og í fullu samræmi við hugmyndir manna um alþjóða- rétt til fiskveiða á úthafinu, en þessi yfirlýsing hefði átt að koma fram af hálfu íslands fyrir löngu. Auk venjulegs veiðiflota EB, hef- ir Emma Bonino nú 650 spönsk verefnalaus djúpveiðiskip, eftir að þeim var vísað burt úr fiskilögsögu Marokko frá 1. maí sl., en áður höfðu þau verið rekin frá fiskislóð- um Kanada. Það vantar verkefni, og því er norsk/islenzki síldarstofninn áhuga- vert verkefni. Gallinn er bara sá, að EB á ekkert tilkall til veiða á þessum stofni, því að hann heldur sig innan fiskilögsögu Islands, Færeyja og Noregs eða í Norðurhafinu, sem er umlukið fiskilögsögu þessara sömu landa, auk Rússlands. Þótt hrygningarstöðvamar séu í lögsögu Noregs, þá hefir stofninn haldið sig mest innan fiskilög- sögu íslands, þ.e.a.s. þegar Norðmenn hafa ekki drepið hann niður sem kræðu til verksmiðjuvinnslu. ísland á því mestan rétt til veiða á þessum stofni, enda stunduðu Norðmenn síldveiðar úr þessum stofni við Is- Iand frá því fyrir síðustu aldamót og allt fram til þess að þeir höfðu sjálfir að mestu drepið hann með kræðuveiðunum á heimaslóðum fyr- ir um 30 árum. Nú vilja þeir láta þakka sér að hafa ekki drepið hann alveg. Veiðirétturinn í Norðurhafinu Loðnusamningurinn við Norð- menn 1980 var eðlilegur á þeim tíma. Hann var gerður 5 árum eft- ir útfærslu fiskilögsögu íslands í Alþjóðleg veiðistjórnun hlýtur að ganga út á •• það, segir Onundur Ásgeirsson, að aðliggjandi ríki njóti og stjórni fiskveiðum í sínu nágrenni. 200 mílur og 3 árum eftir að slík fiskilögsaga varð viðurkennd að alþjóðalögum. En viðhorf til úthafs- veiða hafa breytzt mikið síðan, og vonir standa til að ný skipan verði samþykkt á ráðstefnu SÞ um út- hafsveiðar, sem fram verður haldið í New York nú í ágúst nk. Nú er eðlilegt að líta svo á, að allt Norðurhafið, sem er umlokið viðurkenndri 200 milna fiskilög- sögu Islands, Færeyja, Noregs og Rússlands, sé eðlilegt athafnasvæði þessara ríkja, og eigi því að lúta sameiginlegri stjórn þeirra, - ekki aðeins Noregs, svo sem nú er. Eng- in önnur ríki geta gert kröfu til fisk- veiða á þessu innilokaða svæði, ekki heldur EB eða Emma Bonino í nafni EB. Það væri t.d. fáránlegt, að Japanir ættu veiðirétt á þessu svæði, og reyndar ekki heldur á Önundur Ásgeirsson Reykjaneshryggnum. Alþjóðleg veiðistjórnun hlýtur að ganga út á að aðliggjandi ríki njóti og stjórni fískveiðum í sínu nágrenni. Fiski- floti heimsins er nú svo stór, að víða liggur við útrýmingu fiskiteg- unda. Því verða aðliggjandi lönd eða ríki að bera ábyrgð á stjórnun veið- anna. Stjórnleysi er ekki lengur . afsakanlegt, þar sem rányrkja blas- ir við, svo sem Brian Tobin hefir sýnt fram á við Nýfundnaland. Fiskilögsaga er sett til verndar hagsmunum íbúa hvers lands eða ríkis. Söguleg þróun fiskilögsögu hér við land er gott dæmi um þetta. Utfærslurnar úr 3 mílum í 4 mílur með lokun fjarða og flóa, síðan í 12 mílur, 50 mílur og síðast í 200 mílur er eðlileg vörn og vernd fólks- ins í landinu fýrir rétti hennar til veiðanna, svo sem staðfest hefir verið í íslenzkum lögum og nú að alþjóðalögum. Nú er komið að ákvörðun nýrra og nauðsynlegra reglna um veiðar á úthafinu. Eyj- arnar í Norðurhafinu, þ.e. Jan May- en, Svalbarði, Bjarnarey og Franz Jósepsland eru í raun óbyggð sker, sem engar fiskveiðar eru stundaðar frá, og þessvegna hafa þessi sker enga fiskilögsögu. Útfærsla Norð- manna á fiskilögsögu með reglu- gerðum er því byggð á fölskum forsendum og þannig ógild. Bæði smugan og síldarsmugan eru búnar til með slíkum ólöglegum stjórn- sýsluákvörðunum Norðmanna, og eru þannig í raun ekki til. Réttarstaða