Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 47 FRÉTTIR AFMÆLI HALLDÓR ÞÓRÐARSON Halldór Þórðarson með fallegan feng. FÍB með að- stöðu um verslunar- mannahelgina FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda verður með hjálparþjónustu um verslunarmannahelgina í svipuðu formi og undanfarin ár. Á skrifstofu félagsins verður vakt við síma 562 9999 frá föstudegi til mánudags frá kl. 10-18 og utan þess tíma vísar símsvari á bílasíma sem hægt er að hringja í. Félagið aðstoðar við að koma bil- uðum ökutækjum til verkstæða og annast útvegun varahluta eftir því sem auðið er. Upplýsinga- og aðstoð- arbílar verða á fjölförnustu leiðum. Flest bifreiðaumboðin og vara- hlutasalar hafa skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðsiu og víða um land eru viðgerðarverkstæði opin fyrir neyðarþjónustu og er FÍB í sam- bandi við þessa aðila. FÍB vill minna eigendur ökutækja á að gæta þess að hafa ökutæki sín vel búin til ferðalaga og gæta þess að nauðsynleg verkfæri _séu tii stað- ar. Jafnframt hvetur FÍB alla öku- menn til aðgæslu í akstri á þessari mestu umferðarhelgi landsmanna og er sérstaklega minnt á hættu af steinkasti á malarvegum eða þar sem hlífðarlag hefur verið lagt yfir nýtt bundið slitlag. ------» ♦ -♦---- Norrænt mót presta heyrnar- lausra PRESTAR heyrnarlausra halda nor- rænt mót í Reykjavík. Mótið hefst mánudaginn 7. ágúst og stendur í sex daga. Þetta er annað skipti sem slíkt mót er haldið hér á landi en prestar heyrnarlausra á Norðurlönd- um hittast á tveggja ára fresti til skiptis á Norðurlöndum. Tilgangur mótsir.s er m.a. að reyna að finna betri leiðir til þess að boða Jesú Krist meðal heyrnar- lausra og þjóna þeim og einnig að ræða sameiginlega reynslu presta heyrnarlausra. Guðsþjónusta í tilefni af mótinu verður fimmtudagskvöldið 10. ágúst kl. 20 í Áskirkju. ------» » » ---- Útvarpsstöðin X-ið 977 með beina útsendingu frá Klaustri ÚTVARPSSTÖÐIN X-ið verður með beina útsendingu frá tónleikunum á Klaustri, Uxa 95, allan sólarhring- inn. Bylgjulengd stöðvarinnar verður 103,0 MHz. Hlustendur geta fylgst með þeim hljómsveitum sem fram koma á tónleikunum, viðtölum við listamennina og útihátíðargesti. Fluttar verða fréttir frá svæðinu. ÞESSIR glæsilegu trommu- leikar voru við opnunina Ráðhúsið Alpa- sýning opnuð SÝNINGIN „Óður til Alp- anna“ var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í fyrradag en að henni standa íslensk vinafélög í svissnesku og frönsku alpahéruðunum. Franska lúðrasveitin „Les Enfants de Bayard“ lék við opnunina en hún er skipuð ungmennum frá tónlistar- skóla bæjarins Pontcharra. Sveitin heldur nú í tveggja vikna tónleikaferðalag um ís- land. Á sýningunni er að finna um fimmtíu ljósmyndir teknar af þeim Jean d’Amico og Ge- orges Laurent og er áherslan á fegurð Alpanna, dýralíf og gróður. Meðal þeirra sem voru við- staddir opnunina var Bernard Bornet, forseti Valais-kantón- unnar í Sviss, en þangað kom Vigdís Finnbogadóttir í opin- bera heimsókn í október árið 1990, Beat Kaufmann, sendi- ráðsritari í sendiráði Sviss í Ósló og Robert Cantoni, sendiherra Frakklands á Is- landi. Morgunblaðið/Kristinn LÚÐRASVEITIN „Les En- fants de Bayard“ lék við opn- unina. Fyrirlestrar íRáðhúsi Reykjavíkur PRÓFESSOR Jóhann Páll Árnason heldur erindi í dag, laugardag, sem hann nefnir Þjóð og nútíminn. Jóhann Páll hefur verið prófessor við La Trobe háskólann í Melbourne í Ástraiíu, og er kunnur fyrirlesari og höfundur fræðirita um félags- fræði og stjórnmálaheimspeki. Jóhann flytur erindi sitt kl. 10 í hátíðarsal Ráðhússins í Reykjavík. Norræni sumarháskóliiin er hald- inn