Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BOB Dylan þráir að einmana gítaristi geti feykt stríðsherrum af stóli með þvi að spila og syngja. Bob Dylan spilar og syngur ÓTENGDUR Dylan með hljóm- sveit var í sjónvarpinu eina nótt ekki fyrir löngu. Þetta var þáttur sem tónlistarstöðin MTV lét gera, og telst vel heppnaður, bæði kvik- mynda- og tónlistarlega séð. MTV hefur undanfarin ár fengið hljóm- sveitir og listamenn til að leika með klassískum hljóðfærum, án rafmagnstengingar. Þetta hefur oft lukkast vel og hljómlistin verið gefin út á plötum. „Bob Dylan Unplugged" var út gefínn fyrr á þessu ári. Dylan brenndi sig á amerískum blaðamönnum snemma á sjöunda áratugnum og ákvað í kjölfarið að neita að svara spurningum þeirra eða snúa út úr þeim. Dæmi: Spuming: „Herra Dylan, hver er þinn æðsti draumur?“ D: „Að höggva kjöt.“ S:„Hvað muntu græða á því?“ D: „Stóra kjötbita." S: „Er það rétt að þú þvoir hvorki hárið né burstir tennurnar?" D: „Það er lygi, ég á fjögur tannsett heima.“ Það var meðal annars vegna þessa sem hann vildi ekki ræða við ijöMcSla þegar hann hélt tónleika í Reykjavík árið 1990. Það er ekki von á plötu frá Dylan með nýjum lögum. Nýjasta lagið sem hann hefur birt heitir „Dignity" og er á MTV-plötunni hans. Sumir telja að hann vísi til íslandskomu sinnar í textanum, eða þegar hann rann í kvöldsólinni á reiðhjóli í Laugardalshöllina til að spila og syngja: „Ég fór inn í borgina, fór inn í bæinn, fór inn í land miðnætursólarinnar.“ Dylan er framkvöðull í rokktón- list. Þegar flest popplög voru tvær og hálf mínúta, samdi hann lag upp á ellefu mínútur, lagið „Desol- ation Row“. Hann var fyrstur til að senda frá sér tveggja platna albúm, „Blonde on Blonde“. Hann var ungur orðinn víðlesinn í bók- menntum og beitti súrrealisma í textasmíð. Dylan er oft kallaður skáld vegna þess að merking text- anna virðist breytast með tíman- um. Á nýja disknum „Unplugged- ”eru fleiri lög en voru í sjónvarps- þættinum. Nefna má „Whith god on our side” og „Love minus zero/No limit” sem er sérlega hug- ljúft ástarlag. FÓLK Góðaferö! Alþýðusamband íslands óskar landsmönnum góðrar ferðar um mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. ASÍ heitir á alla að ganga vel um landið, nú sem endranær. Náttúra íslands er ein þýðingarmesta þjóðarauðlind sem við eigum. Ef við spillum henni rýrum við um leið þann arf sem við ætlum komandi kynslóðum. Alþýðusamband íslands, ASÍ, stofnað 1916, er stærsta fjöldahreyfing launafólks á íslandi. í Alþýðusambandinu eru nú um 65.000 félags- menn. Um tveir þriðju launamanna í skipulögðum samtökum hér á landi eru í aðildarfélögum ASÍ, þar af tæplega helmingur konur. Félagsmenn Alþýðusambands íslands eru um land allt og koma úr flestum atvinnu- og starfsgreinum, bæði í framleiðslu og þjónustu. Meginhlutverk Alþýðusambands fslands er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum launafólks og allrar alþýðu, vera sameiginlegur vettvangur aðildarfélaganna í samningum um kaup og kjör, tryggja góðan aðbúnað á vinnustöðum, starfsmenntun og áhyggjulaust ævikvöld. Þá er margháttuð þjónusta og aðstoð við aðildarfélögin og félagsmenn þeirra veigamikill þáttur í starfsemi Alþýðusambandsins. Þótt baráttunni sé hvergi nærri lokið hafa samtök launafólks náð miklum árangri í að umbreyta þjóðfélaginu og laga það að þörfum almennings. Mikilvægustu verkefni okkar nú eru að treysta kjörin og uppræta atvinnuleysið. Hörmuleg slys í umferðinni að undanfömu eru áminning til okkar allra um að aðgætni, samstarf og gagnkvæmt tillit er farsælast í umferðinni. Komum heil heim eftir verslunarmannahelgi. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Samstaðan er afl \______________________:______________:-------/ Crosby syngur á ný ►GAMLI syndaselurinn David Crosby eyðilagði lifrina í sér með áfengisneyslu og öðru óreglu- legu líferni. Nú kemur hann fram á tónleikum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá kjarnorkuspreng- ingunni í Hírósíma næstkomandi laugardag. Er það í annað skipti sem hann kemur fram opinber- lega eftir lifrarígræðslu á síðasta ári. Með honum syngur vinur hans Graham Nash. Meðal ann- arra listamanna sem koma fram á tónleikunum má nefna Jackson Browne og Bonnie Raitt. Gömul kynni end- umýjuð ► VINIRNIR Danny Glover og Joe Pesci, sem léku saman í tveimur „Lethal Weapon“-mynd- um, hafa ákveðið að vinna saman á ný. Myndin heitir „Gone Fish- ing“. Þeir leika tvo veiðimenn sem flækjast í morðmál. John Avildsen leikstýrir myndinni, en hann fékk Oskarsverðlaunin fyr- ir leikstjórn sína á fyrstu Rocky- myndinni. i 4 4 4 4 ; : 4 < < ( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.