Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN I DAG Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörns- son. DÓMKIRKJAN: Prestvígsla kl. 10.30. Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason vígir Kristínu Pálsdóttur, guðfræðikandidat til Seyðisfjarðar- prestakalls í Austfjarðaprófasts- dæmi. Sr. Kristján Róbertsson lýs- ir vígslu. Vígsluvottar auk hans eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr. Bjarni Pór Bjarnason og sr. Jakob Á. Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, sem þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA:Lokað vegna viðhalds og viðgerða. HALLGRIMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Madrigalkórinn frá Heidelberg syngur í messunni. Kórtónleikar kl. 20.30, Madrigalkórinn frá Heid- elberg flytur kórtónlist. Einsöngur Margrét Bóasdóttir, sópran. Or- gelleikur Douglas A. Brotchie. Stjórnandi próf. Gerald Kegel- mann. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristins- son. LAUGARNESKIRKJA: í sumarleyfi sóknarprests er bent á guðsþjón- ustu í Askirkju. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Örn B. Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Kristín Jóns- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Þóra Guð- mundsdóttir. Prestarnir. , GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Arnarson. HJALLAKIRKJA:Helgistund kl. 11. Bryndís Malla Elídóttir. KOPAVOGSKIRKJA: Helgi- og bænastund kl. 11 í umsjá sr. Sig- urðar Hauks Guðjónssonar. Orgel- leikari Örn Falkner. Molakaffi eftir stundina. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa sunnudaga kl. 11. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Allt messuhald fellur niður í sumar vegna sumarleyfis. Fyrsta messa eftirsumarleyfi ersunnudaginn 13. ágúst kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma kl. 20 sunnudag. Elsa- bet Daníelsdóttir talar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. VÍÐISTAÐA- OG GARÐASÓKNIR: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Séra Bragi Friðriksson messar. Sóknarprestar. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. BORGARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholti sunnudag kl. 17. Organisti Guðbjörg Jóhannsdóttir. Fluttir verða þættir úr tónleikum helgarinnar. Sumartónleikar í kirkj- unni kl. 15 sama dag og á laugar- dag kl. 15 og kl. 17. Guðmundur Óli Ólafsson. HOLTSKIRKJA: Helgistund verður í Holtskirkju sunnudaginn kl. 14. Staðarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Á undan embætti, eða kl. 13 verður komið saman við kirkjuna og þá mun prestskonan, frú Ágústa Agústsdóttir, rifja upp brot úr sögu staðarins og ræða um umhveríið. Gunnar Björnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Heimir Steinsson. Organisti Ing- unn Guðmundsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA, Saurbæ: Kristjana Höskuldsdóttir, organisti leikur á orgel kirkjunnar sunnudag- inn 6. ágúst kl. 15-16. Jafnframt verða lesin Ijóð um og eftir Hall- grím Pétursson. Sr. Jón Einarsson. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudaginn 6. ágúst kl. 11. Sr. Björn Jónsson messar ásamt sóknarpresti. Barn borið til skírnar. LOEWE Contur 7000 28 • Fullkomin fjarstýring f ~ “ ~ ~ " • Myndlampi 1 *> (BLACK MATRIX). • Beinl inntengi (SCART) J • Textavarp t hJB tfh^TnT'erb ! staðgreitt kr.l06.600/- Veríð velkomin í verslun okkar í Lágmúla 8 -sjón er sögu ríkari! BRÆÐURNIR | ORMSSONHF EURO ogVISA raðgreiðsluri Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um allt land BRIDS Umsjön Guðmundur Páll Arnarson Aðeins örfá pör á Evr- ópumótinu í Vilamoura náðu sex laufum á spil NS hér að neðan. Þeirra á með- al voru Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdótt- ir. Suður