hér á landi í ár og hefur fjölmörg- um þekktum fyrirlesurum verið boð- ið hingað af því tilefni. Nokkrir þeirra munu halda erindi í dag, milli kl. 11-15. Þeirra á meðal rithöfund- urinn Karen Armstrong sem talin er vera einn helsti feministi innan guðfræðinnar í dag, danski sagn- fræðingurinn Uffe Óstergárd, Mar- yse Laffitte, lektor í frönsku við Kaupmannahafnarháskóla, Peter AageBrandt, rithöfundur og mál- fræðingur við Árósaháskóla, og Thomas Hyland Eríksen, rithöfund- ur og mannfræðingur við háskólann i Ósló. Að loknum erindunum verða pall- borðsumræður um „hlutverk menntamanna". Erindi og umræður fara fram á ensku og lýkur kl. 17. ♦ ♦ ♦---- Verslunar- mannahelgin í Viðey MARGIR hafa lagt leið sína út í Viðey um verslunarmannahelgina undanfarin ár og svo verður einnig nú. Fjölskyldufólki er boðið upp á ókeypis tjaldstæði í grennd við góða snyrtingu. Leyfí fýrir þeim þarf að fá hjá ráðsmanni eða staðarhaldara. Fólk verður aðstoðað við koma far- angri og tjöldum á bíl frá bryggju upp á tjaldstæði. Á laugardaginn kl. 14.15 verður farið í gönguferð um norðurströnd Viðeyjar. A sunnudag messar sr. Jakob Á. Hjálmarsson kl. 14. Sérstök bátsferð verður farin með kirkju- gesti kl. 13.30. Eftir messu kl. 15.15 verður staðarskoðun heima við sem byijar í kirkjunni en svo er gengið um næsta nágrenni Viðeyjarstofu, m.a. skoðaður fornleifauppgröftur- inn. Á mánudag verður gönguferð um Austureyna. Komið verður við á ijósmyndasýningunni í skólahúsinu. Hún er opin frá kl. 13.15-17.15 um helgina. Hestaleiga er opin alla daga. Viðeyjarstofa verður opin alla daga. Bátsferðir verða frá Sunda- höfn á klukkustundar fresti frá kl. 13. Á þriðjudag verður svo kvöld- ganga. Þá verður gengið um Vestur- eyna. Farið verður frá Sundahöfn kl. 20.30. -----»■ ♦ ■♦-- ■ ORGELSTUND í Kristskirkju, Landakoti, þriðjudaginn 8. ágúst. Douglas A. Brotchie leikur á org- el kirkjunnar frá kl. 12-12.30. Aðgangur er ókeypis. ÁTTUNDA dag ágústmán- aðar næstkomandi verður góðvinur okkar og veiðifé- lagi um áratugaskeið sjö- tugur. Halldór Þórðarson vél- stjóri,Vogatungu 35 í Kópa- vogi, er maðurinn sá, er við félagar viljum senda hug- heilar árnaðaróskir á þess- um tímamótum. Dóri, eins og við nefnum hann okkar í milli, sleit barnsskónum við Sogið, mestu berg- vatnsá landsins að talið er. Hans æskuheimili var að Syðri-Brú. Ungur að aldri hóf hann að veiða í Soginu og naut þá tilsagnar sér eldri og reyndari manna svo sem Jóns heitins Ögmundssonar, sem var ótrúlega liðtækur veiðimaður hvort heldur var við skot- eða stangaveiði. í Soginu veiddu þeir, áður en að það var virkjað, stærstu urriða sem um getur á landinu. Slíkir fiskar sjást ekki lengur á þessum slóðum, hveiju sem um er að kenna. Þarna var Dóri kóngur í ríki sínu, og náði brátt afbragðstökum á því að munda byssu eða stöng. Eftir þjálfun og reynslu við Sogið varð Halldór einn alfremsti fluguveiði- maður landsins og mjög eftirsóttur leiðsögumaður margra útlendinga sem koma til landsins til veiða, enda þekkir hann flestar laxveiðiár okkar frábærlega vel. Það er ekki að undra nú er við viljum senda afmæliskveðjur til vinar okkar að nefna stangveiðina fyrst á nafn, því þar höfum við allir notið kunnáttu hans og tilsagnar í svo ríkum mæli að það verður aldrei fullþakkað. Vinátta góðra veiðifé- laga í amstri hversdagsleikans er svo dýrmæt og hefur svo margt og mik- ið sér til ágætis að ekkert kemst í hálfkvisti við hana. Veiðiskap og aðra tómstundaiðju nefna margir dellu. Orðatiltæki okkar er því „Dauður er dellulaus maður“. Hefði þessi ár- átta ekki verið til staðar hjá okkur, væru vináttubönd okkar örugglega