Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ _________________________ LAUGARDAGUR 5, ÁGÚST 1995 39 MINIMINGAR hveiju ekki að undirbúa hann eins og þegar gert er klárt fyrir næstu vertíð? Af svona mönnum er mikið hægt að læra. Ég veit að tímarnir hafa breyst mikið síðan afi var ungUr og vinnutækifærin eru önnur en áður fyrr, en það breytir því ekki að sjálfsbjargarviðleitni þarf að hafa að leiðarljósi. Heiðarleiki, tillitssemi og hjálp- semi þarf að rækta og hafa í frammi þótt heimurinn breytist dag frá degi með tækni og framþróun. En breyttir tímar, eins og afi sagði við mig eitt sinn, breyta engu um það hvernig okkur fólkinu ber að haga okkur gagnvart hvert öðru. Afi breytti líka eftir nýja tíman- um og hef ég m.a. borðað með honum grillaðan kjúkling og franskar sem honum fannst ágætis tilbreyting. Hann hló stundum að okkur krökkunum og spurði hvort maður gerði svona núna, þegar við vorum í tískufötum eða höfðum okkur til á ball. Hann fordæmdi ekki, heldur hló og hafði gaman af. Ég minnist afa með söknuði. En ég mun alltaf fyllast ánægju og stolti yfir að hafa kynnst svona höfðingja og hafa haft möguleika á að vera eins mikið með honum og ömmu og ég var. Ég veit að ef fleiri hugsuðu eins og þau gerðu, þá liti heimurinn öðruvísi út. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Megi Guð varðveita þig og ömmu. Reynir Erlingsson. Með þessum orðum viljum við systkinin kveðja afa okkar og ömmu, Sigurgeir Sigurðsson og Margréti Guðfinnsdóttur sem okk- ur þótti svo undur vænt um. Okkur langar að þakka fyrir svo margt og hægt er að rifja upp svo ótal mörg atvik frá samvistum okk- ar á lífsleiðinni. Þær minningar sem við þau eru bundnar allt frá barn- æsku efu okkur svo kærar og ljúf- ar, að engin ein er annarri fremri, en geymast í minni okkar alla ævi. Elsku afi og amma, hafið þökk fyrir allt og allt. Hvílið þið í friði, friður guðs ykkur blessi. Víðir, Margrét, Guðmundur, Friðgerður og Svala. Kynni af sumu fólki sem maður hittir á lífsleiðinni rista dýpra en kynni af öðru og eru oft sérstak- lega áhugaverð og skemmtileg. Þannig kynni hafði ég af Sigur- geiri. Mér fannst hann vera ljúf hetja. Handtak hans bar með sér strit bernsku- og æskuára þessarar aldar þegar harkan og dugnaðurinn réð úrsiitum um afkomu manna. Og þegar stór og siggbarin höndin strauk vanga smárra afkomenda kom í ljós sú blíða og væntum- þykja sem hann bar til síns fólks. Mikill var missir Sigurgeirs þeg- ar kona hans Margrét Guðfinns- dóttir lést fyrir tæpu ári síðan. Virðing og elska þeirra hjóna gagn- vart hvort öðru var engu lík. Há- öldruð voru þau eins og ungt ást- fangið par sem leiddist í gegnum lífíð og máttu ekki hvort af öðru sjá. Þegar gamall maður deyr er það ekki sorgin sem knýr dyra. Frekar er það viðurkenning á lífsins gangi. Þakklæti og virðing er efst í huga. Og þó að bæði Sigurgeir og Mar- grét hafi nú kvatt hefur líf þeirra borið ríkulegan ávöxt sem við eig- um að gleðjast yfir og njóta. Föðurafi minn Magnús Guð- brandsson orti ljóð þegar móður- amma mín, Jóhanna Sigurðardótt- ir, lést. Mig langar að tileinka Sigurgeiri og Margréti þetta ljóð: Hnigin er lilja á haustkvöldi hún sem á vormorgni reis. Sterkir voru stofnar. Stilkur traustur. Sælir sumardagar _ við sólaryl. Fijóvgast fræ. Fögur lifa blóm þótt hnigi lilja á haustkvöldi. Jóhann Kjartansson. ÁRNÝ GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR Guðmundur þakkar þér fyrir þau átta ár sem hann fékk að kynnast þér. Þín dóttir, Aðalheiður. munt alltaf fylgja okkur í minning- unni. Guð blessi þig og geymi um alla tíð. Þín bamabörn, Einar, Olafur, Magnús og fjölskyldur + Árný Guðrún Rósmundsdóttir fæddist í Bolungar- vík 20. maí 1916. Hún Iést á Hrafn- istu í Reykjavík 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Rósmundur Helgi Pálsson, fæddur 4. nóvem- ber 1874, dáinn 7. júní 1958, og Guð- laug Árnadóttir, fædd 12. september 1885, dáin 2. maí 1925. Árný var næstyngst sjö systk- ina. Eftirlifandi eru tveir bræð- ur hennar, þeir Gunnar Rós- mundsson og Guðmundur Rós- mundsson. Árný átti einn son, Hörð Snævar Sæmundsson, áður en hún kvæntist Magnúsi Gunnari Jörundssyni, en með honum eignaðist hún fimm börn. Magnús gekk Herði í föð- urstað. 