Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 C 3 Subaru Outback - jeppalangbakurinn THOMAS Rádström og Benny Melander við RAV4 rafbílinn. RAV4 keppir í rafbílaralli SKUTBÍLAR, langbakar, voru eitt sinn vinsælir í Bandaríkjunum en síðan leystu jeppar þá mikið af hólmi í upphafi tíunda áratugar- ins. Nú hyggst Subaru snúa dæm- inu við á ný með því að kynna til sögunnar Outback, sem er sam- bland af fólksbíl og jeppa, bíl sem Subaru kallar fyrsta jeppa-lang- bakinn. Outback, sem kemur á markað á næsta ári, er útfærsla af fjór- hjóladrifsbílnum Legacy. Bíllinn er tilraun Subaru til að nálgast bílkaupendur sem vilja það besta úr flokki jeppa og fólksbíla án þess að þurfa að kaupa pallbíl. I þessu skyni er Outback hafður 5 sm hærri en Legacy, hann er á 15 tommu heilsársdekkjum og þakið hefur einnig verið hækkað um 5 sm. Fjöðrunarbúnaður Outback er einnig annar, mýkri LRV og Nissan Axxess hafa ekki tekist sem skyldi. Outback verður boðinn í tveimur útfærslum með 2,5 lítra, 155 hest- afla, fjögurra strokka vél með fjögurra þrepa sjálfskiptingu og 2,2 lítra, 135 hestafla, fjögurra strokka vél með fimm gíra hand- skiptingu. Ráðgert er að 30-35% af allri Legacy framleiðslunni verði Outback. Subaru hefur einnig gert breyt- ingar á Legacy í þeim tilgangi að hann falli akstursáhugamönnum í geð. 1996 árgerð af Legacy 2,5GT langbökum og stallbökum verður aðeins fáanleg með einni gerð vél- ar, þ.e. 2,5 lítra, fjögurra strokka vél með sjálfskiptingu. Fimm gíra handskipting verður fáanleg með 2,5 lítra vélinni á næsta ári. Bíllinn verður sportlegri í útliti, með hlið- arvindskeiðum og þokuluktum. ■ TOYOTA hyggst taka þátt í nýrri grein innan rallsins, rafbílaralli, á Skandinavíska rafbílarallinu sem fer fram í ágúst. Það er engin nýlunda fyrir Toyota að taka þátt í rall- keppnum því fyrirtækið hefur státað af sigurvegurum í heimsmeistara- keppnunum í ralli 1993 og 1994. Það verður þó ekki Toyota Celica GT-Four sem keppt verður á í Gautaborg heldur splunkunýr RAV4-EV, það er að segja rafút- færsla af þessum snarpa smájeppa. Ekið verður frá Gautaborg til Óslóar og keppnin er skipulögð af orkufyrirtækjum borganna og sænsku og norsku akstursíþrótta- samtökunum. Bílnum ekur ný- bakaður sigurvegari Suður-Sænska rallsins, Thomas Rádström og að- stoðarmaður hans verður Benny Mellander. Yfir 30 lið hvaðanæva að taka þátt í keppninni, sem er fyrsta al- höggdeyfar en stífari gormar. Outback er einnig með efnismeiri stuðurum og tveimur, stórum þokuluktum með gijótvörn. Að aftan er bíllinn með 12 volta rafút- tak. Annað og meira en langbakur Ráðgert er að Outback þróist enn meira í átt frá Legacy. Innan tíðar verður t.a.m. kynnt í honum lágt drif sem er staðalbúnaður í flestum jeppum og auk þess verð- ur hann með varadekk í fullri stærð. Helsta verkefni Subaru verður að fullvissa væntanlega kaupend- uy um að Outback sé annað og meira en langbakur. Tilraunir ann- arra framleiðenda til að setja á markað blending af langbak og jeppa, eins og Mitsubishi Expo vöru rafbílarallkeppnin í heiminum. 550 km leið Toyota hyggst nýta sér rallið til að afla þekkingar og gagna um aksturshæfni rafbíla við aðstæður eins og í rallkeppni. Fyrirtækið hef- ur unnið að þróun rafbíla í "25 ár og kynnt 10 mismunandi frumgerðir. RAV4 EV er búinn nýjustu tækni, þám. rafgeymi úr nikkel-málm og vetnissamböndum. Enn sem komið er þykir rafgeymirinn alltof dýr til þess að verða fjöldaframleiddur en hann léttari og minni en hefðbundn- ar gerðir rafgeyma. Það gæti skipt sköpum í rallinu sem tekur fimm daga og liggur um 550 km langa leið, sérstaklega á malarvegum við brekkuklifur. Bíllinn vegur 1350 kg, eða um 200 kg meira en venju- legur RAV4 bensínbíll. Hámarks- hraðinn er engu að síður 125 km á klst. ■ Rlerkingar f jallvega VEGARSLÓÐAR um landið