Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 1
ft- TOYOTA COROLLA MEÐ ALDRIFIREYNSLUEKIÐ - SUBARU OUTBACKJEPPALANGBAKUR - BÚIST VIÐ 55% A UKNINGU f BÍLA ÚTFL UTNINGIFRÁ KÓRE U-RAV4 íRAFBÍLARALLI c. fltwgtitiMafrife LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 BLAÐ c 5dyraKAV4jeppinn erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. ¦; | @) TOYOTA ; Tákn um gœði Nýr BMW M3 sportbíll NÝR BMW M3 er kominn á markað með kraftmeiri en neyslugrannari vél og smávægilegum útlitsbreyt- ingum. M3 er bíll fyrir sportbílaá- hugamanninn en það er ekki þar með sagt að rekstrarkostnaðurinn sé hærri en á venjulegum fjöl- skyldubíl. Frá því framleiðsla hófst á M3 hefur hann verið smíðaður í 20 þúsund eintökum og hefur hlotið einróma lof í bílablöðum. Þannig hafa franskir blaðamenn kosið M3 Bíl aldarinnar og 1994 var M3 kosinn bíll ársins í Banda- ríkjunum og varð þar með fyrsti innflutti bíllinn til að hljóta þann heiður. M3 er í flestu líkur fyrirrenn- aranum í útliti, aðeins hefur verið sett á hann hvít stefnuljós og hann er kominn á nýjar léttmálmsfelg- ur. Meiri breytingar eru á inn- volsi. Vélin hefur verið stækkuð úr 2.990 rúmsentimetrum í 3.201 rúmsentimetra. Hún er 24 ventla og 6 strokka og skilar 321 hest- BMW M3, sparneytinn sportbíU sem franska pressan kaus Bíl aldarinnar. i i afli við 7.400 snúninga en fyrir- rennarinn 286 hestöflum. Ný gírsklptlng M3 er með nýrri rafeindastýrðri eldsneytisinnsprautun, svoköíluðu MSS50-tölvukerfi sem BMW hefur hannað og er sagt auka eldsneytis- nýtinguna til muna. MSS50 getur gefið 20 milljónir boð á hverri sek- úndu og stjórnar m.a. tímasetn- ingu á íkveikju í bensínblöndunni og innsprautunartíma. Þá er vinnsluátak bflsins 10% meira en áður eða 350 Nm við 3.250 snún- inga á mínútu. Þrátt fyrir allan hestaflafjöldann eyðir M3 aðeins 6 UTLITSLEGA er bíllinn eins nema hvað hann hefur fengið hvít stefnuljós og nýjar léttmálmsfelgur. lítrum á jöfnum 90 km hraða, 13 lítrum á hundraðið í bæjarakstri og 7,3 lítrum á jöfnum 120 km hraða. Margir eigendur M3 höfðu látið í ljós þá ósk að bíllinn yrði boðinn með sex gíra handskiptingu og þeim varð að ósk sinni. Sjötti gír- inn dregur jafnt úr hávaða þegar bílnum er ekið hratt og eykur á sparneytni bílsins. M3 er 5,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst miðað við 6 sekúndur áður, enda hefur tekist að ná út um 100 hestöflum úr hverjum lítra slagrýmis vélarinnar sem þykir merkur áfangi hjá flest- um bílahönnuðum. Bíllinn ekur einn km á 24,7 sekúndum en hröð- un úr 80-120 km á klst í fjórða gír tekur 5,7 sekúndur miðað við 6,4 sekúndur í fyrirrennaranum. -0; 4- 150.0 140.0 130.0 120.0 110.0 100.0 90.0 80.0 70.0 S0.0 50.0 40.0 30.0 20.0 10.0 Fjöldi skráðra bifreiða á íslandi í ársbyrjun, 1927-1995 +SO% ?45% +40% +35% +30% +25% +20% +15% +10% +5% S% Hlutfallsleg breytíng á fjölda skráðra bifreiða frá ári til árs 0'-r—"T 1927 1930 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Helmildlr. Pétur Gtutur Krlstjánsson 1994: Islenskt tniituAit.il 1927-1994 og Bilallotlnn, ársfiórðungsrit, 1. t.bl, I. árg., ritstl. Pétur Gmtur Kristjénsson. Greiðslukort óvelkomin BANDARÍSK bílaumboð vilja helst ekki taka við greiðslu fyrir bíla með greiðslukorti, að því er fram kemur í skoð- anakönnun sem bandaríska bílafréttablaðið Automotive News hefur gert. Bílaumboð- in hafa ekkert á móti því að greitt sé fyrir viðhald og þjón- ustu með greiðslukortum en þeim vex í augum að 3-5% umsýslugjald sem flest greiðslukortafyrirtæki vestra taka dragist frá umsömdu kaupverði bifreiða. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.