óviss. Þegar vinir eru vammlausir ætti að ríkja samræmi í skoðunum þeirra og tilhneigingum. Stundum kastast þó í kekki milli félaganna, og þá er það venjulega Dóri sem ber fram sáttaorð, með sinni ágætu geðprýði og stóískri rósemi. Halldór hefur tekið virkan þátt í starfi Stangaveiðifélags Reykjavík- ur. Hann var í stjórn þess um langt skeið, sat í mörgum árnefndum, fræddi menn um vatnasvæði félags- ins á fundum í „Opnu húsi“ og þann- ig mætti lengi telja. Oddfellowhreyf- ingin hefur notið starfskrafta hans í áratugi. íþróttir hefur hann stund- að svo sem skíðagöngu og sund, en þó sérstaklega hnit eða badminton og var meðal annars í fyrstu stjórn Badmintondeildar K.R. Starfsvett- vangur Dóra hefír verið við vélstjóra- störf á farskipum og við Sogsvirkj- un. Um tíma rak hann eigið fyrir- tæki, Vélsmiðjuna Dynjanda. Verslunarstörf stundaði hann hjá G. Þorsteinsson og Jónsson, svo og í 17 ár hjá bifreiðafyrirtæki Egils Vilhjálmssonar. Síðastliðin 16 ár hefur hann ^ unnið hjá Brauð og Myllan h.f. hjá þeim bræðrum Jóni Albert og Kolbeini Kristinssonum, þar sem hann unir hag sínum afar vel. Gömul vísa segir: Ellin herðir átök sín, enda sérðu litinn. Æviferðafótin mín, fara að verða slitin. Þetta á ekki við hann Dóra okk- ar. Hár hans er að vísu örlítið grátt, en keikur er hann og léttur í spori á bökkum ánna í leit að ævintýrum við strengi og hylji djúpa. Hann fer að öllu með gát, er athugull og án alls óðagots og fums og ber ómælda virðingu fyrir umhverfínu og öllu lífi í kring. Hann er náttúrubarn að sönnu. JJngur að aldri gekk hann að eiga Ingibjörgu Þórólfsdóttur, hina ágætustu konu frá Fagradal í Dalasýslu, sem bjó honum afar gott og fallegt heimili, sem yndislegt er að koma á. Hin mannvænlegu börn þeirra eru fjögur: Þórólfur, Guð- mundur, Ágústa og Auðbjörg. Við viljum sérstaklega þakka Ingu eiginkonu Dóra, hve oft hún hefur leyft okkur að ræna honum úr faðmi fjölskyldunnar í veiðiferðir, um leið og við óskum þeim innilega til ham- ingju á þessum tímamótum. Einnig sendum við börnum þeirra, mökum, barnabörnum og öðru venslafólki ágætustu óskir. Halldór veiðimaður verður að sjálfsögðu við eina af sín- um uppáhaldsám á afmælisdaginn og býður vinum og vandamönnum upp á veisluföng og veiði að höfð- ingjasið. Vinur kær. Innilegustu hamingju- óskir færum við þér með þessum fátæklegu orðum á þínum merka degi. Vitur maður sagði: Án dyggðar er engin vinátta. Lifðu heill um ókomna framtíð og njóttu í ríkum mæli útivistar við vötnin ströng. Þess óska af alhug veiðifélagarn- ir, Jóhann Guðmundsson, Ólafur Ólafsson, Friðleifur Stefánsson. RAÐAUGIÝSINGAR FUNDIR - MANNFA GNAÐUR HÚSNÆÐIÓSKAST ÝMISLEGT Aðalfundur Softis hf. Boðað er til aðalfundar í hlutafélaginu Softis hf. þriðjudaginn 22. ágúst nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á sam- þykktum félagsins vegna hlutafjáraukningar. Ársreikningar félagsins munu liggja frammi frá og með 15. ágúst á skrifstofu félagsins á 7. hæð á Höfðabakka 9,112 Reykjavík. Stjórn Softis hf. r íbúðóskast I AT 2 fullorðnar konur (mæðgur) óska eftir Fasteignasala íbúðarhúsnæði til Suðurlandsbraut 12 |ejgu tj| jengrj tjma á sfMi: 3 30*1111 Stór-Reykjavíkur- FAX: 533-1115 svæðinu. 100% um- gengm. Upplýsingar í síma 551 2059. Margrét. Fatnaður í heildverslun Verslun (innflutningsaðili) í Reykjavík með óvenjulegan tískufatnað og fylgihluti á góðu verði, óskar eftir samvinnu við verslanir á landsbyggðinni með heildsölu í huga. Hægt er að fá sýnishornapakka sendan. Hafið samband við Ólaf eða Kristínu í s. 562-2322 eða á faxi 562-2151.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.