eru óteljandi. Þeir liggja um láglendi og hálendi og margir eru merktir inn á kort. Ferðamenn freistast gjaman til að fara þessar leiðir en oft er ökutæk- ið ekki nógu vel búið. í Framkvæmd- afréttum Vegagerðarinnar er sagt frá nýju umferðarmerkjareglugerð- inni en með henni opnast möguleiki fyrir Vegagerðina að merkja þessar leiðir miðað við ástand. Sett verður upp viðvörunarmerki „önnur hætta“ og undirmerki þar fyrir neðan. Flokkarnir eru þrír: Seinfarinn vegur: Leið sem er i&jtó&ititöiÍéÍÍiM imíMtíEti;/; 'tsimmimiasnh fær góðum, traustum fólksbifreiðum en er mjög seinfarin. Leiðin getur verið gróf og brött en vötn eru lítil. Dæmi: Kjalvegur og Kollafjarðar- heiði. Illfær vegur: Leið sem er fær torfærubifreiðum, þ.e. bifreiðum sem eru hærri en fólksbifreiðar almennt og eru með fjórhjóladrifi. Ár. eru með sæmilegum vöðum en á leiðinni geta verið blautir eða grýttir kaflar og klungur. Dæmi: Fjallabak nyrðra og Sprengisandur. Torleiði: Leið sem er aðeins fær sérútbúnum torfærubifreiðum (háum jeppum og fjallabílum). Á leiðinni geta verið mjög brattar brekkur, snjóskaflar eða ár sem tæplega eru færar bifreiðum. Dæmi: Fjallabak syðra og Gæsavatnaleið. ■ SUBARU Outback fullbúinn, með þokuljósum, toppgrind og 5 sm hærri en Legacy. Leigja út gamla bíla GAMLA bílaleigan í Skeifunni ber nafn með rentu því hún leigir að- eins út gamla bíla. Elsti bíllinn í flotanum er af árgerð 1986 og nýj- ustu bílarnir af árgerð 1992. Bíla- leigan er með tólf bíla og hóf starf- semi í nóvember 1993. Eftir því sem næst verður komist er þetta eina bílaleigan á landinu sem eingöngu leigir út gamla bíla. Pétur J. Pétursson hjá Gömlu bílaleigunni segir að nú standi yfir sá tími sem mest er að gera í þess- ari grein en lítil hreyfing sé á vet- urna. Tekið er daggjald fyrir bílana hjá Gömlu bílaleigunni en ótak- markaður akstur fylgir daggjaldinu sem er frá 6.500 kr. með virðis- aukaskatti fyrir fernra dyra bíl í millistærðarflokki. Daggjaldið fyrir Mitsubishi Pajero er 14.500 kr. á dag. Nýrra bíla aö vænta Pétur segir að bílunum hafí verið töluvert mikið ekið og á sumrin sé þeim ekið 1.800-2.500 km á viku. Að meðaltali hefur flotanum verið ekið 110-120.000 km. Bifvélavirkj- ar starfa hjá fyrirtækinu og sinna viðhaldi bílanna. í haust verður breytinga að vænta í rekstrinum því þá tekur Gamla bílaleigan í fyrsta sinn nýja bíla í rekstur en Pétur segir að sama gjaldskrá verði við lýði. Pétur segir að viðskiptamanna- hópurinn sé úr öllum stigum þjóðfé- lagsins en þó einkum þeir sem vilja ekki greiða kílómetragjald og þykir í lagi að aka á eldri bíl. Gamla bíla- leigan er með söluskrifstofu fyrir Holiday Autos og segir Pétur að Gamla bílaleigan ábyrgist lægstu bílaleiguverðin í Evrópu í gegnum það fyrirtæki. Holiday Autos leigir þó eingöngu út nýja bíla. ElTT FJÖLMENNASTA ALMENNINGSHLUTAFÉLAGIÐ Á INNLENDUM HLUTABRÉFAMARKAÐl FERÐ TIL í tilefni af því að Hlutabréfavísitala VÍB hefur nú náð hæsta gildi frá upphafi býður VIB tveimur heppnum hluta- bréfakaupendum til New York. Nöfn þeirra sem kaupa hlutabréf hjá VÍB á tímabilinu 28. júlí - 31. desember 1995 fara í pott. Dregin verða út tvö nöfn, en vinningurinn er ferð til New York. Þeir sem keyptu hlutabréf í HVÍB árið 1994 fá nú endurgreiðslu frá skattinum eða lækk.un..i_ tekjuskaui. Greiðslan nemur um 84.000 kr. fyrir hjón sem nýttu sér fulla heimild til hlutabréfakaupa vegna skattafrádráttar. í júlí sl. fengu hluthafar auk þess greiddan 5% arð af nafnverði bréfanna. Á þessu ári er heimilt að nýta að hámarki nm 260.000 kr. kaup á hlutabréfum til lækkunar á tekjuskatti fyrir hjón. FORYSTA 1ÍJÁRMALUM! VlB verðbrBfamarkaður íslandsbanka hf. • Adili ad Verðbréfaþitigi Islands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Simi 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.