hættu. gefur, AV Norður 4 ? DG5 ♦ 109765 4 KDG82 Vestur Austur 4 6532 4 DG87 V 972 llllll T 643 ♦ ÁKD 111111 ♦ G432 ♦ 1074 4 93 Suður 4 ÁK1092 f ÁK108 ♦ 8 4 Á65 Sex lauf er falleg slemma og auðunnin — sagnhafi fær tólf slagi með því að trompa einn tígul á suður- höndina. En vandinn er að segja slemmuna. Spilið féll í þremur gröndum í leik íslands og San Marinó í opna flokknum. í leik ís- lands og Grikklands í kvennaflokki spiluðu grísku konumar fjögur hjörtu gegn Gunnlaugu Einars- dóttur og Ljósbrá Baldurs- dóttur. Þær sögðu þannig: Vestur Norður Austur Suður Gunnlaug Economou Ljósbrá Manidaui 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Þessi sagnröð var endur- tekin oft í mörgum leikjum, enda vandséð hvemig hægt er að meðhöndla spilið á annan veg í eðlilegu kerfi. Spilið er heldur enginn bamaleikur í sterku iauf- kerfi, a.m.k. ekki ef norður segir beint af augum, þ.e. meldar tígulinn á undan lauf- inu. Esther og Valgerður spila Precision og Esther lagði grunninn að slemmunni með því að svara sterkri iaufopnun Valgerðar með tveimur laufum, en ekki tveimur tíglum: Vestur Norður Austur Suður KaramanliEsther KontogeorgiValgerður 1 lauf* Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu** Pass 4 sp.** Pass 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass 'Ajhí. 16 HP. ••Fyrirstöðusagnir Esther fylgdi svo eftir þessari góðu byijun með því að segjast eiga ekta fyrir- stöðu í hjarta, þ.e. ás eða kóng (!) Valgerður vissi þá að ekkert fór tii spillis í tíglin- um og gat hækkað í sex lauf af öryggi. Island vann 11 IMPa á spilinu og leikinn 21-9. SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á SKA mótinu í Biel sem nú stendur yfir. Rússinn Aleksei Drejev hafði hvítt og átti leik, en Bandaríkjamaðurinn Nick deFirmian var með svart. Svartur lék síðast 20. — h7—h6, illu heilli. 21.Rxf7! (Svartur var að biðja um þetta) 21. - Kxf7 22. Dxh6 - Rg7 (Eftir 22. — Rxe4 skýtur hvítur inn milli- leiknum 23. Dh7+) 23. Bxg6+ - Kg8 24. He6! (Fallegur og óvæntur leikur. Eftir 24. — Rxe6 25. dxe6 á svartur ekki viðunandi vörn við hótuninni 26. Bf7 mát) 24. - Bxd5 25 Hxd6 - Bxc4 (Eða 25. - De7 26. Hxd5 - Rxd5 27. Dh7+ - Kf8 28 Dh8 mát) 26. Hxd8+ — Hxd8 27. Dh4! og svartur gafst upp, því hann getur ekki varist tvöfaldri hótun hvíts gegn riddaranum á f6 og biskupnum á c4. Eftir 7 umferðir á mótinu var Drejev efstur með fimm og hálfan vinning af 7 mögulegum, en Adianto, Indónesíu, og Gelf- and, Hvíta Rússlandi, komu næstir með fjóran og hálfan vinning. VIIVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þökkum komið til skila EMILÍA Aðalsteinsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti fyrir mjög góðar veitingar í Dalakaffi á Jökuldal og skorar á alla sem eiga leið um að koma þar við og njóta þessarar góðu þjónustu. Þar eru veit- ingar bæði mjög góðar og ódýrar. Ábendingar sjö unglinga BRÉF barst frá sjö ungl- ingum sem höfðu eftir- farandi fram að færa: Take That hefur verið vinsæl hljómsveit í fimm ár og er búin að vera vinsælasta hljómsveitin í Evrópu í u.þ.b. ár, en þrátt fyrir það hafið þið bara birt þrjár litlar greinar um þá og aðeins eina iitla mynd. Við vit- um um fullt af ungling- um sem eru mjög hissa og óánægðir með þetta. Mun fleiri unglingar myndu taka sér tíma til þess að lesa Morgun- blaðið ef eitthvað birtist um Take That í staðinn fyrir greinar um óþekkt- ar hljómsveitir sem mjög fáir hafa áhuga á. Þess vegna segjum við fleiri fréttir og meira slúður úr tónlistar- og kvik- myndaheiminum. Auk þess viljum við sjá miklu meira um Keanu Reeves, og eins mætti birta dag- skrána fyrir MTV. Sjö unglingar. Tapað/fundið ÚR tapaðist í Kringlunni ÚR tapaðist í Kringlunni sl. fimmtudag milli kl. 11.30 og 11.45, líklega á leiðinni frá Pizza Hut að Hard Rock Café í Kringlunni. Úrið er Casio tölvuúr með töflu- reikni o.fi. Það er með svartri plastól. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 434 1428. DV-plastpoki týndist í INNGANGI aðalbanka Landsbankans sl. fimmtudag tapaðist DV- poki sem í voru nokkur DV-blöð, 450 krónur og svartur O’Neal jakki. Skilvís fínnandi vinsam- lega hringi í síma 561-6888. Farsi 2-21 v e- . 01894 Fuait Oftoora/PWitmtad by Urwareal Preu SynCkaUa UJAIí6lASí/CaOurMli-T W&meturn undirtyLtur eirts og þty Gnmur, þuicá þi(f þekJsiáyfckcu- séeUi. " Víkverji skrifar... SAMANBURÐUR Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda á ið- gjöldum bílatrygginga hér og á hin- um Norðurlöndunum hefur vakið mikla athygli í vikunni. FÍB segir samkeppni skorta meðal trygginga- félaga. Tryggingafélögin svara því til að útgjöld vegna tjóns á bifreið- um séu hærri hér en annars staðar og vísa til vondrar umferðarmenn- ingar á Islandi. xxx VÍKVEBJI telur næsta víst að báðir hafi nokkuð til síns máls. Margvísleg vara og þjónusta á íslandi er á alltof háu verði vegna lítillar samkeppni og raunar vegna samtryggingar fyrirtækja í viðkom- andi greinum. (Einhver gárunginn, sem sá sér orðaleik á borði, stakk upp á því að Samband tryggingafé- laga yrði kallað Samtrygging!) Nú hafa hins vegar opnazt nýir mögu- leikar á tryggingamarkaðnum með EES-samningnum og ekkert er því til fyrirstöðu að erlend tryggingafé- lög starfi hér. Alvörusamkeppni frá erlendum aðilum yrði væntanlega prófsteinn á það hvort hægt væri að lækka iðgjöldin hér á landi. xxx HINS VEGAR er það alveg rétt hjá talsmönnum tryggingafé- laganna að umferðarmenningin á íslandi er til háborinnar skammar. Víkverja hefur oft fundizt hann kominn á lægra umferðarmenning- arstig, þegar hann kemur heim úr fríi eftir að hafa ekið um á megin- landi Evrópu. Kurteisi, tillitssemi og skipulag skortir tilfinnanlega í íslenzka umferð. xxx AMEÐAL hvimleiðustu ósið- anna í umferðinni er hæga- gangur á vinstri akrein tvíbreiðra akbrauta, sem verður til þess að ökumenn taka að stunda hættuleg- an framúrakstur hægra megin. Á meginlandi Evrópu virðast allir öku- menn vita að hægri akreinin er fyrir þá, sem vilja fara sér hægar, en sú vinstri fyrir framúrakstur. Margir ökumenn virðast líka halda að stefnuljósin séu helzt til skrauts á jólunum, eða þá til þess að blikka þeim öllum í einu, eins og eitthvað sé að hjá þeim, þegar þeir hafa lagt ólöglega á miðja götu eða gangstétt. Fáir kunna að virða hægrirétt og það er sömuleiðis allt- of sjaldgæf undantekning að bílum, sem bíða við gatnamót, sé hleypt inn í bílalestir sem safnast upp t.d. við umferðarljós. xxx KANNSKI er eitthvað til í þeirri skýringu að frumstætt ein- staklingseðli íslendinga valdi um- ferðarómenningunni; hver sé ein- faldlega sjálfum sér næstur og skeyti lítt um velferð annarra í umferðinni. Með fræðslu og ögun hlýtur samt að vera hægt að sýna fólki fram á að það borgi sig að keyra eins og siðmenntuð þjóð. Ef til vill átta menn sig á því, nú þeg- ar þjóðin hefur loksins öðlazt verð- skyn eftir áratuga óðaverðbólgu, að skynsamlegur akstur getur lækkað tryggingaiðgjöldin. Víkveiji telur einnig að ökukennarar hafi hér mikilvægu hlutverki að gegna. Sjálfur hafði hann ökukennara, sem var til fyrirmyndar og sleppti Vík- veija ekki í bílprófið fyrr en að lokn- um 32 ökutímum, en fjölmargar sögur hefur hann heyrt af öku- kennslu, sem virðist aðallega miða að því að koma nemendum billega í gegnum bílprófið. XXX É EINHVERN tímann rétti árs- tíminn til að afleggja umferð- arósiðina og hefja nýtt og betra líf á þjóðvegunum, er hann nú um verzlunarmannahelgina. Víkverji óskar lesendum Morgunblaðsins velfarnaðar í helgarumferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.