1) Hörður Snævar Sæ- mundsson var fæddur 27. sept- ember 1936, dáinn 1. nóvember 1966. Kvæntur Guðrúnu Þóru Jóhannesdóttur, fædd 18. júní 1943. Þau áttu saman tvö börn, Hörð og Jóhannes, Hörður átti tvö börn áður en hann kvæntist Guðrúnu, Eygló og Reyni. 2) Kristján Hafsteinn Magnússon, fæddur 2. febrúar 1939. Kvænt- ur EIsu Kristrúnu Stefánsdótt- ur, fædd 19. nóvember 1938. Þau eiga saman 6 börn, Magnús, Stef- án, Krislján, Aldísi, Hörð og Davíð. 3) Anna Guðlaug Magnúsdóttir, fædd 20. mars 1942, hún er ekkja en maður hennar var Guðfinnur Ing- varsson, fæddur 11. júní 1946, dáinn 19. janúar 1986. Þau áttu þrjú börn, Ing- var, Magnús og Árnýju. 4) Aðal- heiður Katrín Magnúsdóttir, fædd 18. janúar 1945, gift Guð- mundi Helgasyni, f. 26. ágúst 1959. Aðalheiður á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Einar Brynjar, Ólaf og Magnús Gunn- ar, og Maríu Guðrúnu frá seinna hjónabandi. 5) Ingi- mundur Reynir Magnússon, fæddur 27. apríl 1951, kvæntur Helgu Jónsdóttur, f. 5. janúar 1952. Þau eiga þijú börn, Jón Inga, Árna Þór og Björn. 6) Gunnar Þór Magnússon, fædd- ur 24. apríl 1957. Kvæntur Sjöfn Sóleyju Þórmundsdóttur, f. 24. desember 1958. Þau eiga saman þijú börn, Eygló, Rósu og Þóreyju Ósk. Barnabarna- börn Ániýjar eru nú um 30 talsins. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 8. ágúst og í BLJÚGRI bæn og þökk til þín eisku góða mamma mín. Ég mun minnast þín sem sterkrar konu sem gerðir gott úr öllu og sást frekar spaugilegu hliðamar á tilverunni og þó þú værir oft þjáð og þreytt þá var alltaf stutt í brosið. Ég man þegar ég var lítil að þú vildir aldrei skilja mig við þig utan einu sinni þegar þú varst svo veik að þú fékkst engu um ráðið. Þér var margt til lista lagt, saumaðir mikið og alltaf var ég í fallegum kjól- um sem þú saumaðir eða þegar þú saumaðir búningana á okkur Öggu svo við gætum leikið skautadrottning- ar á stóra svellinu heima. Alltaf varstu til staðar þegar ég kom köld á hönd- um og fótum inn úr snjónum og hlýj- aði mér undir handakrikanum. Já þú hugsaðir svo vel um mig enda bý ég að því ennþá. Þú sást ekki eftir þér þegar skólinn tók við að sitja yfír mér framm á nótt og hlýða mér yfír verkefnin í skólanum af því að ég var sjálf svo lengi að lesa og þú hættir aldrei fyrr en ég kunni allt utan að. Þú komst inn þeirri hugsun að gefast aldrei upp og gerðir mig sterka. Ég á þér margt að þakka þó mest fyrir að eiga mig, þvi ég hefði ekki viljað eiga neina aðra mömmu en þig og ég elska þig mikið. Þú varst líka svo góð amma og hugsaðir svo vel um bamabömin þín. Binna, Óla og Magga þótti mjög vænt um þig og senda þér kærleiksríkar hugsanir og svo kom María litla systirin sem kom síðust af bamabömunum og saknar ömmu sinnar mikið, mér fínnst hún hafí erft frá þér gáfur, listræna hæfí- leika, gæðin og fínleikan. Hún minnir mig oft á þig elsku mamma mín. Þú hafðir líka nóg að gera við að bæta við ættartöluna og fýlgjast með bamabamabömunum því alltaf stækkar hópurinn. Já þú varst alltaf að hugsa um aðra en sjálfa þig og elskaðir alla í kringum þig og heil- ræði þín vora svona: Elska skaltu náungann af öllu þínu hjarta halda fast við sannleikann en forðast myrkrið svarta yfir hveiju er þá þörf að kvarta? Elsku mamma þá ertu farin og mikið held ég að þér líði vel núna og það hefur verið stór hópur með Guð og Jesús í fararbroddi sem tók á móti þér og vafði þig örmum Haddi bróðir, Guðfínnur og allir hinir sem við höfum orðið að sjá á eftir. Og mikið held ég að þú sért ánægð núna og þessi lífsbarátta þín hér á jörð er á enda því sannarlega var hún þér ekki auðveld og mikið hef ég oft dáðst að því hvernig þú gast alltaf séð spaugilegu hliðina á flestum málum og þín létta lund fleytti þér alltaf yfír erfiðleikana. Og mikið á ég eftir að sakna þín elsku mamma. Það er svo margt sem hefur farið í gegnum hugann þessa síðustu daga og það er svo margt sem ég get þakkað