Islands i Norðurhafinu gagnvart Noregi Þróun alþjóðaréttar síðustu ára er á þann veg, að nú ber að líta á allt Norðurhafið sem innhaf umlok- ið fiskilögsögu íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands, sem ætti að ar, ekki einu sinni þótt hann boði hana, presturinn séra Auður Eir, vígður kirkju Krists. Breiði vegurinn Guð Gyðinga og kristinna manna kynnir sig sjálfur í orði sínu, í Bibl- íunni. Með boðskap hans í huga er meira en lítill hroki í Kvennakirkj- unni með kröfum sínum um umtúlk- un textans. Hún tekur að sér að segja Guði fyrir um það hvað eigi að standa í Biblíunni. Orð prestsins séra Auðar sýna að hann telur sig hafa í fullu tré' við Guð, Guð Biblíunnar. Hann set- ur Guð í sófann hjá sér, sagði séra Auður í sjónvarpinu og þar les hann honum levítana. Hann tekur sjáan- lega lítið ef nokkurt mark á orðum Guðs í Biblíunni, heldur segir hon- um fyrir verkum með miklu oflæti og barnalegum hroka. í Biblíunni þekkjast engir kven- prestar nema hjá heiðingjum. Þetta viðhorf er rækilega undirstrikað með vali postulanna, sem allir voru karlmenn. Ég lít á Kvennakirkjuna sem eina af óteljandi tilraunum mannsins til þess að smíða sér sjálf- ur guð til að dýrka. Þannig guð er hægt að hafa hjá sér í sófanum og segja honum fyrir verkum, sér og samvizkunni til þæginda. Kvenna- kirkjan er breiði vegurinn sem ligg- ur til glötunar. Ég gæti notað sterk- ari orð. Heiðingjar Séra Auður lýsir því yfir, víst fyrir hönd Kvennakirkjunnar, að nauðsynlegt sé að hætt verði að nota „þessa karlkynsmynd“ um Guð. En kemur ekki hátign og vald Guðs bezt til skila í „karlmanns- mynd“? Biblían? Hvaða máli skiptir boðskapur Biblíunnar fyrir sann- færða heiðingja sem nú eru orðnir prestar í því sem einu sinni var óskipt kirkja Krists og ráða hvað þar er boðað? Þeir telja sig ekki þurfa að leita ráða í Biblíunni, þeirra er kennivaldið. Kirkjusóknin sýnir að eitthvað meira en lítið er að. Sem sagt, einn hryllingur. „En mun Mannssonurinn finna trúna á Jörðu þegar hann kernur?" Lúk 18;8. Höfundur er hagfrwdingur. stjórnast sameiginlega af þessum ríkjum. Aðrir eiga þar engan rétt til veiða. Þetta felst í yfirlýsingu utanríkisráðherra. Þar með er brostinn grundvöllur fyrir sérsamn- ingi milli íslands og Noregs frá 1980, sem Grænland gerðist reynd- ar aðili að síðar. ísland getur ekki gert hvorttveggja í senn, haft tví- hliða sérsamning um ákveðinn veiðiréttindi í Norðurhafinu við Norðmenn og jafnframt gert kröfu um sameiginlega stjórnun á öllum veiðum í Norðurhafinu, sem Norð- menn hafa hafnað. Það er þess- vegna, sem ísland verður að segja upp loðnusamningnum frá 1980 við Noreg og nú Grænland. Þetta verð- ur að gera strax, þannig að öllum sé ljóst, og þá ekki sízt ruglukollun- um í Noregi, að Island ætli að standa á rétti sínum um veiðar í Norðurhafinu öllu. Loðnusamningurinn við Norð- menn og Grænlendinga frá 1980 var síðast framlengdur í fyrra til fjögurra ára, og gildir því til 1998. Éngu að síður ber að segja honum upp strax, því að greinilegri viljayf- irlýsingu er ekki unnt að gefa af Islands hálfu um stefnu landsins í fiskveiðimálum í Norðurhafinu. Það var sorglegt slys, að LÍÚ skyldi samþykkja og mæla með þessari framlengingu, því að Norðmenn hafa túlkað framlengingu þessa samnings sem endanlegt samþykki Islendinga við yfirgangsstefnu þeirra í Norðurhafinu öllu. Það gagnar LÍÚ lítið, þótt formaður úthafsnefndar sé með einhveijar upphrópanir í aðrar áttir. Það minnir aðeins á hjáróma hanagal eftir að skrautfjaðrirnar hafa verið reittar af honum. Höfundur er fyrrverandi forsijóri Olís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.