þér elsku mamma hvernig þú stóðst alltaf við bakið á mér þeg- ar ég for í gegnum mína erfíðleika, alltaf gat ég leitað til þín og það er skrítin tilhugsun að geta ekki lengur farið til þín. En orð era svo fátækleg og þar sem þú getur nú séð mínar hugsanir, þá ætla ég ekki að skrifa meira. Ég þakka þér fyrir alla þá ást, þolinmæði og leiðsögn sem þú gafst mér í gegnum lífið. Og nafna þín, Ingvar og Maggi senda þér kærleik og ljós og þau þakka þér fyrir allt. Elsku pabbi, Diddi, Heiða, Ingi og Gunni og allir aðrir aðstandendur og vinir ég bið Guð að gefa okkur öllum styrk í sorginni. Elsku mamma að lokum bænin okkar sem við báðum svo oft saman. Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breitt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þín dóttir Anna Guðlaug. f dag kveðjum við ömmu okkar, Árnýju Rósmundsdóttir. Þá rifjast upp allar góðu stundimar sem við höfum átt með henni í gegnum tíðina. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ömmu í Efstasundi og vora það ófá skiptin sem við sátum í eld- húsinu ásamt henni, með mjólk og kökur, og spjölluðum saman um dag- inn og veginn í alvöra og gamni. Á annan í jólum, meðan hún hafði heilsu til, bauð hún alltaf bömum sín- um og þeirra fjölskyldum í kaffíhlað- borð. Vora þessi kaffiboð orðin ómiss- andi þáttur í jólahátíðinni. Amma okkar, þú varst blíð og góð við allt og alla, okkur leið vel í návist þinni og ekki hægt annað en að vera í góðu skapi. Við kveðjum þig með söknuði, þú Nú er hún elsku amma okkar dáin. Okkur langar til að minnast þín, Adda amma, og allra samverustund- anna innan úr Efstasundi. Þú varst alltaf svo glöð þegar einhver kom í heimsókn. Þegar við komum var ætíð eitt- hvað gott til í ísskápnum, en ef ekk- ert var til fengum við að fara út í búð annaðhvort í fylgd með þér og þá með kerrapokann köflótta eða þá við fórum einar og fengum að velja það sem okkur langaði að fá. Allar þijár systurnar erum við búnar að leika okkur með Bimbó, dúkkuna sem þú keyptir þegar Ey- gló og Addý voru litlar. í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, pð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Elsku afi og börnin hans: Við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Þú, Guð míns lífs, ég loka aupm mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Eygló Rósa og Þórey Ósk. Hún tengdamamma er dáin. Fyrir meira en tuttugu árum kynntumst við þessari ljúfu konu sem svo lítið fór fyrir. Ekki var það með hrópum eða Íátum heldur á sinn rólega og trygga hátt gerði hún hlutina, hvort sem var að passa börnin okkar eða annað í þessu lífí. Okkur sem erum giftar sonum hennar langar til að minnast hennar og samverustund- anna innan úr Efstasundi, hlátursins sem alltaf var svo stutt í og brandar- arnir sem vora hennar líf og yndi. „Ég er bara að djóka“ var hún vön að segja. Um leið og við þökkum samfylgdina í gegnum árin vottum við tengdaföður okkar og mágkonum samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsa, Helga og Sóley. + Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MARGRÉT HÁLLDÓRSDÓTTIR, BJÖRN HALLDÓRSSON, Bolungarvík, Lynghaga14, áður til heimilis á Hafnargötu 120, ' Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 4. ágúst. lést 4. ágúst. Guðríður Benediktsdóttir, Einar Hálfdánsson, Halldór Benediktsson, Steinunn S. L. Annasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elín Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Björnsson, Júlíana B. Erlendsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Gunnar Frímannsson, Anna Guöný Björnsdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR ODDSSON, Norðurvangi 2, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 3. ágúst. Fyrir mína hönd og annarra vanda- manna. Kristín Guðlaugsdóttir. Okkar ástkæri + ODDUR DIDRIKSEN, lést 28. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórunn Þórðardóttir, Katrfn Didriksen, Einar Oddsson, Elin Þórunn Jóhannsdóttir Didriksen, Anny Ringkjöb, Grethe-Ann Fauskangef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.